Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 7
'24. marsr1988 -'DAGUR- 7 Barnafræðsla í Glerárhverfi á Akureyri á 80 ára afmæli um þessar mundir. Saga barna- skóla í Þorpinu á því að baki langa sögu, sem er merkileg fyrir margra hluta sakir. Upp- haflega var skólinn rekinn í húsi sem sérstaklega var til skólahalds ætlað í Sandgerðis- bót. Síðar var byggt skólahús á 'öðrum stað alllangt frá upphaf- lega skólanum, og þegar það hús var tekið í notkun fyrir 50 árum var fyrst farið að tala um Glerárskóla sem slíkan. Þá má ekki gleyma þeirri stað- reynd, að við Glerárskóla hef- ur starfað fjöldi ágætra kennara gegnum tíðina, og hafa þeir lagt lóð sitt á vogar- skálar menntunar og uppeldis- mála með farsælum árangri við skólann. Fyrsti skólinn í Þorpinu Upphaf skóla í Glerárþorpi má rekja til upphafs þéttbýlis í Þorp- inu, sem svo var nefnt. Byggðin var upphaflega frekar dreifð, en þéttist fljótlega vestan Sandgerð- isbótar. Jörðin Bandagerði, sem áður fyrr var hjáleiga Lögmanns- hlíðar, átti upphaflega landsvæði það sem Glerárþorp byggðist smám saman á, en orsakir byggðaþróunar í átt til þéttbýlis á þessum stað eru margvíslegar. Fyrstu íbúar Glerárþorps sem heyrði allt til ársins 1955 Glæsi- bæjarhreppi til lifðu mestmegnis af sjósókn á opnum bátum, og þess á milli á stopulli vinnu eða lausamennsku hér og þar, oft að verulegu leyti á Akureyri. Fyrir efnalítið fólk kom til greina að reisa sér torfbæi til íbúðar og smávægilegs skepnuhalds norðan við Glerá, en fljótlega eftir að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi var mönnum bannað að reisa sér torfbæi í landi bæjarins. Því var ekki um annað að ræða en að reisa slíkt húsnæði annars staðar, og varð Glæsibæjarhreppur í mörgum tilvikum fyrir valinu. í Bandagerðistorfunni, þ.e. byggðinni kringum bæinn Banda- gerði, eru taldir 23 íbúar á mann- tali 1880, en þá er átt við Banda- gerði l og II auk Melgerðis og Glerárholts I og II. Fyrir þennan tíma og reyndar einnig síðar tíðk- aðist það að tómthúsfólk byggði sér hús, sem sum myndu nú ef- laust vera skilgreind sem kofar, í Þorpinu. Þeir, sem voru í hús- mennsku á bæjunum, fengu einn- ig stundum leyfi til að byggja út úr jörðunum, og til var það að slík býli yrðu síðar lögbýli. í riti, sem Eiríkur heitinn Sig- urðsson skólastjóri tók saman í tilefni af 100 ára afmæli opinberr- ar barnakennslu á Akureyri, og út kom árið 1971, er rakin saga allra barnaskóla á Akureyri, og þar á meðal Glerárskóla. Þegar rætt er sérstaklega um sögu Gler- árskóla vandast málið að hluta vegna þess að fyrsti barnaskólinn Vilberg Alexandersson, skólastjóri, fyrir utan Glerárskóla. Fyrsta skóflustungan að þessari byggingu var tekin fyrir 17 árum í Þorpinu var aldrei kallaður ann- að en Skólinn í Sandgerðisbót, en sú stofnun tók til starfa árið 1908. Glerárskóli með því nafni tók ekki til starfa fyrr en 29 árum síðar, eða árið 1937. Ný lög um barna- fræðslu 1907 Upphaf Skólans í Sandgerðisbót var merkilegt, ekki síst með tilliti til þeirra tíma og aðstæðna sem ríktu hér á landi upp úr aldamót- um. Árið 1902 eru taldir 93 íbúar í Glerárþorpi. Alþingi samþykkti árið 1907 lög um barnafræðslu, og í kjölfar þeirrar lagasetningar varð meiri áhugi víða um land að koma barnafræðslu í fastara horf og stuðla að bættri menntun barna. í áðumefndu afmælisriti barnaskóla á Akureyri segir enn- fremur, að nokkur fjöldi barna hafi verið orðinn skólaskyldur í Glerárþorpi um þetta leyti, og árið 1908 voru 18 börn á aldrin- um 10-14 ára búsett þar, en 40 börn yngri en tíu ára. Af þessum tölum sést, að brýnt hefur verið að reisa barnaskóla í Þorpinu. Sú varð líka raunin á, því árið 1908 sameinuðust 16 íbúar Þorpsins um að byggja skólahús á sinn eigin kostnað, og án þess að leita eftir stuðningi við hreppinn. Á fundi, sem hald- inn var á bökkum Glerár í febrú- ar þetta ár, var ákveðið að skila tilteknu vinnuframlagi í sjálf- boðavinnu, 50 klst. á mann, að Merki afmælishátíðarinnar málað. Myndir: TLV ganga í ábyrgð fyrir 1(K)0 króna láni frá íslandsbanka og að kjósa nefnd til að annast að öðru leyti undirbúning framkvæmdanna við byggingu skólahússins. Samtök- in, sem stofnuð voru þennan dag af 16-menningunum, voru kölluð „Skólahúsfélag Glerárþorps". Skólinn kostaði 2300 krónur 1. nóvember 1908 var skólahúsið formlega tekið í notkun og kennsla hafin. Húsið kostaði full- byggt 2300 krónur, en Stjórnar- ráð íslands styrkti bygginguna með 400 króna framlagi. Sé þetta sett upp í reikningsdæmi kemur í ljós, að hlutur ríkissjóðs í kostn- aði við skólabygginguna var 17,39%, en afganginn greiddu foreldrar og forráðamenn þeirra barna sem sækja áttu skólann. Ekki er víst að foreldrar í dag sættu sig við að greiða nærri 83% af byggingarkostnaði skólahúsa á móti 17% frá rfkinu! Þess ber að geta, að farkennsla hafði tíðkast um árabil í Glæsi- bæjarhreppi, og lagðist hún ekki af með tilkomu skólahússins nema að hluta. Venjulega var kennt í skólanum tvo eða þrjá mánuði hvern vetur, en auk þess höfðu kennarar með höndum far- kennslu annars staðar í hreppnum. Kennsla í þessu húsi var sam- felld ár eftir ár allt til 1916, en þá var húsið dæmt ónothæft til síns - árið 1908 var byrjað að kenna í litlu húsi í Sandgerðisbót í dag er Glerárskóli nýtískuleg stofnun með hundruðum nemenda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.