Dagur - 15.10.1988, Side 4

Dagur - 15.10.1988, Side 4
4 - DAGUR - 15. október 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRIMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Réttur blindra og sjónskertra í dag er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins. Hvíti stafurinn er eitt mikilvægasta hjálpartæki blindra og sjónskertra. Hann gerir þeim kleift að komast um á eigin spýtur í þekktu umhverfi. Hann gegnir jafnframt því veigamikla hlutverki að sýna sjáandi mönnum að sá sem stafinn ber er blindur eða sjónskertur. Það verður aldrei nægilega brýnt fyrir ökumönnum og gangandi vegfarendum að virða hvíta stafinn sem forgangsmerki í umferðinni og sýna þeim sem hann ber fyllstu tillitssemi og bjóða fram aðstoð þegar þurfa þykir. Dagur hvíta stafsins leiðir hugann að því hvernig búið er að blindum og sjónskertum í samfélaginu. Þeir tilheyra minnihlutahópi, sem fær daglega að kenna á þröngsýni og tillitsleysi meirihlutans. Víða er sjónskertu fólki gert erfitt fyrir með ýmsum hindrunum. Gangstéttir eru t.d. oft notaðar sem geymslustaður fyrir bifreiðir, og kaup- menn stilla vörum sínum gjarnan þar upp til sýnis, hvoru- tveggju blindum og sjónskertum til stórrar hættu. Víða í dreifbýli eru vegalengdir miklar en samgöngur stopular og þjónusta við fatlaða að öðru leyti takmörkuð. Þeir verða því að reiða sig á aðstoð náinna ættingja við að komast leiðar sinnar. Þar sem meirihluti blindra og sjón- skertra er aldrað fólk, sem í mörgum tilfellum á fáa að, er það nánast dæmt til einangrunar af þessum sökum. Það er það einnig umhugsunarvert hvernig ríkisvaldið býr að blindum og sjónskertum hvað varðar skattlagn- ingu. Við breytingar á skattalögum um síðustu áramót voru undanþágur fatlaðra frá greiðslu söluskatts af hjálp- artækjum felldar niður. Við það versnuðu kjör sjónskertra svo mjög að fara þarf 20 ár aftur í tímann til að finna hlið- stæðu. Hið opinbera greiðir ekki nema hluta þeirra hjálp- artækja sem sjónskertir þurfa nauðsynlega á að halda. Má þar nefna úr, klukkur, segulbönd og fleira sem fæstir geta verið án í hinu daglega lífi. Þetta er einkum bagalegt þar sem allur sérútbúnaður fyrir blinda er dýr. Þar með eru þeir ekki einungis dæmdir til að greiða mun hærra verð fyrir sérbúnað af þessu tagi en aðrir, heldur einnig fullan söluskatt af þessum nauðsynlegu hjálpartækjum. Fullyrða má að breytingarnar sem gerðar voru á sölu- skattskerfinu hafi verið vanhugsaðar að þessu leyti. Það getur ekki hafa verið ætlun stjórnvalda að skerða kjör þeirra sem fatlaðir eru. Nærtækara er að ætla að vanþekk- ing þeirra embættismanna sem stóðu að gerð hinna nýju tolla- og söluskattslaga hafi ráðið mestu um hvernig til tókst. Lögin voru síðan keyrð í gegnum Alþingi í svo mikl- um flýti að hvorki þingheimi né hlutaðeigandi aðilum gafst kostur á að benda á þá annmarka sem í þeim kynnu að leynast. Alþingi var þannig í raun gert að afgreiðslu- stofnun fyrir misvitra embættismenn þessa lands. Þessi mistök þarf að leiðrétta. Sjónin er eitt af því fyrsta sem dofnar með aldrinum. Þess vegna fer hlutfall sjónskertra stöðugt hækkandi eftir því sem öldruðum fjölgar í þjóðfélaginu. Þeir sem nú eru á léttasta skeiði ættu að hugleiða það af fullri alvöru hvernig búið er að þessum minnihlutahópi. Það er stað- reynd að úrbætur í málefnum blindra og sjónskertra koma okkur öllum að gagni, eins og almennt er með hagsmunamál fatlaðra. Um er að ræða hagsmuni þjóðfé- lagsins alls en ekki sérhagsmuni fárra. BB. úr hugskotinu „Það er ekki sérlega líklegt að þessi víkingaferð íslenskrar íþróttaæsku til Austurlanda muni komast á spjöld sögunnar." Misjafti fengur úr víking Það var ekki mikið af gulli, silfri eða öðrum gersemum í fórum víkinganna okkar, þá þeir að afloknu löngu og ströngu ferða- lagi austan úr Kóreu, lentu við stöðina miklu sem kennd er við annan víking og öllu fengsælli, víking sem oft færði varninginn dýra heim, og fann svo líka í hjáverkum eitt stykki heims- áifu. Og ætla má að nýi mennta- málaráðherrann okkar hefði nú kosið sér eitthvað gleðilegra sem fyrsta embættisverk, en bíltúrinn suður á Völl, svona rétt áður en hann tæki til við það að skúra og skrúbba í ráðu- neytinu. Jæja, Svavar gerði gott úr þessu, og það verður alltént að teljast drengskaparbragð, og ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum, þegar dreng- skapur og hetjulund eru dyggðir sem ganga kaupum og sölum á markaðstorgum neyslusjúkra fjölmiðlarásanna, þar sem