Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 29. janúar 1988 wmm, ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLÁÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavtk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Slysavarnafélag fslands 60 ára 29. janúar er merkisdagur í sögu slysavarna á íslandi, því þann dag fyrir 60 árum var Slysavarnafélag íslands formlega stofnað. Allt frá þeim degi hefur það gegnt lykilhlut- verki í slysavörnum og björgunar- og hjálp- arstörfum til sjós og lands, enda er sá yfir- lýstur tilgangur Slysavarnafélagsins. Frá upphafi hefur starfsemi þess markast af tveimur meginþáttum. Annars vegar af skipulagningu alhliða leitar- og björgunar- starfa en hins vegar af útbreiðslu- og fræðslustarfi um slysavarnir. Slys og óhöpp gera ekki boð á undan sér. Náttúruöflin eru óblíð og sjómennskan því áhættusöm atvinnugrein. Árlega tekur hafið sinn toll í mannslífum og þann toll er sárt að greiða. En fullyrða má að hann væri mun hærri ef Slysavarnafélagsins nyti ekki við. Þúsundir sjómanna, innlendra og erlendra, eiga líf sitt Slysavamafélaginu að þakka, og björgunarafrekin, sem félagar þess hafa unnið, eru mörg og ótrúleg. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru ekki síður mikilvægur þáttur í starfsemi Slysavarnafé- lagsins, enda hefur frá upphafi verið lögð rík áhersla á fræðslu- og kynningarstarfið. Þannig hefur Slysavarnafélagið ávallt kapp- kostað að sinna öryggismálum sjómanna og er frumkvöðull á því sviði. Um árabil veitti félagið nemendum sjómannaskólanna fræðslu um öryggismál en árið 1985 urðu þáttaskil er Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður. Árið 1968 tók Tilkynningaskylda íslenskra skipa til starfa og hefur Slysa- varnafélagið annast skipulagningu hennar og framkvæmd frá upphafi. Slysavarnafélagið teygir arma sína í hvert einasta byggðarlag, svo sem vera ber. Land- inu er skipt í 10 umdæmi sem telja 94 slysa- varnasveitir, flestar vel búnar tækjum. Á hverjum stað eru tugir sjálfboðaliða reiðu- búnir til aðstoðar ef voða ber að höndum. Það má, því með sanni segja að sextíu ára saga Slysavarnafélags íslands sé ein sam- felld afrekssaga. Hún er gott dæmi um það hverju hægt er að koma til leiðar með sam- stilltu átaki. Dagur sendir Slysavarnafélagi íslands bestu árnaðaróskir á þessum tímamótum í sögu þess. Megi vegur þess verða sem mestur um ókomin ár. BB. úr hugskotinu Tvírætt er talnaflóð Þeir, sem í umboði eigendanna er falinn rekstur Hótel íslands, þess hins eina og sanna, en ekki þess sem Ólafur Laufdal reisti, hafa nú skýrt og skorinort sagt, að þeirri sukk- og svallveislu sem þar hefur staðið undanfarin tvö ár sé nú lokið, enda hinir dýru og fínu salir þar sem veisl- an var haldin nokkuð farnir að láta á sjá, og svo sem til siðs er á hverjum góðum veitingastað, hefur nú verið lagður fram reikningurinn fyrir veitta þjón- ustu. En hér vandast málið nokkuð. Þjónunum ber nefni- lega ekki alveg saman um upp- hæð reikninganna fyrir hina ýmsu gesti, jafnvel ekki um það hvort og þá hverjir séu ef til vill ekki borgunarmenn. Því er jafnvel haldið fram að ekki hafi allir viðstaddir tekið þátt í henni. í stuttu máli sagt. Svo virðist sem algjör glundroði ríki hvað uppgjörið varðar, glund- roði sem gervigreind tölvuheil- anna fær ekkert við ráðið. Fréttastærðfræði Þegar sest er fyrir framan skjá- inn í upphafi fréttatíma, eða opnað fyrir einhverja útvarps- stöðina á heila tímanum, er vissara að hafa vasatölvuna sína við hendina, og dugir þó varla til, vegna allrar þeirrar stærð- fræði og talnaleikja sem boðið er upp á. Annað hvort eru það einhverjir aðilar, oftast einhver samtök atvinnurekenda, sem eru að spá, oftast vægast sagt illa, um framvinduna í efna- hagsmálunum, eða þá að einn aðilinn er að básúna það hversu mikið kaupmátturinn hafi auk- ist að undanförnu, en daginn eftir kemur svo einhver annar sem segir út frá sömu tölum, en öðrum forsendum að hann hafi minnkað mikið. Einn talnaglaður aðili hefur þó látið fremur lítið á sér bera á vettvangi fréttastærðfræðinnar. Það er sjálf Þjóðhagsstofnun, sem þó hefur oftast verið hvað iðnust við að gefa út talnaspár eftir pöntun, hvort sem hún hef- ur verið frá ríkisstjórnum á hverjum tíma, eða einhverjum þrýstihópum, svo sem bjórand- stæðingum, og hélt maður þó að hagstæðara væri að gera spár fyrir bjórvini með allt forríka áfengisauðvaldið bak við sig, en nú sem sagt, þá lætur Þjóðhags- stofnun hinum og þessum utan- aðkomandi aðilum eftir að ákveða fyrir ríkisstjórnina hversu mikið þurfi að fella Reynir Antonsson skrifar Wf~=ff *k,€m gengið, því hún virðist alls ekki