Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 24. mars 1988 24. mars 1988 - DAGUR - 9 Bamajmðsla í Gleráiþorpi 80 ára - Vilberg Alexandersson, skólastjóri, tekinn tali brúks af héraðslækni, en kalt þótti í þeirri einu skólastofu sem í húsinu var. Þremur árum síðar, 1919, var sett trégólf í húsið og keyptur í það nýr ofn. Engin kcnnsla var í húsinu milli 1916 og 1919, en kostnaður við breyting- arnar var 750 krónur. Hreppur- inn greiddi 12% af honum. Eftir þetta var kennt samfleytt í húsinu til ársins 1937. Margir kennarar kenndu í gamla skólahúsinu í Bótinni frá 1908 til 1938, eins og von cr til þegar um þrjátíu ára skólastarf er að ræða. Fyrsti kennari skólans var Halldór Friðjónsson frá Sandi, frá og með 1. nóvember, og sinnti hann því starfi í þá fjóra mánuði sem skólinn starfaöi. í samantekt sinni á starfsemi barnaskólanna á Akureyri í 100 ára afmælisritinu segir Eiríkur Sigurðsson að næsti kennari við skólann hafi verið Ingibjörg Jóhannesdóttir frá Árnesi, en kaup kennara var á þessum tíma 6 krónur á viku auk kr. 4,50 í fæðispeninga ásamt húsnæði og þjónustu fyrir hverja viku. Margir fleiri kenndu við skól- ann eftir þetta, en þegar Jóhann Jóhannesson Scheving frá Ytra- Hvarfi í Svarfaðardal réðst að skólanum árið 1920 má telja þáttaskil í sögu barnafræðslu í Glerárhverfi. Jóhann hafði kenn- arapróf og kenndi samfleytt við þennan skóla í sautján á^, og í tólf ár við Glerárskóla, alls 29 ár. Jóhann var vinsæll kennari og farsæll í sínu starfi, og hann gerð- ist brautryðjandi í því að koma á fót íþróttakennslu og kennslu í handavinnu þegar hann réðst að skólanum. I ritgerð Guðrúnar Sigurðardóttur, sem birtist í Súlum, segir svo um Jóhann Scheving: „Pað var eins og hann hefði alls staðar verið og vissi bókstaflega allt þegar hann var að kenna landafræði og sögu. Hann sagði svo lifandi frá að allir urðu að hlusta, og eitt er víst að börnin sem erfiðara áttu meö nám lærðu ekki síður en hin.“ Yerkalýðsfélagið barðist fyrir nýjum skóla 1934 Næstu straumhvörf í sögu barna- fræðslu í Glerárhverfi urðu árið 1934, en það ár barst hrepps- nefnd Glæsibæjarhrepps erindi frá Verkalýðsfélagi Glerárþorps um nauðsyn þess að byggja nýtt skólahús í Glerárþorpi, því börn- um hefði fjölgað mikið í Porpinu á umliðnum árum og gamla skólahúsið í Sandgerðisbótinni væri orðið allt of lítið og ófull- komið. Hreppsnefndin vísaði málinu til skólanefndar. Skólanefnd fjallaði um þetta mál, og 30. desember 1934 vai ákveðið að ráðast í byggingu skólahúss í landi Bandagerðis, á ásenda sunnan Grímsstaða. Ekk- ert varð þó úr framkvæmdum næstu árin en árið 1937 féllst skólanefndin á að hefja skyldi byggingu skólahússins, en Snorri Sigfússon, hinn þekkti skóla- frömuður, hafði þá l.vatt til þess að framkvæmdir hæfust sem fyrst. Öruggt má telja, að fræðslulögin frá 1936 hafi verkað sem mikil hvatning á byggingu nýs skóla í Þorpinu, því þá urðu átta ára börn fyrst skólaskyld hér á landi, en áður var skólaskylda miðuð við 10 ára aldur. „Þegar ég sé glöð andlit bamanna gleymi ég öllum áhyggjum og amstri“ - Hvernig voru aðstæður skól- ans þegar þú komst hingað fyrst? „Húsakynni voru heidur frum- stæð á þeim tíma. í Árholti voru tvær sæmilegar kennslustofur, og hægt var að opna á milli þeirra. Sá galli var á þessu fyrirkomulagi að mjög hljóðbært var, en þó var kennt samtímis í báðum stofun- um. Þá var ein lítil