Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 9
31. desember 1987 - DAGUR - 9 Vigdís Finnbogadóttir á afmæli Akureyrarbæjar. ingu í reksri sláturhúsa á landinu kom fyrir almenningssjónir. í henni var lagt til að fjórum hús- um á Norðurlandi yrði lokað. M.a var lagt til að stórgripaslátr- un yrði hætt í sláturhúsinu á Akureyri. 20.; Hin nýja brú yfir Leirurnar hafði þau áhrif að eftirspurn eftir húsnæði á Svalbarðseyri varð mjög mikil en hafði áður verið mjög lítil. 22. Astandið á málefnum mæðra- eftirlits og kvensjúkdómalækn- inga átti eftir að vera talsvert í fréttum. Vegna þess að sérfræð- ing vantaði í kvensjúkdómum við FSA þá þurftu konur að leita til sérfræðinga úti í bæ eftir þjón- ustu við mæðraeftirlit og eftir- skoðun. Þannig þurftu konurnar að greiða fyrir þjónustu sem átti að vera þeim að kostnaðarlausu. Þó að sölumálin hafi verið í mesta ólestri þá leit vel út með kartöflusprettu. Um þetta leyti töldu menn að ekki þyrfti lengi að bíða eftir nýjum kartöflum á markað. 24. Fjórir menn biðu bana þegar flugvél hrapaði við Blönduós. Flugvélin brotlenti skömmu eftir flugtak. Stefán bóndi á Siglunesi var ekki sáttur við þann seinagang sem var á afgreiðslu umsóknar hans um að fá að leggja veg á eig- in kostnað fyrir til Siglufjarðar. 28. Til að nýta eitthvað af þeirri umframmjólk sem til féll hjá þeim, tóku margir bændur upp á því að vinna mjólkina eitthvað sjálfir. Skilvindur seldust sem aldrei fyrr. Illa leit út með rækjuveiði í Húnaflóa. Hafrannsóknastofnun lagði til enn frekari samdrátt veiða, nú úr 525 tonnum niður í 500 tonn í vetur. 30. Á Akureyri var unnið að undirbúningi þess að komið yrði á fót endurhæfingu fyrir fullorðið fólk með það fyrir augum að gera því kleift að búa sjálfstætt og stunda atvinnu á almennum markaði. „Stórfrétt ef þessi til- raun tækist,“ sagði Jón Björnsson. 31. Bæjaryfirvöldum á Akureyri barst bréf frá íbúum Miðbæjarins þar sem lagt var til að umferð yrði bönnuð um Ráðhústorg um helgar. Þetta má segja að hafi verið upphaf rúntmálsins sem varð áberandi síðar á árinu. Ágúst 4. Verslunarmannahelgin var slysalítil á Norðurlandi. Ekki var um að ræða neinar fjölmennar útihátíðir á svæðinu, straumurinn lá í Húsafell og til Vestmanna- eyja. 5. Eldur kom upp í loftræstikerfi nýbyggingar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Allt tiltækt lið slökkviliðsins mætti á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Skemmdir urðu allmiklar og reykmengun á skurðdeild olli því að skurðaðgerðir fóru fram á fæðingardeild. Heyskapur gekk illa síðari hluta júlímánaðar og framan af ágúst en þá stytti loks upp. 6. Bíl flugmálastjórnar á Akur- eyrarflugvelli var stolið og hon- um velt í miðbæ Akureyrar. Sökudólgurinn náðist þar sem hann var vel hífaður að kaupa sér flugmiða til Reykjavíkur. 7. Veitustjórn Ákureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum að stefna bæri að því með aðgerðum að hitaveitan yfirtæki smám sam- an markað rafveitunnar í bænum. Þetta yrði gert með því að auðvelda mönnum að skipta úr rafhitun í vatnshitun. 10. Forráðamenn Samvers hf. á Akureyri tóku um það ákvörðun að festa kaup á upptökubíl að verðmæti 20-30 milljónir króna. 11. Knattspyrnufélag Akureyrar gerði athugasemd við deiliskipu- lag svæðisins við Víðilund en þar hafði framkvæmdanefnd íbúðar- bygginga fyrir aldraða verið út- hlutað lóð. Félagið taldi þessa úthlutun ganga gegn hagsmunum sínum og stækkunarmöguleikar þess hafi verið verulega skertir. Sama var uppi á teningnum vegna nýbyggingar Hótel KEA austan kirkjunnar. í því tilfelli taldi Stefán Sigurðsson eigandi Hótel Stefaníu sig verða fyrir tjóni vegna viðbyggingarinnar og taldi bæinn vera bótaskyldan. 12. „Hrikalegt ástand á leigu- markaðinum" sagði í fyrirsögn sem átti við Akureyri. Dæmi var tekið um himinhá tilboð í íbúðir, sem ekki var svarað. Skömmu síðar var sagt frá tilboði sem hljóðaði þannig: „Ég borga betur en allir aðrir,“ og nokkru seinna öðru á þessa leið: „Ekkert út og ekkert á mánuði, nema félags- skapurinn.“ Sumarslátrun hófst hjá Slátur- húsi KEA og var von á „létt- lömbum“ í búðir fljótlega. 13. Enn var þenslan' til umræðu, og mikill skortur á vinnuafli. Starfsmannastjóri Slippstöðvar- innar sagði erlent vinnuafl ekki vera út úr myndinni. Á blaðamannafundi var dagskrá í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar kynnt. Iðnsýning, heimsókn forseta íslands, skrúðgöngur og fleira var það sem fólk mátti vænta. 