Dagur - 15.10.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 15. október 1988 Fjölmiðlar og íifsspursmál Silfur hafsins saftað i tunnur á Austfjórðum • Blsis,6s2 Vaxtamunur bónkumlækk •emogvan ui Stolið íslensl BJHRIS'iHI (RIKUR IH RMIHSII Sr-f?-2- -:y. . * * f ýOOO pör u tvriinur n»nuöun] Arí Skúíason. hagfræöingur Alþýöusambandsins: Lygi hjá forsætisráðherra að ASI vilji breytta vísitöiu launþcuusamlök og Stölabanki sanvstitsi uvn hivvunwm ú linsKÍanivisil'iUi UiksnVi Málrun ;í /i/i/vjVT* V\ Helgimunbjóðayfir 200 mllljónir Vaxtagreiöslur fiskvinnsl- unnar um 8% af tekjum Sæl. Haust. Kuldi. Hálka. Skólar. Snjór. Vetur. Jól. Já, það styttist í jólin. Ég ætla samt að bíða með jólahugleið- inguna. Við getum heldur aldrei verið viss. Kannski leyfir efnahagur þjóðarinnar okkur ekki að halda jól. Vonandi tekst Steingrímu, hinni nýju ríkisstjórn, að færa fjármagnið frá útbólgnum fjármagnseig- endum til soltinna þurfalinga. Þetta er sú millifærsla sem hrinda á í framkvæmd, eftir því sem mér skilst á fjölmiðl- unum. Annars er ekkert að marka þessa fjölmiðla, eða hvað? Ef blaðamenn og aðrir boðber- ar válegra tíðinda hefðu setið heima í stað þess að æða til Seoul þá.hefði íslenska hand- feöltúlandsliðið náð verðlauna- sæti á Ólympíuleikunum. Þetta mátti lesa út úr orðum framámanna í handboltanum og þar af leiðandi er augljóst að fjölmiðlarnir hafa mikil áhrif. „Við sögðum bara sann- leikann,“ kveinuðu blaðamenn undan þessum ásökunum, en þeir ættu að vita að sannleikur- inn er oftar en ekki óæskileg- ur. Engar fréttir eru góðar fréttir. Þess vegna skuluð þið þegja B-keppnina í hel, ef til vill komast strákarnir okkar þá í A-flokk á nýjan leik. Pólitíkin er svo annar hand- leggur. Gefum okkur dæmi hvernig blaðamenn haga sér í henni: „Jón Jónsson þingmað- ur krata sagði í ársbyrjun 1981 að hann vildi frekar grafa skurð alla ævi en ganga í ríkis- stjórn með allaböllum. Nú hef- ur hann svikið þetta loforð.“ Eða: „íhaldsþingmaðurinn Guðmundur Guðmundsson hefur lagt til að vextir verði algjörlega frjálsir, en þessi sami þingmaður ritaði grein í Lúðurinn 1974 þar sem honum var tíðrætt um nauðsyn þess að hemja vexti með valdboði.“ Eða: „Sigurður. Nú sagði Stef- án samráðherra þinn eitt sinn að þú værir skussi. Hvernig viltu svara því?“ Þannig flétta fjölmiðlarnir saman gömlum og nýjum hug- myndum stjórnmálamanna, slíta setningar úr samhengi og breiða yfir forsíðuna, efna til rifrildis milli samherja á vafa- sömum forsendum og fjölyrða síðan um deilur og missætti. Þannig er sú hugmynd sem almenningur fær af pólitíkinni og því er varla nema von að menn verði dálítið brenglaðir. Að minnsta kosti hef ég aldrei getað kosið „rétt“ því ávallt kemur eitthvað loðið upp á yfirborðið, sama hver á í hlut, og þess vegna er ég löngu hætt- ur að kjósa. Rétt er að taka það fram að þessi hafragrautur er hitaður á höfuðborgarsvæðinu, þar sem samkeppni fjölmiðla er yfir- þyrmandi. Við sveitamennirnir hristum bara hausinn og glugg- um í góðar og miður góðar fréttir af landsbyggðinni. Upp- diktaðar deilur skipta okkur litlu máli. Sjálfsagt hugsum við smátt að mati þeirra fyrir sunnan. Bættar samgöngur, aukið sjálfstæði byggðarlaga og endurheimtar útflutnings- tekjur skipta okkur meira máli en barátta Reykjavíkurfjöl- miðlanna um stóru orðin. Enn verð ég að ítreka þá skoð- un mína að best væri að girða suðvesturhornið af og auðvitað verður ameríski herinn að fylgja með innan girðingar. Allri stjórnun frá þessu svæði verði hætt og landsbyggðin öðlist sjálfstæði á allan hátt, með eigin stjórn, fjárhag, fjöl- miðlun og þar fram eftir götun- um. Við nennum ekki að hlusta á þetta væl lengur né fylgjast tilneydd með darraðar- dansi í verslunarrekstri og við- skiptalífi á