Dagur - 30.08.1988, Side 2

Dagur - 30.08.1988, Side 2
2 - DAGUR - 30. ágúst 1988 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skólinn verður settur í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 1. september kl. 10.00 árdegis. Skólameistari. Húsnæði tíl leigu! Nýstandsett 80 fm húsnæði við Skipagötu á Akureyri til leigu. Hentugt fyrir t.d. skrifstofur. AO \^_J GLERAUGNAþJONUSTAN DAVÍÐSSON SKIPAGÖTU 7 - BOX 11 - 602 AKUREYRI - SÍMI 24646 Svalbarðsströndungar í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarfélags Sval- barðsstrandar býður félagið Svalbarðsströndung- um og burtfluttum fyrrverandi félögum til sam- komuhalds sunnudaginn 4. september kl. 20.30. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í símum 24902 Helgi eða 22309 Grímur. Stjórnin. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI Skólaúlpur Stór sending af skólaúlpum var að koma til okkar. Margar gerðir og litir á góðu verði Þær eru öðruvísi. Það eru úlpur sem börnin kjósa sér. Komið meðan úrvalið er mest. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI I;:;IhD;;;Ií TrTTTITT mim I rTtl HH rP Menntaskólinn á Akureyri Öldungadeild Innritun í öidungadeild fer fram á skrifstofu skólans dagana 1.-8. september. Skrífstofan er opin frá kl. 8-15 virka daga. Auk þess verður kennslustjóri til viðtals á skrifstof- unni frá kl. 17.30-19.00 þessa daga. Við innritun skal greiða innritunargjald kr. 6.200.- Sérstök athygli skal vakin á því að fáist næg þátttaka verður nemendum framvegis gefinn kostur á námi á ferðamálabraut auk náms á hefðbundinni mála- braut. Skólameistari. Samstarf fvTÍrtækja - Fyrirlestur á Hótel KEA á vegum Iðnþróunarfélags Eyjaíjarðar í sambandi við ráðstefnu nor- rænna iðnráðgjafa, Þemafundur ’88 (Idebörs ’88), sem haldinn verður á Akureyri 1.-3. septem- ber, og aðalþema er samstarf fyr- irtækja, mun Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. standa fyrir fyrir- lestri um sama efni. Eftirfarandi efni verða rædd: - Af hverju samstarf? - í hverju er samstarf fólgið? - Hvað mælir með og hindrar samstarf? - Eru það aðrir aðilar en fyrir- tækin sjálf sem geta tekið þátt í samstarfi? - Dæmi um tvö vel heppnuð samstarfsverkefni í Noregi. Fyrirlesturinn er ölium opinn, en einkum ætlaður forráðamönn- um fyrirtækja og sveitarstjórn- armönnum. Hann verður haldinn á Hótel KEA laugardaginn 3. september kl. 14-16. Innritun á námskeiðið fer fram á skrifstofu Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. að Glerárgötu 30, sími 26200 fyrir 31. ágúst. Þeir grípa gæsina meðan hún gefst. Mynd: TLV Gæsaveiðitímabilið hafið: Mikið af gæs í haust Fyrirlesari er Sven Erik Öst- engen, Noregi. Hann hefur tutt- ugu ára reynslu í ráðgjöf við minni fyrirtæki í gegnum starf sitt hjá Norsku iðntæknistofnun ríkisins og hefur verið deildar- stjóri hjá INKO-þjónustunni síð- astliðin fjögur ár. Hann hefur m.a. leiðbeint á kennslufræði- námskeiði á vegum Fræðslumið- stöðvar iðnaðarins. Þórshöfn: Unnið að gatnagerð og jarðvegs- skiptum í sumar hefur mikið verið unn- ið að gatnagerðarmálum á Þórshöfn, aðallega að jarð- vegsskiptum og holræsalögn- um. Mikill áhugi er meðal ibú- anna um að bundið slitlag verði sem fyrst lagt á götur Þórshafnar. Daníel Árnason, sveitarstjóri, sagði að undirbúningsvinna við jarðvegsskipti og holræsagerð hefði reynst tímafrekari og viða- meiri en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. Þá tafðist verkið m.a. vegna þess að sprengja þurfti klappir undir vegarstæðum og tókst því ekki að leggja bund- ið slitlag á eins stóran hluta gatnakerfisins og áætlað var í vor. Að sögn Daníels hefur þegar verið skipt um jarðveg í u.