Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, fimmtudagur 24. mars 1988 59. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Yfirvinnubannið: Ahrífanna gætir í frystihúsum - „Hreinlegra að boða verkfall,“ segir Gunnar Aðaibjörnsson Ahrifa yfirvinnubanns og banns á afkastahvetjandi launakerfi gætir eins og við var að búast aðallega í fiskvinnslu, þar sem afkastahvetjandi Íaunakerfi eru alls ráðandi. Marinó Jónsson hjá meistara- félagi byggingamanna sagðist ekki telja að bannið hefði mik- il áhrif í byggingariðnaði. „Þetta er búið að vera mjög rólegt hér í morgun," sagði Ullarsamningarnir: „Ekkert sér- lega ánægður“ —segir Aðalsteinn Helgason „Ég er ekkert sérlega ánægður með þessa samninga, hvorki verðið eða magnið. Verðið er ekkert til að hrópa húrra fyrir og magnið er langt frá því sem við stefnum að,“ sagði Aðal- steinn Helgason, aðstoðarfor- stjóri Alafoss hf. Álafossmenn hafa nú samið um sölu á 30 þúsund peysum og 500 þúsund treflum, samtals að verðmæti um 2 milljónir dollara, til sovéska ríkisfyrirtækisins Razno. Þá var einnig samið um sölu á 150 þúsund treflum til Sojuz, sovéska Samvinnusam- bandsins, fyrir u.þ.b. hálfa millj- ón dollara. „Verðmæti varanna til Razno er ekki nema um 2 milljónir doll- ara, og það viljum við auka um 3- 4 milljónir í viðbót," sagði Aðal- steinn. Samningum um verð er lokið, að sögn Aðalsteins, en viðræður um sölu á meira magni halda áfram. Þeim verður að vera lokið innan næstu sex vikna, til að hægt sé að afgreiða ullarvörurnar á þessu ári. Hvað endurskipulagn- ingu fyrirtækisins varðar þá er hún vel á veg komin, en band- framleiðslan fer nú öll fram í Mosfellsbæ. EHB KS vsiiir hsimiid til veik- fallsboðunar Félagar í Kennarafélagi Islands hafa í atkvæðagreiðslu samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til verkfalls- boðunar. Alls greiddu 91% félagsmanna atkvæði og féllu þau þannig að 60,8% sögðu já, 33,6% nei, og 5,6% seðla voru auð eða ógild. A föstudag verður endanlega tekin ákvörðun um verkfall og þá verð- ur sömuleiðis gerð kunn niður- staða úr atkvæðagreiðslu HÍK. VG Gunnar Lórenzson verkstjóri á frystihúsi Útgerðarfélags Akur- eyringa í samtali við Dag. Gunn- ar sagði að þetta kæmi sér auðvit- að mjög illa, því nóg væri af fiski. Hann giskaði á að í frystihúsinu væru hálf afköst miðað við eðli- legt ástand. Yfirvinnubannið hefur þau áhrif að ekki er hægt að láta ákveðna hópa byrja fyrr á morgnana eins og víða tíðkast og eins þarf að stöðva vélar fyrr þannig að hægt sé að þrífa í vinnutímanum. Þannig verður vinnudagurinn mun ódrýgri en ella. Gunnar Aðalbjörnsson frysti- hússtjóri á Dalvík tók í sama streng. Þar höfðu menn þó búið sig undir bannið á þann hátt að láta vinna alla síðustu helgi. „Þetta kemur sér illa fyrir alla aðila, fólkið, vinnsluna og útgerðina. Ef þetta skýrist ekki núna fyrir helgina þá finnst mér miklu hreinlegra að boða bara verkfall. Þetta er ekki hagur neins, hvernig sem á það er litið,“ sagði Gunnar. Hann sagði að ef ekki rættist úr fyrir helgi þá væri fyrirsjáanlegt að hægja þyrfti á togurunum og kalla þá inn fyrr en ætlað var. Á Norðurlandi vestra er áhrifa bannsins lítið farið að gæta þar sem Iítið hráefni liggur fyrir. ET/fh Fylgst með framkvœmdum. Mvnd: GB Samningar fyrir helgi? „Eg ætlast til þess, enda er ekki eftir neinu að bíða“ Um miðjan dag í gær boðaði Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari fulltrúa vinnuveitenda og launþega til sameiginlegs fundar, þar sem skoðaður var árangur þeirra nefnda sem starfað höfðu frá því í fyrra- dag. Niðurstaðan varð sú að sett var á fót 14 manna nefnd fulltrúa frá öllum samningsað- ilum, til þess að fjalla um helstu ágreiningsmál sem upp komu í nefndunum, önnur en laun. Deiluaðilar og sáttasemj- ari leggia áherslu á að íjúlca samningum fyrir helgi, m.a. vegna þess að eftir föstudaginn er ekkert hótelpláss að fá í bænum. Guðlaugur Þorvaldsson sátta- semjari sagðist í gær eiga von á næturfundi síðustu nótt eða þá segir Þórarinn V. Þórarinsson næstu, enda væri æskilegt að ljúka samningum fyrir helgi. „Það er eðlilegur gangur á þessu. Það er búið að ræða öll þessi mál í mánuð í Verka- mannasambandinu og við erum að fara yfir þetta á mettíma," sagði Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands í samtali við Dag. Þóra sagði að vilji væri fyrir því hjá báðum aðil- um að ljúka samningum fyrir helgi. „Ég ætlast til þess að niður- stöður liggi fyrir, fyrir helgi enda er ekki eftir neinu að bíða. Það gengur hins vegar alveg hroða- lega hægt vinnulagið hérna," sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ í gær. Um ástæðuna fyrir þessum seinagangi sagði hann að svo virtist sem „hin samhenta forysta almennra verkalýðsfélaga" ætti erfitt með að ná sáttum innbyrðis. „Mjög mismunandi sjónarmið í þeirra hópum, í mikilvægum atriðum, hafa tafið framgang mála hér meira en ég átti von á,“ sagði Þórarinn. Fundur fjórtán manna nefnd- arinnar hófst að afloknu matar- hléi í gærkvöld, og stóð enn þeg- ar blaðið fór í prentun. Nefndin mun m.a. fjalla um sveigjanlegan vinnutíma og starfsaldurshækk- anir. ET Neðri deild: Bjórinn samþykktur Neðri deild Alþingis sam- þykkti í gær bjórfrumvarpið svokallaða með 21 atkvæði gegn 17. Málið fer nú til þriðju umræðu og þaðan til efri deild- ar eftir páska. Atkvæðagreiðslan var ótvíræð- ur sigur fyrir bjórsinna og er nú líklegra en oft áður að bjórinn verði leyfður hér á landi. Frum- varpið á að vísu eftir að fara í þrjár umræður í efri deild en miðað við skoðanakannanir er stuðningur við bjórinn eindregn- ari í efri en þeirri neðri. Enn er þó of snemmt að spá um endanleg örlög þessa frum- varps því líklegt má telja að bjór- andstæðingar reyni að tefja málið sem mest í meðförum efri deild- ar. AP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.