Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 15
24. mars 1988 - DAGUR - 15 t Minning: Jón Jónsson Fæddur 25. maí 1905 - dáinn 21. febrúar 1988 Nú er horfinn mér að eilífu ást- sæll móðurafi minn, Jón Jónsson. Missir minn er mikill, svo og ann- arra er hann þekktu. Afi skipaði stóran sess í lífi mínu. Ekki aðeins sem faðir móður minnar, heldur sem maður er ég bæði virti og dáði. Hann hafði marga þá eiginleika til að bera, sem sjaldan láta annað fólk ósnortið. Það sem einkenndi afa öðru fremur og setti svip á allt hans líf, var lífskraftur hans og vilji. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var unnið með vilja og sannfæringu. Heiðarleikinn var og ávallt í fyrirrúmi hjá honum. Hann stóð fastur á skoðunum sínum og lét þær óhikað í ljós. Starf sitt sem kennari, tók afi mjög alvarlega og þrátt fyrir að hann þætti of strangur á stundum, vann hann hylli og virðingu flestra þeirra er hann kenndi. Þegar ég kynntist afa var hann kominn á efri ár. Hann hafði hætt störfum vegna heilsubrests en í kjölfarið fylgdu róleg ár í ellinni. Hann var þó ekki einsamall, því við hlið hans sat kona hans, Anna Arnfríður Arngrímsdóttir, sem átti með honum níu börn. Á undan starfinu var fjölskyldan það mikilvægasta sem afi átti. En þrátt fyrir að hvort tveggja tæki mikinn hluta tíma hans, sló afi* ekki slöku við í félagsmálum. Hann átti sæti í hinum ýmsu stjórnum og ráðum til fjölda ára. Hann var oddviti hreppsins og varaþingmaður Framsóknar- flokksins, svo eitthvað sé nefnt. Afi var mjög félagslyndur að eðlisfari, enda gestagangur ávallt mikill á heimili þeirra hjóna. Það hryggir mig að ég skuli ekki hafa þekkt afa minn lengur. Að sama skapi gleður það mig aö vita að afi kvaddi þennan heim eftir langa og hamingjusama ævi. Blessuð sé minning þín, afi minn. Helga Björk Eiríksdóttir. Blótnabúðin Laufás auglýsir Munið okkar mil úrval af fermingargjöfunuÍ^ M.a. lampar, skartgripaskrín, styttur og margt fleira. Fermingarkerti og kertastjakar. Servéttur, kerti og kertahringir allt í stíl Afskorin blóm og blómaskreytingar í úrvali. ATH. Höfum opið fermingardagana. Laugard. 26. mars kl. 9-16. Sunnud. 27. mars kl. 9-16. Skírdag kl. 9-16. Laugard. fyrir páska kl. 9-16. Munið! Opið í Sunnuhlíð laugardaga frá kl. 10-16. Blómabúðin Laufás Hafnarstræti 96, sími 24250 Sunnuhlíð, sími 26250. Skólastjóri Staða skólastjóra við grunnskólann á Hólmavík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8. apríl 1988. Nánari upplýsingar gefa Þorkell Jóhannsson skóla- stjóri í síma 95-3129 og 95-3123 og Stefán Gísla- son, sveitarstjóri í síma 95-3193 og 95-3112. Skólanefnd Hólmavíkurskóla. AKUREYRARBÆR Starfsfólk óskast Dvaiarheimiliö í Skjaldarvík auglýsir eftir starfs- manni til ræstinga, 70% vinna. Vegna veikinda vantar einnig í afleysingar í borð- stofu, vinnutími frá kl. 16-21. Upplýsingar um störfin gefur hjúkrunarforstjóri í síma 23174 eöa 21640. Upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. BILASYNING X NÝIR FRÁ ISUZU Isuzu WFR Sendibfll Isuzu NPRVörubifreið ISUZU Fyrir sendibilstjóra, fyrirtæki og jeppaáhugamenn Isuzu WFS 4x4 Sendibfll með aldrifi.Bensín - dísil Isuzu WFR7 sæta Lúxusvagn með dísilvé Isuzu TrooperS dyra LS með nýrri aflmikilli 2,6 ltr. bensínvél Váladeild KEA Óseyri 2 Akureyri • Símar 21400 og 22997. Verið velkomin og kynnist frábærum bílum frálsuzu kl.13 til 17 laugardag og sunnudag Isuzu Trooper 3ja dyra Ifjpl ö) -w. m \\ CFTIR flRTHUR ÍTIILLGR Leikstjóri: Theodór Júlíusson. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Föstud. 25. mars kl. 20.30. Laugard. 26. mars kl. 20.30. MIÐASALA SlMI 96-24073 l£IKF€LAG AKURGYRAR Borgarbíó Alltaf nýjar myndir Slys gera ekki££> boo a undan serlu-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.