Dagur


Dagur - 29.01.1988, Qupperneq 7

Dagur - 29.01.1988, Qupperneq 7
29. janúar 1988 - DAGUR - 7 Harka í brennusöfnuninni Svo er eitt sem maður saknar í dag frá þvf maður var yngri. Það er brennusöfnunin. Það má segja að hún sé alveg liðin undir lok miðað við það sem hún var þá. Þetta voru hátíðisdagar. Þegar maður var kominn í jólafrí, var lögð nótt við nýtan dag við söfnunina. Yfirleitt voru brenn- urnar þá tvær og m.a.s. þrjár í eitt skiptið. Þá voru tvær á Nöfunum og ein hérna niðri við endann á gamla flugvellinum. Brennusöfnuninni stjórnuðu þá þeir sem elstir voru í bransanum. Menn eins og Árni Ragnars, Ein- ar Helga, Knútur Aadnegard og þeir bræður. Þeir Aadnegardar höfðu alveg sér brennu og vörðu sitt svæði alveg feikivel. Stundum var laumast í skjóli nætur og stol- ið úr brennunum ef varslan var ekki nægjanleg. En maður pass- aði sig nú á að gera ekkert á hlut þessara eldri stráka því mann gat sviðið svolítið í eyrun á eftir. Kerran hans Hvata af stöðinni var alltaf fengin lánuð og á henni trilluðu menn um allan bæ spýt- um og kössum sem þeir söfnuðu í henni hjá Nikkurunum? Ég veit það ekki. En margir þeirra eru sérvitrir og að mér finnst skemmti- lega sérvitrir. Við Helgi Gunnarsson frændi minn rifumst einu sinni heillengi um það hvor okkar væri meiri Nikkari. Hann taldi sig vera meiri Nikkara því hann væri sér- vitrari en ég. Én ég vildi meina að ég væri meiri Nikkari sem barnabarn Nikódemusar en hann barnabarnabarn." - Nikkararnir eru sérstakir menn sem hafa sett mark sinn á þennan bæ, s.s. Jón Nikódemus- son. Má ekki segja að hann eigi mikið í framþróun þessa bæjar? „Það er ekki spurning. Enda hefur hann oft verið kallaður faðir hitaveitu Sauðárkróks. Hann smíðaði fyrsta jarðborinn sem borað var með og stjórnaði lagningu hitaveitunnar hér í bænum. Hann var dverghagur á járnkarlinn. Því var einhvern tíma laumað í eyrað á mér að þetta væri nokkuð merkilegt með þessa bræður hérna á Króknum Jón, pabba og Svein. Jón mældi í míkrómillimetrum og millimetr- stuna því sá gamli fékk olnboga- skot í kviðinn frá kellu sinni sem sat við hliðina á honum.“ Nú hlær Jón Hallur sem aldrei fyrr. - Faðir þinn er mikill náttúru- dýrkandi. Þú hefur væntanlega fundið smjörþefinn af því grúski þegar þú varst yngri? „Já. Ég átti því láni að fagna þegar ég var yngri að fara með honum hitt og þetta, í gönguferð- ir í nágrenni bæjarins. Þá var allt skoðað sem augu á festi, fuglar og gróður, og svo var kannski sest niður og þá fékk maður til- sögn í nöfnum í fjallahringnum hér í Skagafirði. Maður lærði þetta, það má segja að maður hafi drukkið þetta í sig með móð- urmjólkinni. En mér er til efs að ég gæti nefnt öll fjöll eins og ég gerði þegar ég var lítill. Pabbi er eins og þú sagðir nátt- úrudýrkandi, eins konar náttúru- barn. Enda umgengst enginn sem ég þekki móður náttúru með jafn mikilli virðingu og hann.“ Bifrastartíminn dýrlegur - Og þú fórst í Samvinnuskólann á Bifröst? Á vinnustað í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki. „Já, það var haustið '15 sem ég hóf nám á Bifröst og var þar í 2 vetur. Það var dýrlegur tími sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af. Við vorum þarna milli 80 og 90 nemendur og þetta var bara eins og ein stór fjöl- skylda. Þarna varð fólk að vinna saman, það var ekki hægt að fela nein ágreiningsefni ef þau komu upp og menn urðu að gera þau upp sín á milli. Það var náttúr- lega eins og gengur og gerist styr um menn og málefni, þó ekki þannig að til illinda drægi.“ - Er eitthvað hæft í því að á Bifröst sé mönnum kennt að vera framsóknarmenn? „Það er ekkert hæft í því og mér fannst ef eitthvað var koma fleiri komrnar út úr skólanum en framsóknarmenn. Það brá þarna fyrir öllum litum, en ef menn duttu út af sakramentinu urðu þeir kommar, það var engin spurning." - Var mikið félagslíf í skólan- um? „Já, geysilega mikið og maður hellti sér út í það af fullum krafti og sinnti því jafnvel meira en náminu á stundum." - Það sagði mér maður þér óviðkomandi að þú hafir þótt einn fjölhæfasti nemandi skólans. Nú híær Jón og verður eilítið vandræðalegur sem von er við svo væminni staðhæfingu, en segir svo. „Ég held að sitthvað sé, fjöl- hæfni og vera að vasast í öllu. Það er ekki hægt að leggja það að jöfnu. Ég vasaðist í öllu þarna, enda sagði einn í skólanum það við mig og bætti við, að enda þyrfti ég líka að láta á mér bera. Það má vel vera að eitthvað sé til í því.