Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGÚR irtafá' 198B „Þegar ég séglöð... “ leikfimina inni í stundaskrá barn- anna.“ - Nú eru hafnar framkvæmdir viö sundlaug hér við skólann? „Já, og þaö verk gengur bara nokkuð vel. Það verður sama uppi á teningnum og með íþróttahúsið, munurinn við að fá skólasundið inn í stundatöfluna verður mikill frá því sem nú er. Draumur minn, eins og annarra skólamanna, er að stundaskráin verði alveg samfelld þannig að nemendur þurfi ekki að fara nema einu sinni í skólann á hverjum degi. Við höfum reynt að leysa þetta vandamál sem langar ferðir skólabarna í Sund- laug Akureyrar eru, með því að láta aka yngstu börnunum í hóp- ferðabíl á vegum SVA, og þær ferðir hafa gengið mjög vel. Eldri börnin fara á eigin vegum. Það segir sig þó sjálft að þetta fyrir- komulag er erfitt og getur verið hættulegt í vondum veðrum.“ - Hefur Glerárskóli einhverja sérstöðu á Akureyri með tilliti til aðstæðna eða umhverfis? „Það væri þá einna helst íþróttahúsið og íþróttaáhugi nemenda í tengslum við það. Þeir nemendur skólans sem stunda íþróttir gera það á vegum íþróttafélagsins Þórs, og við eig- um afspyrnu góða íþróttamenn meðal nemenda skólans, sem njóta nágrennisins bæði við íþróttahúsið og Þórsvöllinn hérna rétt við okkur. Ég þekki ekki gjörla íþrótta- áhuga í öðrum skólum bæjarins en mér finnst stundum alveg nóg um íþróttaáhuga nemenda, því þegar eitthvað þarf að gera á veg- um skólans, eins og að undirbúa skólaskemmtun - eins og við erum reyndar að gera þessa dagana þá er eins og allir þurfi að stökkva á íþróttamót. Það er með ólíkind- um hversu margir nemendur stunda íþróttir og krakkarnir æfa sig þetta 7-8 sinnum á viku, oft á tíðum." Skólaskemmtun Glerárskóla - Nú hefur skólaskemmtun verið fastur liður í starfi Glerárskóla í langan tíma. Hvernig er undir- búningi undir þessa skemmtun háttað? „Hjörtur L. Jónsson var með þessar skemmtanir í gamla skóla- húsinu. Þar var tildrað upp skóla- borðum, þau bundin vandlega saman og komið fyrir í einu horni annarrar skólastofunnar. Plötur voru settar ofan á borðin og tjöld hengd upp í loftin. Ég var við síð- ustu skólaskemmtunina sem haldin var í gamla skólanum, og það þótti mér skemmtilegt. Hjörtur var búinn að standa fyrir þessum skemmtunum árum saman, einmitt um páskana. Þá var venjan að kenna mánudag, þriðjudagog miðvikudag í dymb- ilviku, og þá daga fór skemmtun- in fram. Ég hefi haldið þessum sið, og skemmtunin nú er sú 21. í röðinni frá því ég kom hingað. Þegar páskaleyfið var lengt á sín- um tíma fluttum við skemmtun- ina aðeins framar og nú er hún haldin vikuna fyrir pálmasunnu- dag. IJppskeran er síórkostleg Við héldum okkur lengi vel fram- an af við þá reglu að láta hvern einasta nemanda skólans koma fram í einhverju hlutverki á skemmtuninni, þá söng m.a. stór kór á hverri skemmtun. Sumir voru „burðarkarlar" eða í öðrum hlutverkum eða vinnu sem tengd- ist sýningunni. Þetta var geysilegt fyrirtæki. Síðari árin höfum við horfið frá þeirri braut að láta alla taka þátt í þessu en þó skipta þátttak- endur tugum í þeirri sýningu sem við höldum í ár. Við segjum á hverju einasta ári sem svo, að þetta verði nú í síð- asta skipti sem við stöndum í skólasýningu. Þetta sé svo erfitt og verður alltaf erfiðara með hverju árinu, krakkarnir eru í svo mörgu öðru og eru uppteknir við íþróttir og fleira. En þegar jólin eru liðin og tíminn eftir áramót fer í hönd er farið að tala um skólaskemmtun og hvort ekki sé rétt að halda hana, og þetta end- ar auðvitað á því að við komum henni upp. Én þetta er gífurlega mikil og erfið undirbúnings- vinna.