Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 24

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 24
ÞORRAMATUR Eins og undanfarin ár býður Bautinn upp á sinn vinsæla þorramat. Þorrablótsnefndir og einstaklingar. Hafið samband og við munum gefa nánari upplýsingar. BAUTINN HF. SÍMI 21818. Húsnæðisstofnun: Lánsloforðin streyma út „Yið eruin búin að senda út fleiri þúsund svör og eruni enn að senda," sagði starfsntaður Húsnæðisstofnunar ríkisins í gær. Þeir sem hafa sótt um lán hjá stofnuninni eftir 13. mars 1987 mega því eiga von á glaðningi á næstunni. í þeim svarbréfum sem umsækjendur fá er ekki tiltekin fjárhæð lánsins, aðeins sagt til um hvort umsækjandi er lánshæf- ur. Lánadeild mun veita svör eft- ir helgi. Eftir að umsækjandi er kominn með lánsloforð í hendurnar tekur við löng bið eftir láninu. Ekki hefur tekist að fá nákvæmar upp- lýsingar um hve biðtíminn er langur en þeir sem eru í forgangs- hópnum þurfa að bíða helmingi skemur en aðrir. Um áramótin fjölgaði í for- gangshópnum, þegar við bættust þær fjölskyldur sem búa í of litl- um íbúðum skv. ákveðnum regl- um þar að lútandi. Fyrir voru í þessum hópi þeir sem eru að kaupa eða byggja í fyrsta sinn. SS íþróttahúsið á Húsavík: Útboðsverkum nær lokið ÖHum útboðsverkum, öðrum en utanhússfrágangi er lokið við íþróttahúsið á Húsavík. Byggingarkostnaður nam 25 milljónuni króna á árinu 1987 en var 23 milljónir samkvæmt upphaflegri fjárhagsáætlun. Á síðasta fundi bygginga- nefndar hússins var lögð fram áætlun um næstu framkvæmdir, sem er ýmis innanhússfrágangur og tækjakaup. Samkvæmt áætl- uninni nemur þessi kostnaður 4 milljónum króna og fram kemur að nauðsynlegt sé að ljúka fram- kvæmdunum sem fyrst. Fram kom á fundinum að kostnaður við að ljúka húsinu næmi 15 milljónum króna, þar með eru talin tækjakaup og umhverfi. Byggingan«fndin stefnir að því að ljúka fram- kvæmdunum á næstu fímm árum. Slippstöðin hf.: Þrettán ára „nýr" bátur - hefur að geyma fimm sveinsstykki Það þykir jafnan tíðindum sæta þegar lokið er við smíði á nýju skipi hjá Slippstöðinni á Akureyri. En getur skip tal- ist nýtt þegar það hefur verið í smíðum í 13 ár og byrðing- urinn var tilbúinn fyrir um átta árum? Eitt slíkt „tilfelli" Ieit dagsins Ijós í gær, glæsi- legur 24 tonna eikarbátur og hin mesta listasmíð. Smíði bátsins hófst árið 1975. Hann er sá síðasti í röð fjögurra báta sem smíðaðir eru eftir teikningum Þorsteins Þorsteins- sonar skipasmiðs hjá stöðinni. Raunar er ekki ólíklegt að þetta sé síðasta tréskipið sem Slipp- stöðin á Akureyri smíðar. Þorsteinn var yfirsmiður við smíði bátanna allt til ársins 1980 er hann féll frá. Þá tók við stjórninni Anton Finnsson. Þess má til gamans geta að sonur hans Árni er einn af fimm smið- um við stöðina sem unnið hafa sveinsstykki sín í þessu laglega fleyi. „Okkur þykir orðið nokk- uð vænt um þennan bát og vilj- um helst halda honum," sagði Árni í samtali við Dag. Meðal starfsmanna stöðvarinnar hefur sú hugmynd verið rædd að starfsmannafélagið ætti að fá að eiga bátinn. Þetta er þó meira í gamni en alvöru. Báturinn er enn óseldur en Guðmundur Þorsteinsson, sem Fjórir starfsmenn Slippstöðvarínnar við bátinn góða. Þeir hafa allir komið nálægt smíði hans frá því hún hófst árið 1975 Mynd. TLV sá um smíði innréttinga í bátana fimm, sagði að talsvert hefði verið spurt um hann. Guð- mundur fylgist vel með afdrif- um bátanna og sagðist ekki vita betur en „bræður" hans þrír hefðu reynst