Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 5
24. mars 1988 - DAGUR - 5 Fiskafli í janúar og febrúar: 100 þúsund tonnum meiri en í fýrra Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var heildarafli landsmanna í janúar og febrúar sl. 552.476 tonn. Sömu mánuði í fyrra var heildaraflinn 450.770 tonn. Skipting aflans eftir skipagerðum var þannig: Jan/febr. Jan/febr. 1988 1987 Togarar 54.913 tonn 52.045 tonn Bátar 495.096 - 396.274 - Smábátar 2.467 - 2.451 - í afla bátanna vegur loðna mest, eða 451.017 tonnum nú, á móti 349.918 tonnum í fyrra. Skipting aflans úr öllum veiðarfærum og skipum var þannig: Jan/febr. Jan/febr, 1988 1987 Þorskur 56.750 tonn 62.289 tonn Ýsa 7.016 - 5.366 - Ufsi 10.794 - 13.369 ■ - Karfi 10.169 - 8.315 - Steinbítur 1.922 - 967 - Grálúða 957 - 1.072 - Skarkoli 610 - 328 - Annar botnfiskur 3.350 - 2.604 - Síld 4.459 - 0 — Loðna 451.017 - 349.918 - Rækja 2.771 - 2.672 - Hörpudiskur 1.405 - 3.778 - Annar afli 1.256 - 92 - Lilja Sæmundsdóttir forstððumaður sambýlis fyrir fatlaða. skilyrði fyrir búsetu á sambýlinu að viðkomandi geti stundað vinnu en í dag miðast skipulag innra starfs sambýlisins við að íbúar eigi möguleika á að stunda vinnu. Fyrsta árið er mér leigð íbúðin á neðri hæð hússins en eft- ir það er áætlað að taka hana í notkun innan þessa málaflokks. Mikilvægt er að fara rólega af stað þar sem þetta er nýtt verk- efni í þessu sveitarfélagi, sumum mjög óþekkt, og mikilvægt er að gefa því tækifæri til að sanna gildi sitt. Sambýlið verður rekið eins og venjulegt heimili. Munurinn á þessu heimili og öðrum er sá að við sem erum hér starfsfólk erum launuð annars staðar frá. í raun verða íbúar hér húsbændur á sínu heimili og bera ákveðnar skyldur og ábyrgð innan veggja þess. Stuðningsaðili okkar er skrif- stofa Svæðisstjórnar á Akureyri, þar höfum við aðgang að sál- fræðingi sem heitir Sigrún Svein- björnsdóttir. Ég fæ góðan stuðn- ing af Bjarna Kristjánssyni fram- kvæmdastjóra Svæðisstjórnar og Agli Olgeirssyni formanni Svæðisstjórnar. I upphafi verður ráðið í eina heila stöðu sem skipt- ist í tvær hálfar, starfsheitið er meðferðarfulltrúi. Vinnutími hans er síðdegis og um helgar.“ - í hverju er starf meðferðar- fulltrúans fólgið? „í stórum dráttum er það fólg- ið í að vinna með og við hliðina á íbúum, hann vinnur ekki fyrir þá heldur leiðbeinir þeim, t.d. við „Jarðasjóður stórefldur í tíð núverandf stjómar" - segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra Jarðasjóður hefur verið efldur í tíð núverandi stjórnar og til hans eru nú veitt 16 milljón- um, miðað við 4 milljónir á síðasta ári. Þetta kom fram í svari Jóns Helgasonar land- búnaðarráðherra við fyrir- spurn Ingibjargar Daníelsdótt- ur (K) um stöðu jarðasjóðs. Jarðasjóður er sjóður sem not- aður er til að kaupa jarðir sem eigendur eiga í erfiðleikum með að nýta af ýmsum ástæðum. Ástæðurnar geta verið m.a. lítil landgæði, margir eigendur sömu jarðar vegna erfða, og staðsetn- ing jarða. í starfsáætlun núverandi ríkis- stjórnar var kveðið á að jarða- sjóður yrði efldur og var það gert á núverandi fjárlögum. Nú var 16 milljónum veitt til sjóðsins á móti 