kennslustofa í húsinu í viðbót, hún var upphaf- lega notuð til smíðakennslu og annarrar handavinnukennslu, en þessa stofu notuðum við einnig til almennrar kennslu, því þremur deildum var kennt fyrir hádegi, þ.e. 4., 5. og 6. bekk, en eftir hádegi vorum við með 1., 2. og3. bekk. Þarna var þröngt, og varla var hægt að snúa sér við í kenn- arastofunni, og engin aðstaða var í skólanum til að tala sérstaklega við foreldra o.s.frv. Þó verð ég að segja að nem- endafjöldinn hæfði þessu hús- næði og þetta gekk mjög vel, fannst mér. Árin sem við áttum í Árholti voru um margt yndisleg. Maður hugsaði stundum til þess raðhús í miklum mæli. Menn höfðu rætt um þörfina á nýjum Glerárskóla um nokkurra ára skeið, og til þess var veitt ein- hverju fé á fjárhagsáætlun, en framkvæmdir drógust alltaf úr hömlu. Þó kom þar að ekki var hægt að bíða lengur, og í ágúst 1971 tók Sigurður Óli Brynjólfs- son, þáverandi formaður skóla- nefndar, fyrstu skóflustunguna hér, og eftir þetta var byrjað að grafa grunninn að þessu húsi. Við fluttum inn í A-álmu hússins og hófum kennslu í henni 12. októ- ber árið eftir. Mér er það minnisstætt hversu erfið skilyrði voru í nýja skólan- um fyrsta haustið og reyndar all- an þennan fyrsta vetur, 1972-’73. Hér var þá engin almennileg miðstöð, ekkert heitt vatn var í krönum, loftræsting var nær eng- in og mikið ryk í andrúmsloftinu, sem var þungt. Þá vantaði betri lýsingu í gangana og hljóðein- angrun var engin þannig að það buldi í göngunum eins og í tómri tunnu.“ verður fyrst hægt að fara að nota skólann eins og upphafleg hönn- un jgerði ráð fyrir. Eg segi stundum sem svo að skólastarf gangi ágætlega héma en þó er sitthvað umhendis, bókasafn er niðri í kjallara og fleira þar fram eftir götunum. Þetta hefst með góðu starfsliði en vinnuaðstaða er ekki sérlega skemmtileg." íþróttahús og sundlaug - Hvernig hafa málin þróast með tilliti til íþróttakennslu við skólann? „Fyrstu árin, sem ég var hérna, fór sú kennsla fram í íþróttahús- inu við Laugargötu, og síðar, eft- ir að íþróttaskemman var tekin í notkun, sóttu nemendur slíka kennslu þangað. Nýtt íþróttahús var vígt og tekið í notkun 11. mars árið 1977, og það var stór- kostlegur munur að geta haft Sjá næstu síðu Nemendur í Glerárskóla æfa leikrit fyrir skólasýninguna. Mikil undirbúningsvinna liggur að baki sýningunum hvert ár. Haustið 1937 var hafist handa um bygginguna og jafnframt var ákveðið að breyta skólanum úr farskóla í fastan skóla. Skóla- nefndarmenn á þessum tíma voru þeir Guðmundur Kristjánsson, Glæsibæ, Stefán Sigurjónsson, Blómsturvöllum, og Þorsteinn Hörgdal, Glerárþorpi. Rétt eftir áramótin 1937-’38 flutti skólinn í nýja skólahúsið, og þá fyrst var farið að tala um skólann undir nafninu Glerár- skóli. Fyrsti skólastjóri Glerár- skóla var Pétur Finnbogason frá Hítardal. Hans naut þó stutt við, því hann veiktist af berklum síð- ar um veturinn og andaðist á- Kristneshæli 17. júní 1939. Næstu 22 árin var skólinn til húsa í þessu skólahúsi, og var byggingin ekki stækkuð neitt fyrr en árið 1960. Það ár var byggt við skólann, enda hafði nemendum fjölgað töluvert, og aðstaða ekki nægilega góð að sumu leyti. Nýbyggingin rúmaði eina litla kennslustofu, kennarastofu, geymslu og snyrtingar. Þrátt fyrir þessar endurbætur varð fljótlega mjög þröngt um skólann og þörf á nýrri byggingu brýn. Glerárþorp sameinast Akureyri árið 1955 