Dagur - 15.10.1988, Síða 5

Dagur - 15.10.1988, Síða 5
„Vorum vmsamlegast beðin um að syngja ekki framar“ - Iðunn Steinsdóttir rithöfundur í Carmínu-viðtali Við sigruðuni í mötuneytisinálinu. Iðunn Steinsdóttir rithöfundur er í CARMÍNU-viðtalinu í dag. Hún sleit barns- skónum á Seyðisfirði, en hélt þaðan til Akureyrar í lands- prófið og síðan í MA. Paðan lauk hún stúdentsprófi árið 1960. Myndin af Iðunni sýnir hana syngja á sviði og í textanum er sagt að framtíðardraumur hennar sé að syngja í Scala óperunni. Iðunn, var þetta raunverulega drauntur hjá þér? „Nei, biddu fyrir J)ér,“ sagði Iðunn og hló dátt. „Eg var alltaf raulandi eða syngjandi, í tíma og ótíma fannst sumum, og það er sjálfsagt ástæðan fyrir því að minnst er á þetta þarna. Eg man nú ekki hver gerði textann um mig. Viö vorum nokkrar vinkonurnar sem skrifuðum hver um aðra og þetta hefur sjálfsagt verið unnið í sam- vinnu þeirra á milli. Árin á undan voru textarnir við hverja Carmínu-mynd orðnir ansi langir og það varð því að samkomulagi hjá okkur að hafa textana stutta en hnitmiðaða. Enda varla hægt að ætlast til að skrifað væri í endurminningastíl um tvítugar manneskjur! Því miður rufu súmir þetta sam- komulag og stílarnir um nokkra nemendur voru algjörir lang- hundar. Myndina teiknaði hins vegar Þorsteinn Geirsson, núverandi ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hann var einu ári yngri en við og mjög snjall teiknari." Iðunn var nú spurð hvort hún væri ánægð með myndina af sér. Hún tók myndina upp, virti hana fyrir sér í dálítinn tíma og sagði svo. „Ætli nokkur sé fullkomlega ánægður með myndina af sér. Mér finnst þetta nú ekkert mjög Iíkt mér. Hvað finnst þér?“ Blaðamaðurinn virti myndina fyrir sér og samsinnti henni. „Annars er þetta ágæt grínmynd og það er nú aðalatriðið í sam- bandi við þessar CARMÍNU- myndir,“ sagði Iðunn eftir smá þögn. Lenti oft í rimmu við strákana - Nanna Bjarnadóttir orti vísu um þig og birtist hún með mynd- inni. Þar er talað um hænurétt- indahænu. Hvað meinti Nanna með því? Það var greinilegt að Iðunni var skemmt að rifja það upp því hún ljómaði öll er hún hugsaði til baka. „Ég var alltaf mjög ákveð- in í að berjast fyrir réttindum okkar stúlknanna og lenti oft í rimmu við strákana út af því. Það var sérstaklega eitt mál sem mér er minnisstætt og það var mötu- neytismálið. Á þessum tímum jafnréttis er e.t.v.skrýtið að rifja upp mál sem innleiddi „misrétti“ okkur stúlkunum í vil. Á þessum tíma borguðum við stelpurnar jafn ntikið í fæðis- kostnað á heimavistinni. Laun okkar voru á þessum tíma alltaf lægri en strákanna og þar að auki borða strákar yfirleitt meira en stelpur. Okkur stelpunum fannst því sanngirnismál að við borguð- um eitthvað lægra en strákarnir. Þá upphófst hin mesta deila við strákana og voru þeir sífellt að benda á einhverjar stúlkur sem borðuðu mikið og einnig á ein- hverja stráka sem borðuðu lítið. En okkur tókst að sannfæra yfir- völd skólans urn réttmæti kröfu okkar. Við sigruðum því í þessari rimmu og borguðum minna en strákarnir í fæðiskostnað!" - Er þér einhver atburður minnisstæðari en annar frá skóla- árum þínum? „Mér er mjög minnisstætt er skólinn var rafmagnslaus í heila viku. Þá vorum við í 6. bekk og það var ekkert kennt allan þann tíma. Þá bjó ég reyndar úti í bæ, en þessa viku mættu allir nemend- urnir uppi í heimavist og þar búin til einskonar flatsæng. Þar sung- um við og trölluðum og þá kom sér vel að ég kunni mikið af vísum. Þar söng ég rneð einum skemintilegasta kór sem ég