4 milljónum á sl. ári. í svari Jóns Helgasonar kom fram að sjóðurinn keypti enga jörð árin 1984 og 1985. Arið 1986 keypti hann eina jörð en 1987 voru keyptar 4 jarðir. Á þessu ári liggur engin óafgreidd umsókn hjá sjóðnum, þannig að ekki er vitað hve margar jarðir sjóðurinn mun kaupa í ár. AP öll almenn heimilistörf og f tóm- stundum. Ávallt verður stefnt að því að efla sjálfstæði íbúans. Minn vinnutími verður rnjög sveigjanlegur því ég þarf að vera í tengslum við hið opinbera kerfi, banka, stofnanir og kannski vinnustaði íbúanna. Um leið og húsið verður tilbú- ið flytja tveir íbúar hingað en ekki er ráðið með næstu þrjá. Mitt markmið er að skapa heimil- ismönnum það hlýlegt og nota- legt heimili að þeim líði vel inni á heimilinu sínu, finni sig hérna og að heimilislífið verði sem jákvæðast og eðlilegast." - Hvað heldur þú að það taki langan tíma að móta starfsemi sambýlisins? „Ég held að það taki hverja nýja starfsemi tvö ár að ná eðli- legum gangi. Hér er um að ræða heimili sem samanstendur af ólíkum einstaklingum sem eru kannski að hittast í fyrsta skipti og byrja að búa saman sem getur verið geysilega erfitt hvort sem um er að ræða fatlað fólk eða ófatlað." - Hvernig er fötluðu fólki yfir- leitt tekið á vinnustöðum? „Ef fólk er tilbúið til að taka fatlaða í vinnu þá er það með mjög jákvæðu hugarfari. Ég held að þetta sé auðveldara í litlum samfélögum en stórum. f stórum samfélögum eru svo mörg störf sem maður sér að ýmsir gætu unnið en aftur á móti er vinnu- markaðurinn kannski ekki tilbú- inn að taka þeim. Þau vinna oft hægt en þau vinna nákvæmt, í allflestum tilfellum eru þau f raun pottþétt fólk í vinnu og mjög ábyrg.“ - Hvernig hljómgrunn finnst þér verkefnið fá? „Sem ókunnug í byggðarlaginu mæti ég rnjög jákvæðum viðhorf- um gagnvart þessu verkefni og mér finnst fólk sýna því skilning og áhuga.“ IM Til sölu eru hús á jörðinni Hrísum Dalvík. Óskað er tilboða í húseignirnar, allar eða hverja fyrir sig. Tilboðum skal skila fyrir 15. apríl 1988 til undir- ritaðs sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Bæjarstjórinn Dalvík. Bílskúrshurðaopnarar Bílskúrshurðajárn Eigum á lager ASTRA bílskúrshurðaopnara mjög hagstæðu verði vegna tollabreytinga. Einnig höfum við /> * til afgreiðslu Víking í ie— bílskúrshurðajárn. ^ 2 TRÉSMIÐJAN ÍBDRKUR H F|ölnltgötu It - 600 Akurayri Siml (96) 21909 ------------------------------\ Siemens-vörur til fermingargjafa Vasadiskó ★ Útvörp með segulbandi. ★ Hljómtækjasamstæður. Útvarpsvekjarar og hárblásarar. ik' Merkið tryggir gæðin ★ Reynishúsinu ■ Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyri ■ Simi 27788 Meiriháttar úrval af eymalokkuni Nýjar hálsfestar. Gallery snyrtivörur, gott verð. Barnaföt frá 0-6 ára. Pils, peysur, bolir, jogginggallar, blússur og margt fleira. . fVerslumn Opið á laugardögum / — _ frá kl. 10-16. k Q2 nn Sunnuhlíð 12, sími 22484. Gefið nytsamar og skemmtilegar fermingargjafir Svefnpokar. Verð frá kr. 2.518, Bakpokar. Verð tra kr. 1.885, Tjöld. Verð fra kr. 6.079, Einnig veiðistangir, veiðihjól, veiðivesti og sitthvað fleira.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.