höfuðborgarsvæð- inu. Ég vil fá frið til að lifa líf- inu meðal jafningja á lands- byggðinni. Hvers vegna þessi asi? Við komumst öll á leiðarenda að lokum. Höfuðborgin er eins og jökulhlaup sem ryðst stefnu- laust áfram til framtíðarinnar, en landsbyggðin er eins og skjaldbaka sem fetar sig niður eftir rákum jökulhlaupsins. En skjaldbakan kemst þangað líka og það vissi skáldið Williams, þótt hann komi þessu máli kannski ekkert við. Öll erum við af sama kyni, gens una sumus, og gildir þá einu hvort maðurinn heitir Hallfreður Örgumleiðason, skáld og hugs- uður, eða Kjaran D. Bissness, stórkaupmaður og fjármagns- braskari. Þessi jafnaðar-, samvinnu- eða félagshyggjustefna er meira að segja ættuð frá skaparanum sjálfum, hafi ég skilið boðskap sendiboða hans rétt. En það verður sjálfsagt alltaf álitamál hver tilgangurinn með þessu lífi er og trauðla get ég haft nokkur áhrif á gang mála. Enda ætla ég ekki að reyna það frekar. Bless. vísnaþóffur Steinn Sigurðsson í Hafnarfirði kvað: Letin undir árdagsblund auðnupundin grefur. Gull í mund á marga lund morgunstundin grefur. Næsta vísa er eftir Kristján Ólason. Sigling: Stríkka gerði stag og kló, stórum herðir rokið, minni ferð um saltan sjó er senn að verða lokið. Næstu vísu kvað Ólína Jónasdóttir í stríðsbyrjun 1939. Öll í villu veður öld, vond er spilling gróða. Undir hillir ævikvöld ýmsra sniliiþjóða. Ólína kvað einnig þessa vísu: Seint mun gleymast æskuóður, áhrif geymast heit. Alltaf sveimar andinn hljóður aftur heim í sveit. Ólína orti um mann, sem kom drukkinn inn til hennar: Vfnið hrindir frá þér frið, fremd í skyndi dvínar. Samt er yndi að sitja við sálarlindir þínar. Næsta vísa er eftir Kristján Sam- sonarson. Vísan færði engum auð, aðeins stundargaman. Hagmælskan og höndin snauð héldu löngum saman. Og enn rekst ég á vísu sem Ólína Jónasdóttir kvað er hún horfði á kappreiðar á skeiðvellinum við Elliðaár: Svitamökk hér mikinn sjá má af blökkum streyma, en - vissari stökkin voru á Vallnabökkum heima. Sigríður Beinteinsdóttir orti þessa ágætu hestavísu: Mjúk í gangi merin slyng makkan hringar Jóns í fang. Grasið angar grænt í kring, grjótið springur fróns um vang. Lilja Gottskálksdóttir kvað: Sú var tíð, ég syrgði mann, svikahýði réttnefndan, tryggð og blíðu bana vann bölvað níðið, svo fór hann. Næstu vísur eru gripnar upp úr bréfi frá Andrési H. Valberg. Sjón á augum svíkja fer, sagður haugalatur. Slæmur á taugum orðinn er. Öskuhauga matur. Þó ber enn margt fyrir auga: Ennþá heillar fegurð foldar, fella laufið tré og runnar. Aðeins heyrist ofan moldar aftansöngur náttúrunnar. Á sýningunni Bú 1987, varð þessi vísa til hjá Valberg: Fráleitt dvínar fróðleiksþrá, flest mér skín í muna. Minning fína ég því á eftir sýninguna. Bjarni Jónsson úrsmiður, frá Gröf kvað næstu vísurnar. Snauður: Ég er ekki alveg snauður, allt þó vanti mig, því fátæktin er einnig auður út af fyrir sig. Kaldar hendur: Köldum höndum klemmir snjórinn kotin á ströndunum, upp að löndum liggur sjórinn, laus í böndunum. Blaðasennur: Prestar hafa höndum tveim hrifsað blaðapennann. Þeir vita allt um annan heim, en ekki neitt um þennan. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Plæging: Ekki skal ég eftir plóg oftar ganga hokinn, maður fær víst meir en nóg af moldinni í lokin. Undir predikun: Þótt líkaminn sé lúka af mold og líka brenni í víti sálin, mér finnst gott að hafa hold, það hressir upp á kvennamálin. Næstu vísurnar tvær rétti mér aldr- aður maður. Höfundinn vissi hann ekki. Þegar lífs er komið kvöld kalla hugur mæddur, töpuð eru tímans gjöld, til hvers var ég fæddur. Allt er lífið eintómt snuð, endalausar geilar. Hvað hefur þú góði guð gert sem ekki feilar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.