Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. mars 1988 Ferðamál: Auglýsinga- herferð fyrir Tröllaskaga Ferðamálanefndir Siglufjarð- ar-, Ólafsfjarðar- og Dalvíkur- bæjar ásamt Hríseyjarhreppi og hagsmunaaðilum á þessum stöðum ætla í sumar að gera sameiginlegt átak til að fá ferðafólk til að fara fyrir Tröllaskagann. Þessir aðilar munu leggja saman fjármuni til að greiða auglýsingaherferð en ætlunin er að auglýsingar verði birtar í blöðum, útvarpi og ferðamannabæklingum. „Við ræddum þessi mál í fyrra og við erum óánægðir með hve fólk fer lítið út af hringveginum þ.e. fyrir Tröllaskagann. Með auglýsingaherferð sem er að fara í gang ætlum við að benda fólki á þessa leið og þá fjölmörgu staði sem hún hefur upp á að bjóða,“ segir Birgir Steindórsson formað- ur ferðamálanefndar Siglufjarð- ar. Birgir segir að þeir aðilar á Siglufirði sem haft hafi verið samband við vegna þessa hafi tekið mjög vel í þessa hugmynd enda hafi viðhorf manna til ferðamannaþjónustu verið mun jákvæðari á seinni árum en áður. Aðstaða fyrir ferðamenn fer stöðugt batnandi á staðnum og í sumar verður tekið í notkun stórt og glæsilegt tjald- og tjaldvagna- stæði þar sem aðstaða er eins og best verður á kosið. JÓH Frá opnun hins nýja fyrirtækis. Frá vinstri: Benedikt Sveinbjörnsson starfsmaður Fells, Hallgrímur Einarsson frá DNG, Kristján Jóhannsson framkvæmdastjóri DNG og Valtýr Hreiðarsson starfsmaður Fells hf. Mynd: tlv Trón hf: Nýtt hugbúnaðarfyrirtækl Nýlega tók til starfa nýtt fyrirtæki á sviði hugbúnaðar og tölvutækni á Akureyri. Fyrirtækið heitir Trón hf. og að því standa fyrirtækin Fell hf. og DNG. Hið nýja fyrirtæki er til húsa að Tryggvabraut 22, en á sama stað flutti Fell hf. fyrir skömmu. Markmiðið með rekstri fyrir- tækisins er að veita norðlensk- um fyrirtækjum þjónustu á sviði tölvumála og rekstrarráðgjafar. Með samstarfi fyrirtækjanna tveggja, DNG og Fells hf, er að sögn forráðamanna fyrirtækj- anna stefnt að því að nýta þekk- ingu þeirra til að mæta ört vax- andi þörf smárra og meðal- stórra fyrirtækja fyrir einfaldar lausnir í tölvuvinnslu. Karlakórinn Heimir: Syngurá listahátíð í Israel Karlakórinn Heimir í Skaga- firði hefur ákveðið að taka boði sem hann fékk frá mennta- málaráðuneyti ísraels um að syngja á listahátíð landsins í vor. Hátíðin mun standa í mánuð frá miðjum maí til miðs júní. Þar munu koma fram listamenn frá öllum heimsálf- um, þ.á m. mun Verónaóperan flytja óperu Verdis Nabucco úti á múrum Jerúsalemborgar. Kórinn mun syngja í fjórum borgum í ísrael; Jerúsalem, Askelon, Haifa og Tíberias við Galileuvatn. Þá er í deiglunni að kórinn syngi kirkjuiega tónlist á Betlehemsvöllum í Nazaret, við Galileuvatnið og í Jerúsalem, vegna gerðar kvikmyndar um Landið helga sem íslenska sjón- varpið áformar að gera. „Þetta verður mikil ævintýra- ferð og allir að sjálfsögðu tilbúnir að gera sitt besta,“ sagði Þorvald- ur G. Óskarsson formaður Heim- is. Haldið verður í ferðina 6. júní og komið aftur 21. júní. Mennta- málaráðuneyti ísraels tekur þátt í ferðakostnaði og uppihaldi kór- fólksins. Þátttaka í ferðina er góð, en hafi einhverjir velunnara kórsins hug á að fara með, eru enn nokkur sæti laus. Stjórnandi Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikari Catharine Louise Sídeell. -þá Lóð Malar- og steypustöðvarinnar: Gamla malarharpan rifin Hólmsteinn Hólmsteinsson, framvkæmdastjóri Malar og sands hf. á Akureyri, hefur sent bygginganefnd erindi þar sem hann fer fram á aö fá til 4 ára afnot af lóð þeirri sem áöur tilheyröi Malar og steypustöð- inni hf. norðan Þingvallastræt- is. í erindinu greinir Hólm- steinn frá því að ætlunin sé að Akureyrarbær: Nýir fram- kvæmdastjórar frá 1. apríl Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum á þriðju- dag að staðfestar verði breyt- ingar á starfssviði þriggja yfirmanna hjá Akureyrarbæ, en bæjarráð samþykkti tillögur í þessu efni á fundi sínum 10. mars. Breytingarnar taka gildi þann 1. apríl n.k. Breytingarnar, sem eru