þ.b. helmingi gatnakerfis Þórshafnar og verður reynt að ljúka verkinu næsta sumar. Áfram verður hald- ið við framkvæmdirnar í haust. EHB Gæsaveiðitímabilið hófst síð- astliðinn Iaugardag og þá héldu allir helstu veiðimenn landsins af stað með byssu um öxl í leit að bráð. Að sögn kunnugra er töluvert mikið af grágæs hér norðanlands en hún er frekar mögur ennþá. Lítið er veitt af heiðagæsinni en samkvæmt upplýsingum blaðsins er mjög mikið af henni inni á hálendi. „Það er mikið af gæs í haust og varpið virðist hafa tekist vel. Gæsin er ekki komin mikið niður á túnin ennþá, hún er mikið í berjunum á þessum árstíma og ekki síst þegar tíðin er svona góð,“ sagði Hermann Brynjars- son í versluninni Eyfjörð á Akur- eyri í samtali við Dag. „Nokkrar af gæsunum voru lengi í sárum og t.d. voru gæsir sem eru mikið á vatnasvæðum og við ár, ennþá í sárum þegar veiði- tímabilið hófst á laugardaginn.“ Hermann sagði að verslunin hefði selt mikið af byssum á þessu ári og það stafaði m.a. af þvfaö fellt var niður 30% vörugjald af byssum og skotfærum og eins voru fluttar inn byssur af ákveð- inni gerð á mjög góðu verði. „Sönn gæsaskytta notar ein- göngu haglabyssu við veiðarnar og skýtur á flugi og það er m.a. það sem við í skotveiðifélaginu erum að reka áróður fyrir, þ.e. bættri veiðimenningu," sagði Hermann ennfremur. -KK Akureyri: Grunnskólar að heljast Grunnskólar á Akureyri hefj- ast þriðjudaginn 6. september að sögn Ingólfs Ármannssonar skóla- og menningarfulltrúa Akureyrar. Forskóladeildirnar munu þó byrja eitthvað seinna. Nemendur í grunnskólum á Akureyri verða um 2500 í ár. „Það eru þó alltaf nokkrar sveifl- ur þannig að endanlegar tölur liggja ekki fyrir fyrr en í lok sept- ember þegar skólarnir eru komn- ir af stað,“ sagði Ingólfur. Hann sagði töluna 2500 hafa verið gegnumgangandi síðastlið- in ár en þó hefði fækkað nokkuð frá því í fyrra því einhver stærsti árgangur sem verið hefði í grunn- skólunum hefði farið út í vor. „Þessi árgangur var í 9. bekk í fyrra og veldur núna vissum erf- iðleikum í framhaldsskólunum,“ sagði Ingólfur. KR Verðstöðvun út september - Engar launahækkanir á fimmtudaginn Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum á föstudagskvöld að fresta fyrirhuguðum launa- og búvöruhækkuuum sem taka áttu gildi á fimmtudaginn. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðið almenna verðstöðvun til loka septembermánaðar. í frétt frá ríkisstjórninni segir að þessum aðgerðum sé ætlað að skapa svigrúm til athugunar og undirbúnings aðgerða sem miða að því að treysta rekstrargrund- völl útflutnings- og samkeppnis- greina atvinnulífsins og hemja verðbólgu. í því sambandi er nú sérstaklega unnið að könnun á niðurfærslu verðlags, vaxta og launa, m.a. með viðræðum við aðila vinnumarkaðarins. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta hækkun launa og búvöruverðs og að grípa til almennrar verðstöðvunar hefur í fór með sér að mjög mun draga úr verðbólgu þegar í september. Þessi lækkun verðbólgu skapar skilyrði fyrir 10-20% lækkun nafnvaxta þegar í byrjun næsta mánaðar og enn frekari lækkun síðar. Ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að fela Seðlabankanum í sam- ráði við viðskiptaráðuneytið að hefja viðræður við innlánsstofn- anir. AP

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.