Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 4
4 - ÐAGUR - 24. mars 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samvinnuhreyfing á tímamótum Málefni samvinnuhreyfingarinnar á íslandi hafa verið mjög í brennidepli að undanförnu. Engum þarf að koma það á óvart miðað við hin miklu ítök hennar í íslensku atvinnulífi. Samvinnuhreyfingin er stofnuð af bláfátækri alþýðu þessa lands í lok síðustu aldar. Erlendir kaupmenn lögðu afar mikið á vöru sína og því tókst frumherjunum að byggja upp eigið fjármagn með tilkomu stofnsjóðanna, sem urðu að veruleika upp úr síðustu aldamótum. Á til þess að gera skömmum tíma tókst samvinnumönnum að koma upp öflugum atvinnurekstri á ýmsum sviðum hins íslenska atvinnulífs. Alla tíð síðan hefur brotið á sam- vinnuhreyfingunni í þjóðlífinu. Hún hefur verið það afl sem staðið hefur í vegi fyrir alræði stóreignarmanna í íslensku atvinnulífi. Vísir menn hafa stundum sagt að við þekkjum ekki hugsjónir okkar þegar þær eru komnar í vinnufötin og farnar að starfa fyrir okkur. Þetta á vissulega við um sam- vinnuhreyfinguna, sem og aðra starfsemi sem byggir á félagslegum grunni. Þar eru kröfurnar líka oft mestar. Þar vænta margir mikils. Það er alveg ljóst að þörfin fyrir öflugan atvinnurekstur í höndum almannasamtaka er jafn brýn nú og í árdaga samvinnuhreyfingarinnar. Það væri jafn slæmt fyrir íslenskt atvinnulíf nú og fyrir 100 árum að það færðist á hendur tiltölulega fárra efnamanna. En hvers vegna þessar hugleiðingar nú? Standa sam- vinnufélögin ekki á traustum grunni nú sem áður, tilbúin til áframhaldandi þátttöku í þjóðlífinu? Til þess að meta það verðum við að horfa til þeirra breytinga sem orðið hafa í þjóðfélaginu frá því að rekstur samvinnufélaga í núverandi formi hófst upp úr síðustu aldamótum. Þar hafa þær breytingar orðið að íslenskt atvinnulíf hefur smám saman breyst úr bláfátæku bændasamfélagi, til handa hverju samþykktir samvinnufélaganna voru samd- ar í upphafi, í þróað iðnaðarsamfélag þar sem tekjur á hvern íbúa eru með þeim hæstu sem þekkjast. Rekstur samvinnufélaganna hefur verið að aðlaga sig þessum breyttu aðstæðum á undanförnum árum og áratugum - innan þess ramma sem starfsreglur samvinnufélaganna segja til um. Þann ramma verður nú að fella að breyttum þjóðfélagsháttum. í atvinnulífi sem að miklu leyti byggist á greiðum aðgangi að fjármagni gengur ekki að eigendur fyrirtækj- anna, félagsmennirnir í samvinnufélögunum, geti ekki lagt þeim til eigið fé við uppbyggingu eða þegar illa árar. Gæta verður þess þó að halda áfram hinu lýðræðislega formi þar sem hver félagsmaður hefur eitt atkvæði. Það væri andstætt grundvallarhugmyndum samvinnumanna að láta fjármagnið ráða alfarið í atvinnurekstri sínum. Takist ekki að aðlaga samvinnureksturinn betur breyttum rekstraraðstæðum er vaxandi hætta á að honum verði skákað rit úr íslensku atvinnulífi með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum fyrir það fólk og þau byggðarlög sem hafa reitt sig á hann. Eitt er víst að þeir menn sem nú fara mestan í íslensku fjármálalífi munu ekki spyrja að leiks- lokum um þær hugsjónir sem samvinnumenn hafa frá upphafi viljað setja í öndvegi. JGS. Þrengir mjög að grásleppu- hrognamarkaðinum - Halldór Asgrímsson svarar fyrirspurn frá Valgerði Sverrisdóttur um grásleppuveiðar Haildór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra svaraði á Alþingi fyrirspurn frá Valgerði Sverris- dóttur um grásleppuveiðar og söluhorfur á grásleppuhrogn- um á komandi vertíð. I svari ráðherra kom fram að sölu- horfurnar eru ekki bjartar vegna mikilli birgða í landinu frá síðustu vertíð og vegna aukinnar samkeppni frá öðrum framleiðslulöndum. Halldór gerði grein fyrir þeim breytingum sem verða á lögum um grásleppuveiðar í ár. Þær eru helstar að veiðarnar eru nú aftur leyfisbundnar og er það gert til þess að fá nákvæmari skýrslur um veiðarnar og til að tryggja