Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 11
íþróffir .24„mars 1988- X>AGJL|fl -,11 Knattspyrna: ,UMF. Framtíð og Arroðinn sameinast Ungmennafélögin Framtíð og Árroðinn í Eyjafirði ætla að leika saman undir merki íslandsmótið í bekkpressu íslandsmótið í bekkpressu fer fram í Æfingastöðinni í Engi- hjalla í Kópavogi á laugardag og hefst kl. 16. Þrír Akureyringar taka þátt í mótinu, þeir Kári Elíson, Krist- ján Falsson og Rúnar Friðriks- son. Allir bestu kraftlyftinga- menn landsins verða með í mót- inu og því má búast við hörku- keppni. Kári Elíson er núverandi hand- hafi íslandmeistaratitilsins í bekkpressu en ljóst er að það verður erfitt fyrir hann að halda titlinum. UMSE-b í 4. deildinni í knatt- spyrnu í sumar. Árroðinn hef- ur leikið í 4. deildinni undan- farin ár en UMF. Framtíð hef- ur ekki tekið þátt í deilda- keppninni. UMSE-b leitar nú logandi ljósi að þjálfara fyrir komandi keppn- istímabil en það hefur ekki geng- ið allt of vel til þessa. En vel kemur til greina að ráða þjálfara sem einnig leiki með liðinu. Félagið hefur ekki enn hafið æfingar að neinu marki en um leið og gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara, verður byrjað af fullum krafti. UMSE-b leikur í D-riðli 4. deildar í sumar ásamt HSÞ-b í Mývatnssveit, Æskunni á Sval- barðsströnd, Eflingu í Reykja- dal, Vask á Akureyri, íþróttafé- laginu Neista á Hofsósi og Kor- máki á Hvammstanga. Keppni í deildinni hefst 28. maí og þá mætast í 1. umferð Æskan og Vaskur, UMSE-b og Neisti og HSÞ-b og Kormákur. Tckst Kára Maríssyni þjálfara Tindastúls aú leiða lið sitt til sigurs í 1. deild- inni? Annar ráðinn David Barnwell golfkennari GA hefur ráðið sér til aðstoöar enskan golfkennara og mun hann hefja störf hjá GA um miðjan næsta mánuð. Sá heitir Peter Stacey og þykir nokkuð snjall í sínu fagi. Kylfingai í GA æfa af fullum krafti í Stefnishúsinu að Óseyri 2 en þar fékk Barnwell inni. þjálfari til GA Nokkrar breytingar hafa orðið á æfingatímum yngstu kylfinganna og eru þær þessar: Á mánudögum á milli kl. 16-17 eru æfingar fyrir 12 ára og yngri. Á sama tíma á miðvikudögum æfa byrjendur 12 ára óg eldri og á sama tíma á föstudögum er æfing fyrir þá sem lengra eru komnir í n Bikarmót SKÍ: Keppt á Dalvík og Siglufirði - í alpagreinum, göngu og stökki Um helgina fer fram á Dalvík, Visa-bikármót SKÍ í flokki fullorðinna. Keppt verður bæði í svigi og stórsvigi og er þetta jafnframt síðasta bikar- mót fyrir sjálft landsmótið. Guðmundur Björnsson og félagar í Þór sækja Keflvíkinga heim á sunnudag. Keppni í ún/alsdeild lýkur á sunnnudag: Þór sækir ÍBK heim Daníel Hilmarsson keppir á hcima- velli um helgina. Tindastóll frá Sauðárkróki get- ur tryggt sér sigurinn í 1. deild Islandsmótsins í körfuknattleik annað kvöld og um leið unnið sér sæti í úrvalsdeild að ári. En þá fær liðið UIA í heimsókn í síðasta leik liðanna. Keppni í 1. deildinni lýkur um helgina með fjórum leikjum. Tveir þeirra fara fram annað kvöld, Tindastóll og UÍA leika á Króknum og ÍA og HSK á Akra- nesi. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. Á laugardaginn leika síðan Mjög gott skíðafæri hefur ver- ið í Böggvisstaðafjalli að undan- förnu og hafa Dalvíkingar kunn- að vel að meta það og fjölmennt í fjallið. Allir bestu skíðamenn landsins mæta til leiks á Dalvík og verður fróðlegt að fylgjast með þeim Daníel Hilmarssyni og Ingigerði Júlíusdóttur á heima- velli. Það verður einnig mikið um að vera á Siglufirði um helgina en þar fer fram bikarmót í göngu og stökki um helgina. f flokki full- orðinna verður keppt í 15 km göngu með frjálsri aðferð og 10 km göngu með hefðbundinni aðferð. Þá verður einnig keppt í göngu með hefðbundinni aðferð í flokki unglinga. Og samkvæmt