hef verið meðlimur í. Þannig var að allir laglausustu nemendur tóku sig til og mynduðu kór. Þá vant- aði einhvern sem kunni lög og gæti nokkurn veginn haldið laginu. Við vorum því tvær vinkonurnar sem fengum að vera með í þess- um kostulega kór. Það var farið mjög laumulega með allar æfingar, en að lokum tróðum við upp í myrkrinu. Menn vissu ekki hverjir voru í kórnum og því gátu meðlimirnir þanið raddböndin að vild, án þess að vera feimnir. Þetta vakti feikna lukku, en við vorum vinsamlegast beðin um að syngja ekki framar!“ Gísli og Árni ógleymanlegir kennarar - Áttir þú þér einhverja uppá- haldskennara? „Já, þeir voru tveir og kenndu því miður sama fagið. Ég segi því miður af því að þá gátu þeir ekki báðir kennt mér. Þetta voru þeir Gísli Jónsson og Árni Kristjáns- son íslenskukennarar. Gísli kenndi mér í landsprófi, en Árni hin árin. Báðir voru frábærir kennarar og ógleymanlegir karakterar." - Nú ert þú fædd og uppalin á Seyðisfirði. Hvers vegna valdir þú að fara í framhaldsskóla á Akureyri en ekki í Reykjavík? „Þá var nú enginn framhalds- skóli á Austurlandi og einhvern veginn var litið á MA sem okkar skóla. Þar spilaði að sjálfsögðu inn í að vegalengdin til Akureyr- ar var styttri og að það var heimavist við skólann. Það er stundum talað um að erfitt sé fyrir utanaðkomandi að flytja til Akureyrar. Bæjarbúar séu fastheldnir á gamla vini, klíkuskapur sé mikill og erfitt fyrir utanbæjarmenn að aðlagast aðstæðum. Það getur verið að eitthvað sé til í þessu, en þetta var ekki raun- in hjá mér. Ég kunni mjög vel við mig á Akureyri og féll vel í kram- ið þar. Síðar bjó ég í tólf ár í Þing- eyjarsýslunni og nú lít ég miklu frekar á mig sem Norðlending en Austfirðing." Nú hnyklaði Iðunn brýnnar og sagði hugsandi: „Ég vona að ég móðgi engan á Seyðis- firði með því að hafa sagt þetta. Þeir fara nú varla að reka mig úr Seyðfirðingafélaginu hér í Reykjavík,“ spurði hún blaða- manninn hlæjandi. Gæti verið að ég skrifaði bók um skólaárin - Þú hefur skrifað sjö bamabækur og þar að auki þrjú leikrit. Varstu farin að skrifa á þessum tíma? „Nei, ég var á kafi í leiklistinni og ætlaði alltaf að fara í leiklistar- skóla. En svo fór ég að eiga börn og, eins og segir í vísunni, að ég hafði Björninn til að vcrnda mig!“ Eiginmaður Iðunnar er nefnilega Björn Friðfinnsson, núverandi aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Þótt ekki tengist það beint CARMÍNU lék okkur forvitni svona í lokin að vita hvort von væri á nýrri bók frá Iðunni Steinsdóttur. „Jú, reyndar er von á nýrri bók frá mér á næstunni. Þar ræ ég á ný mið og skrifa í fyrsta skipti unglingabók. Annars held ég að margir fullorðnir hefðu gaman af því að lesa hana, a.m.k. þeir sem eru utan af landi. Bókin heitir „Víst er ég fullorðin“ og gerist í litlu sjávarþorpi í kringum 1954. Hún fjallar um unga stúlku sem vill komast í burtu að læra. Jú, það gæti vel verið að næsta bók myndi fjalla uni hvernig henni gekk síðan í skólanum,“ sagði Iðunn og brosti. AP Úr Carmínu: Kalt er mér löngum, kúri ég ein í sæng. Heitara var mér forðum undir karlmanns væng. Iðunn Steinsdóttir skauzt í þennan heim 5. janúar 1940 á Seyðisfirði. Ólsthún þar upp oggekk í skóla kaupstaðarins til 15 ára aldurs, en kom þá til Akureyrar, settist í landsprófs- deild M.A. og hefur mjakazt þetta áfram síðan. Á sumrin hefur hún unnið hjá Landssíma íslands (á talsímanum) og unað vel við. Áhugamál: Söngur. Framtíðardraumar: Að syngja í Scala óperunni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.