vel. Þeir eru allir staðsettir norðanlands og von- andi að þessi fari ekki langt. Bátar sem þessi eru víða erlend- is eftirsóttir sem „lystiskip". Það tók nokkurn tíma að ná bátnum út úr bragganum þar sem hann var smíðaður og höfðu menn á orði að hann væri gróinn við gólfið. Báturinn var fluttur 'niður í slippinn þar sem lokafrágangur fer fram. Bragg- inn verður hins vegar rifinn inn- an skamms enda hlutverki hans lokið. ET Hraðakstur 1987: Kærum fjölqaöi gífurleqa - ökumenn greiða um 2 milljónir í sektir Á árinu 1987 kærði lögreglan á Akureyri 616 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Er þetta gífur- leg fjölgun frá árinu áður þeg- ar 363 ökumenn voru kærðir fyrir sama brot. Venjulega eru í dag er síðasti starfsdagur loðbandsdeildar Álafoss hf. á Akureyri. Síðustu daga hafa staðið yfir flutningar á deildinni suður yfir heiðar en í framtíðinni mun hún verða starfrækt í Mosfellsbæ. Fríða Aðalsteinsdóttir sem hér sést við vinnu sína segist sjá eftir verksmiðjunni en hún hefur unnið í 17 ár í loð- bandsdeildinni. Mynd: tlv flestir kærðir fyrir hraðakstur á sumrin þegar ökuskilyrði eru góð, en á síðasta ári voru flestir, eða 93 teknir í nóvem- ber og 55 í desember. I des- ember 1986 voru 8 öku- menn kærðir fyrir hraðakstur, en líklega má „kenna um" góðum ökuskilyrðum í des- ember 1987, að svo margir skyldu vera kærðir. Dagur fékk þær upplýsingar hjá Ólafi Ólafssyni hjá bæjar- fógetaembættinu á Akureyri, að sektir fyrir hraðakstur væru mjög misháar. „Þetta fer eftir aðstæð- um t.d. hvort ekið er á vegamót- um eða í beygjum, hæðarbrúnum, hálku, við gangbrautir og slíkt. Önnur atriði sem tekið er tillit til, er hvar innanbæjar er ekið. Ekki er sama hvort ekið er 10 km yfir hámarkshraða á Ráðhústorgi eða Glerárgötu," sagði hann. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Ásgeirssyni aðstoðaryfir- lögregluþjóni og nafna hans Ólafssyni getum við giskað á að í umdæminu hafi ökumenn þurft að greiða tvær milljónir króna í sektir fyrir of hraðan akstur á síð- asta ári. Ólafur Ásgeirsson var einnig spurður um ástæðu þessarar fjölgunar og sagði hann það eink- um vera vegna aukins eftirlits. Hann sagði að von væri á nýrri bifreið búinni fullkomnum radar- tækjum svo að framvegis verða tveir bílar búnir radar. Er þá jafnvel reiknað með að enn muni þeim fjölga sem teknir eru fyrir of hraðan akstur, nema ökumenn taki sig á og aki eins og menn. VG Verkföll í febrúar? Skýrist á næstu dögum Laust fyrir hádegi í gær lauk fundi framkvæmdastjórnar VMSÍ í Reykjavík. Sævar Frí- mannsson formaður Einingar sagði í samtali við Dag eftir fundinn, að ákveðið hafi verið að halda framhaldsfund fyrir hádegi í dag og óska eftir við- ræðum við vinnuveitendur eft- ir hádegi. Sævar taldi líklegt að sá fundur yrði strax í dag. „Menn voru sammála um að reyna til þrautar að ná skammtímasamningum, en í mótun er stefna um hvernig far- ið verður fram með viðræðurn- ar." Skiptar skoðanir eru um „Vest- fjarðasamningana" og telja margir að þeir verði ekki til fyrir- myndar. Aðspurður sagði Sævar, að á næstu dögum myndi skýrast hvort möguleiki á skammtíma- samningum er fyrir hendi. „Ef svo er ekki, hlýtur það að leiða til þess að félög fara að hugsa sér til hreyfings með verkfallsheimildir og má þá alveg eins búast við hörðum viðbrögðum." Hjá vel flestum verkalýðsfé- lögum nægir að sækja um verk- fallsheimild með einnar viku fyrirvara. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.