Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 31.12.1987, Blaðsíða 12
f2T- D&GWT- 3T/deseínber t98T af stað til Trier í Þýskalandi þar sem árshátíð fyrirtækisins var haldin. Vegna fyrirhugaðrar hækkunar á eggjuni greip sannkallað gull- æði um sig meðal húsmæðra og - feðra á landinu og voru Akureyr- ingar þar engir eftirbátar. Viku- skammtarnir fuku á skömmum tíma í flestum verslunum. 19. í Ólafsfirði vaknaði grunur manna um umfangsmikla sölu á smygluðu áfengi úr flutningaskip- inu Hofsjökli. Heimamaóur var handtekinn og játaði hann að hafa í samstarfi við skipverja staðið að sölunni. 20. Niðurstöður rannsókna á fyrirhuguðu kvíaeldi á laxi í Ólafsfjarðarvatni ieiddu í ljós að slíkt var ekki góður kostur, vegna hættu á lífrænni mengun og súrefnisskorti í vatninu yfir veturinn. Hins vegar var vatnið talið heppilegt til að seltuvenja hafbeitarfisk. 23. Langþráður búnaður Skauta- félags Akureyrar til vélfrystingar á svelli kom til Akureyrar og þar með skutu Akureyringar Reyk- víkingum ref fyrir rass í málefn- um skautaíþróttarinnar. 24. Reiknað var með að rekstrar- halli dvalarheimilanna að Hlíð og í Skjaldarvík á árinu yrði um 27 milljónir. Þennan mikla halla má rekja til mikils fjölda hjúkrunar- sjúklinga á almennum deildum. Við byggingu fiskvinnsluhúss á Hauganesi varð það óhapp að 400 fermetra nýsteypt loftplata féll niður í heilu lagi. 25. Lokun rúntsins á Akureyri var mál málanna í bænum og þótt víðar væri leitað. Eftir að lögregl- an fylgdi samþykkt bæjarstjórnar um lokun eftir hófust mikil mót- mæli ungra ökumanna. Mótmæl- in stóðu í nokkra daga og fólust aðallega í því að þeyttar voru bílflautur víða um bæinn. Mót- mælin báru árangur því hliðið var tekið niður fjórum dögum síðar. 26. Öllu starfsfólki Sigló hf. á Siglufirði var sagt upp þegar for- ráðamenn öllum á óvörum seldu tæki til framleiðslu á gaffalbitum. Bæjarfulltrúar og aðrir töldu að Öngþveiti á rúntinum. ekki hefði verið leitað allra leiða til að halda framleiðslunni áfram. Kostnaðaráætlun vegna bygg- ingar nýrrar heimavistar fyrir MA var lögð fram og hljóðaði upp á 250 milljónir. „Of mikið“ sagði Jóhann Sigurjónsson skóla- meistari. 27. í Bárðardal var stofnað nýtt hlutafélag um framleiðslu á gólf- flísum og hellum 30. Á Árskógssandi var vígð ný ferjubryggja fyrir Hríseyjarferj- una. Desember 1. Sameining Iðnaðardeildar SÍS og Álafoss varð að veruleika. Hið nýja fyrirtæki hlaut nafnið Álafoss hf. Hjá fyrirtækinu, sem hefur höfuðstöðvar á Akureyri starfa um 550 manns en um 140 af starfsmönnum fyrirtækjanna tveggja fengu uppsagnarbréf í kjölfar samrunans. 2. Illa horfði um tíma með vinnu Freyr Ófeigsson sagði að ekki hefði verið um nægilegan trúnað við nefndina að ræða. Útsendingar Stöðvar 2 sjást fyrst á Húsavík og nokkuð algengt mun hafa verið að sjá fólk uppi á þökum húsa sinna þessa daga. 18. Flugfélag Norðurlands flaug sína 300. áætlunarferð til Gríms- eyjar. Spurt er hvort eftirspurn eftir litlum raðhúsum sé staðreynd eða tilbúningur verktaka. 