þú borgar fyrir að vera hófsamur í líferni, og hugsar alls ekki um meðbróðurinn fyrr en þú hefur lokið við dýrkun eigin líkama, vitanlega helst gegn gjaldi. Menningarauki Það er ekki sérlega líklegt, að þessi víkingaferð íslenskrar íþróttaæsku til Austurlanda muni komast á spjöid sögunnar, því þó svo að mikið og gott her- fang hafi verið þarna í sjónmáli, og leiðangurinn búinn sem aldrei fyrr, þá varð fengurinn alveg ótrúlega rýr, hverju sem um er nú að kenna og skal hér ekki blanda sér í alla þá vísu umræðu sem um það hefur átt sér stað. Sennilegt er þó, að væntingarn- ar hafi einfaldlega verið allt of miklar, og ránsfengurinn ekki eins auðunninn bg við var að búast. Sýnd veiði er einfaldlega ekki alltaf gefin. Því fer þó fjarri, að allar vík- ingaferðir okkar hafi ávallt skil- að svo rýrum feng. Oft á tíðum, í gegnum aldirnar hafa þær ein- mitt skilað okkur hinum dýrasta varningi, og verið í hvívetna hinn mesti menningarauki. Nefna má það til dæmis þegar ungir menn fluttu skáldskap sinn fyrir konungum, og þágu hin æðstu laun fyrir. Þessir kennda veiðimennskulífsstíl sem einkennist af reglubundn- um góðærum, en einnig reglu- bundnum kreppum sem stöðugt hrjá þetta þjóðfélag. Þessar kreppur eru reyndar þjóðfélags- mein sem við einhvern veginn verðum að uppræta. Tækifæri í sjónmáli Einmitt nú þessa dagana virð- umst við vera að sigla hraðbyri inn í eina af þessum kreppum, rétt eina ferðina. Atvinnuleysi er hótað, og hann Jón okkar Sigurðarson var grautfúll yfir því í Svæðisútvarpinu um daginn, að ekki skuli hafa verið „almennileg" kjaraskerðing í efnahagspakka ríkisstjórnarinn- ar. En hann þarf heldur ekki að vinna fyrir um það bil þrjátíu og sjö þúsund krónum á mánuði eft- ir fjörutíu ára starf, eins og sumir á Sambandsverksmiðjun- um verða að sætta sig við. Þeir þurfa það víst ekki í forstjóra- nefndinni hans Þorsteins, og Íæss þarf auðvitað enginn slendingur, bara ef við högum okkur eins og menn, og leggj- umst í nýjan víking, sem miðar að nýsköpun í útflutningi, her- ferð sem gerir okkur eins og til dæmis Frakka, sem vart líta nema við frönskum varningi í búðum, og umfram allt alveg nýjan skilning á hugtakinu „að vera íslendingur“. Fjölmiðlar verða líka að hætta þessari vit- lausu samkeppni sinni og beina þjóðinni að því marki samein- aðir, út úr barlóms- og kreppu- tali. Og meðal annars verða þeir að líma tímabundið fyrir túlann á stráklingum á borð við Vilhjálm Egilsson hinn Gengis- fallna. Það kunna að grúfa yfir þjóð- inni einhver kreppuský í dag, en fyrr en varir mun sólin brjótast fram. Og nú er tækifær- ið til að flýta því með nýrri ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju. En hún þarf að fá starfsfrið, og hún þarf líka að hætta þessum smábarnalegu rifrildum sínum út af einskisnýt- um stólum og titlatogi, sem aðeins er vatn á myllu kjara- skerðingarblesanna og fína fólks- ins á Gráamarkaðinum. Reynir Antonsson skrifar „Sykurmolar" sögualdarinnar fluttu út þá afurð sem dýrmæt- ust var á landi hér, og komu til baka færandi oft það besta úr menningu og siðum annarra, án þess þó að vilja pranga inn á okkur endilega lífsstíl þeirra, eins og svolítið tíðkast í dag, meðal annars þessi hálfhallæris- lega tilraun sem gerð var fyrir fáum árum til að flytja hingað lífsstíl Miðjarðarhafslanda, sem í framhjáhlaupi, er alveg stór- kostlegur, en hentar vitaskuld ekki hér sakir loftslagsins. Eða þá þessar tilraunir til að flytja hingað algjörlega óbreyttan lífsstíl amerískra millistéttar- uppa, þann sem nefndur er stundum hollustubylting eða heilsubylgja og sem er að uppi- stöðu fyrst og fremst peninga- plokk, en á frekar lítið skylt við hollustu eða heilsu, þó svo inn- an þessarar hugmyndafræði leynist margt sem satt er og rétt til að mynda heilnæmi hreyfing- ar, skaðsemi reykinga, eða hóf í meðferð áfengis, nokkuð sem landanum er nú ekki beinlínis lagið. Annað orkar tvímælis eins og áróðurinn gegn land- búnaðarvörunum okkar, enda sýna kannanir, að þrátt fyrir afar „óhóflegan" lífsstíl, lifa íslenskir bændur allra manna lengst. Þeir borða nefnilega svo dæmi sé tekið tvær heitar máltíðir á dag, stórar, hreyfa sig takmarkað hálft árið, og borða mikla harða fitu, svo nokkuð sé nefnt. Við íslendingar getum þannig ekki flutt inn einhvern lífsstíl að utan, þó svo við tileinkum okk- ur það besta úr þessum lífsstíl- um, og við getum ekki heldur flutt út okkar sérstaka, sveiflu-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.