Dagur - 29.03.1988, Side 21
29. mars 1988 - DAGUR - 21
af erlendum vetfvangi
Ingrid Anker Wolff með synina tvo, Kristian og Henrik.
Anker og með honum eignaðist
hún þrjár dætur, Margit, Kristen
og Hanne sem nú eru 24, 22 og 20
ára.
Leif var flutningabílstjóri og
var í langkeyrslum.
- Margir ökumenn lifa lífi sem
ekki er heilsusamlegt. Þeir sitja
kyrrir kílómetra eftir kílómetra
og borða oft óhollan mat. Þetta
tel ég vera það sem varð Leif að
bana, segir Ingrid.
Hann var að aka í gegnum
Þýskaland þegar hann lést. Hann
hafði staðnæmst við verksmiðju
og allt í einu leið honum eitthvað
illa. Hann ákvað að halda kyrru
fyrir um stund og sjá til hvort
þetta léti ekki undan. En eftir
stutta stund var hann látinn, hann
hafði fengið blóðtappa í hjartað.
Leif náði því ekki einu sinni að
verða fertugur.
- Þetta var erfitt. Ég var orðin
ein með þrjár dætur á unglings-
aldri og undir belti bar ég lítinn
dreng, óskabarn sem við höfðum
hlakkað til að eignast.
Þegar Henrik fæddist saknaði
Ingrid Leifs. Hún trúði því ekki
að hún ætti nokkurn tíma eftir að
lenda í öðru eins.
Eg var svo hamingjusöm
En lífið hélt áfram. Dæturnar elt-
ust og urðu ástfangnar. Ein
þeirra kom heim með kærasta,
sem átti „stóran“ bróður, sem var
19 árum eldri og hét Kenny.
- Já, það var í gegnum dóttur
mína sem ég kynntist Kenny. í
byrjun var það bara venjulegur
kunningsskapur en síðar varð
hann að ást. Kenny flutti til mín
og þegar sá litli var væntanlegur
ákváðum við að gifta okkur. Við
vorum svo hamingjusöm. Þetta
var næstum of gott til að vera
satt, segir Ingrid og bros hennar
er biturt.
Kristian litli truflar nú frásögn-
ina. Hann er svangur eins og ung-
barna er siður. Þegar pelinn hef-
ur verið velgdur og Kristian
satt sárasta hungrið, ropar hann
og sofnar síðan sæll og glaður, en
móðir hans heldur áfram með
frásögnina.
Við Kenny giftum okkur í
nóvember 1986. Það átti að ger-
ast í kyrrþey en nágrannar okkar
komust að því daginn áður. Þeir
gerðu okkur daginn ógleyman-
legan. Ég var svo hamingjusöm.
Aðeins 14 dögum síðar var allt
búið . . .
Kenny kom ekki heim
Sunnudaginn 6. des. var Kenny á
æfingu hjá heimavarnarliðinu.
Hann átti íbúð í Sónderborg og
þar stundaði hann sínar æfingar.
- Kenny fékk yfirleitt far með
einhverjum til Sónderborg, en
þar geymdi hann bílinn sinn.
Þeim seinkaði eitthvað en um kl.
18.30 hringdi hann og sagði vera
að leggja af stað heim. Klukku-
tíma síðar mætti Kenny mannin-
um sem var að flýta sér það mikið
að hann sinnti engum umferðar-
reglum.
Heima beið Ingrid og hugsaði
með sér að nú hlyti Kenny að
fara að koma. Hún þráði hann og
Henrik litli hlakkaði líka til að fá
hann heim. Henrik hljóp um og
fór út í dyr í hvert skipti sem
hann þóttist heyra í bíl.
En á regnvotum veginum hafði
orðið óhapp, Kenny var allur.
Heimurinn hrundi
í annað sinn
Ingrid fór að verða óþolinmóð,
það var það langt um liðið frá því
að Kenny hringdi heim. Veðrið
var að vísu slæmt og því ekkert
óeðlilegt að hann væri eitthvað
lengur en venjulega.
Mínúturnar snigluðust áfram
og urðu að klukkutímum. Þegar
fór að líða á kvöldið var Ingrid
orðin miður sín af áhyggjum.
Hún háttaði Henrik, sem einnig
var miður sín. Um miðnættið
hringdi hún síðan til lögreglunnar
í Sönderborg og kannaði hvort
þeir vissu til að það hefði orðið
slys.
E.t.v. fann Ingrid það á sér að
lögregluþjónninn vissi eitthvað,
en hann bað bara um heimilis-
fangið hjá henni og símanúmerið
hennar.
Andartaki síðar hafði hann
samband við starfsbræður sína í
Haderslev og vað þá að heim-
sækja aumingju nýgiftu konuna í
Hyrup og segja henni á eins nær-
færinn hátt og þeim væri unnt að
maðurinn hennar hefði látist í
umferðarslysi.
