Dagur - 30.08.1988, Síða 14
14 - DAGUR - 30. ágúst 1988
Nýr opnunartími
Eftir 1. sept. verður verslun
HAGKAUPS opin sem hér segir:
Akureyri
Mánud. -miðvikud. 900-1800
Fimmtud. -föstud. 900-1900
Laugard. 1000-1600
HAGKAUP
Akureyri
Atvinna - Atvinna
SAUMASTÖRF
Óskum eftir að ráða starfsfólk við saumaskap Vi
eða allan daginn.
PRJÓNASTÖRF
Okkur vantar einnig starfsmenn á dagvakt við
prjónavélar.
VEFDEILD
Þar vantar okkur starfsmann Vi eða heila kvöld-
vakt við rakgrind.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra, sími 21900
(220). y
*
Alafoss hf., Akureyri
Félagsmiðstöðvar á Akureyri óska
að ráða starfsfólk í vetur
Um er að ræða V2 stöðu og tímavinnufólk eftir nán-
ara samkomulagi. Vinnan fer að mestu fram á kvöld-
in og um helgar.
Æskilegur aldur 20 ára og eldri.
Upplýsingar gefur forstöðumaður félagsmiðstöðva í
Dynheimum milli kl. 16 og 18 alla virka daga í síma
22710.
Laus staða
Staða bæjargjaldkera á bæjarskrifstofu
Siglufjarðarkaupstaðar er laus til
umsóknar.
Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 1, september nk.
Bæjarstjórinn í Siglufirði.
Meinatæknir
Meinatæknir óskast til starfa á rannsókna-
stofu Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöð-
um.
Upplýsingar gefa Gunnar í síma 97-11386 og Guð-
rún í síma 97-11400.
Órökstuddar fullyrðingar
hafa skaðað fyrirtækið“
- segir dr. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Kaupþings hf.
en íyrirtækið hyggst endurgreiða innlausnargjald Einingabréfa
Kaupþing hf. hefur sent frá sér
yfirlýsingu vegna frétta undan-
farið um að eitt eða fleiri ótil-
greind „fjármögnunarfyrir-
tæki“ geti ekki staðið við
skuldbindingar sínar. Fyrir-
tækið segir að þó að þessi
ósannaða fullyrðing geti á engan
hátt átt við þá sjóði sem
Kaupþing hf. reki, telji fyrir-
tækið nauðsynlegt að eyða
þeirri óvissu, sem þessar fréttir
hafa vakið hjá viðskiptavinum
þess.
Dr. Pétur Blöndal fram-
kvæmdastjóri sagði að þessi
órökstudda fullyrðing Ölafs
Ragnars Grímssonar formanns
Alþýðubandalagsins hefði skað-
að starfsemi fyrirtækisins og væru
þetta óvönduð vinnubrögð. Sagði
Pétur að margir hefðu haft sam-
band við fyrirtækið og tjáð
áhyggjur sínar í sambandi við
þessar fréttir. Pess vegna vildi
Kaupþing taka fram:
1. Kaupþing hf. er verðbréfa-
miðlun og rekur verðbréfasjóði,
sem gefa út Einingabréf.
2. Kaupþing hf. hefur ætíð haft
hið besta samstarf við starfsmenn
Bankaeftirlits Seðlabankans þeg-
ar þeir hafa komið eða óskað eft-
ir upplýsingum um reksturinn.
Hafa fulltrúar eftirlitsins fengið
öll þau gögn, sem þeir hafa óskað
eftir samanber bréf til bankaeft-
irlits Seðlabankans dagsett 23.
ágúst 1988.
3. Við rekstur sjóðanna hafa
verið hafðar í heiðri almennt
viðurkenndar reglur um útjöfnun
og dreifingu áhættu. Pess er gætt
að ætíð sé til staðar nægt laust fé
til þess að unnt sé að sinna inn-
lausn einingabréfa við eðlilegar
aðstæður. Þá er fylgt varlegum
reglum við mat á eignum sjóð-
anna, sem standa að baki útgefn-
um einingum. Allar þessar reglur
hafa verið samræmdar hjá Kaup-
þingi hf., Fjárfestingafélaginu hf.
og bæði bankaeftirliti Seðla-
bankans og viðskiptaráðuneyt-
inu. Þess er vænst að löggjatinn
hafi þessar reglur til verndar
sparifjáreigendum til hliðsjónar,
þegar sett verða lög um starfsemi
verðbréfasjóða.
