Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 23

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 23
29. janúar 1988 - DAGUR - 23 PÖNK í byrjun áttunda áratugarins ríkti hátfgerð ládeyöa í popptón- listinni eftir blómlegt timabil í lok sjöunda áratugarins. Þynnka þjáöi hippana, svart soul að westan (í búningi innantómrar og fáránlegrar diskótónlistar) hélt innreið sína og glimmerrokkið var allsráð- andi. Mega-stjörnurnar höfðu lokað sig inni í eigin gerviheimi, flestum rokkurum var meira umhugsað um gangverðiö á kókafni en áheyrendur. Upp úr þessari öskustó reis pönkið. Villt, hávært, ferskt og frumlegt, stundum drasl en nær alltaf skemmtilegt. Pönkið var að vissu leyti sjálfsprottin hreyfing krakkanna á götunni en heilinn á bak við vinsældir pönksins var einn maður, Malcolm McLaren. Án hans hefðu Sex Pistols aldrei orðið til né pönksprengingin nokkurn tímann orðið. McLaren rak litla fataverslun í London ásamt lagskvendt sínu, Vivi- anne Westwood (sem seinna varð frægur tískuhönnuður). Þau sérhæfðu sig í alls kyns furðufatnaði auk klassfskra ein- kennisbúninga teddanna og rokkaranna. Inn í þessa búðar- holu rákust meðlimir banda- rísku hljómsveitarinnar The New York Dolls. Þeir höfðu ver- ið reknir frá útgáfufyrirtæki sínu, Mercury, vegna lítillar plötusöki og voru að fara í hundana. McLaren hugðist reisa bandið við, elti The Dolls til New York og gerðist umboðsmaður þeirra. Endur- reisnin misheppnaðist alger- lega en McLaren varð fyrir mikl- um áhrifum af því sem var að gerast í New York á þessum tíma en þá voru hljómsveitir á borð við Television, Blondie og Ramones að koma fram í fyrsta sinn. McLaren hélt heim á leið, staðráðinn í að koma einhverju svipuðu af stað í Englandi. Hann breytti nafninu á búðinni sinni í „Sex" og tók hljómsveit- ina The Swanders upp á arma sína. Hún var skipuð þeim Steve Joners á gítar, Glen Matlock á bassa og Paul Cook á trommur. Drengina vantaði sárlega söngvara, McLaren reyndi að fá Midge Ure til liðs við bandið en án árangurs. Hann var alveg að gefast upp á leitinni og var jafnvel farinn að íhuga að taka sjálfur að sér sönginn. En svo var það dag einn að Umsjón: Éinar Logi Vignisson. stráklingur, John Lydon að nafni, væbblaðist inn í „Sex". Hann leit svo geðveikíslega út að McLaren ákvað að athuga hvort drengurinn gæti sungíð. Svo reyndíst nú ekkt vera en til- burðirnir voru ævintýraiegir svo Johnny var ráöinn og eftimafninu breytt í Rotten (sökum þess hve tennur hans voru grænar). Sex Pistols vqoi fæddir... Nafnið kom frá McLaren að sjálfsögðu og narjn klæddi drengina í hin ^rðulegústu dress, allt samah>ætlað tij að vekja efttrtekt og rrelst hneyksl- un lika. Fyrstu hljómleikar sveitarinn- ar voru í nóvember 1975 og bandið smitaði rækilega út frá sér. Meðal fyrslu aödáenda Sex Pistols má nefna fólk eins og Siouxie Sioux, Steve Sever- in og Billy Broad (seinna Idol). öll áttu þau eftir að láta að sér kveða í eigin böndum. Árið 1976 spruttu pönk- hljómsvettir síðan upp eins og gorkúlur um allt England, fræg- astar að tetja The Clash, Sioux- sie and the Banshees, Buzz- ocks og The Dammed (sem áttu fyrsta pönksmellinn, hið frábæra lag New Rose). Pönkið náði auðveldlega til ungs fólks, sérstaklega til krakka af verkamannastéftum sem margir hverjir voru atvinnu- lausir