Dagur


Dagur - 30.08.1988, Qupperneq 3

Dagur - 30.08.1988, Qupperneq 3
30. ágúst 1988 - DAGUR - 3 Eggjadeilan: Ekkert til í ásökununum - segir Jónas Halldórsson formaður Félags eggja- og kjúklingaframleiðenda Nýlega kærðu Neytendasam- tökín eggjaframleiðendur til Verðlagsráðs fyrir ólöglegt verðsamanráð. Jónas Hall- dórsson formaður Félags eggja- og kjúklingaframleiðenda seg- ir ekkert til í þessum ásökun- um. Jónas sagði þetta ekki vera í fyrsta skipti sem eggjafram- leiðendur væru kærðir af Neyt- endasamtökunum því slíkt hið sama hefði gerst í fyrra. „Auðvit- að hækkar allt eftir gengisfelling- ar og verðbólgu í landinu. Þar sem ekki er langt síðan gengis- felling var hækka hlutirnir með styttra millibili en ella. Það er ekkert samráð haft með verðið því það hækkar kannski einhver stórframleiðandi og þá þurfa hin- ir minni auðvitað að fylgja á eftir þar sem hraðinn er orðinn svona mikill," sagði hann. „Það ruglar fólk líka í ríminu núna að fyrir ári var geysilegt undirboð á eggjum. Þau voru seld á aðeins þriðjungi þess verðs sem þurfti að fá fyrir þau. Við fengum ekki fyrir nema helm- ingnum af fóðrinu en ekkert fyrir vinnuna og aðra liði. Síðan eru þeir að reikna prósentuna út frá þessu verði og það er afar óheið- arlegt,“ sagði Jónas. „Eg held þessir menn lesi sam- keppnislögin afturábak. Því sam- kvæmt þeim eiga þau að verja bæði framleiðendur og neytend- ur. Neytendasamtök eru ákaflega nauðsynleg og þarf að vera gott samstarf við þau. En það er alltaf öðru hvoru gert eitthvað til að spilla því, kærur og slíkt. Ég sé því ekki að þeir sem stjórni sam- tökunum núna séu færir um að vera í þeim stöðum. Þeir gera ekkert nema skapa tortryggni og illsku milli framleiðenda og neyt- enda sem er ákaflega slæmt,“ sagði Jónas. Búið er að sækja um verðlagn- ingu hjá sexmannanefnd fyrir bæði egg og kjúklinga en ekkert hefur verið gert í því máli að sögn Jónasar. Hann sagðist þó eiga von á að hún kæmi til afgreiðslu annaðhvort 1. sept- ember eða 1. desember. Eggjaframleiðsla stendur vel í landinu í dag að sögn Jónasar og haldast þar framboð og eftir- spurn í hendur og segir hann verðlagið vera eðlilegt. „Við erum samt lengi að komast upp úr þessari undirboðavitleysu sem við lentum í sl. ár. Það tekur ein tvö ár.“ KR Framhaldsskólinn á Laugum: Færri en vildu fengu skólavist Framhaldsskólinn á Laugum í Reykjadal tekur formlega til starfa 1. sept. nk. og tekur þá við af Héraðsskólanum. Fram- haldsskólinn verður settur 15. sept. 146 nemendur munu stunda nám við skólann í vetur og er hann lullsetinn. Þó nokk- uð mörgum nemendum varð að vísa frá og fleiri kennarar en að komust sóttu um stöður við skólann. Átta sveitarfélög eru þátttöku- aðilar að rekstri Framhaldsskól- ans á Laugum og hann fær til afnota húsnæði Héraðsskólans og Hússtjórnarskólans. Steinþór Þráinsson, skóla- meistari sagði að þar sem um nýj- an skóla hefði verið að ræða hefðu allar stöður verið auglýst- ar, allir kennarar héraðsskólans hefðu sótt um við framhaldsskól- ann og fjórir að auki, en aðeins hefði fjölgað um eina stöðu. í vetur múnu 146 nemendur stunda nám við skólann, það eru 30 fleiri en í fyrra og 50 fleiri en árið þar áður. Þó varð að neita Akureyri: Óskað eftir vitnum að árekstri Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Akureyri 8. ágúst sl. í umræddu óhappi, sem varð á gatnamótum Gránufélagsgötu og Geislagötu klukkan 17.17 mánu- daginn 8. ágúst, lentu tvær fólks- bifreiðar af gerðinni Subaru og Galant. Ökumaður annarrar bif- reiðarinnar segir að kyrrstæð bifreið hafi beðið á gangbrautar- ljósum norðan gatnamótanna þegar áreksturinn varð. Öku- maður þeirrar bifreiðar og önnur vitni eru beðin um að gefa sig fram hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri hið fyrsta. EHB 30-40 nemendum um skólavist þar sem skólinn var fullsetinn. „Ég held að þessir sveitaskólar séu aftur að ná mjög miklum vin- sældum og mér finnst gott að halda utan um hóp hérna,“ sagði Steinþór. 46 nemendur verða í níunda bekk grunnskóla en 102 nemendur í framhaldsnámi á fyrsta og öðru ári. Steinþór sagð- ist hafa reynt að neita ekki þeim nemendum um skólavist sem áður hefðu stundað nám við skólann. Flestir nemendanna koma af svæðinu frá Blönduósi til Vopnafjarðar. 1M OLYMPIAO ritvélar Hausttilboð Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið Olympia Carrera ritvélar á kr. 17.600,- staðgreitt. Venjulegt verð er kr. 19.900,- Tilboð þetta gildir meðan birgðir endast. OLYMPIAO 1 t t i \ ! ! i \ I 1 ! i í !• i ! . 1 ll I I I 1 i ! M I I I I I M M I M I I í r i I I M, LJL-JLJ t J L Ritvélin sem fylgir þér hvert sem er Skólaritvél í sérflokki með lyklaborð aðlagað að fingrunum sem auðveldar hraða og villulausa vélritun. Skrifstofuritvél í sérflokki með ásláttarjafnara, síendurtekningu á öllum tökkum, leiðréttingarminni o.m.fl. sem tryggir góðan frágang án fyrirhafnar. Olympia Carrera er tengjanleg við allar tölvur. IRANKXEROX EHepson olympiao nHHBBBBBBnBBBBHBHm p & E wpa ■ gg» líBhimin Frin BCHJUvlfll EUU a Við fækkum um eina sætaröð í öllum innanlandsvélunum og aukum bilið til þess að betur fari um þig.* Fljúgðu innanlands og finndu muninn *Breytingunum verður lokið á öllum Fokkerflugvélunum 1. september. FLUGLEIDIR AUK/SlA K110d20-172

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.