4. Fé verðbréfasjóða, sem
Kaupþing hf. rekur, hefur EKKI
verið varið til kaupa á skulda-
bréfum af fyrirtækjum eða ein-
staklingum, sem tengd eru Kaup-
þingi hf., enda væri slíkt afar
vandasamt vegna hættu á hags-
munaárekstrum. Fé sjóðanna er
EKKI varið til kaupa á fyrirtækj-
um eða hlutabréfum.
5. Löggildir endurskoðendur
Kaupþings hf. eru Endurskoðun-
armiðstöðin hf., N. Manscher og
endurskoða þeir reksturinn
stöðugt.
6. Níu stærstu sparisjóðir
landsins eru eignaraðilar að Kaup-
þingi hf. og viðskiptabanki fyrir-
tækisins er Sparisjóður Reykja-
víkur og nágrennis.
7. í stjórn Kaupþings hf. eru:
Þorvaldur Gylfason, prófessor,
formaður; Þorkell Helgason,
prófessor, formaður; Baldvin
Tryggvason, sparisjóðsstjóri;
Jónas Reynisson, sparisjóðsstjóri
og Geirmundur Kristinsson spari-
sjóðsstjóri.
Pétur sagði ennfremur að
ákveðið hefði verið að fella niður
2% innlausnargjald þeirra sem
innleystu einingar sínar föstudag-
inn 19. ágúst til 26. ágúst, ef þeir
óskuðu eftir að kaupa Eininga-
bréf aftur. Hægt sé að hafa sam-
band við Kaupþing hf. fyrir mán-
aðarlok og þá verði gengið frá
þessum málum. Með þessu vill
stjórn fyrirtækisins bæta þessum
sparifjáreigendum það tjón, sem
ofangreindar fréttir hefðu bakað
þeim. AP
Akureyrarkirkja:
Franskur orgelleikari
með tónleika í kvöld
Loic Mallic orgelleikari frá Frakklandi heldur tónleika í Akureyrarkirkju í
Franski orgelleikarinn Loic
Mallié er staddur hér á landi
um þessar mundir í boði
Alliance francaise. Hann held-
ur hér þrenna tónleika og voru
þeir fyrstu í Prestbakkakirkju
á Síðu á sunnudaginn. I kvöld
verður hann með tónleika í
Akureyrarkirkju og hefjast
þeir kl. 20.30. Síðustu tón-
leikarnir verða svo í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík fimintu-
daginn 1. september kl. 20.30.
í fréttatilkynningu frá Alliance
francaise segir að efnisskráin sé
breytileg í samræmi við mögu-
leika hljóðfæranna í kirkjunum
þremur en búast megi við verk-
um eftir Johann Sebastian Bach
og Oliver Massiaen. í Dómkirkj-
unni mun Mallié einnig leika
verk eftir sjálfan sig en hann er
afkastamikið tónskáld og hefur
samið allmörg verk bæði fyrir
einleik og stórar hljómsveitir. í
lok allra tónleikana leikur hann
af fingrum fram.
Loic Mallié fæddist í La Baule
við ósa Loire-fljóts í Frakklandi
árið 1947. Hann stundaði nám í
tónsmíðum og í píanó- og orgel-
leik við tónlistarskólann í París
þar sem frægasti kennari hans var
án efa Massiaen. Jafnframt tón-
listarnáminu lauk hann námi í
lögfræði.
Loic Mallié vann til fjölda
verðlauna í skólanum og á náms-
árunum einnig utan skólans í
alþjóðlegum samkeppnum. Skal
þar frægust telja verðlaun fyrir
kvöld kl. 20.30.
„impróvísasjón“ á píanó í Lyon
1977 og á orgel á sama stað 1979.
Hann hreppti hin eftirsóttu verð-
laun fyrir „impróvísasjón“ á orgel
í Chartres 1982.
Loic Mallié er prófessor við
tónlistarháskólann í Lyon þar
sem hann er starfsbróðir Eddu
Erlendsdóttur píanóleikara.
Hann er orgelleikari við kirkju
heilags Péturs í Neuilly og hefur
haldið tónleika víða um lönd við
góðar viðtökur og lof gagnrýn-
enda.