Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 10
10 VDAGUR-29. janúar 1988 Við erum ekki exibisjonistar // - segja Hermann Jónsson og Hallgrímur Óskarsson keppendur um titilinn „Herra ísland" SÍMI (96)21400 Laugardagskvöldið 13. febrúar fer fram í skemmtistaðnum Zebra á Akureyri fyrsta feg- urðarsamkeppni karla sem haidin hefur verið á Islandi með líku sniði og keppnir þær sem kvenfólk hefur stundað í mörg ár. Auk Zebra eru það Hljóðbylgjan hf. og sólbaðs- stofan Stjörnusól sem standa fyrir því að rjúfa einokun kvenfólksins. Keppt er um titilinn „Herra ísland" og mun silfursleginn pípuhattur prýða höfuð sigurvegarans að keppn- inni lokinni. Framkvæmd keppninnar virðist ætla að verða í góðu lagi. Anna Mar- grét Jónsdóttir fegurðardrottn- ing Islands mun krýna, eða kannski öllu heldur „hatta" Herra ísland og kynnir keppn- innar verður engin önnur en ráðherrafrúin Bryndís Schram, sem einmitt var eitt sinn ungfrú Island. Keppendur í keppninni verða að öllum líkindum sex talsins, tveir frá Reykjavík og fjórir frá Akureyri. Tveir þeirra, þeir Hermann Jónsson 17 ára sím- smiður og Hallgrímur Óskarsson 21 árs nemandi á eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri, eru hér mættir í létt spjall um keppn- ina og sjálfa sig. Aðspurðir hver hefðu verið til- drög þess að þeir létu til leiðast að taka þátt í keppni sem þessari höfðu þeir félagar nákvæmlega sömu sögu að segja. Þeir voru staddir í ljósabaði á sólbaðsstof- unni Stjörnusól þegar aðstand- endur keppninnar fóru þess á leit við þá að þeir tækju þátt. „Eg hélt fyrst að þeir væru bara að grínast og hélt það raun- ar fyrstu dagana á eftir. Þegar þeir svo fóru að óska eftir endan- legu svari þá bara sló ég til," segir Hallgrímur og Hermann segist hafa svipaða sögu að segja. Báðir viðurkenna þeir að framkoma á sundskýlu hafi verið það sem mest stóð í þeim við ákvörðun- ina'. „Við erum ekki exibisjonist- ar," segja þeir. Enn sem komið er eru það aðallega vinir, kunningjar og ættingjar þeirra Hermanns og Hallgríms sem vita um þátttök- una. En hvað ætli fólki finnist um uppátækið? „Það hlær náttúrlega fyrst," segir Hermann og Hallgrímur bætir við að skoðanir fólks á keppninni séu æði misjafnar. „Fyrst þegar fréttist af þessari keppni þá tóku margir þessu mjög létt og gerðu grín að öllu saman. Síðan hefur vegur keppn- innar vaxið til mikilla muna finnst mér og öll umfjöllun orðið jákvæðari. Eg held að fólk líti þetta almennt svipuðum augum og keppnir kvenfólksins." „Mér finnst þetta líka vera ósköp svipað og finnst svona keppni fyllilega eiga rétt á sér," segir Hermann. I keppni sem þessari er tekið tillit til ýmissa atriða. Andlitsfeg- urð og h'kamsbygging eru senni- lega atriði númer eitt og tvö en framkoma og innri maður kepp- anda eru. einnig lögð á vogar- skálarnar í niðurstöðum dóm- nefndar, eða „hvað býr á bak við skelina," eins og Hailgrímur Hermann hefur æft ólympískar lyftingar um tveggja ára skeið og er því vel á sig kominn líkam- lega. „Ég er að keppa nú um helgina og hef verið að æfa stíft fyrir þetta mót að undanförnu. Ætli ég reyni svo ekki að einbeita mér að vaxtarræktinni þessa daga sem eftir eru," segir Hermann. „Ég hef ekki stundað lfkams- rækt af neinum krafti til þessa og ég þarf að bæta mig mjög mikið á því sviði fram að keppninni," segir Hallgrímur. Undanfarna daga og fram að keppninni nýtur hann leiðsagnar vaxtarræktar- manna við æfingar sínar. Þeir félagar leggja þó báðir áherslu á að hér sé ekki um að ræða vaxtar- ræktar- eða „kreppukeppni" heldur sé ætlast til að keppendur séu „vel byggðir". - En hvað ætla menn sér með því að taka þátt í keppni sem þessari? „Sá sem sigrar í svona keppni tekur á sig ákveðnar skyldur. Til þess er ætlast að hann sé fyrir- mynd annarra í framkomu," seg- ir Hallgrímur. Aðspurðir segjast þeir báðir treysta sér til þess að vera slíkar fyrirmyndir. Báðir eru strákarnir ólofaðír og kvenmannslausir. Þeir þver- taka fyrir að þátttakan sé ætluð til að bæta úr þessu ástandi, en hvað halda þeir að ungum stúlk- um finnist um þátttöku ungra manna í svona keppni? „Dömum finnst það sama um þetta og strákum finnst um feg- urðarkeppni ungra stúlkna. Við- horfið er jákvætt. Staða karlsins í þjóðfélaginu er bara orðin þann- ig að hann verður að keppa í fegurð eins og konan," segir Hallgrímur. Spurningunni um það hvað sé með svona keppni að gera svarar hann á þá leið að fólk hafi gaman af þessu auk þess sem þátttakendum sé gefinn kostur á að koma sér á framfæri. Fyrir- sætustörf eru þó ekki á áætlun hjá þeim Hermanni. Auk þess að rækta skrokk- inn segjast þeir reyna að borða hollari mat þessa dagana en aðra, til að vera sem best fyrir kallaðir þegar stóra stundin rennur upp. „Undirbúningstíminn er eigin- íega of stuttur. Það hefði verið mjög gott að hafa lengri tíma og geta undirbúið sig betur," segir Hermann. Auk þessa munu þeir sækja tíma í göngulagi og öðru því sem varðar framkomu í svona keppni. Báðir hafa þeir Hallgrímur og Hermann komið fyrir almenn- ingssjónir áður, Hermann sem keppandi á lyftingamótum en Haligrímur sem þulur hjá Sjón- varpi Akureyrar. Reynsla Hall- gríms er þó ekki alveg upptalin. „Það var í ferð sem ég fór með núverandi fjórða bekk Mennta- skólans til Ibiza síðastliðið sumar, að ég tók þátt í keppni um titilinn „Mr. Sexy". Þarna voru allra þjóða kvikindi að keppa og þetta var mjög gaman," segir Hallgrímur en greinir ekki nánar frá úrslitum keppninnar. Keppinautarnir að sunnan munu hins vegar vera alvanir sýn- ingarmenn hjá Módelsamtökun- um, þáttakendur og sigurvegarar i keppnum um titilinn „Herra Útsýn". „Við erum ekkert hræddir við þá," segja okkar menn. - Eruð þið ekkert stressaðir fyrir keppnina? „Nei. Það þýðir ekkert að fara út í þetta ef maður er stressaður. Bara vera rólegur og kaldur." - Hvað dreymir ykkur? „Fjöll og firnindi," segir Hall- grímur, „vélsleða," segir Hermann. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.