Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 20
rs -- fiuoag -- eser leúnsi .es 20 - DAGUR - 29. janúar 1988 ctf erlendum vetfvangi Rúmenía: Líf sem uni styrjöld væri að ræða Undir stjórn Nicolae Ceausescu er Rúmenía orðin fátækrakot Evrópu. Blaða- maður vikuritsins Stern segir hér frá ferð sinni og hinu ömurlega lífi í ríki hins rauða einræðisherra. Þegar veturinn kemur er eins gott að vara sig. Enginn Rúmeni óskar sér þess að það verði hvít jól. Hver dagur án kulda er sem Guðs gjöf. „Þegar nýju lögin taka gildi, munum við frjósa í hel," segir við- mælandinn, en hann er þekktur fyr- ir að vera raunsær. Síðasti vetur var nógu slæmur. Herbergishiti var þá um 14 gráður, einkabílar voru bannaðir, skólabörn sátu í kápum, eins þeir fullorðnu er fóru í leikhús eða á tónleika; tónlistarmennirnir voru einnig í kápum og frökkum og með hanska, sem búið var að klippa framan af, að spila stórverk þekktra höfunda. í Vestur-Þýskalandi notar meðal- fjölskylda með tvö börn um 450 kílóvattstundir af rafmagni á mán- uði. Ef sama fjölskylda í Búkarest er mjög sparsöm gæti hún komist af með 150 kílóvattstundir á mánuði. En síðan 12. nóvember má þessi fjölskylda aðeins eyða 35 kílóvatt- stundum á mánuði, eða jafnmiklu og lítill blástursofn notar ef hann er í gangi eina klukkustund á dag, en blástursofnar eru hvort eð er bann- aðir með lögum að viðlagðri refs- ingu í Rúmeníu. Gasmagn fyrir fjórar persónur - hita, eldavél og til að hita baðvatn - var skorið niður í 100 kúbikmetra á mánuði, en það er aðeins einn tíundi hluti þess sem notað er. Ef farið er fram úr í notkun kemur til harkalegrar refsingar. í fyrsta sinn er um „viðvörun" að ræða og gjald- ið tvöfaldast miðað við notkun. I annað sinn enn ein viðvörunin og verðið þrefaldast miðað við riotkun. í þriðja sinn er endanlega lokað fyrir gasið til viðkomandi. „Hinn algjöri sparnaður náttúru- gass og rafmagns," en svo hljóðar hin nýja fyrirskipun stjórnvalda, „er skylda við föðurlandið." Þessi skylda er í raun algjör fjar- stæða, því rúmönsk heimili nota aðeins 6% orkunnar, „afganginn" notar hinn löngu svo úrelti iðnaður og afgömul samgöngutæki. Aðventan er gengin í garð; í nýju vöruhúsi sem opnað var nýlega fást hvorki epli né hnetur eða möndlur, aðeins rófur, svartar næpur og útþvældur laukur. „Hungursirkus" kalla íbúar höfuðborgarinnar hið nýja en gjörsamlega tóma vöruhús. í kjötbúðum er um tvennt að velja; hakk sem búið er til úr innyflum, fitu, kirtlum og sinum og er útlit þessa hakks allt annað en girnilegt, hitt eru svínafætur - eða svokallað- ir „föðurlandsvinir", því allt annað af svíninu er flutt út. Húsmóðir var spurð hvað hún gerði við svínslapp- irnar, hvort hún byggi til bauna- súpu. „Bauna hvað?" Baunir standa ekki til boða. Smjör stendur heldur ekki til boða. Mjólk stendur oft ekki til boða. Egg standa oftast ekki til boða. Ostur og rjómi standa 'aldrei til boða. Kjöt hefur í mörg ár ekki staðið til boða. Og nú síðast standa kartöflur ekki til boða. Sendiráðsstarfsmaður annars austantjaldsríkis, sem ekki hefur verið beint dekrað við í heimalandi sínu og þekkir því vel til skömmt- unar, undrast: „Á hverju lifir fólkið eiginlega?" íbúar höfuðborgarinn- ar telja þetta vel viðunandi, þar eru aðeins olía og sykur skömmtuð, en til sveita er