greiðslur í greiðslumiðunarkerf- ið. Veiðitímabilin eru ákveðin að mestu eins og fyrir 1986 og er veiðitíminn því í raun þrengdur frá síðustu tveimur árum. Einnig er ákveðinn hámarksnetafjöldi á bát og felast í því takmarkanir á veiðunum. í svari ráðherra kom fram að Landssamband smábátaeigenda hefur beint þeim tilmælum til grásleppuveiðimanna, að þeir hefji ekki veiðar á komandi ver- tíð fyrr en þeir hafa tryggt sér sölu á þeim hrognum sem þeir koma til með að afla. Nú eru til 9000 tunnur af grá- sleppuhrognum í landinu og ekki má búast við því að verksmiðjur hér innanlands kaupi mikið af hrognum á komandi vertíð. Utanlands lítur ekki mjög vel út með sölu vegna aukinnar sam- keppni frá Norðmönnum og Kanadamönnum. Kaupendur og Fyrir milligöngu Skífunnar hf. hafa tekist samningar við bresku hljómsveitirnar The BIow Monkeys og The Christi- ans, um að þær spili hér á Listahátíð, 16.-18. júní í sumar. Báðar þessar hljóm- sveitir hafa staðið í fylkingar- brjósti breskrar popptónlistar síðustu ár og eru íslenskum tónlistaráhugamönnum að góðu kunnar. The Blow Monkeys var stofn- uð 1984. Forsprakki hennar er söngvarinn og gítarleikarinn Dr. Robert Howard. Auk hans eru í sveitinni Neville Henry saxafón- leikari, Tony Kiley trommari og bassaleikarinn Mick Anker. Hljómsveitin hefur gefið út þrjár breiðskífur - Limping for a umboðsmenn telja raunhæft að hægt verði að tryggja sölu á um það bil 12.000 tunna veiði á næstu vertíð miðað við 1100 þýsk mörk á tunnu. Verði veiðin meiri mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á markaði. AP Geraration (1984) - Animal Magic (1986) og She was only a Grocer’s Daughter (1987). The Blow Monkeys eru um þessar mundir að vinna að nýrri breiðskífu sem lítur einmitt dags- ins ljós í sumar. The Chrístians var stofnuð í Liverpool 1985 af Christians bræðrunum þrem. Síðar bættist svo Henry Priestman í hópinn og einn bræðranna hætti. The Christians er nú þannig skipuð: Garry A. Christian söngvari, Russel Christian saxafónleikari og Henry Priestman hljómborðs- og gítarleikari. Meðal laga The Christians sem notið hafa mikilla vinsælda má nefna Forgotten Town, When the Fingers point, Hooverville og Ideal World. Listahátíð 1988: The Blow Monkeys mæta til leiks viðtal dagsins „Stefnt að sjáif- stæði íbúanna - segir Lilja Sæmundsdóttir um væntanlegt sambýii fatlaðra á Húsavík Sambýli fyrir fatlaða að Sól- brekku 28 á Húsavík mun taka til starfa á næstunni. Lilja Sæmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sambýlis- ins. Lilja er fædd og uppalin á Patreksfirði, hún er sérkennari og hefur mikla reynslu af að vinna með fötluðum. Dagur ræddi við Lilju og bað hana að fræða lesendur um rekstur sambýlisins og fyrirhugað form á heimilishaldi í húsinu. „Sambýlisformið er í þá áttina að fötluðum sé gert kleyft að vera sem virkastir þegnar í þjóðfélag- inu. Húsið er eign ríkisins en Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra sá um að velja heppilegt hús og ganga frá kaupum. Heimilistæki og hús- gögn í sameign eru eign hússins en íbúarnir leggja til húsgögn og annað í sín eigin herbergi. Laun starfsmanna greiðast úr ríkis- sjóði. Vinnutími starfsfólksins markast algjörlega af íbúunum sjálfum, hvort þeir stunda vinnu eða hvort þeir verða að vera heima og hvort það þurfi að skapa þeim meiri afþreyingu heima en vinnan gerir úti á almennum vinnumarkaði. íbú- arnir greiða leigu og í heimilis- sjóð." - Hvað verða margir íbúar á sambýlinu? „Áætlað er að efri hæð hússins nýtist fimm íbúum, það verða íbúar sem að öllum líkindum geta stundað vinnu úti í samfé- laginu. í minn hlut kemur m.a. að kanna möguleika á að fá vinnu fyrir íbúana. Það er óskandi að við getum komið þeim öllum í vinnu, annað hvort allan eða hálfan daginn. Þó verður ekki unnt að setja það sem algjört Sólbrekka 28 á Húsavík. Sambýli fyrir fatlaða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.