21. Höldur kaupir 90 flóðabíla sem flesta á að nota fyrir Bíla- leigu Akureyrar en einhverjir verða þó seldir einstaklingum. Akureyringar fara því ekki var- hluta af „nætursöltuðu“ bílunum. „Einsdæmi í sögu íslensks landbúnaðar," segir Magnús Sig- steinsson er 33 aðilar sameinast um byggingu minkahúsa í Húna- vatnssýslum. Brunamálastjóri þrýstir á um byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Siglufirði, en sú gamla hefur ver- ið í bráðabirgðahúsnæði í ára- tugi. 22. íbúðarhús á Akureyri gjör- eyðilagðist í eldsvoða og sjö manna fjölskylda missti heimili sitt. Tvö börn sem í húsinu voru, náðu að forða sér út, en um miljónatjón var að ræða auk persónulegs harmleiks og ómetanlegs tjóns á eignum íbúa. „Ég er svartsýnn og hræddur," sagði félagsmálastjóri um fóstru- skortinn á Akureyri, en fjórar af sex faglærðum fóstrum á dagvist- um bæjarins sögðu upp í kjölfar starfsmats. Fyrirhugað að taka upp hóp- bónus í Hraðfrystihúsi KEA í Hrísey. 23. Kaupmenn í kaupstöðum á Norðvesturlandi voru uggandi vegna þess að heimamenn sækja til Akureyrar til að gera jólainn- kaup. Ástæðan góð færð og von um hagkvæm innkaup, segja þeir. „Rétt náði að bjarga prófskírt- einum og einhverju smádóti,“ sagði Stefán Jónsson, eigandi hússins sem brann við Kringlu- mýri. Innbúið var lágt vátryggt, en hafin er söfnun til stuðnings fjölskyldunni. 24. Stórbruni varð á jólanótt á Tjörnum í Eyjafirði er eldur braust þar út í fjósum og hey- hlöðu. 8 nautgripir brunnu inni auk töluverðs magns af heyi. Óvanalega mikið fall varð í jólaprófum Verkmenntaskólans á Akureyri. Ástæðan var sú að einkunnarmörk voru hækkuð um einn heilan, segja forráðamenn skólans. 29. Sjómenn og útgerð Samherja og Oddeyrar gáfu fjölskyldunni sem missti allt í brunanum stóra peningagjöf. Hjálpartæki ástarlífsins seld úr ferðatösku, og nú geta Akureyr- ingar hætt að panta þessi tól í póstkröfu frá Reykjavík. Mynd: TLV Mynd: TLV af stað með umfangsmikið þró- unarverkefni sem hafði það markmið að þróa aðferðir við meðhöndlun afla um borð í skipum. 11. í Sjallanum á Akureyri öttu heimamenn kappi við Reykvík- inga í spurningakeppni Sjónvarps „Hvað heldurðu?" Reykvíkingar báru sigur úr býtum í jafnri keppni. 14. Skógerð Sambandsins á Akureyri stóð frammi fyrir mikl- um rekstrarerfiðleikum. Helsta ástæðan var sú að vegna þess hve vetur gekk seint í garð seldust skór illa. 15. Á Siglufirði gerði hafnar- nefnd athugasemd við meðferð fiskúrgangs á staðnu og vildi stuðla að úrvinnslum fiskúrgangs og rækjuskeljar hjá SR á Siglu- firði. 16. Þ'eirri spurningu var velt upp á forsíðu hvort tannlæknar hafi yfir 12000 krónur á tímann við vinnu sína. Fréttin var byggð á grein sem Vilhjálmur Ingi Árna- son skrifaði um upplýsingar sínar um tekjur tannlækna. Þeir voru taugatrekktir skip- verjar Hofsjökuls sem lá í Sauð- árkrókshöfn. Tollverðir sem komnir voru á staðinn til að toll- skoða togarann Skafta brugðu sér um borð til að drekka kaffi og tóku skipverjar þá upp á því að henda plastbrúsum með áfengi í sjóinn. Á Siglufirði var stofnað hluta- félag sem hafði það markmið að reyna í lengstu lög að halda vél- um og leyfi til framleiðslu á gaff- albitum í bænum. 