Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 13

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 13
29. janúar 1988 - DAGUR - 13 hvaðer að gerast? Róbertsdóttir Glugganum Borgarbíó: Tónleikar til styrktar Minningarsjóði Þorgerðar Ragna / / Föstudagskvöldið 29. janúar kl. 21 opnar Ragna Róberts- dóttir sýningu í Glugganum Glerárgötu 34. Ragna er fædd í Reykjavík 1945, útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1970 og stundaði framhaldsnám við Konstfac í Stokkhólmi 1970-1971. Á laugardag og sunnudag verður Toyota bílasýning í bílasölunni Stórholti á Árshátíð framsóknarfélag- anna á Akureyri verður haldin annað kvöld, laugar- dagskvöld, að Hótel KEA. Húsið verður opnað kl. 19.30 en borðhald hefst kl. 20.00. Meðal skemmtiatriða má nefna X-tríóið, sem mun flytja nokkur lög, þá verður bögglauppboð, spurninga- keppni o.fl. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður flytur hátíðarræðu kvöldsins en veislustjóri er Stefán Vil- hjálmsson. Framsóknarmenn á Ak- ureyri og nágrenni eru Handbolti 1. deild: Þór-Valur - á morgun kl. 14 Á morgun laugardag fer fram hörkuleikur á Akur- eyri í 1. deildinni í hand- bolta. Þór og Valur leika í íþróttahöllinni og hefst leikurinn kl. 14. Valsmenn eru í efsta sæti deildarinnar en Þórsarar sitja sem fyrr á botninum án stiga. Það má því reikna með að róðurinn verði þungur hjá Þórsurum á morgun. Ragna hefur alla tíð feng- ist við textíl, í fyrstu á hefð- bundinn hátt en nú í seinni tíð hefur hún getið sér gott orð fyrir nýstárlega skúlp- túra sem þessi sýning samanstendur af. Ragna Róbertsdóttir hef- ur sýnt reglulega frá 1975 Akureyri, en þar er Toyota- söluumboðið til húsa. Sýn- ingin er mjög fjölbreytt og KEA hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Þeir sem hafa ekki ennþá náð sér í miða, geta bætt úr því í dag, því miðasala fer fram á skrifstofu flokksins að Hafn- arstræti 90, á milli kl. 17.00 og 19.00. bæði hér heima og erlendis. Hún var valin borgarlista- 'maður Revkjavíkurborgar 1987. Sýning Rögnu stendur til sunnudagsins 7. febrúar. Glugginn er opinn dag- lega frá kl. 14 til 18, en lok- að er á mánudögum. vegleg, og munu sölumenn frá Reykjavík og Akureyri leiðbeina þeim sem áhuga hafa um bílana. Einnig verða reynsluakstursbílar á staðnum fyrir þá sem vilja reyna aksturshæfileika hinna ýmsu gerða af Toyota. Á sýningunni eru allar gerðir af Toyota fólksbílum og jeppum, sem fluttar eru til landsins, af nýjustu árgerð. M.a. verður sýndur Toyota Camry 4x4 sem hef- ur vakið mikla athygli og er að koma á markaðinn í fyrsta sinn. Þá verða sýndar tvær gerðir af Toyota Land- Cruiser, stutt og lengri gerð, og geta menn kynnt sér fjöl- breytilegan aukabúnað í þessa jeppa. Átján efnilegir nemendur við Tónlistarskólann á Akureyri munu koma fram á tónleikum í Borgarbíói næstkomandi laugardag, 30. janúar, og hefjast tón- leikarnir kl. 17. Ágóðanum af tónleikunum verður varið til þess að efla Minningar- sjóð Þorgerðar. Minningarsjóðnum er ætl- að það hlutverk að veita mjög efnilegum nemendum styrki til framhaldsnáms í tónlist, en þannig hittist á að jafn margir nemendur leika á þessum tónleikum og þeir sem hafa fengið styrki úr sjóðnum frá upphafi. Tónleikarnir verða fjöl- Ekkert lát virðist ætla að vera á vinsældum Pilts og stúlku hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Ávallt er Samkomu- húsið troðfullt og um helg- ina verða þrjár sýningar. breyttir og leikið verður á básúnu, fiðlur, horn, kornett. klarinett og píanó, í einleik, tríóum og kvart- ettum. Á efnisskránni er m.a. tónlist eftir Anderson, Beethoven, Debussy, Dodgson, Elgar, Gordon Dale, Handel, Mozart, Purcell, Ridout, Sinding, Stoker og Shostakovich. Tekið verður á móti frjálsum framlögum við inn- ganginn í stað sölu aðgöngu- miða og er rétt að vekja sérstaka athygli á þessu fyrirkomulagi. Góð aðsókn að árlegum styrktartónleik- um sjóðsins er mikil hvatn- ing fyrir þá nemendur sem Sýningin á sunnudag er sú 17. í röðinni þannig að Ijóst er að þær fara