Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 24.03.1988, Blaðsíða 16
 ONY-FLEX Akureyri, fímmtudagur 24. mars 1988 íþróttahöllin: Skósyllan er ekki notuð - segir Ágúst Berg, húsameistari VATNS- KASSA- HOSUR þÓRSHAMAR HF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 ,Iþróttahöllin var hönnuð og byggð þannig að í svokölluðum „óhreina“-gangi á neðri hæð- inni, sem liggur eftir endilöngu húsinu, er upphækkuð sylla. Ætlast var til þess að þeir sem ganga um búningsklefa hússins noti þessa syllu fyrir skóna sína,“ sagði Ágúst G. Berg, húsameistari Akureyrarbæjar og einn af hönnuðum íþrótta- hallarinnar í bænum, en und- anfarið hefur Iþróttahöllin og umgengni um hana verið nokkuð til umræðu. Ágúst sagði, að beiðni hefði borist frá íþróttaráði um að láta sotja upp 3 skóhillur í forstofu hússins, en hingað til hefðu starfsmenn íþróttahallarinnar fylgt þeirri reglu að láta nemend- ur og íþróttafólk klæða sig úr skónum í forstofunni, en þar er stundum aragrúi skópara og umgengni því erfið. Pessi regla hefur verið í gildi Fyrsta Akureyri: kúluhús- ið væntanlegt? Bygginganefnd Akureyrar hef- ur borist umsókn um lóðina Einholt 26, til að byggja á kúlu- hús. Það er Oli Þorsteinsson, búsettur í Reykjavík, sem sæk- ir um leyfi fyrir þessu fyrsta kúluhúsi á Akureyri. Bygginga- nefnd frestaði afgreiðslu um- sóknarinnar. Óli óskar eftir að byggingar- reitur ióðarinnar verði 22x22 metrar, fyrir kúluhús sem yrði 22 metrar í þvermál. Gert er ráð fyr- ir að hæð hússins verði 6-8 metrar en þó verði það aðeins á einni hæð. Þessuin atriðum var vísað til skipulagsnefndar sem sam- þykkti byggingu hússins fyrir sitt leyti. Óli sagði í samtali við Dag að teikning hússins myndi fara af stað strax ef umsóknin yrði afgreidd jákvætt. „Þetta eru mun „praktískari" hús en önnur,“ sagði Óli um ástæðuna fyrir því að hann vildi byggja hús af þess- ari gerð. Ef ekki fæst leyfið þá hyggst Óli reisa sér hús í Reykja- vík. . ET árum saman þrátt fyrir skósyll- una í ganginum, að sögn Ágúst- ar. Hann sagðist hafa spurst fyrir um hverju það sætti að syllan væri ekki notuð og hefði fengið þau svör að slíkt hefði verið reynt í fyrstunni en hætt var við það vegna örtraðar í dyrum í norður- enda gangsins. „Ég vil benda á að forsendur hafa breyst eftir að malbikað plan og stéttar komu á lóðina, þá ætti minna að berast inn. Mörg niðurföll eru í óhreina ganginum og auðvelt er að spúla hann eða hreinsa á annan hátt,“ sagði Ágúst. Húsameistari sagði að lokum að menn þyrftu að kynna sér þetta og fleiri hluti áður en þeir dæmdu um hönnun slíkra mann- virkja. „Skóhillur voru á áætlun hjá okkur í fyrra en þá var ákveð- ið að fara í framkvæmdir við kjallara hússins sem reyndust kostnaðarsamar, og því sátu skóhillur og margt annað á hak- anum svo framúrkeyrsla yrði ekki meiri en hún varð,“ sagði Ágúst. Aðalsteinn Sigurgeirsson, starfsmaður Hallarinnar, sagði sitt álit vera að óheppilegt væri að nota sylluna fyrir skó, því fólk myndi í mörgum tilvikum ekki fara eftir umgengnisreglum og fara inn í húsið á skónum. Óhreinindi myndu berast inn í búningsklefa vegna nálægðar við ganginn, „en við leggjum mikla áherslu á þrifnað. Skóhillur í for- stofu hafa verið á dagskrá í lang- an tíma“. EHB Þarna á að geyma skóna, segir húsameistari. Mynd: TLV Þingeyjarsýslur: Verða þrjú kaupfélög sameinuð? „Eg hef sagt að menn kunni að sjá ákveðna hagkvæmni í sam- starfi eða jafnvel sameiningu þessara þriggja kaupfélaga, bæði hagkvæmni í versluninni og ekki síst í sláturhúsa- rekstri,“ sagði Hreiðar Karls- son, kaupfélagsstjóri á Húsa- vík, en undanfarið hefur heyrst að verið væri að kanna mögu- leika á sameiningu eða nánu samstarfi þriggja kaupfélaga í Þingeyjarsýslum. Kaupfélögin, sem hér um ræðir, eru Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík, Kaupfélag Langnes- inga á Þórshöfn og Kaupfélag Norður-Þingeyinga, sem hefur aðsetur á Kópaskeri og Raufar- höfn. „Menn ætla sér að skoða þessi mál í fullri alvöru, en sú skoðun