Skólastjórar við Glerárskóla, eft- ir Pétur Finnbogason, hafa þessir verið: Haraldur Vilhjálmsson, 1938-1946, Hjörtur L. Jónsson frá Broddadaísá í Strandasýslu, 1946-1967 og núverandi skóla- stjóri, Vilberg Alexandersson, frá 1967. Eins og kemur fram hér að framan var Glerárskóli ekki í landi Akureyrarbæjar heldur í landi Glæsibæjarhrepps Iengi framan af. Það er ekki fyrr en árið 1955 að Glerárþorp verður hverfi á Akureyri, en það ár sam- einaðist Þorpið bænunt. Frá þeim tíma hefur Glerárskóli verið tal- inn einn af barnaskólunum á Akureyri. Flestum mun nú þykja þetta augljós staðreynd á okkar tímum, en frá sjónarmiði byggðasögu tilheyrðu hvorki þessi skóli né skólinn í Sandgerð- isbót lögsagnarumdæmi Ákur- eyrar fyrstu 50 starfsár sín. Árið 1971 voru 120 börn í Glerárskóla, og var skólahúsið þá orðið allt of lítið fyrir öll þau börn, sem skólaskyld voru í Gler- árhverfi. Þá var hafin bygging nýtískulegs skólahúss fyrir Gler- árskóla, vestan og norðan gamla skólans. Gert var ráð fyrir því á þeim tíma að nýi skólinn rúmaði 600 börn og spannaði kennslu- skyldu allra árganga skyldunáms- ins. Gamla skólaluísið við Sandgerðisbót var lítið en þjónaði sínuin tilgangi vel í mörg ár. Vilberg Alexandersson, skóla- stjóri Glerárskóla, hefur starf- að við skólann í meira en tvo áratugi, en hann kom fyrst að skólanum haustið 1967. Vil- berg man tímana tvenna í sögu skólans, því árið 1967 var enn kennt í gamla skólahúsinu, Árholti, en í dag er Glerárskóli í nýtískulegu húsnæði. Þó vantar nokkuð á, að skólinn hafi verið fullbyggður sam- kvæmt þeim hugmyndum, sem upphaflega voru gerðar um hönnun hússins. Blaðamaður ræddi við Vilberg um starfsemi skólans og ytri og innri aðstæð- ur stofnunarinnar í tilefni af 80 ára afmæli barnafræðslu í Glerárhverfi. - Þú hófst störf við Glerár- skóla árið 1967.' „Já, það er rétt, ég kom fyrst hingað það ár, um haustið. Þá höfðum við hjónin verið eitt ár í Ólafsfirði, og það var ákveðin lífsreynsla fyrir mig að vera búsettur þar. Þessi vetur, 1966- ’67, var mikill snjóavetur, og þetta var í fyrsta skipti sem ég sá svona mikinn snjó. Ég hélt, satt að segja, að svona mikill snjór væri ekki til. í Ólafsfirði leysti ég Björn Stefánsson, skólastjóra, af þenn- an vetur, því hann fór í orlof. Um vorið sá ég stöðu skólastjóra við Glerárskóla auglýsta, og ég sótti um starfið, en þá var Hjört- ur L. Jónsson að hætta. Þetta ár, 1967, hættu tveir heiðursmenn í stétt skólamanna á Akureyri störfum, þeir Hjörtur og Eiríkur Sigurðsson." Þrjár kennslustofur í gamla skólanum - Ætlaðirðu þér að setjast að á Akureyri til langframa? „Ekki get ég sagt að það hafi beinlínis verið ætlunin. En það æxlaðist nú samt þannig. Konan mín er Akureyringur, og flestallt hennar skyldfólk búsett hérna. Það er indælt fólk og mér þótti ekki í kot vísað að setjast hér að. Þetta er 21. árið sem við búum hérna, og ég kann vel við mig á Akureyri." Vilberg Alexandersson hefur gegnt starfl skólastjóra við Glerárskóla frá árinu 1967. þegar við vorunt 4-5 kennarar í þessum litla skóla, að þegar við fengjum stórt og rúmgott hús- næði þá myndu verkin skiptast á marga og verða léttari. Þó vill það verða svo að í stórri stofnun þarf miklu meiri verkaskiptingu og hlutirnir vilja verða þungir í vöfum. Það mætti orða þetta svo, að vegalengdirnar hér innan hússins geta verið býsna miklar.