Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 16
Yt - flUDAO - 886r isúnsi 6S 16 - DAGUR - 29. janúar 1988 Akureyrarmótið í bridds: Úrslitaleikur um titilinn Þegar ciuni umferð er ólokið í Akureyrarmóti Bridgefélags Akureyrar, er Ijóst að sveit Kristjáns Guðjónssonar og sveit Hellusteypunnar munu spila hreinan úrslitaleik um sæmdarheitíð Akureyrarmeist- ari í sveitakeppni áríð 1988, en þessar sveitir mætast einmitt í síðustu umferðinni. Tólfta umferð var spiluð sl. þriðjudag og urðu úrslit þessi: Sv. Grettis Frímannssonar - sv. Sporthússins: 23- 7 Sv. Kristjáns Guðjónssonar - sv. Zarioh Hamadi: 21- 9 Sv. Gylfa Pálssonar - sv. Ormars Snæbjörnssonar: 20-10 Sv. Gunnars Berg - sv. Ragnhildar Gunnarsd.: 19-11 Sv. Gunnlaugs Guðmundssonar - sv. Sveinbjörns Jónssonar: 18-12 Sv. Hellusteypunnar - sv. Stefáns Vilhjálmssonar: 17-13 Sv. Sigurðar Víglundssonar sat yfir og hlaut 18 stig. Alls taka 13 sveitir þátt í keppninni og er spilaður einn 32ja spila leikur á kvöldi. Keppn- isstjóri er Albert Sigurðsson. Þegar einni umferð er ólokið er staða efstu sveita þessi: 1. Kristján Guðjónsson: 232 stig 2. Hellusteypan: 226 stig 3. Stefán Vilhjálmsson: 214 stig 4. Grettir Frímannsson: 210 stig 5. GunnlaugurGuðm.son: 186 stig 6. Gylfi Pálsson: 182 stig Síðasta umferð verður spiluð þriðjudaginn 2. febrúar og hefst spilamennskan kl. 19.30 í Félags- borg. Næsta mót hjá Bridgefélagi Akureyrar hefst þriðjudaginn 9. febrúar. Pað er svokallað Haf- spilsmót, sem er tvímenningsmót með Barometer-fyrirkomulagi. Öllu spilafólki á Akureyri og nágrenni er heimil þátttaka, en þátttökutilkynningar þurfa að berast einhverjum stjórnar- manna B.A. fyrir kl. 19.00 sunnudaginn 7. febrúar nk. Spilarar í þungum þönkum. spurning vikunnar Hvað finnst þer um fegurðarsamkeppni karla? (Spurt á Akureyri) NISSAN Bílasýnincj verður laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. janúar frá kl.2-5 e.h. báða dagana að Bifreiðaverkstæði Sigrurðar Valdimarssonar í sýningarsal að Óseyri 5 (norðurhluta). Sýndir verða: Nissan Praire 4x4 og Nissan Pathfinder 4x4 nýjasti jeppinn frá Japan ásamt fleiri Nissan og Subaru bifreiðum. Einnig verða notaðir vel með farnir Subaru 1985 og '86 til sýnis og sölu. Komið og kynxxið ykkur frábær kjör á. '88 árgerðunum. Þú getur treyst þvíað við ílytjum ekki inn tjónabíla sem skaðað geta hagsmuni þína. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseýri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Rauðagerði. Unnur Guðmundsdóttir: Mér finnst allt í lagi að halda keppni fyrir þá, þó að mér finn- ist verðlaunin bjánaleg. Ég held þó að einhverjir muni gera grín að þessum strákum af því að þetta er í fyrsta sinn. Ég reikna með að fara sjálf og sjá keppn- ina. Haraldur Árnason: Ég hef nú ekkert hugsað um þetta. Þetta er ailt í lagi held ég og því ekki þeir eins og kven- fólkið. Ég held að fólk muni líta þessa keppni sömu augum og fegurðarsamkeppni kvenna. Finnur Finnsson: Ég hef nú reyndar ekki velt því fyrir mér. Ég held að ég myndi ekki viljataka þátt í slíkri keppni sjálfur en tel að hún eigi jafn mikinn rétt á sér og fegurðar- samkeppni kvenna. Halldóra Sveinsdóttir: Mér finnst ekkert að því að hafa fegurðarsamkeppni fyrir þá, ekkert öðruvísi en fyrir konur. Ætli þeir séu ekki samt svolítið feimnir og halda að gert verði grín að þeim. Ég myndi auðvit- að fara og sjá keppnina ef mér væri boðið. Sigríður Halldórsdóttir: Mér finnst keppnin eiga jafn mikinn rétt á sér og fegurðar- samkeppni kvenna og held að strákarnir verði ekkert feimnari en stelpurnár. Svona keppni er ekki síður fyrir karla en kvenfólk, það á að ríkja jafnrétti á þessu sviði líka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.