“ - Hvernig er uppskeran af þessari miklu vinnu? „Uppskeran er náttúrlega alveg stórkostleg, og þeir sem taka þátt í þessum skemmtunum muna þær væntanlega alla sína ævi. Ég er á því að margur nem- andi, sem tekið hefur þátt í þess- um skemmtunum, hafi breyst, og að sjálfstraust nemenda hafi auk- ist. Þetta hefur eflaust komið mörgum nemendum að gagni á ýmsum sviðum. Þá vil ég segja að uppfærsla þessara skemmtana veitir manni að lokum ómælda ánægju, og þegar ég sé þessi glöðu andlit og allt gengur vel, þá gleymi bæði ég og aðrir áhyggj- um og amstri, sem æfingar og annar undirbúningur hefur haft í för með sér.“ Foreldrafélagið hefur látið margt gott af sér leiða - Nú eru starfandi foreldrafélög við alla grunnskóla bæjarins. Hvernig hefur samstarfi við for- eldra verið háttað í þessum skóla um dagana? „Foreldrafélag Glerárskóla hefur verið afskaplega virkt um dagana og duglegt fólk hefur val- ist til að veita því forstöðu. Þetta félag hefur látið margt gott af sér leiða fyrir skólann, hjálpað við undirbúning ákveðinna verkefna t.d. í sambandi við starfsvikur, fært skólanum góðar gjafir, fyrir utan að félagið stendur fyrir árlegri útihátíð á sumardaginn fyrsta, og svo mætti lengi telja. Þó mætti segjá varðandi þetta félag að um það gildi það sama og um mörg önnur félög að þátt- taka foreldra mætti vera meiri en hún er, en ég veit satt að segja ekki hvað er til ráða í því efni. Við höfum reynt ýmislegt án þess að það hafi gefið nógu góðan árangur. Foreldradagur er haldinn tvisv- ar sinnum á vetri, og aðsókn að honum er mjög góð. Mér finnst þessi góða aðsókn foreldra að slíkum dögum bera vott um mik- inn áhuga þeirra á því starfi sem fram fer í skólanum. Þetta er jákvæður hópur, ég get ekki sagt annað, enda hafa öll samskipti okkar við foreldra verið jákvæð, vona ég. Þó finnst mér að for- eldrar mættu koma oftar í heim- sóknir í skólann, jafnvel í kennslustundir, og sjá og kynnast því starfi sem við vinnum hérna. En ég vil einnig að það komi fram að ekki er von til þess að foreldrar, sem vinna e.t.v. meira en fulla vinnu utan heimilis, hafi mikinn tíma aflögu til að sinna félagsstörfum." Börnin og unglingarnir eru góður efniviður sem ekki má skemma - Nú hafa orðið gríðarlegar breytingar á þjóðfélaginu undan- farna áratugi. Hvernig hefur skólinn aðlagað sig breyttu þjóð-1 félagi? „Já, þetta er nokkuð stórt spurt. Ég skal ekki dæma um það hvernig til hefur tekist í þessu efni, en þó verð ég að segja að þegar ég tala við gamla nemend- ur og foreldra sem ég hefi kynnst á undanförnum tveimur áratug- um þá er ég oft á tíðum býsna brattur á eftir og leyfi mér að hugsa sem svo að ekki hafi nú allt verið unnið fyrir gýg sem hér hef- ur verið gert. Breytingarnar hafa orðið geysilegar og ég veit ekki hvort skólakerfið í dag er nokkuð sam- bærilegt við það skólakerfi sem áður var. Þegar ég kom hingað til Akureyrar var Sjónvarpið um það bil að halda innreið sína í bæinn, og það var óskapleg bylt- ing á þeim tíma, því þá var að- eins þessi eina útvarpsrás sem nú heitir Rás 1. f dag eru fimm útvarpsrásir og tvær sjónvarps- stöðvar fyrir utan allar mynd- bandaleigurnar. Þetta hefur í för með sér bylt- ingu, félagslega byltingu. Ég er heldur ekki frá því að stórbreyt- ing hafi orðið á fjárhagsafkomu fólks á þessum tveimur áratug- um. Börn og unglingar hafa mun rýmri fjárráð en áður og maður hefur á tilfinningunni að foreldr- ar séu betur stæðir fjárhagslega en áður. Þetta hefur allt sitt að segja en krakkarnir, unglingarnir og börnin eru mjög góður efni- viður og gott fólk. Hjá mér vakn- ar stundum