mótaskrá SKÍ verður einnig keppt í stökki á Siglufirði. UMFS og ÍS í Borgarnesi og Léttir og Reynir í Reykjavík. Tindastóll þarf að vinna leik- inn annað kvöld og ef það tekst ekki, þarf liðið að leika aukaleiki gegn Þór um sæti í úrvalsdeild, svo framarlega sem ÍS vinni Skallagrím. ÍS hefur bestu stöð- una úr innbyrðisleikjunum við Tindastól og UÍA og þó svo að UÍA vinni Tindastól, lendir það engu að síður í þriðja sæti, svo framarlega sem IS vinni Skalla- grím. Keppni í úrvalsdeildinni í körfubolta lýkur á sunnudag- inn en þá fara fram fjórir síð- ustu leikirnir. Framundan er síðan úrslitakeppni fjögurra efstu iiðanna. Njarðvíkingar Stólarnir ætla sér ekkert annað en sigur í leiknum annað kvöld og eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta í höllina á Króknum og hvetja þá til dáða. hafa þegar tryggt sér ú'rvals- deildartitilinn. Auk Njarðvíkinga, leika Kefl- víkingar, Valsmenn og að öllum Haukar í úrslitakeppninni. Haukar hafa hlotið 18 stig og eiga eftir að leika gegn UBK en KR- ingar sem hafa 16 stig mæta Vals- mönnum í síðasta leiknum. Haukar þurfa að vinna UBK til þess að vera öruggir í úrslita- keppnina, svo framarlega sem KR-ingar vinni Valsmenn. Þórsarar sækja Keflvíkinga heim á sunnudagskvöld og Grindvíkingar fá ÍR-inga í heim- sókn. Allir leikirnir hefjast kl. 20. Þórsarar hafa þegar tryggt sér aukaleik um sæti í úrvalsdeild að ári og leika að öllum líkindum gegn Stúdentum. Körfubolti 1. deild: Tekst Tindastól að vinna deildina? Knattspyrna: Efling fær liðsstyrk Eflingu í Reykjadal sem leikur í 4. deildinni í knattspyrnu í sumar, hefur bæst góður liðs- auki fyrir komandi keppnis- tímabil. Þeir Elvar Grétarsson og Jens Sigvarðarson frá Reyni í Sandgerði hafa gengið til liðs við félagið. Elvar lék í marki Reynis í 3. deildinni síðastliðið sumar og Jens sem er einn efnilegasti leikmaður liðsins, fékk að spreyta sig í einum deildarleik. Þá hefur Vilhjálmur Sigmunds- son skipt yfir í Eflingu en hann kemur frá Völsungi. Loks má geta þess að Sigurgeir Stefánsson leikmaður Völsungs, hefur verið orðaður við Eflingu samkvæmt heimildum blaðsins. Hann er mjög sterkur leikmaður og lék m.a. 4 leiki með Völsungi í 1. deildinni á síðasta keppnis- tímabili. Akureyri: Fimleika- sýning - í Höllinni Fimleikaráð Akureyrar gengst fyrir hcljarmikilli timleikasýn- ingu í Iþróttahöllinni á Akur- eyri á laugardag kl. 15. Um 240 börn og unglingar á aldrin- um 5-20 ára munu sýna listir sínar á öllum áhöldum. Einnig murju fimleikastúlkur frá Egilsstöðum koma í heim- sókn og sýna listir sínar í Höll- inni. Miðverö er kr. 200 fyrir full- orðna en kr. 100 fyrir börn. Bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta í Höllina og fylgjast með fimleikafólkinu sýna hvað í því býr. Úrslitakeppni yngri flokka: Leikið um heigina Úrslitakeppni yngri flokka á íslandsmótinu í handknattleik verður fram haldið um helg- ina. Þá verður leikið í 3. og 5. flokki pilta og 3. og 5. flokki stúlkna. Þór á lið í úrslitum í 3. og 5. flokki pilta og 3. flokki stúlkna. Þórsstelpurnar þurfa að fara alla leið til Vestmannaeyja en úrslitakeppni þeirra fer þar fram. Keppni hefst á morgun föstudag og henni lýkur með úrslita- leikjunum á sunnudag. Strákarn- ir í 3. flokki leika í Digranesi í Kópavogi og í Seljaskóla. Keppni hefst annað kvöld en úr- slitaleikirnir fara fram í Digra- nesi á sunnudag. Úrslitakeppni 5. flokks pilta fer fram í KR-heimilinu og að Varmá í Mosfellssveit. Keppni hefst annað kvöld en sjálfir úr- slitaleikirnir fara fram í Selja- skóla á sunnudag. Þá tekur 5. flokkur KA þátt í B-úrslitakeppni um helgina og fer hún fram að Varmá í Mos- fellssveit og stendur fram á sunnudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.