allt skammtað. En þótt eitthvað sé skammtað þýðir það ekki að menn fá örugglega sinn skammt. Margir halda enn í vonina. Kannski verður veturinn ekki eins kaldur og sá síðasti. Kannski fá einkabílarnir aftur leyfi til að aka um, svo hægt sé að aka út í sveit og næla sér í matvöru hjá þeim fáu bændum sem enn eru sjálfstæðir. Kannski, einn daginn, verður 5 milljarða dollara skuldasúpa við útlönd loksins búin. Einhvern dag- inn hlýtur þetta að lagast, það verð- ur að halda út<. Dagarnir í Búkarest í desember verða styttri og styttri og um klukk- an 17.00 er orðið koldimmt, höfuð- borgin lítur út eins og búist hún við loftárás. Eins og moldvörpur hraðar fólk- ið sér um torg og stræti, fer enda- lausar göturnar fótgangandi, því þeir fáu strætisvagnar sem aka um göturnar eru hvort eð er yfirfullir, eyðir mörgum klukkutímum í bið- röð eftir hlutum, sem síðan oft eru uppseldir löngu áður en biðröðin er hálfnuð að dyrum verslunarinnar. Minnst tvö hundruð manna bið- röð er fyrir framan matvöruverslun eina, röðin riðlast, það liggur við slagsmálum, en eftir hálfa klukku- stund leysist röðin upp og allir halda burt með vonleysissvip; það fékkst kaffi. Rúmenar lifa eins og um stríð sé að ræða, rétt fyrir uppgjöf. Stríðið er til. Hinn 69 ára gamli einræðis- herra, sem með sjúklegri frama- girni, að vilja skilja eftir sig minnis- merki í öllum byggingum og orku- verum, leiðir þegna lands síns gegn sér. Klukkan 21.00 er Búkarest myrkvuð algerlega, en áður fyrr var Búkarest kölluð „Paradís Balkan- landa". Leikhús og kvikmyndahús verða þá að vera búin með sínar sýn- ingar, krám og öðrum veitingahúsum lokað, og í veitingasal „Hótel Buc- aresti", tónar Anna, hin ljóshærða söngkona, fyrir útlendinga og hina „útvöldu" stjórnarherra síðustu tóna kvöldsins, sóló-útfærsla á söng fanganna úr „Nabucco"; „Fljúgðu, hugsun, af eftirsjá borin..." Dýrðarsaga Ceausescu er sýnd í tíu stórum sölum í safni „Saga Rúmeníu". „Leiðtoginn" sem lætur fólk sitt líða fyrir allt of hraða upp- byggingu í iðnaði er dýrkaður sem almætti Rúmeníu, einnig sem hinn mikli smiður er byggði hina nýju höfuðborg úr rústum. Búkarestbú- ar svara spurningunni, hvers vegna brenndi Neró Róm? þannig: „Hann átti enga jarðýtu." Allar gjafir sem „hinn mesti risi meðal risa" hefur fengið að gjöf frá samlöndum sínum og erlendum gestum eru á sýningunni. Allir skólar fá að skoða þetta safn og er gengið frambjá útstilling- unni í hljóði, með „óttablandinni virðingu". rr m ÉÉ&i ?¦:¦¦'¦¦ .... ¦i iaa«a Ceausescu og frú Elena. Að sjálfsögðu eru ritverk hins „mikla læriföður" einnig á sýning- unni, öll 29 bindin, næstum jafn mörg bindi og Marx og Engels skrifuðu, en þeir náðu samanlagt aðeins 36 bindum. En það er varla hægt að sjá hvað verkin heita; að- eins er kveikt á einni af níu ljósa- krónum sem hanga uppi. Lífið í Rúmeníu er orðið svo óraunverulegt að því er vart trúað. „Fyrir hvern og einn, og hvað sem I Búkarest er búið að breiða yfir bílana, því bensín er dýrt og lítið af því er til. Á kvöldin er engin lýsing því spara þarf rafmagn. Kránum er lokað klukkan ru'ii. Bíða, bíða, bíða. Fólk stendur í biðröð eftir að fá helstu nauðsynjavörur. Fiskur, smjör og ostur fást ekki. legi leiðtogi" Ceausescu, útbúið áætlun. Eftir þeirri áætlun á fólki að fjölga úr 23 