sú spurning hvort við eyðileggjum ekki þennan góða efnivið með ýmsum utanaðkom- andi áhrifum. Ég er smeykur um það, einkum í sambandi við ýmis „fár“ sem hafa komið upp á undanförnum árum. En þetta verðum við að búa við því við höfum e.t.v. ekki tek- ið réttan pól í hæðina og kennt krökkunum að umgangast hlut- ina á réttan hátt. Fullorðna fólkið kann ekki heldur sjálft að umgangast alla hluti rétt og að bregðast rétt við öllu, og getur því ekki leiðbeint. En mesta breytingin er á þjóðfélaginu í heild og allir þeir mörgu og miklu möguleikar sem standa opnir í dag; íþróttir, félagslíf og ótal margt annað. Áður fyrr var sjald- gæft að krakkar færu í löng ferða- lög og þyrftu t.d. að skreppa til Reykjavíkur á miðjum vetri. Það þurfti jarðarför eða annan meiri- háttar atburð til að slíkt gerðist, að ég tala nú ekki um að hringt væri í skólann og spurt hvort barnið gæti fengið frí, fjölskyldan væri að fara til Kanaríeyja! Ef slíkt hefði gerst hefði legið við að maður hefði dottið niður dauður af undrun! Nú gerist þetta á hverjum vetri, því fólk vinnur svo mikið á sumrin að það notar gjarnan veturinn til að fara í frí til heitari landa, að ég nú ekki tali um ferðir til Reykjavíkur. Þetta finnst mér bera vott um velmeg- un.“ Gildismat barna breytist meö breyttu þjóðfélagi - Hefur gildismat barna og ungl- inga á hlutunum breyst mikið í áranna rás? Telja börnin greinar eins og ljóðalestur, bókmenntir og söng vera eins mikils virði og áður? „Þetta er nokkuð erfið spurning. Við kennararnir höfum stundum verið að ræða um kunn- áttu í stafsetningu, og við leyfum okkur að halda að unglingar í dag lesi afskaplega lítið af bókum. Ég hef á tilfinningunni að þetta sé að fara illa með stafsetningarkunn- áttu barnanna. Margir krakkar eru bókstaflega hættir að lesa bækur, og sem dæmi um þetta er .athugun, sem einn kennari gerði eftir jólin um það hversu margir nemendur í 8. bekk höfðu lesið bók um hátíðina. Ég hef töluna ekki á hraðbergi en það var með ólíkindum hversu fáir nemendur höfðu lesið bók um jólin. Margir krakkar lesa ekki aðrar bækur en þær sem þeir eru neyddir til að lesa í sambandi við skólann og námið þar. Þessir krakkar horfa á sjónvarp eða myndbönd eða fara í tölvuleiki. Gildismatið hefur því breyst, álít ég. í þessari stofnun verðum við reyndar ekki vör við mjög slæma umgengni, eins og sums staðar kemur fyrir, en þó ber allt- af eitthvað á minni skemmdar- verkum eða spjöllum á hlutum. Álit mitt er það að börnin í skólanum séu vel upp alin frá for- eldranna hendi, a.m.k. kvarta ég ekki um slíkt.“ - Viltu segja eitthvað að lokum? „Ég á nú frekar erfitt með að tína af mér gullkorn, en ég vil segja að mig langar afskaplega mikið til að farið verði að hefja framkvæmdir við stjórnunarálmu skólans. Það er mikilvægt atriði, því þegar við erum búnir að fá bæði stjórnunarálmu og sundlaug verður Glerárskóli geysilega góð stofnun að vinna í fyrir börn og kennara. Varðandi starfsfólk þá vil ég segja að ég er þakklátur því sam- starfsfólki sem ég hef starfað með um dagana. Að vísu hefur það verið erfitt hversu ör kennara- skipti hafa orðið hérna, en undanfarin tvö ár hefur skólinn haft afskaplega gott starfsfólk, sem ég mun sakna mikið því sumt af því er á förum. í þessu sambandi get ég nefnt þá stað- reynd að upp er komin stétt farandkennara hér á landi, sem stoppar stutt á hverjum stað. En í heildina er ég bjartsýnn á framtíð skólans og ánægður með það starf sem hér hefur verið unnið.“ EHB Unnið við uppsetningu Ijóskastara fyrir sýninguna í íþróttahúsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.