Ingrid sem loks var farin að líta
björtum augum á lífið eftir fyrri
reynslu varð á ný fyrir áfalli.
- Að sjálfsögðu varð ég
örvingluð, en ég á bágt með að
lýsa því sem gerðist innra með
mér. Mér þótti þetta svo óskap-
lega sárt.
Morguninn eftir varð Ingrid að
fara til að bera kennsl á líkið. Því
miður þá var þetta hann, á því
lék enginn vafi.
Niðurbrotin
Sl. vor fékk Ingrid alvarlegt
taugaáfall, sérstaklega var mars
henni erfiður en þá var hún alveg
komin að því að fæða.
- Dætur mínar reyndust mér
einstaklega vel. Sú elsta var hjá
mér þegar ég átti og við glödd-
umst þegar við sáum að Kristian
var heilbrigður og rétt skapaður.
Eftir stutta stund bætir hún við:
- En það var að vísu aðeins
hálf gleði. Mig vantaði Kenny.
Það er ekki hægt að segja að
lífið sé orðið hversdagslegt aftur.
Ingrid á erfitt með að sætta sig
við hið liðna. Tilgangsleysið við
dauða Kennys nagar hana. Þess
vegna hefur hún sagt sögu sína.
Hún vill fá alla til að hugsa sig um
áður en þeir setjast undir stýri.
Takist það er dauði Kennys e.t.v.
ekki til einskis.
(Fam. Jour. Þýti -ám).
Ingrid með myndir af eiginmönnunum sem hún missti.
Hugsið
áður enþað
verðurofsdnt!
Örlögin hafa leikið Ingrid
Anker Wolff einstaklega grátt.
Tvívegis, með fárra ára milli-
bili, hefur hún hlakkað til að
eignast barn með þeim sem
hún elskaði. í bæði skiptin lét-
ust eiginmenn hennar á meðan
hún gekk með börnin.
Ingrid Anker Wolff var sem í
leiðslu, niðurbrotin og vantrúuð
þegar hún hlýddi á það sem lög-
reglumennirnir ungu höfðu að
segja henni. Stuttu áður hafði
hún hringt á lögreglustöðina í
Spnderborg ttil að grennslast fyr-
ir um manninn sinn. Varðstjór-
inn hafði litlu svarað og aðeins 20
mínútum síðar stóðu tveir lög-
regluþjónar í stofunni hjá henni
og reyndu að segja henni sann-
leikann á eins nærfærinn hátt og
þeir mögulega gátu.
Það liðu nokkur löng og erfið
aúgnablik áður en blákaldur
sannleikurinn rann upp fyrir
Ingrid: Kenny var látinn. Á leið-
inni heim af varnarliðsæfingunni
lenti hann í árekstri við bíl sem
var á röngum vegarhelmingi og
lé.st á staðnum.
, Kenny var látinn eftir aðeins
14 daga hjónaband. Hún átti
aldrei eftir að sjá hann á lífi.
Undir brjósti sér bar hún barnið
þeirra, sem þau höfðu hlakkað
svo mikið til að eignast.
- Það var eins og allt væri
búið. Það var enginn möguleiki
að skilja þetta. Það var jafnvel
ennþá ómögulegra fyrir mig að
skilja að örlögin lékju mig svona
grátt aftur. Nokkrum árum áður
hafði ég misst fyrri manninn
minn á meðan ég gekk með
Henrik sem nú er átta ára.
Ingrid situr í stofunni sinni í
Hyrup við Toftlund og ræðir um
sorg sína og óhamingju. Hún seg-
ir sögu sína vegna þess að hún vill
veita öðrum innsýn í hve hræði-
legt það er þegar fjölskyldur
verða fyrir tilgangslausu óláni.
Kenny varð ekki nema 44 ára,
vegna þess að hann lenti í
árekstri við eldri mann á bíl sem
var að fara fram úr öðrum bíl þar
sem það var bannað. Sá sem slys-
inu olli slapp með skrámur og
ekur nú um eins og ekkert hafi í
skorist.
Föðurlaus í annað sinn
Kristian litli situr í kjöltu Ingrid á
meðan hún segir sögu sína. Hann
er barnið sem Kenny fékk aldrei
að sjá.
Úti leikur Henrik sér en slysið
hafði mikil áhrif á hann. Fáðir
hans lést einnig á meðan hann
var ófæddur og Kenny var í raun
eini pabbinn sem Henrik hafði
átt.
- Þetta er sárt fyrir Henrik.
Það er erfitt fyrir átta ára dreng
að eiga einn daginn móður sem
er hamingjusöm og næsta dag er
hún niðurbrotin manneskja. En
ég get ekki bælt sorgina inni, seg-
ir Ingrid.
Fyrri maður Ingrid hét Leif