Dagur - 30.08.1988, Side 11
30. ágúst 1988 - DAGUR - 11
Erlingur Davíðsson:
Kjamaskógur -
tvær tillögur
Akureyri var svo gæfusöm að
eiga ýmsa áhugamenn um trjá-
rækt og aðrar greinar ræktunar á
árum áður. Árið 1900 var fyrsta
skógfræi sáð á félagslegum
grundvelli hér á landi og var það
í svokölluðum Ryels-garði á
Akureyri. Paðan voru fyrstu
trjáplönturnar gróðursettar í
Gróðrarstöðinni.
Einnig voru það íbúar við
Eyjafjörð, sem stofnuðu fyrsta
skógræktarfélag landsins, Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga (sem fyrst
hét Skógræktarfélag íslands) árið
1930.
Árið 1912 var Lystigarðurinn á
Akureyri stofnaður að frum-
kvæði danskrar konu Önnu
Katharine Schiöth og síðan
stjórnað af tengdadóttur hennar,
Margréti Schiöth um 30 ára
skeið.
Og forsjónin sýndi okkur enn
það örlæti að senda hingað Mýra-
manninn Ármann Dalmannson,
frumkvöðul og fóstra Kjarna-
skógar og forstöðumann þeirrar
skógræktarstöðvar, sem stofnsett
var á hinu forna sýslumannssetri
við Akureyri, Kjarna.
Þessi fáu atriði úr sögu skóg-
ræktar við Eyjafjörð auðvelda
skilning manna á því, hvers
vegna Akureyri varð mesti trjá-
ræktarbær lansins og að nú eiga
Akureyringar það útivistarsvæði,
sem ber af Óestum öðrum að
stærð og trjá- og runnarækt.
í skógræktarstöðinni í Kjarna-
landi vinna um 50 manns á vorin
þegar mest er að gera, við
plöntuuppeldi, sölu og gróður-
setningu undir stjórn Hallgríms
Indriðasonar skógarvarðar.
Svæði það, sem ætlað var til
skógræktar og útivistar var fyrst
um 20 hektarar. Fyrstu plönturn-
ar, birki, voru gróðursettar í
brekkunni sunnan Brunnár við
Eyjafjarðarbraut árið 1947. Þar
er nú fagurt skógarbelti og krækl-
ótt tré vandfundið. Síðan stækk-
aði bærinn landið upp í 150 hekt-
ara, bætti við 130 hekturum lands
í Hamraborgum og Naustaborg-
um, þar sem mikið hefur verið
plantað síðustu árin. Og enn var
bætt við 450 hekturum lands, allt
vestur yfir Súlumýrar til Glerár-
dals. Verður það land girt innan
tíðar.
Ræktunarmöguleikar á þessu
mikla, fjölbreytta og sumarfagra
landi eru ákaflega miklir og verð-
ugt verkefni áhugamanna um
skógrækt og umhverfisvernd á
komandi tímum.
Gróskumestu svæði Kjarna-
skógar eru í fáum orðum sagt
orðin alveg dásamleg. Þar standa
efasemdarmenn orðlausir, en
aðrir finna vilja sinn til ræktunar
margfaldast og hvernig ætti ann-
að að vera? Kjarnaland var þó
svo sem ekkert merkilegt að sjá
hér á árum áður, nema síður
væri.
Hinn ungi en gróskumikli
Kjarnaskógur hefur dregið til sín
mikinn fjölda fugla. Þrestir,
hrossagaukar og stelkar eru
einna hávaðasamastir um varp-
tímann, en mergð auðnutittlinga,
og grátittlinga er hreint ótrúleg.
Rjúpurnar dvelja í skóglendinu
sumar og vetur, endur verpa þar,
jafnvel gæsir og tvö síðustu sumr-
in hafa minnstu fuglar landsins,
músarrindlar, dvalið þar og lík-
lega verpt. Hvítur skógarþröstur
vakti athygli og aðdáun margra í
fyrrasumar.
En nú má ekki fara fyrir mér
eins og sumum margorðum, að
gleyma erindinu í orðaflaumi for-
málans - og erindin eru tvö.