17. Samband íslenskra samvinnu- félaga gerði ásamt nokkrum sam- starfsfyrirtækjum tilboð í 67% hlutafjár í Útvegsbanka íslands. Þar með hófst slagur sem átti eft- ir að standa lengi við 33- menningana svokölluðu um þessi eftirsóttu hlutabréf. 19. Sjö ára drengur varð fyrir biti af völdum rottu þegar hann var ásamt fleiri börnum að leik fyrir utan fjölbýlishús eitt á Akureyri. Börnin eltu uppi tvær rottur sem þau sáu, með þeim afleiðingum að ein þeirra snerist til varnar með fyrrgreindum afleiðingum. Loksins barst Verkmennta- skólanum hermir sá sem lengi hafði verið beðið. Hermirinn er nákvæm eftirlíking af stjórntækj- um skipsvélar og veldur byltingu í kennslu á vélstjórnarsviði. 20. Mengunarmælingar í Pollin- um við Akureyri leiddu strax í ljós að við Höepfnersbryggju er á tíðum hrikaleg mengun og fjöldi saurgerla er eins og á landsmóti þeirra. 21. Sigurður Hallmarsson skóla- stjóri á Húsavík var settur fræðslustjóri Norðurlandsum- dæmis eystra í stað Ólafs Guð- mundssonar sem ekki hafði átt sjö dagana sæla í starfinu. Þessi ráðning var gerð í fullu samráði við formann fræðsluráðs og var því talið að endir væri bundinn á deilur sem staðið höfðu alveg síð- an Sturlu var vikið úr embætti. 24. Áhugafólk og myndlistar- menn á Akureyri stofnuðu hluta- félag og tóku á leigu húsnæði til reksturs gallerís sem síðar var opnað, við Glerárgötu. Hestamenn í Eyjafirði reiddust mjög þeirri ákvörðun stjórnar LH að næsta landsmót hesta- manna skyldi haldið á Vind- heimamelum en ekki á Melgerð- ismelum. Þetta varð síðar til þess að hestamannafélögin þrjú í Eyjafirði sögðu sig úr landssam- bandinu. 26. „Óvönduð vinnubrögð,“ sagði í ályktun sem Félag sauðfjár- bænda við Eyjafjörð sendi frá sér um skýrslu þá sem áður hefur verið sagt frá um fækkun slátur- húsa í landinu. Híbýli hf. var með lægsta til- boðið í byggingu sundlaugar við Glerárskóla, tæpar 36 milljónir. Þrjú tilboð bárust. 28. Tugi karla og kvenna vantaði til starfa í frystihúsum við Eyja- fjörð. Víða var vandinn leystur með því að salta hluta aflans og nokkuð var rætt um að ráða útlendinga til starfa. 31. Á hátíðarfundi bæjarstjórnar Akureyrar í tilefni afmælisins, var einróma samþykkt tillaga þess efnis að hús Amtsbókasafns- ins verði stækkað á næstu árum. Þar með var hulunni svipt af því hvað bærinn ætlaði að gefa sjálf- um sér í 125 ára afmælisgjöf. Skinnaiðnaðardeild SIS gerði samning við Lappa í Noregi um sútun á hreindýraskinnum. September 1. „Vil heldur leyfa fólki að hirða kartöflurnar en henda þeim,“ sagði Sveinn bóndi á Brúarlandi en hann leyfði fólki að koma í kartöflugarð sinn og taka upp fyrir 20 krónur kílóið. Erfiðlega gekk að semja um laun starfsfólks sláturhúsa á Norður- og Vesturlandi. Næga atvinnu var víðast hvar að fá og því má segja að pressan hafi verið á vinnuveitendum ef þeir ætluðu að fá fólk til starfa. 3. Geysilega góð aðsókn varð að iðnsýningunni sem haldin var í tengslum við afmæli Akureyrar. Alls sáu um 8000 manns sýning- una. „í fyrsta sinn sem okkur vantar karlmenn til starfa," sagði Knút- ur Karlsson framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Grenivík. Enn eitt dæmið um þensluna á vinnu- markaðinum. Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga keypti „smátogarann" Skjöld SI af ísafold hf. á Siglu- firði. Skildi var ætlað að taka að einhverju leyti við hlutverki Stakfellsins við hráefnisöflun á Þórshöfn. 4. Samningar náðust við starfs- fólk sláturhúsanna og var samið um 32-40 % launahækkanir frá árinu áður að mati vinnuveit- enda. Það sem af var árinu hafði ver- ið byrjað á byggingu 70 nýrra íbúða á Akureyri. Þetta var 40 íbúðum meira en byrjað var að byggja árið áður. 7. Háskólinn á Akureyri var sett- ur í fyrsta sinn. 48 nemendur hófu nám á tveimur brautum við skólann, í iðnrekstrarfræði og hjúkrunarfræði. Skotveiðimenn höguðu sér óvarlega með skotvopn sín á bökkum Eyjafjarðarár, að mati Konráðs Jóhannssonar og þver- brutu siðareglur skotveiðimanna. Skömmu síðar voru fimm skot- veiðimenn staðnir að verki við skothríð í myrkri og þoku og færðir til yfirheyrslu. Óljósar reglur um fullvirðisrétt í sauðfjárrækt urðu þess valdandi að fréttir bárust af því að bændur slátruðu margir hverjir talsverðu magni sjálfir og seldu. Reglur kváðu á um að bændur mættu ekki taka meira en 60 kíló af kjöti sínu út fram hjá innleggi og því brugðu margir á þetta ráð Þýska „flotkvíarskipið“ á Akureyrarpolli Mynd: rþb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.