Dagur - 15.10.1988, Page 3

Dagur - 15.10.1988, Page 3
15. október 1988 - DAGUR - 3 Nýbakaðar vöfflur með sultu og íjónia Ivindiii við Leiruveg Niðurstöður úr skoðanakönn- un sem við efndum til um efni Helgarblaðsins verða að teljast mjög uppörvandi því flestir lýstu yfir ánægju með blaðið. Fæstir vildu miklar breytingar en allir komu þó með uppá- stungur um efni sem gaman væri að hafa í blaðinu og kenn- ir þar ýmissa grasa. Þrír svar- seðlar voru dregnir út og í Ijós komu þessir vinningshafar: 1. verðlaun, AEG kaffivél frá Járn- og glervörudeild KEA, hlýtur Dóra Tryggvadóttir, Hamrahlíð 30 Vopnafirði. 2. verðlaun, AEG brauðrist frá Járn- og glervörudeild KEA, komu í hlut Kristins Reynis Guðmundssonar, Suðurvegi 4, Skagaströnd. 3. verðlaun, tvær ástar- og tvær spennusögur frá Snorrahúsi, hreppti Sólveig Sigurðardóttir, Baughól 14 Húsavík. Við óskum vinningshöfunum til hamingju og sendum þeim vinningana við fyrsta tækifæri. Um leið þökkum við öllum sem tóku þátt í skoðanakönnuninni, en það vekur athygli að enginn Akureyringur er á meðal vinn- ingshafa og þó var tæplega helm- ingur svarseðla frá áskrifendum á Akureyri. Aðrir svarseðlar komu frá Húsavík, Hvammstanga, Vopnafirði, Skagaströnd, Dalvík, Siglufirði, Raufarhöfn, Hafnarfirði og Reykjavík. Konur voru í meirihluta þeirra sem sendu okkur svör, en mjótt var á mununum. Krossgátan vinsælust Lítum nánar á niðurstöðurnar. Fyrsta spurningin var: Hvaða efnisþætti ert þú sáttur við, áskrifandi góður, í Helgarblaði Dags? Flestir sögðust vera ánægðir með alla eða svo til alla efnisþætti blaðsins. í>eir þættir sem fengu flest atkvæði voru Krossgátan, Hallfreður Örgum- leiðason, Helgarviðtölin, Sögu- brot, Sakamálasaga og Vísna- þáttur, en allir fastir þættir fengu einhver atkvæði, enda smekkur fólks misjafn. Önnur spurning hljóðaði svo: Hvaða þætti mætti að skaðlausu leggja niður? Hér gáfu langflestir það svar að ekki væri ástæða til að leggja niður neinn af þeim þáttum sem við höfum bryddað upp á í núverandi mynd Helgar- blaðsins. Nokkrir vildu þó ekki sjá þýddar, erlendar greinar í blaðinu. Varla getum við þó úti- lokað slíkt, enda reynum við að taka ekki inn erlent efni nema það þjóni einhverjum tilgangi, til gagns eða gamans, og erlendir þættir á borð við sakamálasög- urnar njóta mikilla vinsælda. Þá er komið að þriðju spurn- ingunni: Hvers konar efni vilt þú sjá í Helgarblaði Dags? Þarna voru lesendur í essinu sínu því alls bárust um 30 mismunandi hugmyndir og mjög fáir með sömu tillögur. Hluta af því efni sem lesendur stungu upp á hefur reyndar mátt finna í blaðinu stöku sinnum og aðrar hugmynd- ir hafa verið til athugunar hjá okkur. Nýjum hugmyndum verð- ur sinnt svo sem kostur er. „Spennandi framhaldssögu“ Greinilegt var að margir vildu fá meira af efni utan Akureyrar og vissulega tökum við það til greina. Þá vildu nokkrir fá meiri umfjöllun um lista- og menning- EININGABRÉF KAUPÞINGS - GRUNDVÖLLUR FJÁRHAGSLEGS ÖRYGGIS Viðskiptavinir okkar hafa sannreynt að Kaupþing stend- ur traustum fótum í íslensku fjármálalífl, með nokkra stærstu sparisjóðina að bak- hjarli. Einingabréf, íyrsti íslenski verðbréfasjóðurinn heíur nú á fjórða ár skapað viðskiptavinum Kaupþings trausta og áhyggjulausa ávöxtun sparifjár, 13% vexti um- fram verðbólgu síðustu mánuði. Kaupþing er stofnaðili að Samtökum íslenskra verðbréfasjóða og stofnaði Verðbréfaþing íslands ásamt Seðlabanka íslands, Landsbanka íslands, Iðnaðarbanka íslands hf. og Fjárfestingarfélagi ís- lands hf. Eignaraðilar að Kaupþingi hf. eru: Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður Hafnar- fjarðar, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóðurinn í Keflavík, Sparisjóður vélstjóra, Sparisjóður Mýra- sýslu, Sparisjóður Bolungarvíkur, Sparisjóður Vestmannaeyja, Sparisjóður Siglufjarðar og dr. Pétur Blöndal. Fjármálasérfræðingar Kaupþings nýta staðgóða menntun sína, áralanga reynslu og markviss vinnubrögð í þágu viðskiptavina sinna. Á þennan hátt hefur Kaupþing alltaf starfað. Því stendur ekki til að breyta. Einingabréf - framtíðaröryggi í fjármálum. KAUPÞING HF éél KAUPÞING NORÐURLANDS HF arlíf á svæðinu og getum við hæg- lega lofað því, enda færist ætíð aukinn kraftur í alla menningar- starfsemi þegar líða tekur á vet- urinn. Lítum á nokkrar hugmyndir að lokum: „Eitthvað af léttara tag- inu.“ „Alvarlegar greinar um þjóðfélags- og menningarmál." „Samtöl við fólk úr öllum stéttum atvinnulífs á Norðurlandi öllu.“ „Umfjöllun um bókmenntir." „Meira um listalíf á svæðinu.“ „Spennandi framhaldssögu.“ „Léttari krossgátur." „Gamlar myndir af mönnum og atburð- um.“ „Getraunir." „Matarupp- skriftir.“ „Skrif um sálfræði.“ Þannig mætti lengi telja því áhugamál fólks eru mismunandi og hinn beini og breiði vegur vandfundinn. SS — ■ Niðurstöður úr skoðanakönnun

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.