Af allgóðum kynnum mínum
af Kjarnaskógi í áratugi, leyfi ég
mér að draga í efa að nægilega
margir bæjarbúar þekki Kjarna-
skóg og vita því ekki hve dásam-
legt útivistarsvæði hann er
orðinn. í framhaldi af þessari
ályktun beini ég þeim tilmælum
til Hallgríms Indriðasonar
skógarvarðar, að hann og sam-
starfsfólk hans efni til kynningar-
hátíðar þar í skóginum einhvern
fagran sumardag, helst áður en
haustar, nú strax í sumar, þar
sem ekki er egnt fyrir fólk með
fíflalátum.
Hitt erindið 'et við yfirvöld
Akureyrarkaupstaðar. Tveir
akvegir liggja í Kjarnaskóg, ann-
ar frá norðri og hinn frá Eyja-
fjarðarbraut, snarbrattur, svell-
aður löngum og stórhættulegur,
oft með öllu ófær venjulegum bíl-
um þar í brekkunni. Þegar þess-
ari háskabrekku sleppir tekur við
sundur grafin vegleysa vor hvert.
Þá er enn ótalið, að vegur þessi
er grófur og á sumum stöðum
viðvarandi þvottabretti. Akvegi
inn í Kjarnaskóg að austan, þarf
að velja annan stað og mun veg-
arstæðið varla vefjast fyrir verk-
fræðingum.
Akstursleiðir inn í hinn fagra
Kjarnaskóg, útivistarsvæði Akur-
eyringa, mega ekki lengur vera í
hrópandi mótsögn við heillarík
störf skógræktarmanna.
Og mætti ég svo í lokin, utan
dagskrár, minna á nauðsyn þess
að kortleggja Kjarnaskóg, ef það
hefur ekki þegar verið gert, svo
menn þekktu þar örnefni og vissu
hvar bæirnir Kjarni, Kjarnakot,
Steinagerði og Litli-Kjarni stóðu.
E.D.
Skólatilboð
Skólaúlpur, stærðir 4-14 .Verð aðeins kr. 1995.-
Skolaúlpur, stærðir 6-14 .Verð aðeins kr. 1995.-
JOCJCfÍUCf peysur, stærðir 6-12 Verð aðeins 995.-
Skolabuxur, stærðir 6-16 .. Verð aðeins kr. 1290.-
Skólapeysur, stærðir U6-176 Verð aðeins kr. 995.-
Sértilboð
BamaStakkar, stærðir 104-164 Verð aðeins kr. 950.
Opið laugardaga 10-12
ÍIJEYFJÖRÐ
wWW Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
Vinningstölur 27. ágúst 1988
Heildarvinningsupphæð kr. 3.980.808.-
1. vinningur kr. 1.994.970.-
Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur.
2. vinningur kr. 597.000.-
Skiptist á milli 200 vinningshafa kr. 2.985 á mann.
3. vinningur kr. 1.388.838.-
Skiptist á milli 5739 vinningshafa sem fá 242 kr. hver.
Sölustaðirnir eru opnir frá mánu-
degi til laugardags og loka ekki fyrr
en 15 mínútum fyrir útdrátt.
Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111
Húsnæóisstofnun ríkisins
TÆKNIDEILD
Simi 696900
Útboð
Stjórn verkamannabústaða á Blönduósi óskar eftir
tilboðum í byggingu fjögurra íbúða í tveimur einnar
hæðar parhúsum, byggðum úr steinsteypu, verk nr.
U.20.05 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðis-
stofnunar ríkisins.
Brúttóflatarmál hvors húss 194 m2
Brúttórúmmál hvors húss 695 m3
Húsin verða byggð við göturnar Mýrarbraut 14-16 og
Skúlabraut 18-20 á Blönduósi og skal skila fullfrá-
gengnum, sbr. útboðsgögn.
Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu,
Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi, og hjá tæknideild
Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá þriðjudeginum 30.
ágúst gegn kr. 10.000 skilatryggingu.
Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en
þriðjudaginn 13. sept. 1988 kl. 14.00 og verða þau
opnuð að viðstöddum bjóðendum.
Áp I lúsnæðisstoíuun ríkisins