milljónum í 30 millj- ónir fyrir aldamót. Hér er líka til refsing fyrir það að uppfylla ekki þessa áætlun. Sá sem orðinn er 25 ára og er enn ókvæntur fær minna kaup til útborgunar. Stjórnin lætur hjón í friði fyrstu þrjú árin, en eftir það ef hjón eru barnlaus verður dregið 10% af launum þeirra sem refsing. Getnaðarvarnarpillan er bönnuð, og fóstureyðing aðeins leyfð ef um heilsuleysi er að ræða - í viðurvist saksóknara. Þegar Gorbatschow kom í heim- sókn til Búkarest voru honum sýnd vöruhús full af matvælum, og alls- nægtir mötuneytis verksmiðju einn- ar, en mötuneytinu var lokað vegna undirbúnings tveimur dögum fyrr. Rússunum var síðan tjáð að þetta væri „daglegt brauð" mötuneyti. Viðmælandi fréttamanns Stern, sem er af þýskum ættum, hefur lengi ætlað að sækja um að flytjast frá Rúmeníu; „Lífið hér er ekki lengur mannlegt." Samtalið á sér stað heima hjá hinum fyrrnefnda; með útvarpið stillt á fullt, því í Rúmeníu hafa veggirnir eyru. í raun og veru ætti gestgjafinn að færa lögreglu staðarins „samtals- skýrslu" vegna heimsóknar útlend- ingsins. „Allir vildu gjarnan komast héðan á brott" segir gestgjafinn, „einnig Ungverjar sem hér eru búsettir, meira að segja Rúmenar vilja komast héðan," en þeir einu sem fá að flytjast héðan eru Þjóð- verjar. Bonn borgar, að meðaltali um 8000 vestur-þýsk mörk per haus. Útflutningur á þýskætfuðu fólki er arðbærari en að flytja út svín. Talið er að um 70.000 til 140.000 manns vilji flytjast frá Rúmeníu. Á leiðinni til Brasov sprakk eitt dekk rúmenska bílaleigubílsins. í þorpinu þar sem gert var við dekkið var okkur tjáð, af eldri bóndakonu, að síðustu daga hafi 20 saxnesk býli farið í eyði, meira en 80 býli á ári. Fyrir 10 árum bjuggu hér um 1500 manns frá Saxlandi, en nú eru ekki fleiri en 800 eftir. María, bóndakonan, ætlar sér að vera áfram. Hvert á hún svo sem að fara? Alla sína ævi, í um sextíu ár, hefur hún búið hér, hugsar um gröf eiginmanns síns og hjúkrar sín- um áttræða föður, og hjálpar til við er, er til áætlun, en hún getur aldrei gengið upp." Þeim sem ekki upp- fyllir áætlun sína er refsað en ekki þeim sem útbjó hana. Ef það skyldi vanta pappír í prentsmiðjuna og prentararnir geta ekki uppfyllt vinnuáætlunina verður dregið af kaupinu þeirra. Ef læknirinn á barnaspítalanum útdeilir meira af lyfjum en áætlunin segir til um verður dregið af kaupinu hans. Nýlega kom ræstingakona í lík- brennslu grátandi heim, hún fékk ekkéft kaup því líkbrennslan hafði ekki uppfyllt vinnuáætlun sína. Spillingin blómstrar. Það er ekk- ert óvenjulegt að hr. hjartasér- fræðingur þurfi áð skjótast sem snöggvast frá með gæs sem-sjúkl- ingur hefur fært honum sem auka- greiðslu. Á spítölum borgarinnar hefur verið komið á furðulegri hringrás: Til að læknar annist um sjúklinga sína hafa aðstandendur sjúklinganna mútað læknunum með kaffi og Kent-sígarettum - hin- um leynilega rúmenska gjaldmiðli - og það svo mikið að læknar selja hjúkrunarkonum spítalans umfram birgðir, nú sjúklingarnir kaupa þetta síðan af hjúkrunarkonunum til að geta mútað læknunum aftur. Í lokin eru sígarettupakkarnir orðnir svo þvældir að vart er hægt að þekkja hvaða tegund er um að ræða. Meira að segja fyrir fjölgun undirsáta sinna hefur hinn „föður-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.