Dagur - 29.01.1988, Page 5

Dagur - 29.01.1988, Page 5
SI y savarn afé I ag íslands 60 ára Slysavarnafélag íslands er 60 ára í dag. I fyrstu Iögum félags- ins, sem stofnað var í Reykja- vík, segir; að tilgangur þess sé að sporna við sjóslysum og öðrum slysum og vinna að því að hjálp sé fyrir hendi handa þeim sem lenda í sjávarháska. í upphafi beindist starfsemin þegar að öflun björgunartækja til notkunar á sjó og landi, og almennri fræðslu um meðferð þeirra. Einnig að hvatningu til stjórnvalda og almennings um stuðning við málefni Slysavarna- félagsins með fjárframlögum. SVFÍ starfar í sérdeildum karla og kvenna, í sameinuðum deild- um og ungliðadeildum. Landinu er af hálfu félagsins skipt í 10 umdæmi og nær svæði 6 frá Hrútafirði og austur yfir Eyja- fjörð. Eru 14 slysa'’arnasveitir og 21 slysavarnadeild á svæðinu. Frá öndverðu hafa verkefni SVFÍ verið tvíþætt, þ.e. út- breiðslustarf og fræðsla um slysa- varnir almennt og hjálpar- og björgunarstarf bæði á sjó og landi. Eins og áður segir eru 14 slysa- varnasveitir í þessu umdæmi og hafa þær yfir nokkuð góðum tækjabúnaði að ráða. Einnig éru þær flestar komnar í eigið hús- næði eða eru að byggja yfir sig. En það er geysilega mikilvægt fyrir þessa starfsemi. I tilefni afmælisins munu sveit- ir og deildir hafa húsnæði sitt og búnað til sýnis fyrir almenning nú um helgina, á morgun laugardag og sunnudag. Vil ég hvetja alla sem tök hafa á að skoða starf- semina og einnig alla sem áhuga hafa á starfi SVFÍ og eru ekki félagar að gerast félagar, og leggja þannig sitt af mörkum til eflingar starfi Slysavarnafélags Islands. Því það þarfnast þín og þú þess. Magnús Sigfússon umdæmisstjóri á svæði 6. „Björgunarskóli sjómanna eitt mikilvægasta verkefriið" - segir Magnús Sigfússon umdæmisstjóri á svæði 6 „Já þetta er stórt svæði, en ég er með góða aðstoöarmenn bæði austan og vestan við mig. Baldvin Haraldsson á Árskógs- strönd og Vilhelm Þ. Guð- bjartsson á Hvammstanga. Þeir eru mínir tengiliðir í sín- um héruðum og taka stjórnina í sínar hendur ef svo ber undir,“ sagði Magnús Sigfús- son umdæmisstjóri á svæði 6 hjá SVFÍ, sem nær frá Hrúta- firði og austur yfir Eyjafjörð. - Hvert er starfssvið umdæmisstjóra? „Þeir eru eiginlega tengiliðir félaganna úti á landi við stjórn SVFÍ. Við eigum að sjá um að sameiginlegar æfingar séu haldn- ar í umdæminu, ekki sjaldnar en einu sinni á ári. Einnig eru haldn- ir fundir reglulega með formönn- um sveita og deilda.“ - Hvernig gengur að ljár- magna starfið? „Það gengur nokkuð vel og fer árangurinn aðallega eftir styrk félaganna á hverjum stað og við- horfum fólksins til þeirra. Fjár- magn til starfseminnar fæst með beinum fjáröflunarleiðum sveit- anna. Svo sem verkefnum sem þær taka að sér að vinna fyrir t.d. ríki og bæ og einnig af skemmt- unum sem sveitirnar halda til fjáröflunar. Sums staðar styrkja svo sveitar- og bæjarsjóðir félög- in. En öll vinna félaganna er sjálfboðavinna.“ - Hvað ætlar Slysavarnafélag- ið að gera til hátíðabrigða á 60 ára afmælinu? „Það verður ýmislegt gert til að minnast þessara tímamóta. Fyrsta skrefið er kynningardag- arnir nú um helgina. í febrúar verður síðan í Sjónvarpinu þáttur um björgunarafrekið við Látra- bjarg. Þar verða sýndir valdir kaflar úr kvikmynd sem gerð var um björgunina og stjórnandinn Sigrún Stefánsdóttir ræðir við fólk sem tók þátt í björguninni. Þá hefur verið ákveðið að efna til ritgerðar- og teiknisamkeppni meðal grunnskólanemenda í samvinnu við barnablaðið ABC. Nú árið er nýbyrjað, afmælis- nefnd er starfandi og sitthvað fleira verður sjálfsagt gert á árinu í tilefni afmælisins." - Að síðustu. Hvað telur þú vera mikilvægasta verkefni sam- takanna í dag? „Eitt almikilvægasta verkefni okkar í dag er Björgunarskóli sjómanna. Með honum náum við að vinna gífurlega mikilvægt fyrirbyggjandi starf. Er vonandi að starfræksla skólans takist á ókomnum árum og sjómenn og skipshafnir sæki hann vel.“ -þá Magnús Sigfússon. ftBPr 'iRiiDBÍ R9 - FK iOAO - A 29. janúar 1988 - DAGUR - 5 Jámtækni auglýsir ný símanúmer 26610 og 26620 JÁRNTÆKNI FR0STAGÖTU 1a Hín árlega okkar hefet á mánudagiim Þú gerír reyfarakaup á útsölunni okkar Sporthúyclhi Hafnarstræti 24350 HOTEL KEA Þú gengur að gæðunum vísum Eins og undanfarin ár er Þorramaturinn frá Hótel KEA í sérflokki. Þorrahlaöborð á hverjum degi. Einnig getið þið tekið með ykkur matinn heim. Svo bjóðum við upp á okkar rómuðu þorraveislur, heimsendar eða á vinnustaðinn. Veitingasalir II. haeð Dansleikur laugardagskvöld Örfá sæti laus fyrir matargesti Hljómsveitin Karlmenn leikur fyrir dansi. Snyrtilegur klæðnaður.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.