Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 3
29. janúar 1988 - DAGUR - 3 Sauðárkrókur: Unglingar sækjast eftir vinnu með náminu svokallaða „Það hefur verið mikið um að skólakrakkar á aldrinum 14-16 ára hafi sóst eftir vinnu með náminu og við höfum tekið við nokkrum þeirra. Þeir vinna flestir svona 1-2 daga í viku, Húsavík: Innheimta bæjar- gjalda gekk verr 1987 - en árið áður Innheimta bæjargjalda á Húsavík gekk verr í fyrra en árið þar áður. Um áramót var innheimtuhlutfall útsvara og aðstöðugjalda 89,67% en var 92,83% árið 1986. Innheimtu- hlutfall fasteignagjalda var 96,61% en það var 98,02% árið 1986. Eftirstöðvar þessara bæjar- gjalda voru rúmlega 11 milljónir í árslok en í árslok árið áður voru þær rúmlega 5 milljónir. Útistandandi bæjargjöld, við- skiptaskuldir og orkuskuldir voru samtals í árslok tæplega 23 millj- ónir en árið áður tæplega 15,7 milljónir. Lausaskuldir bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja voru um 20 milljónir króna um áramót. IM hluta af deginum," sagði Jón Þorsteinsson verkstjóri í frysti- húsinu Skildi á Sauðárkróki. Samkvæmt eftirgrennslan á stöðum hér norðanlands um sókn skólaunglinga í vinnu með námi, bendir allt til þess að Sauð- árkrókur skeri sig þar úr með mestu eftirspurnina. Einar Svansson hjá Fiskiðjunni segir greinilegt að áhugi unglinga á vinnu með skólanum hafi aukist á síðustu misserum og sérstaklega sé það áberandi hjá stelpunum. Enda væru ákaflega litlir mögu- leikar á ígripavinnu fyrir strák- ana og það vissu þeir líklega. Þá mun einnig vera eitthvað um að skólaunglingar á Króknum séu í verslunarstörfum. Um ástæður þessa er ekki gott að vita. Ef til vill er auðveldara fyrir unglinga á Sauðárkróki að fá vinnu en jafnaldra þeirra í ná- grenninu? Og kannski eru ungl- ingar þar líka áfjáðari í vinnu og byrja fyrr að vinna en unglingar á öðrum stöðum. Það fullyrðir Jón Þorsteinsson verkstjóri sem unn- ið hefur víðs vegar um landið. Hann sagði líka að í vetur hefðu 2 eða 3 unglingar hætt í skóla og farið að vinna til þess að geta keypt sér bíl. J?að og mörg önnur dæmi sýndu, að það væri rétt sem mörgum hefði orðið tíðrætt um á síðustu árum, að unglingarnir hafi smitast af lífsgæðakapp- hlaupi hinna fullorðnu. -þá Mikilvægt er að fara með börnin reglulega til tannlæknis eftir að þau hafa náð þriggja ára aldri. Þannig má oft koma ¦ veg fyrir sársaukafullar heimsóknir síðar. Tannvemdarvika á Norðurlandi í tilefni tannverndardags, föstu- daginn 6. febrúar, munu heil- brigðisráðuneytið, Heilsugæslu- stöð Akureyrar og Tannlækna- félag Norðurlands gangast fyrir sameiginlegu átaki í tannvernd fyrstu viku febrúarmánaðar. Að þess sinni verður sérstök áhersla lögð á aldurshópinn 2ja til 5 ára, foreldra þessa aldurshóps og aðra sem með þessi börn hafa að gera. Til aðstoðar við þetta verkefni verða tannfræðingarnir Katrín Ólafsdóttir og Hulda Rósarsdótt- ir. Þær Katrín og Hulda munu m.a. heimsækja dagvistir á Akur- eyri og halda fræðslufundi með dagmæðrum, starfsfólki á leik- völlum og foreldrum, en auk þess munu þær heimsækja grunnskóla og dagvistir í nágrenni Akureyr- ar. Þessu til viðbótar mun dag- blaðið Dagur birta fræðslugrein- ar um tannvernd og tannlækning- ar alla daga vikunnar. Foreldrar, dagmæður, fóstrur og aðrir sem annast fyrrnefndan aldurshóp eru eindregið hvattir til að fylgjast með og taka þátt í þessu tannverndarátaki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.