Alþýðublaðið - 16.08.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.08.1921, Blaðsíða 1
O-efið út af AlþýdtóokkBMM, 1921 Þriðjudaginn 16. ágúst. 186 tölubl. ofnm. Kolaausan. ; Höfnin hefir reynst bænum arð- isamt fyrirtæki og þarít í alla staði. fíún er að vísu alt oí lítil, en þess auðveldara ætti að vera að halda henni við og gera hana svo úr garði, að hún standi að minsta fcosti ekki að baki höfnum ann- arstaðar á landinu. Hér skal ekki farið út í það, sem gengið hefir af sér við höfnina og ekki enn verið lagfært, því 'það verður vafalaust Iagað við •fyrsta tækifæri. Þó er eitt verk- færi við höfnina á austurbakkan- md, sem gnæfir eins og tröll við fiimin, þegar sigit er um höfnina. Verkfærið er ætlað til þess að iosa köl úr skipum með. í fyrra -var bent á það hér í blaðinu, iive þyðingarlaust væri, að hafa verkfæri þetta þarna og láta það ryðga l sundur, og var jafnframt stungið upp á því, að bærinn reyndi að selja það, ef unt væri. Einhveratíman var sagt, að raf- inagn vantaði til að hreyfa fer- líkið. Nú verður því ekki lengur 'barið við. Rafmagnsstöðin gengur nu daglega og hefir víst nóg afl aflögu handa þessu verkfæri. ¦Kolaskip hafa verið hér á ferð og losað hefir verið úr þeim upp á gamla mátann. >Koiaausan< er alt of dýrt verkfæri til þess að hún verði látin ganga svo úr sér, að hún vérði ónýt, áður en reynt ¦er að seija hana. En væntanlega verður það úr, áður en lykur, því hér virðist hún ekkert hafa að gera, mema »skreyta< hafnarbakkann og gera höfnina stórbæjarlegri. Og það hefir kanske upphaðega verið tilætlunin. En hvernig sem nm verkfæri þetta fer, þyrfti að syna þvt ögn meiri sóma en gert er, svo það eyðileggist ekki alveg. Yinnnlagið rið höfnina er svo borulegt og gamaldags að nndrum sætir. Þetta er vitanlega því að kenna, að tæki vantar á hafnarbakkana, sera gerlegt er að nota við uppskipun. Handvagn- arnir eru altof óhentng og seinvirk tæki og eru miklu erfiðari í allri meðterð en viðunanði sé fyrir verkamenn. í stað handvagnanna eiga að koma sporvagnar, eins og aigengt er á höfnum annarsstaðar á landinu. Þessi vinnuaðferð er að nokkru leyti verkstjórunum að kenna; þeir gera of lítið til þess, að bæta vinnubrögðin. Og verka- mönnum er vitanlega engin þægð í því, að alt sé sem erfiðast við- fangs við uppskipunina. Því eftir því sem vinnan gengur betur, getur kaup þeirra hækkað og þeim liðið betur, Yörnskýli. Seinnipartinn f vetur var rætt um það f bæjarstjórn, að nauðsyn bæri til að bærinn reisti vöruskýii við höfnina. Málið var þá rætt nokkuð hér í blaðinu og jafnframt bent á nauðsyn þess, að skýli væri reist á háfnarbakkanum, þar sem verkamenn, er við höfnina vinna gætu snætt, svo þeir þyrftu ekki, eins og gaddhestar, að ganga áð mat sínum úti í hvaða veðri sem væri. Ekkert heyrist enn um það, hvað gert hefir verið í þessu máli, en líklega er það ekki neitt. Vörur Hggja undir skemdum, vegna úrkomu og allskonar óhrein- inda, svo að segja ætfð á veturaa, þegar skip koma. Skaðinn, sem af slíku hefst, er ómetanlegur, og vörur verða auðvitað dyrari, þeg- ar stíkt kemur fyrir; það sem óskemt er af þeim. ,, Vöruskýli eg matskáli handa verkamönnum, þarf nauðsyniega að verða reistur hið alira bráðasta og helst þannig, að veruleg bót sé að. Bærinn mundi síst tapa á þvf, að geta tekið vörur til geymslu. Og kaupsýslumenn f öðrum kauptúnum mundu una betur við Reykjavík sem milliiið (þó sá milliliður vitanlega sé oftast P Brunatryggingar g 9 á ínnbúi og vörum J hvergl ódýrarí en hjá Mj A. V. Tulínius. g vátryggingaskrifstofu T Eimskipafélagshúsinu, P 2. hæð. Á óþarfu'r), ef þeir fengju vörur sínar óskemdar og með nokkuð minni kostnaði. ísverksmiðja. Fyrir nokkru var til umræðu í bæjarstjérn, hver nauðsyn væri á því, að reisa hér, fsverksmiðju. Þessu hafði áður verið hreyft á sama stað fyrir heilu ári, og þá rætt hér i blaðinu líka. Samþykt var að senda mann til Englands til þess að kynna sér slíkar verk- smiðjur. En enn hefir það ekki verið framkvæmt. tstakan út Tjörninni er bæði dýr og þó einkum mjög vafasamt hvort hún frá sjónarmiði heilnæmis er verjandi. tssmiðja yrði auðvit- að reist á hafnarbakkanum, og þannig útbúin, að skip þyrftu ekki annað en leggjast að bakkanum, svo hægt væri að renna ísnum beint úr henni á skipsfjöl. Með slíkri framleiðslu, þyrfti líka aldrei að verða skortur á ís, en það hefir komið fyrir, t. d. í vor er var. Líka væri þá hægt að á- byrgjast það, að ísinn væri laus við „bakterfur". Þetta þaría fyrirtæki þarf sem fyrst að korraast í íramkvæmd. Það mundi verða tekjulind fyrir bæjarsjóð, og mun ekki af veita. K Igæít reðnr er nú um land ált og veitti ekki af að það kæmi á Norðurlandi, eftir kuldann og bleyturnar sem þar hafa gengið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.