Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 29. janúar 1988 Akureyri: Sunnuból án forstöðumanns Áætlað var að taka dagvistina Sunnuból við Sunnuhlíð í notkun í kringum 1. mars, en að sögn Jóns Björnssonar fé- lagsmálastjóra gæti það dregist nokkuð í Ijósi undangenginna hræringa í fóstrumálum á Akureyri. Hann sagði að undirbúningur á Sunnubóli væri á eftir áætlun, aðallega vegna þess að ekki hefði tekist að ráða forstöðumenn. „Þetta hefur gert það að verk- um að skipulag starfseminnar hefur dregist, svo og innkaup á lausum munum og þess háttar. En ef úr rætist fljótlega ætti ekki að þurfa að vera mjög mikil töf," sagði Jón. Hann sagðist fastlega gera ráð fyrir því að bæjarstjórn muni samþykkja samkomulag það sem hefur tekist milli talsmanna Akureyrarbæjar og fóstra og forstöðumanna. Verði það sam- þykkt stendur bærinn betur að vígi hvað ráðningu forstöðu- manna varðar, en Jón sagði þó að mjög margar fóstrur vantaði til starfa og sá vandi yrði ekki leyst- ur á augabragði. En það er ekki einvörðungu Sunnuból sem er í startholunum um þessar mundir. Áætlað var að dagvist Hvítasunnusafnaðarins tæki til starfa um svipað leyti, eða í kringum 1. mars, og ekki annað vitað en að sú áætlun sé óbreytt. SS Atvinnuástand í Ólafsfirði: Hefur verið verra á þessum árstíma - konur frystitogarasjómanna hættar að vinna úti? „Atvinnuástand hefur ekki verið nógu gott síðan um ára- mót. Nú eru um 100-110 manns á atvinnuleysisskrá sem er minna en undanfarín ár, en venjulega eru þetta um 170- 180 manns. Mér hefur einna helst dottið í hug að eftir að frystitogararnir komu, hafi eig- inkonurnar hætt að vinna úti," sagði Ágúst Sigurlaugsson deildarstjóri Einingar á Olafs- firði þegar Dagur innti hann eftir atvinnuástandi á staðnum, en þar er árvisst að atvinna fellur að hluta niður á þessum iíma. „Hér hefur vinna legið niðri í frystihúsinu og Sæveri nýju kaví- arverksmiðjunni síðan um og fyr- ir áramót. Sömuleiðis hefur ekki verið unnið við saumastofuna hér síðan í nóvember." Ágúst sagði að helstu ástæður hjá Sæveri og saumastofunni væru söluerfiðleikar. Hráefnis- skortur stöðvar atvinnu hjá fisk- verkafólki og einnig hafa togar- arnir bilað hver af öðrum. „Svo er þetta ekkert annað en dulbúið atvinnuleysi þegar frystihúsin ná að kalla út fólk í vinnu í nokkra daga og það síðan sent heim á launum hjá fyrirtækinu og þau fá endurgreitt hjá atvinnuleysis- tryggingasjóði." Hann sagði það þó vera vissa tryggingu fyrir fólk að fá ákveðin laun og þurfa ekki að láta skrá sig atvinnulaust. Á Ólafsfirði hefur verið sám- dráttur hjá frystihúsunum - og fólki fækkað þar. Sagði Ágúst að oft kæmi upp að vanti karlmenn til vinnu í frystihúsin þegar vinnu er að fá, því svo margir hafi farið á frystitogarana. „Ástandið er ekki verra en ver- ið hefur og hjálpar þar líklega til þessi nýi kauptryggingarsamning- ur og léttir það á atvinnuleysis- skráningunni. Þetta er ekkert annað en dulbúið atvinnuleysi." VG Ragnheiður stendur hér við „stúfinn" ásamt Jóhönnu Sigurbjörgu dóttur simii. „Það voru langafi og langamma hennar sem gróðursettu þessi tré." Mynd: tlv Sérkennilegt skaðabótamál: „Við sættum okkur alls ekki við þetta" - segja íbúar í Hafnarstræti 9, en starfsmenn bæjarins söguðu í leyfisleysi niður tré í garðinum AUsérkennilegt mál er nú komið upp á Akureyri. Hjónin Ólafur B. Guðmundsson og Ragnheiður Antonsdóttir í Hafnarstræti 9 ætla að fara Erum ekki með neinar vantraustsyfirlýsingar - segir Lárus Sighvatsson vegna fyrirhugaðra breytinga á verkaskiptingu um rekstur tónlistarskóla „Við sendum þetta bréf vegna þess að ýmsir menn í sljórnum sveitarfélaga héldu því fram að við værum með vantraustsyf- irlýsingar á