Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 3
24. mars 1988 - DAGUR - 3 Blönduós: Verkamannaíbúðir dýrarí en annars staðar Gífurlegur vcrðmunur er nú á nýbyggðu íbúðarhúsnæði sem nú er á markaðinum á þéttbýl- isstöðunum í Húnavatnssýsl- um. Ibúðir sem byggðar hafa verið á Blönduósi á vegum félagslega húsnæðiskerfisins virðast mun dýrari en sam- bærilegt húsnæði á Hvamms- tanga og Skagaströnd. Eðvarð Hallgrímsson, húsa- smíðameistri á Skagaströnd byggði á sl. ári fjórar íbúðir í ’ svokölluðum keöjuhúsum, sem tengd eru saman með bílskúrum. Grunnflötur húsanna er 80 fm og þau eru byggð á tveimur hæð- um svo íbúðirnar eru um 160 fm að viðbættum 34 fm bílskúr. Þessi hús seldi Eðvarð í nóv. á síðastliðnu ári á 2,9 milljónir. Húsin voru þá fullfrágengin að utan, með frágenginni lóð og til- búin undir einangrun að innan. í húsunum eru steyptar loftplötur. Að sögn Eðvarðs ættu þessi hús ekki að geta farið yfir 5,5 milljónir króna fullfrágengin að öllu leyti. Eðvarð sagði að mikill skortur væri á húsnæði á Skagaströnd, og kvaðst hann stefna að því að halda áfram íbúðarbyggingum, ef hann fengi til þess nauðsynlegt fjármagn. Á árinu 1985 hóf Byggingarfé- lagið Starri á Hvammstanga byggingu á átta íbúða blokk á þremur hæðum. Umferðarsektir: Tvö þúsund krónur ef belti og Ijós gleymast Kíkissaksóknari hefur gefið út skrá yfír meginflokka brota, sem sektarheimild lögreglu- stjóra nær til og leiðbeiningar um upphæðir sekta. Fljótlega mega ökumenn og farþegar þeirra eiga von á að sektum verði beitt vegna vanrækslu á notkun öryggisbelta. Upphæð sú sem greiða þarf fyrir brot gegn reglum um notkun öryggisbeltis er 1000 krónur. Ef aðalljós eru eigi tendruð eða ekið með háum ljósgeisla í stað þess lága ber viðkomandi að greiða 1000 krónur í sekt. Hæstu sektir á lista ríkissak- sóknara er t.d. ef öxulþungi er 30% umfram leyft hámark eða krónur 12000. Þá skal greiða 6000 krónur ef ekið er 31-40 kílómetrum hraðar en leyfilegt er, en sektin er hlutfallslega lægri ef munurinn er minni. Ef ekið er gegn rauðu ljósi og ef ekki er stöðvað við stöðvunarmerki er sektin 4000 krónur. Þeir sem aka fram úr þar sem bannað er, t.d. við gangbraut og vegamót, brjóta almennan umferðarrétt og virða ekki umferðarrétt eða brjóta á skyld- um gagnvart gangandi vegfarend- um, aka bifreiðum eða bifhjóli án réttinda eða vanrækja að fara með ökutæki til aðalskoðunar, greiða 3000 krónur. VG í blokkinni eru fjórar þriggja herbergja íbúðir 94 fm að stærð og fjórar þriggja herbergja íbúðir 76 og 72 fm. Húsið var gert fok- helt á árinu 1985 og var í fyrstu fyrirhugað að selja íbúðirnar á frjálsum markaði en þar sem ekki fékkst fjármagn til að halda áfram við bygginguna stóð húsið fokhelt til vorsins 1987. Þá keypti stjórn verkamannabústaða stærri íbúðirnar og hefur verið unnið í þeim síðan og er áætlað að þeim verði skilað fullbúnum í maí. Verð þeirra mun vera liðlega 3,4 milljónir. Blokkin er byggð samkvæmt teikningu frá Húsnæðismála- stofnun og samkvæmt kostnaðar- áætlun þaðan, virðist húsið vera byggt fyrir 92% af áætluðu verði. Hvammstangahreppur hefur sótt um leyfi til að kaupa fleiri íbúðir í blokkinni inn í verka- mannabústaðakerfið. í okt. sl. hóf Stígandi hf. á Blönduósi byggingu tveggja íbúða parhúss, á vegum verka- mannabústaðakerfisins. Þetta eru 93 fm íbúðir og er verið að skila þeim fullbúnum. Verð þeirra er 4,7 milljónir og þykir mörgum þær nokkuð dýrar. Innifalin í þessu verði er algjörlega fullfrágengin lóð. Áð sögn Hilmars Kristjánsson- ar, framkvæmdastjóra Stíganda, byggði fyrirtækið báðar íbúðirnar fyrir 7,5 milljónir króna. Mis- munurinn, 1,9 milljónir hefðu farið í annan kostnað, svo sem, fjármagnskostnað, gatnagerðar- gjöld, heimtaugagjöld og þóknun til húsnæðismálastjórnar. fh Verðhrun á vinnufatnaði Okkar litla króna er verðmeiri, en álitið er Vinnubuxur St. 48-60. Mittismál 86-114 cm. 2 litir. Verð aðeins kr. 783.- Vinnujakkar Stærðir 48-60. Verð kr. 783.- Vinnusamfestingar Stærðir 48-60. Verð kr. 1.404 og 1701.- ★ Dúndurgóð vara ★ Hvar gerast kaupin betri á Eyrinni? 1|1 EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 WS4 í/ir/M-Á/rr bílskúrshurðaopnarinn sparar tíma og fyrirtiöfn Allt streð við bílskúrshurðina í misjöfnun veðrum er úr sögunni. Pú þrýstir á einn Imapp og Ultra-lift opnarinn vinnur verkið fljótt og örugglega ULTRA-UFT ★ er áreiðanlegur ★ er aflmikill ' ★ er al-sjálfvirkur ★ er háþróuð gæðavara ★ er þægilegur í uppsetningu ★ er fyrirferðarlítill ★ lýsir upp bílskúrinn og aðkeyrsluna ★ lokar og læsir hurðinni Ultra-lift er nú til afgreiðslu á AKUREYRI með 2ja ára ábyrgð og 2ja vikna skilafresti Greiðsiukjör við allra hæfi. Staðgreiðsluverð kr. 19.625.- Leitið frekari upplýsinga og gerið pantanir strax í síma 22557 frá kl. 10-12 og 2-4 ULm-UFT er lausnin TRANSIT HF.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.