“ Sítrónukvartettinn - Þá er kannski kominn tími til að tala aðeins um sönginn? „Já, ég hef alltaf sungið mikið og haft gaman af söng. Og þegar ég var smápolli var fjölskyldan á Freyjugötunni ólöt að kenna mér svona sitt af hverju, sem ég svo söng. Ég sinnti söngnum mikið þama á Bifröst, söng allt frá sólói og upp í kór. Með skólahljómsveit- inni báða veturna, var í dúett, í tríói og svo í Sítrónukvartettin- um ásamt 3 góðum strákum: Sig- urði Jóhannessyni frá Egg t Hegranesi, Freysteini Sigurðs- syni frá Akureyri og sá þriðji var frá Hellissandi, kominn af kunnu söngfólki, Vigfús Hjartarson að nafni. Nafnið á kvartettinum kom þannig til, að ég taldi mig hafa mjög gott af því að fá mér sítr- ónuvatn áður en ég fór að syngja. Sauð þá vatn, hellti út í það sítr- ónusafa og gerði það svo sætt nteð hunangi. Svo datt það upp úr ntér á einni æfingunni að við ættum að kalla þetta Sítrónu- kvartettinn. Það varð úr og nafn- ið einkenndi okkur svo sannar- lega. Við hengdum sítrónubelgi á gítarana og þeir sem ekki voru með hljóðfæri höfðu þá á festi um hálsinn. Og við höfðum alltaf brúsa af sítrónutei með okkur. Okkur fannst við hafa gott af því, að það mýkti röddina. Sítrónukvartettinn var ákaf- lega vinsæll innan héraðs. Og meðal annars vorum við í klukkutíma á senunni í Borgar- nesi, þegar við vorum fengnir til að skemmta þar. Við áttum að vera með 20 mínútna prógram, en stemmningin var svo óskap- leg. Fólkið söng allt með og sleppti okkur alls ekki fyrr en við vorum búnir að flytja alla söngskrána tvisvar sinnum og vel það.“ -þá í svokallaðri Sov-étferð (sofa og éta) ásamt félögum sínum ■ björgunarsveitinni Skagfirðingasveit. Haraldur Friðr- iksson með hundinn Bósa, Ingólfur Sveinsson, Jón Hallur, Haraldur Ingólfsson, Ingvar Sighvatsson, Friðrík A. Jónsson og Sigurður R. Antonsson. Ingólfur, Haraldur I., Jón og Friðrik eru allir Nikkarar. Asamt systkinum sinum og föður: Jónína, Bragi, Valur, Ingólfur eldrí, Ingólfur yngrí, Jón og Anna María. Bak við Gunnar Már og Hallgrímur. massavís. Svo var það yfirleitt þannig að sjóararnir sem áttu báta sína uppi á eyrinni, biðu við hornið á Villa Nova til að gá hvort báturinn þeirra kæmi nokk- uð siglandi eftir Eyrarveginum. Þá munaði ekkert um það 40 polla að renna einum bát inn- eftir. Og þeir sem ekki gættu sín, uppgötvuðu það kannski þegar kveikja átti í, að báturinn þeirra var á brennunni, og voru auðvit- að ekkert parhrifnir af því. Þá voru brennurnar miklu veglegri og það var ekki brenna sem lifði ekki í fram yfir hádegi á nýárs- dag. Nikkararnir Já, maður hefur kynnst mörgu skrautlegu fólki eins og maður segir. Þó vilja náttúrlega margir meina að maður sé sjálfur svolít- ið skrautlegur, sem einn Nikkar- inn og að Nikkararnir séu alveg sérstakur þjóðflokkur hérna í bænum. Það má kannski til sanns vegar færa og ég held að hver og einn hafi það til brunns að bera sem aðrir hafa ekki, bara misjafnt hvað ber mikið á því. Gamli maðurinn afi minn hét Nikódemus og það hafa allir hans niðjar verið kenndir við hann og kallaðir Nikkarar." - Hefur þú fengið að finna fyr- ir því að vera Nikkari? „Já já. Ég hef fengið að finna það að ég sé Nikkari. Það eru mörg atriði sem maður hefur fengið að heyra í gegnum tíðina. Þá aðallega í sambandi við sér- viskuna. Það kannski ber meira á um, pabbi í millimetrum, senti- metrum og metrum og Sveinn Nikk í sjómílum og hekturum. Því hver þeirra var á sínu sviði. Sveinn útvegsbóndi, pabbi tré- smiður og Jón járnsmiður. Svo þú ert að giftast inn í Nikkarafjölskylduna En þetta Nikkaranafn hefur stundum valdið misskilningi og svolítið er líka um að fólk sé að pukrast með það. Því var það þegar ein í ættinni var að koma heim með manns- efnið og hafði sagt honum að pabbi sinn væri einn af þessum Nikkurum. Andrúmsloftið var svolítið þvingað í fyrstu eins og stundum vill verða og til að vera sem heimilislegastur og frjálsleg- astur sagði hinn tilvonandi tengdasonur við tengdaföður sinn: Heyrðu viltu ekki bara taka eitt lag á nikkuna? Það urðu auð- vitað allir furðu lostnir og vissu til að byrja með ekki hvað drengur- inn var eiginlega að fara. Svo var það þegar konan mín var að koma í fyrsta skiptið norður. Gegnt henni í flugvélinni sat gamall Króksari sem vill fylgj- ast vel með því sem er að gerast í bænum. Fyrst hún var ókunnug langaði þann gamla að vita deili á lienni. Hún sagði til nafns og sagði sem var að hún væri að flytja í bæinn og væri trúlofuð Jóni Halli Ingólfssyni. Sá gamli tafsaði á nafninu smástund og sagði svo allt í einu: Já já, svo þú ert að giftast inn í Nikkarafjöl- skylduna. Þessum orðum fylgdi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.