og fullir af vonleysi. Hug- myndafræðin var einföld, mað- ur átti að gera það sem manni sýndist og láta foreldra og yfir- völd lönd og leið. Hugtök eins og anarkismi og kaos héldu inn- reið sína, þótt vissulega hafi þau ekki verið ný af nálinni í rokk- inu, Jim Morrison notaði þesi sömu hugtök t textum sínum með Doors 10 árurri áður. í fyrstu vildu pönkararnir sporna gegn veldi stóru útgáfu- fyrirtækjanna en þegar Sex Pistols gerðu sinn fýrsta plötu- samning var það við risann E.M.i. McLaren víldi græða á hlutAfiúmi.. .Ciash fylgdu í kj'ölfarið, 'ð'erðu samning við C.B.S..i'-4Íovember 76 og í lok þess mánaöar kom út fyrsta smáskífa Sex Pistols, Anarchy in the U.K. Lagið yaktt almenna athygli og hneykslun hinna ráð- settari. Þegar 1977 gekk í garð var Ijóst að eitthvað miktð var í vændum. Meira um það í næstu viku. vísnaþóttur Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum orti næstu vísurnar tvær og bað Karl Friðriksson brúarsmið að bæta hinni þriðju við. Sæmund fróða muna má mestum lífs í vanda. Kölska gamla seggur sá sigldi milli landa. Af Oddaklerk var undir kynt ólgaði straumaflúðin. Ég hefheyrt hann hafi synt hraðara en Súðin. Og Karl jók við: Klerkar vorir máski meir mannkyninu fórna. En betur ekki allirþeir Andskotanum stjóma. Næst koma tvær vísur eftir Karl Friðriksson. Hjartað þráir Þymirós, þögn og dáinn friðinn. ÖIl eru frá mér æskuljós út í bláinn liðin. Sumir skjólið finna og frið, fagran stól og völdin. Hinir ólán eltast við út yfir sólartjöldin. Allir sem glettni unna kannast við skáldið K.N. Þannig auglýsti hann ljóðakver: Eldiviðinn ódýrt sel, enginn fæst hér slíkur. Efað bókin brennur vel bráðum verð ég ríkur. Líka fólkið írétta má fjalla innst í dölum, eftirþetta er hún hjá eldiviðarsölum. K.N. skrifaði á bókina: Tungu minni ei tekst að ná tísku orða prjáli, því er best ég yrki á íslensku hrognamáli. Orðið að vera kvinnskur, sem merkir að vera þjófskur, er nú horf- ið úr ræðu og ritmáli. Fyrir löngu skaut maður þessari vísu að náunga sínum: Varastu að vera kvinn. Voðaleg er krambúðin. Axlar-Björn var afiþinn elskulegi vinurínn. Og náunginn svaraði að bragði: Varastu að vera kvinn. Voðaleg er krambúðin. Móðurbróðir það varþinn þú sem nefndir afa minn. Næstu vísu á Einar alþingismaður á Hæli að hafa ort eftir orrahríð á framboðsfundum: Nú er þreyttur munnur minn. Mjög var reynt á þrekið. Hann hefur nú í sjötta sinn sama rjómann skekið. Þá kemur gamall húsgangur úr Húnaþingum. Mikið heyríst Melstað frá. Margirþenja túla. Halli rak sig Hönnu á svo hljóp upp stærðar kúla. Næstu vísurnar þrjár voru kveðnar af Jóhanni Ólafssyni, Miðhúsum í Skagafirði. Hrönn við ósa vaggar vær, vakir rósöm blíða. Norðuríjósin leifturskær loftin rósum prýða. Oft er syndinsvalalind sem frá hríndir trega. Hennar skyndi mörg er mynd máluð yndislega. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Er við sáttur ævikjör, úti brátt er glíma. Dvínar máttur, dofnar fjör dregur að háttatíma. Kristján Benediktsson málara- meistari kvað næstu vísurnar. Eftir kosningar: Mikið vill í meira ná, munu leiðir kunnar þeirra er hafa hagnast á heimsku alþýðunnar. Þannig met ég þingmannsdug, þenja túlann flestir og þeir sem tala þvert um hug þykja allra bestir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.