í sam- ræmi við tillögur stjórnkerfis- nefndar sem samþykktar voru í bæjarstjórn 12. janúar s.l., eru eftirfarandi: Valgarður Baldvinsson, núver- andi bæjarritari, verður fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Stefán Stefánsson, núverandi bæjarverkfræðingur, verður framkvæmdastjóri tæknisviðs. Jón Björnsson, sem nú gegnir embætti félagsmálastjóra, verður framkvæmdastjóri félags- og fræðslusviðs. Ennfremur kom fram, að starfssvið annarra yfirmanna verði óbreytt fyrst um sinn. Bæjarstjóra var falið að gera nýj- ar starfslýsingar fyrir hina nýju yfirmenn sviðanna þriggja. EHB rífa gömlu malarhörpuna efst á lóðinni, og jafnframt að sá hluti lóðarinnar sem liggur meðfram Glerá verði girtur með bárustáli. Bæjarstjórn samþykkti að verða við þessu erindi að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum, en þau eru að Möl og sandur hf. sjái til þess að öll mannvirki á lóð- inni, sem áðurtilheyrðu Malar og steypustöðinni, verði fjarlægð hið fyrsta á kostnað Malar og sands hf. Gengið verði frá sárum í landslagi þannig að sem minnst ummerki sjáist, og að lóðin verði girt í samráði við byggingafull- trúa. Garðyrkjustjóri skal hafður með í ráðum varðandi lóðarfrá- gang. Möl og sandur hf. hefur haft afnot af þessari lóð allt frá því að fyrirtækið eignaðist Malar og steypustöðina á uppboði árið 1981. Möl og sandi hf. var veitt bráðabirgðaleyfi fyrir lóðinni, en að sögn Hólmsteins var það útrunnið og þurfti því að sækja um á nýjan leik. Möl og sandur hf. mun ekki hafa afnot nema af neðri hluta lóðarinnar næstu 4 árin. Malar og steypustöðin hf. var stofnuð árið 1961, og fram- kvæmdastjóri hennar til 1973 var Magnús Oddsson á Glerá. Stofn- endur og meðeigendur auk Magnúsar voru Gunnar og Hreinn Óskarssynir, Tryggvi Sæmundsson, Sverrir og Guð- mundur Georgssynir og Sigurður Hannesson, allir búsettir á Akur- eyri. Eigendaskipti urðu að fyrir- tækinu um áramótin 1973-74, og var Pálmi Geir Jónsson fram- kvæmdastjóri frá þeim tíma til 1976. Tryggvi Pálsson var stjórn- arformaður síðustu árin, en skiptalok í búinu fóru fram árið 1982. EHB Gamla malarharpan við Glerá. Húsavík: gL'L'É moA MICU Félagsmálaráð mælir ekki að dagheimilið verði opið allt sumarið Lilja Skarphéðinsdóttir, vara- bæjarfulltrúi lagði nýlega fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að dagheimilinu Bestabæ verði ekki lokað vegna sumarleyfa nk. sumar og framvegis. Tillög- unni var vísað til félagsmálaráðs sem nú hefur fjallað um málið. Það varð samdóma álit félags- málaráðs að ekki væri hægt að framkvæmda þennan lið tillög- unnar í andstöðu við forstöðu- mann og fóstrur. Hins vegar sá félagsmálaráð ekkert því til fyrirstöðu að opn- unartíma dagheimilisins yrði breytt en Liija gerði það eir.nig að tillögu sinni að opnað yrði kl. 7.15 á morgnana. Helga Stefánsdóttir, forstöðu- maður Bestabæjar og Jóna Freys- dóttir, fóstra mættu á fundinn að beiðni félagsmálaráðs. Fram kom í máli Lilju að hún hafi hugsað sér að hægt mundi vera að skipta börnunum niður á sumarleyfis- tíma, þannig að ákveðinn fjöldi barna yrði í fríi í einu í samráði við foreldra og jafnvel að einni deild í einu yrði lokað. Fram kom hjá forstöðumanni og fóstru að margoft væri búið að skoða þessi mál og niðurstað- an hefði ávallt orðið sú sama, að útilokað væri að hafa heimilið opið allt sumarið. Þá þyrfti m.a. að ráða 5-6 afleysingakonur í þrjá mánuði og svo mikil manna- skipti væru mjög óheppileg fyrir börnin. í vor og sumar verða óvenjulega mikil skipti á börnum þar sem 6 ára börn fara af heimil- inu en ný koma í þeirra stað. Einnig kom fram að fyrir nokkr- um árum hefði lokunartíminn verið styttur í þrjár vikur og verið þannig í tvö sumur, það hefði gengið mjög illa og því hefði lok- unartímanum aftur verið breytt í fjórar vikur. Frekar væri verið að lengja lokunartíma dagheimila í nágrannasveitarfélögum. Niðurstöðum félagsmálaráðs hefur nú verið vísað til bæjar- ráðs. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.