17. Bæjarstjórn Akureyrar leysti framkvæmdanefnd íbúða aldraðra frá störfum fyrirvaralítið. „Aftaka vegna pólitískrar samsetningar,“ I sagði Sigurður Jóhannesson, en Einbýlishúsið að Kringlumýri 4 gjöreyðilagðist í stórbruna í desember. í frystihúsi ÚKE á Dalvík vegna löndunar togaranna í gáma til útflutnings. Forráðamenn vinnslu og útgerðar voru ekki sammála um ákvæði samnings um hráefni til frystihússins. Fyrirhuguðum kaupum Akur- eyrarbæjar á Súlunni EA var frestað um hálfan mánuð svo kaupendur og seljendur hefðu betri tíma til að fjalla um málið. Vegagerð ríkisins vann að for- vali verktaka fyrir framkvæmdir við Ólafsfjarðarmúlann. í for- valsgögnum var beinlínis hvatt til samvinnu erlendra og innlendra aðila um framkvæmdirnar. 3. Gylfi Sigurðsson bóndi á Ásláksstöðum sinnti heldur óvenjulegum verkum á jólaföstu en þá vann hann ásamt fjölskyldu sinna að gróðursetningu trjá- plantna í skjólbelti. Nóvembermánuður var sá næst besti á öldinni hvað veðurfar snertir. Á Fiskmarkaði Norðurlands var boðið upp meira magn en tonn af kartöflum. 8. Á Akureyri var stofnuð Bif- reiðastöð Norðurlands hf. Stærsti hluthafi fyrirtækisins er Norður- leið en aðrir hluthafar eru Sér- leyfisbílar Akureyrar, Akureyr- arbær og tveir sérleyfishafar. í framhaldi af ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um hækkun á toll- um af kæliskápum og þvottavél- um um áramótin seldust þessi tæki eins og heitar lummur. Fór jafnvel svo að birgðir verslana kláruðust. í yfirliti um lausar bygginga- lóðir á Akureyri kom fram að um mánaðamótin nóvember-des- ember voru engar lausar fjölbýl- ishúsalóðir í bænum. 9. Alvarlegt umferðarslys varð í Ólafsfjarðarmúla þar sem bíll á leið til Ólafsfjarðar fór útaf veg- inum og steyptist niður í fjöru. Ökumaður kastaðist út og komst lífs af en bíllinn var óþekkjanleg- ur á eftir. Á Akureyri fóru þrjú fyrirtæki nokkru sinni fyrr þegar boðin voru upp 25 tonn af þorski. Þessa vikuna gerðist það einnig í fyrsta skipti að uppboð fóru fram alla fimm virka daga vikunnar og rekstur markaðarins stóð undir sér. 4. Á Sauðárkróki kom upp svip- að vandamál og á Dalvík því að vegna gámalandana togara útgerðarfélagsins kom til hráefn- isskortur hjá fiskverkendum á staðnum. Fóstruskortur á Akureyri varð æ alvarlegri og óttuðust menn jafnvel að reka þyrfti dagheimili bæjarins fóstrulaus vegna upp- sagna fóstra. I loðnuverksmiðjunni á Rauf- arhöfn ríkti hálfgert upplausnar- ástand í einn dag vegna vinnu- stöðvunar starfsmanna við loðnu- löndun. Óánægja með launa- lækkun var ástæðan. 7. Bændur í Sandfellshaga í Öxarfirði létu ekki dagatalið stjórna störfum sínum frekar en kollegarnir í Eyjafirði því um þetta leyti tóku þeir upp um eitt Mynd: TLV Jólabörn á Fæðingardeild FSA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.