er öll á frumstigi og ekki mikið um hana að segja,“ sagði Hreið- ar. Þórólfur Gíslason, núverandi kaupfélagsstjóri á Þórshöfn, mun taka við kaupfélagsstjórastöðu Kaupfélags Skagfirðinga innan skamms, en Ólafur Friðriksson kaupfélagsstjóri KS mun veita verslunardeild SÍS forstöðu. En er rekstrarstaða Kaupfélags Þingeyinga erfið um þessar mundir? „Auðvitað er það vitað mál að rekstrarstaða dreifbýl- isverslunar og sláturleyfishafa er erfið í dag, og að meðaltali er rekstrarstaða KÞ erfiðari en undanfarin ár. Ég þykist sjá fram á verulegan hallarekstur fyrir síð- asta ár,“ sagði Hreiðar, en árs- reikningar KÞ munu liggja fyrir snemma í vor eða í byrjun maí- mánaðar. EHB Nær aldargamalt grunnskólahús: Viðhaldsfrekt og illnotandi segir formaöur skólanefndar Siglufjarðar „Húsnæðisvandi grunnskólans er mál sem búið er að brenna á okkur nokkuð iengi. Við erum með hús sem byggt er fyrir aldamót og er auðvitað orðið viðhaldsfrekt og illnotandi,“ sagði Einar M. Albertsson for- maður skólanefndar Siglu- fjarðarbæjar er hann var innt- ur eftir húsnæðismálum grunn- skólans á Siglufirði. Fyrir skömmu var haldinn fundur skólanefndar með bæjar- ráðsmönnum, fulltrúum Kenn- arafélags grunnskólans, fulltrú- um foreldrafélags grunnskólans, fulltrúum kennara í skólanefnd, bæjarstjóra og fleirum. Rætt var um húsnæðismál grunnskólans og kom fram á fundinum að núver- Húsavík: fyrir VerkaSýðsíáSagiö spyreí um lóðir í miðbænum Verkalýðsfélag Húsavíkur hef- ur sent bygginganefnd bréf þar sem spurt er um hugsanlegar lóðir til að byggja á skrifstofu- hús fyrir félagið. Fram kemur að félagið hefur hug á lóð sem næst „miðju“ bæjarins. Sér- staklega var spurt um lóð milli aðalbyggingar Kaupfélags Þingeyinga og Olíusölu KÞ. Fyrirspurn verkalýðsfélagsins var tekin fyrir á fundi bygginga- nefndar í síðustu viku. Bygginga- nefnd vísar verkalýðsfélaginu á lóðir á nýja miðbæjarsvæðinu milli Útgarðs og Pálsgarðs. í svari nefndarinnar kemur fram að ekki er um að ræða að úthluta lóð milli Olíusölu KÞ og aðalversl- unarhúss KÞ, nema að endur- skoða skipulag í miöbænum og lóðamál Kaupfélags Þingeyinga. Á fundi bygginganefndar var samþykkt að setja lóðarhöfum við Héðinsbraut, Garðarsbraut og Mararbraut tímamörk um að ganga frá lóðum sínum við þessar götur, að öðrum kosti missi lóð- arhafar þær. IM andi húsnæði væri orðið svo gjörsamlega ónýtt að börnin væru ísköld og gluggarnir héldu hvorki vatni né vindi. Húsgögnin væru auk þess ekki til að bjóða nemendum. Hluti húsnæðis grunnskólans var byggður fyrir síðustu aldamót og ljóst að slíkt hús getur ekki staðist kröfur nútímans. Nú eru um 300 nemendur í grunnskóla Siglufjarðar og eru neðri deildir skólans í gamla hásnsðir.u. „Árgangarnir eru svo smáir núna að þess vegna hefur ekki verið þröngt á nemendum. Húsið er á þremur hæðum og stigar þröngir og það sem verst er að kennarar og nemendur standa bókstaflega í vindgusti þegar hvasst er sökum þess hve slæmt húsið er,“ sagði Einar. í haust þegar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga komust í hámæli ýtti skóla- nefnd á eftir að bygging skólahússi kæmist inn á áætlanir ríkisins áður en breytingarnar kæmust í framkvæmd. Ekkert varð þó úr því og var fundurinn með aðilum á Siglufirði hugsaður til þess að ýta á eftir gangi málsins. Einar sagðist eiga von á að næsta skref verði að skólanefnd leggi ákveðnar tillögur um bygg- ingu skólahúss fyrir bæjarstjórn. Skólanefnd kemur saman til fundar á ný í vikunni og verða þessi mál þar rædd. JÓH ÖSaísfjarðarmúii: Grjót féll á bíl Við lá að slys hlytist af, þegar grjótskriða féll á bíl sem var á leið frá Ólafsfirði um Ólafs- fjarðarmúlann. Miklar leysing- ar eru nú í Múlanum og því á ýmsu von. Stór grjóthnullungur féll á framrúðu bílsins og mun það hafa orðið ökumanni til happs að rúðan er úr tvöföldu öryggisgleri en ekki svokölluðu perlugleri. Talsvert féll á bílinn af smærri steinum og skemmdist hann nokkuð. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.