vel yfir annan tuginn áður en yfir lýkur. Sýningar á þessu vinsæla verki hefjast kl. 20.30 föstu- þar koma fram og hún stuðl- ar að því að unnt sé að veita styrki á hverju ári. Ekki reyndist unnt að veita styrki úr sjóðnum á sl. vori vegna ónógra tekna, en stefnt er heils hugar að úthlutun á næsta vori. Auk tónleikahaldsins afl- ar sjóðurinn tekna með sölu minningarkorta um Þor- gerði Eiríksdóttur, sem afgreidd eru í Bókabúðinni Huld, Bókvali og í Tónlist- arskólanum. Tónlistarunn- endur og annað áhugafólk um tónlist er hvatt til að sækja tónleikana á laugar- daginn. dag og laugardag. en kl. 16 á sunnudag. Þessi makalausa þjóðlífslýsing virðist falla áhorfendum vel í geð, enda eru í verkinu bráðskemmti- legar persónur, sérstaklega í fyrri hluta leikritsins, sem vert er að kynnast nánar. Sjálfsagt er að hvetja fólk til að tryggja sér miða í tíma því leikhúsið er alltaf „stútfullt" eins og Pétur Einarsson leikhússtjóri komst að orði. Bamavika hjá Hjálp- ræðishernum I næstu viku verða barna- samkomur hjá Hjálpræðis- hernum á Akureyri alla daga frá kl. 17.00. ' Þar verður mikill söngur, leikir, ýmsar keppnir og óvæntir gestir koma í heim- sókn. Öllum krökkum er vel- komið að fylgjast með og taka þátt í barnavikunni hjá Hjálpræðishernum. Unnið að endur- byggingu að Jaðri: Sjálfboða- liða vantar í vinnu Félagar í Golfklúbbi Akur- eyrar hafa hafið endurbygg- ingu golfskálans að Jaðri, sem skemmdist illa í bruna fyrir nokkrum dögum. Stjórn GA óskar eftir enn fleiri sjálfboðaliðum til starfa við hreinsun og máln- ingarvinnu næstu kvöld og helgar. Þeir sem vilja leggja þessu máli lið, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Áma Jónsson í símum 21230 og 22974 eða Smára Garð- arsson. i Ijósvakarýni Þegar Þingeyingar sigra Húnvetninga Fyrir sjö vikum hóf Stöð 2 útsendingar á Húsavík og nú hafa 136 heimili í bænum eign- ast myndlykil. Fæstir ná útsendingum stöðvarinnar með þeim loftnetum sem þeir áttu fyrir og fjöldi manns hefur keypt og sett upp ný loftnet til að geta horft á þann hluta dagskrárinn- ar sem ekki er ruglaður. Send- ing frá stöð stöðvarinnar á Húsavíkurfjalli er ekki alveg nógu hrein og sterk en vonandi er þar um barnasjúkdóma að ræða sem fljótlega verður fund- in lækning við. Þó að útsend- ingin sé ekki nógu sterk vill svo furðulega til að á einum bæ í Bárðardal og á nokkrum bæjum í Aðaldal næst sendingin með góðum loftnetum og mögnur- um. Ég verð að játa að ég hef sjaldan horft eins lítið á sjón- varp og síðan útsendingar Stöðvar 2 hófust og þó var keyptur myndlykill á heimilið strax. Ég hef lesið heil ósköp af bókum á þessu tímabili og haft gaman af. Fyrstu helgina horfði ég þó á heilan þátt frá upphafi til enda. Þetta var ameríski fót- boltinn og mér er þessi þáttur mjög svo minnisstæður þó að ég hafi ekki lagt í þá lífsreynslu að glápa á annan þátt af sama efni. Það er til myndbandstæki á heimilinu og þegar úrval sjón- varpsefnis jókst með tilkomu Stöðvar 2 var sjónvarpstækið tekið, nauðugt, viljugt og flutt með öllu því sem tilheyrði úr sínu virðingarsæti í stofu heim- ilisins og sett inn í sérherbergi sem nú er eingöngu notað til sjónvarpsgláps. Þetta var dás- amleg ráðstöfun og hefði þurft að gerast fyrir löngu, nú neyðist enginn á heimilinu lengur til að heyra eða sjá meira af sjón- vamsefni en hann kærir sig um. Eg geri svolítið af því að taka upp myndir og þætti á vídeósp- ólu til að horfa á síðar en geri það svo yfirleitt aldrei heldur tek upp annað efni yfir þótt allt fari síðan á sömu leið. Á sunnudagskvöld ætla ég að mæta að Sjónvarpinu og horfa á Þingeyinga sigra Hún- vetninga í spurningaþættinum Hvað heldurðu? Ef stjórnendur þáttarins verða með eitthvert röfl um að Húnvetningar hafi unnið skal ég halda því fram að um mikinn misskilning sé að ræða og aldrei samþykkja ann- að en sigur Þingeyinga. IM Akureyri: Toyota - bílasýning Framsóknarfélögin á Akureyri: Árshátíð á Hótel Leikfélag Akureyrar: Piltur og stúlka

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.