Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 9
88Gr -isúnsi .GS - flUÖAO - 8 29. janúar 1988 - DAGUR - 9 Sígæfdj; &. * ¦&<-.. ^^^ lm WfíL^^mm Æ V . ¦ ¦ ¦ ¦¦ ¦:-,:¦:, . ¦ } V. k»4\ 1*r ¦¦" "vJ> Jóa Bjamason í ræðustól. búnaðarráðherra, ráðuneytis- stjóri, skólanefnd Hólaskóla, þingmenn kjördæmisins, verk- takar o.fl. Viðbyggingin er um 250 fer- metrar að stærð. í henni er and- dyri, stór stofa, snyrting og þjón- usturými. Framkvæmdir hófust í maí í vor og hafa staðið linnu- laust síðan. Þeim stjórnaði Björn Björnsson byggingameistari hjá aðalverktakanum Trésmiðjunni Borg. Hefur Björn stjórnað vel- flestum byggingaframkvæmdum sem átt hafa sér stað á Hólum síðustu misserin og er hann sagð- ur vera orðinn Hólamaður í hug- um staðarfólks fyrir nokkru. Kristján Arason sá um múrverk, Rafsjá um raflagnir, Hörður Ólafsson um pípulagnir og Sigurður Snorrason um málning- arvinnu. Björn Kristleifsson arki- tekt á Egilsstöðum teiknaði og Fjölhönnun hf. í Reykjavík sá um verkfræðiþjónustu. Þakkaði Jón Bjarnason skóla- stjóri öllum þeim sem unnið höfðu að byggingunni, vel unnin og samviskusamleg störf. Einnig þann víðtæka stuðning sem skól- inn og Hólastaður njóta vítt og breytt um landið. Landbúnaðar- ráðherra Jón Helgason óskaði skólanum til hamingju með áfangann og einnig fluttu ávörp þingmenn kjördæmisins og arki- tektinn Björn Hjörleifsson. Þá flutti Bjarni Maronsson bóndi í Ásgeirsbrekku kveðju til skólans og færði honum gjöf frá 20 ára búfræðingum, frá vorinu 1968. Lýstu allir ræðumenn yfir ánægju sinni með vöxt og framgang Hólastaðar á síðustu árum og hétu þingmenn því að hér yrði ekki staðar numið. „Þessi fyrrum höfuðstaður Norðurlands á það svo sannarlega skilið," eins og einn þeirra komst að orði. -þá Blönduóshreppur: Með fimm íbúðir í byggingu Á vegum Blönduóshrepps er nú verið að byggja fímm íbúðir sem allar falla undir félagslega íbúðakerfíð. Þarna er um að ræða tvö parhús og eitt einbýl- ishús. Framkvæmdir við bygg- ingu húsanna hófust í októ- bermánuði á sl. ári. Við Skúlabraut er Trésmiðjan Stígandi að reisa parhús með um 90 fm íbúðum og við sömu götu reisir Hjörleifur Júlíusson húsa- smíðameistari, einbýlishús úr timbri, sem er 110 fm að stærð. Þessum húsum á að skila frá- gengnum í febrúarmánuði á þessu ári. Við Mýrabraut er Sig- urjón Ólafsson húsasmíðameist- ari að reisa parhús, með 90 fm íbúðum og á hann að skila því fullbúnu í októbermánuði á þessu ári. Það er sveitarfélagið sem stendur að byggingu húsanna og mun ekki af veita þar sem mikill skortur hefur verið á húsnæði á Blönduósi að undanförnu. Sölu- verð íbúða hefur verið mjög lágt á Blönduósi, eins og víðast hvar á landsbyggðinni, ef miðað er við verð íbúða á Reykjavíkursvæð- inu. Það hefur orðið til þess að einstaklingar hafa ekki gert mik- ið af því að byggja yfir sig íbúðir á Blönduósi á undanförnum árum. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru íbúar á Blönduósi 1104 í upphafi árs 1988 og hefur þeim fjölgað um 3,4% á milli ára. fh Blönduóshreppur: Læturvinnaaðfélags- aðstöðu fyrir unglinga Unnið er að því að innrétta húsnæði fyrir félagsaðstöðu unglinga á Blönduósi. Hefur salur í félagsheimilinu verið tekinn á leigu fyrir starfsemina og er leigutakinn Blönduós- hreppur, fyrir hönd grunnskól- ans. Þetta húsnæði, sem er tveir salir, samtals liðlega 200 fm að stærð á sér merkilega sögu ef hún yrði rakin. Þar voru eitt sinn skrifstofur Blönduóshrepps til húsa og Búnaðarsamband Aust- ur-Húnavatnssýslu var þar með skrifstofur. Þar hafa ýmis félög fengið inni svo sem Taflfélag Blönduóss og Bridgefélag Blönduóss og um tíma var Pól- arprjón hf. með hluta af húsnæð- inu á leigu og rak þar sauma- stofu. Grunnskóli Blönduóss hef- ur fyrr haft þarna aðstöðu og þá fyrir smíðakennslu. Undirbúningur að félagsað- stöðunni hófst sl. vetur en þá voru keypt hljómflutningstæki og sett upp aðstaða fyrir sölu á gos- drykkjum og sælgæti og komu unglingarnir þarna saman í nokk- ur skipti í fyrravetur. Nú hefur verið unnið við að gjörbreyta húsnæðinu og er áformað að það verði tekið í notkun fyrstu helg- ina í febrúar. fh Margmenni var viðstatt á stórum degi í sögu Hólastaðar. afnkortið getur gef ið Dér f lugferð ivert á land semer idir m: Safnkort Innanlandsflugs Flugleiða er fyrir þá sem þurfa oft að fljúga innanlands. Hver flugferð til eða frá Reykjavík á fullu fargjaldi gefur ákveðinn fjölda punkta. T.d. gefur flug til Egilsstaðal3 punkta og til Akureyrar 8. Ef þú nærð 100 punktum á 4 mánuðum færðu fría ferð fram og til baka á hvaða innanlandsleið Flugleiða sem er. Þannig verður t.d.fimmta hver ferð frí, sem flogin er fram og til baka milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Neskaupstaðar eða Hafnar. Þú færð Safnkort og leiðbeiningar um notkun þess hjá næstu söluskrifstofu Flugleiða, ferðaskrifstofu eða _,%, umboðsmanni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.