“ - Hvað voru margir nentendur við gamla Glerárskólann á þess- um tíma? „Þau ár, sem við vorum í gamla skólanum eftir að ég tók við starfi, var fjöldi nemenda um 100, en flestir urðu þeir 120. Yngri deildirnar voru fjöl- mennastar. Á þessum árum, um 1970, var verið að byggja við Áshlíð, Skarðshlíð og á fleiri stöðum í kringum okkur þannig að ekki var annað hægt en að taka þau börn í skólann sem næst honum bjuggu. Skólinn var alltaf tvísetinn á þessum tíma, eins og ég gat um áðan. Við kenndum allar bókleg- ar greinar auk sauma í gamla skólanum, en smíðar voru kenndar við Oddeyrarskólann, sund var kennt í Sundlaug Akur- eyrar en leikfimi var kennd í íþróttahúsinu við Laugargötu." - Var ekki mjög langur vegur frá því að hægt væri að kenna öll- um skólaskyldum börnum í Gler- árhverfi í gamla skólanum? „Jú, það var engan veginn hægt. Þriðja kennslustofan var t.d. það lítil að þar var ekki hægt að kenna heilli deild. Auk þess var skólinn erfið eining frá rekstrarlegu sjónarmiði, því það voru færri nemendur á hvern kennara en í stóru skólunum.“ Nýr Glerárskóli byggður - Hvert var upphaf þeirrar hug- inyndar að byggja nýjan Glerár- skóla? „Hvatinn að því var einfald- lega geysileg fólksfjölgun og fjölgun skólaskyldra barna í hverfinu. í Glerárhverfi voru ntargar ungar og barnmargar fjölskyldur að koma sér upp húsnæði á þessum tíma, og hér voru byggð bæði fjölbýlishús og - Hvernig gengu bygginga- framkvæmdir fyrir sig eftir þetta? „Árið eftir, 1973, tókum við B- álmuna í notkun, og þann vetur. 1973-’74, var húsrýmið mjög ríflegt fyrir okkur. Þennan vetur gátum við tekið heilan bekk úr Barna- skóla Akureyrar, sem þá var mjög þröngt setinn, en þetta var í fyrsta skipti á Akureyri sem bekk var ekið á milli skólahverfa. Börnin, sem voru 7 ára, söfnuð- ust saman á lóð Barnaskólans, settust upp í rútu og var ekið beina leið hingað. Þetta gekk allt saman snurðulaust fyrir sig, börnin komu og fóru öll á nákvæmlega sama tíma. Eftir þetta fór heldur að halla undan fæti í húsnæðismálum á nýjan leik, ef svo mætti segja, því börnum og unglingunt fjölgaði mjög mikið í hverfinu. Árið 1980 var ég farinn að senda frá mér bekki, bæði í Oddeyrarskóla og Barnaskóla Akureyrar. Þetta haust, 1980, var níundi bekkur í fyrsta skipti hér í skólanum, en nokkrum árum áður hafði for- skólakennsla verið tekin upp hér í bænum. Húsnæðiö var því alveg gjörsantlega sprungið utan af okkur, og veturinn 1983-’84 var svo komið að kennt var í hverri einustu kompu í húsinu og við lá, að taka yrði hópa til kennslu á kennarastofu skólans. Ég hef aldrei vitað annað eins, mikill fjöldi nemenda var hér frá kl. 8 á morgnana og langt fram á dag, alla daga." - Hvernig leystist þetta vanda- mál? „Þetta leystist með tilkomu Síðuskóla. Þegar hann tók til starfa fóru heilu bekkjardeildirn- ar frá okkur í þann skóla, og eftir það rýmkaðist aftur verulega um okkar starf hérna niður frá. í dag eru um 580 nemendur í Glerár- skóla, og fjöldi nemenda í deild- unum er orðinn mjög viðráðan- legur, þetta um 20 nentendur í deild og jafnvel færri. Þetta er ljómandi gott út af fyrir sig. Þó er ennþá heldur margt hérna, og fyrst og fremst vantar okkur stjórnunarálmu. Þar á að vera bókasafn, kennarastofa og vinnu- aðstaða kennara. Þegar stjórnun- arálman verður komin í gagnið Nemendur mála leiktjöld. Xw'tTÍNMÆáoU/i.NSS'iofi t<í>i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.