hafa lagt inn pöntun á einhverri stærð gengisfellingar hjá stofn- uninni. Það er nú reyndar dálít- ið erfitt líka vegna þess að kjarasamningar eru lausir, og hætt er við, að verði slík pöntun á annað borð lögð fram og afgreidd muni enginn taka mark á henni í öllu talnaflóðinu sem fjölmiðlarnir ausa úr sér, og samið verði rétt eins og Þjóð- hagsstofnun sé hreinlega ekki til. Tölur og ábyrgð Oft er sagt sem svo að tölur Ijúgi ekki, og að tvisvar tveir séu fjórir eða eitthvað í þeim dúr, og svo þverstæðukennt sem það nú er, þá hefur almenningur tröllatrú á tölum, þó svo að þessi trú hafi að vísu eitthvað dofnað hjá mörgum sem villst hefur í talnafrum- skógi fjölmiðlanna, sem vegvís- ar svokallaðra sérfræðinga hafa gert jafnvel enn myrkari og villugjarnari en hann er. Það kann vel að vera að tölur ljúgi aldrei, og að tölvur séu óskeik- ular, en tölur má túlka á marg- an veg og þeim má hagræða á ýmsa lund. Tölvur þarf líka að forrita. Þvf er ábyrgð þeirra sem með þessa hluti fara mikil, og því miður vill á stundum nokkuð á hana skorta. Það hefur nokkuð lengi verið lenska hjá stjórnmálamönnum á landi hér að slá um sig með tölum sem þeir túlka sjálfum sér í hag, stundum sömu tölurnar á tvo eða fleiri mismunandi vegu, allt eftir því hvernig vindurinn blæs í hvert skipti. Og ákafast verður talnaflóðið í munni þeirra þegar þeir verða að verja einhverjar óvinsælar aðgerðir sem þeir hafa átt þátt í frammi fyrir alþjóð, og því stríðara og óskiljanlegra verður talnaflóð- ið, sem aðgerðirnar eru erfiðari að verja, en þetta er alltaf ódýr- asta og árangursríkasta leiðin til að skjóta sér undan ábyrgðinni. Ja, þessar eru tvíræðar og ekki á allra færi að átta sig á merkingu þeirra. Skoðanakannanir af ýmsu tagi eru svo kapituli út af fyrir sig. Þegar slíkar kannanir eru gerðar er það vaninn að túlkan- irnar eru jafnmargar á niður- stöðunum, og túlkendurnir eru margir. Verstar eru þó þær kannanir sem til að mynda sjón- varpsstöðvarnar láta gera um svokallað „áhorf", eða þá nota til að sýna fram á það að meira sé horft á viðkomandi stöð en keppinautinn. Þarna er blekk- ingin að vísu oft svo auðsæ að hvert pelabarn ætti að skilja. Tekin er nefnilega sú stund sem mest er horft á viðkomandi stöð, og reynt að telja mönnum trú um að svona mikið sé alltaf horft. Farsótt Enn er eftir að nefna eitt dæmi um ábyrgðarleysi hulið tölum, en það er þessi allt að því far- sótt sem gengið hefur á íslandi, að gera áætlanir sem menn, oft á tíðum vita að ekki geta staðist, eða þá að þær riðlast, gjarnan vegna verðbólgu eða annarra ófyrirséðra ástæðna. Þetta fyrirbæri á sér einkanlega stað í sambandi við byggingar- framkvæmdir ýmiss konar opin- berar eða hálfopinberar. Dæm- in blasa við okkur. Flugstöðin, útvarpshöllin, og nú síðast Glaumbæjarlistasafnið með stólana dýru, en þeirri byggingu mun tengjast fyrirtæki sem er í eigu forgöngumanns að bygg- ingu Tónlistarhússins góða, og það væri fáviska að halda því fram að það fyrirtæki komi ekki eitthvað þar nálægt líka. Von- andi tekst tónlistarunnendum að halda þannig á málum að ekki verði úr enn ein martröðin með tilheyrandi huggun hjá ríkismömmu. Annars eiga flest- ar svona framkvæmdir það sam- eiginlegt að enginn virðist nokkurn tímann vera ábyrgur. Þeir sem ábyrgðina eiga að bera geta alltaf horfið á bak við þykka múra óskiljanlegra talna- dálka. Það er svo sem nógu slæmt þegar menn nota sér tvírætt talnaflóð og flókið til að rétt- læta einhvern málstað, eða grípa vísvitandi til talna í því skyni að firra sjálfa sig ábyrgð, en hitt er þó ef til vill hálfu verra þegar menn nota tölur án þess að kunna með þær að fara. Sagt er að slíkt hafi meðal ann- ars átt sér stað í bæklingnum dýra sem landlæknir lét dreifa í því skyní að gera alla heilbrigða fyrir árið 2000, sem varla tekst nú, enda yrði slíkt, þótt kald- hæðnislegt virðist, skelfilegt, svo margar vísindaskáldsögur er maður búinn að lesa þar sem Stóri Bróðir þarf að deyða þegnana með sprautum mitt í eilífri æsku, bara til að jafnvæg- inu væri haldið í náttúrunni. Af svipuðum toga eru einnig töl- urnar sem sýna betri stafsetn- ingarkunnáttu í Reykjavík en annars staðar á landinu sem nýverið voru birtar. Þetta „utan Reykjavíkur" er nefnilega býsna fjölbreytt, jafnvel innan sama fræðsluumdæmis og því tölurnar villandi. Þessi dæmi sýna glögglega það að „aðgát skal höfð í meðförum talna", og að varast skuli oftrú á þeim. Mannleg samskipti eru nefni- lega aldrei metin í formúlum, kúrfum eða jöfnum. Maðurinn er eitthvað annað og meira en bara „stærð" á einhverjum diskl- ingi kerfisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.