Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 22

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - 29. janúar 1988 JÖFð ta söhi Jörðin Björg í Arnarneshreppi, Eyjafjarðarsýslu er til sölu, og er laus til ábúðar í vor. Upplýsingar í sfmum 96-26803 Björn og 96-26806 Gestur. Glæsibæjarhreppsbúar Þorrablótið verður í Hlíðarbæ laugardaginn 6. febrúar og hefst kl. 21.00. stundvíslega. Miðapantanir í síma 23516 mánud. 1. og þriðjud. 2. febrúar. Hreppsbúar fyrr og nú - skemmtum okkur saman. Nefndin. Aðalfundur Loðdýraræktarfélags Eyjafjarðar verður haldinn sunnudaginn 7. febrúar og hefst kl. 15.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Sama dag stendur yfir skinnasýning frá kl. 10.00. Fundurinn verður haldinn að Hótel KEA. Stjórnin. í reikningsskilum og bókhaldi er okkar sterka hlið Höfum umboð fyrii IJjJjJl hugbúnað. Fjárhags-, viðskipta-, sölu- og lagerbókhald, verktilboðakerfi og fleira. HUGI launabókhald (námskeið um helgina). Og einnig flestar tegundir tölvubúnaðar. Ifeíl FRAMSÓKNARMENN Ifell AKUREYRI Bæjarmálafundur verður að Hafnarstræti 90 mánud. 1. febrúar kl. 20.30. Fjárhagsáætlun bæjarins 1988. Fulltrúar í nefndum beðnir að mæta. Sýningar hafnar á Þórskabarett Um síðustu helgi hófust sýningar á nýjum og eldhressum Þórs- kabarett, sem hlotið hefur nafnið „Svart & hvítt“. Margir af okkar þekktustu skemmtikröftum taka þátt í sýningunni og má þar nefna Jörund Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Sögu Jónsdóttur, fjöl- marga dansara og síðast en ekki síst stórsöngvarann og grínistann Tommy Hunt, sem sló eftir- minnilega í gegn í Þórskabarett í fyrra. Tommy hefur notið mikilla vinsælda erlendis á undanförnum árum og komið fram með Sammy Davis jr., Stevie Wonder, Diönu Ross og fleirum. Auk þess koma fram í Þórskabarett hljómsveitin Burgeisar, sem leikur jafnframt fyrir dansi fram eftir nóttu. Um tónlistarflutning fyrir matargesti sér ítalski gítaristinn Leone Tinganelli. Þórskabarett er sýndur mat- argestum í Þórscafé öll föstu- dags- og laugardagskvöld. Boðið er upp á þríréttaða veislumáltíð og góða skemmtun, en auk þess er matargestum, sem koma milli kl. 19.00-20.00, boðið upp á fordrykk. Veitingastjórar hússins veita allar nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum alla virka daga frá kl. 10.00-17.00. Gestum utan af landi er sér- staklega bent á hagstæðar Þórs- kabarettreisur Flugleiða, þar sem boðið er upp á flug, gistingu og miða á kabarettinn. Þá er Holi- day Inn hótelið með sértilboð á gistingu í tengslum við kabarett- inn. Hópum yfir 15 manns býðst flutningur, endurgjaldslaust, frá hótelinu og að Þórscafé. Holiday Inn er nýtt og glæsilegt hótel við Sigtún í Reykjavík. Herbergin, * sem eru 100 að tölu, eru öll mjög vel búin með breiðum rúmum, sturtu og baði, sjónvarpi, síma, „minibar“ og hárþurrku. Þórskabarett í Þórscafé hefur verið árviss viðburður í skemmt- analífi landsmanna um 12 ára skeið og hefur ávallt notið mikilla vinsælda meðal almennings. Má búast við að þær vinsældir haldist, þó svo kabarettinn sé nú að komast á „fermingaraldur- inn“. Skemmtikraftarnir sem koma fram í Þórskabarett ’88. ■■ ' . . g _ Frá kjörbúðum KEA Bjóðum þorramat í bökkum, 2 stærðir Súrmatur í úrvali, svo sem bringur, sviöasulta, hrútspungar, lundabaggar, blóðmör, lifrarpylsa, hvalrengi og svo hákarlinn góði. ISIjótiÖ þorrans á þjóðlegan hátt. M II

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.