þá. Því sáum við okkur ekki annað fært en að leiðrétta þann misskilning," sagði Lárus Sighvatsson, l'or- maður Landssamtaka tónlist- arskólastjóra. Lárus sagði, að aldrei hefði verið lýst neinu vantrausti á hendur sveitarstjórnum og bæjar- stjórnum af hendi samtakanna varðandi fyrirhugaða breytingu á stöðu tónlistarskóla innan kerfis- ins, en frá hausti 1989 munu sveitarstjórnir alfarið yfirtaka rekstur tónlistarskóla frá ríkinu. Þegar þessi breytta verkaskipting ríkis og sveitarfélaga kom fyrst til umræðu þótti tónlistarkennurum og skólastjórum ljóst að sveitar- stjórnir gætu lent í miklum vanda við að ákvarða forgangsröð verk- efna á fjárhagsáætlunum, og lengri aðlögunartími væri æski- legur en upphaflega var ákveð- inn. f umræddu bréfi stendur m.a. þetta: „Ástæða fyrir þessu bréfi er að leiðrétta þann misskilning, sem virðist hafa átt sér stað...að við treystum ekki sveitarfélögun- um fyrir tónlistarskólunum. Við treystum þeim fullkomlega fyrir skólunum en gerum okkur einnig fullkomlega grein fyrir þeim vanda sem sveitarstjórnir hefðu getað lent í þegar semja átti fjár- hagsáætlanir og áætla átti for- gangsröð verkefna." í bréfinu kemur einnig fram að það sé grundvallaratriði að tón- listarfræðsla sé undir sama hatti og önnur menntun í landinu og hafi tekjustofna sína tryggða með lögum. Þá er sú ósk látin í ljósi að samstarf tónlistarskóla og sveit- arfélaga eigi eftir að verða eins gott í framtíðinni og hefur verið til þessa, menningarlíf verði auk- ið í sveitunum og að allir þegnar landsins eigi jafnan kost á að stunda tónlistarnám. EHB fram á bætur af hálfu Garð- yrkjudeildar Akureyrarbæjar vegna þess að starfsmenn deildarinnar söguðu í leyfis- leysi niður 40 ára gamalt reyni- tré í garði þeirra. Tildrög málsins eru þau að í fyrradag fór Eiríkur Bóasson verkstjóri hjá garðyrkjudeildinni við annan mann, til þess að saga greinar af trjám á áðurnefndri lóð, slútandi greinar sem trufluðu umferð strætisvagna um götuna. Þetta var gert að beiðni yfir- manns gatnamáíadeildar bæjar- ins, Gunnars Jóhannessonar tæknifræðings. „Þeir bönkuðu hérna upp á og spurðu hvort þeir mættu klípa af nokkrar greinar sem rispuðu strætisvagna á leið um götuna. Mér fannst ekki nema sjálfsagt að leyfa þeim þetta," sagði Ragn- heiður Antonsdóttir í samtali við Dag. Ragnheiður sagði að sá sem bar upp erindið hefði haldið á litlum og sakleysislegum klippum og því hefði sér brugðið þegar hún allt í einu heyrði hljóð í vél- sög utan úr garðinum. „Mér varð litið út og sá þá hvar þeir voru að saga tréð niður. Ég hljóp út en það var auðvitað um seinan." Eiríkur Bóasson sagði í samtali við Dag að vissulega hefði verið rétt að spyrja leyfis til að fella tréð. „Þetta tré var hins vegar dauðadæmt út frá faglegu sjónar- miði því að við hefðum þurft að taka af því nær allar greinarnar. Það má segja að tréð hafi vaxið í „L" til austurs" sagði Eiríkur. „Við sættum okkur alls ek"ki við þetta. Það getur vel verið að ég hefði látið fella tréð ef ég hefði verið spurð, en þessir menn voru ekki hér til að grisja," sagði Ragnheiður. Olafur maður hennar hafði samband við lögmann sinn, sem síðan hafði sambandi við bæjar- verkfræðing. „Við munum fara fram á bætur og skýringar," sagði Ólafur í samtali við Dag. Gunnar Jóhannesson deildar- tæknifræðingur sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hann vissi til að greinar væru sagaðar vegna umferðar strætisvagna en hins vegar væri algengt að slíkt væri gert þar sem greinar trufluðu gangandi umferð eða skyggðu á umferðarmerki. Gunnar vísaði máli þessu algerlega til garð- yrkjudeildar. ET DAGUR Akureyri Norðlenskt dagblað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.