Dagur - 15.10.1988, Side 6

Dagur - 15.10.1988, Side 6
- HUðAa - 88C' f -ísdöfrlo .cíf 6 - DAGUR - 15. október 1988 poppsíðan \ Umsjón: Valur Sæmundsson. John Norum fyrrum gítarleikari Europe: Tónlistin er meira virði en peningar Eins og lesendum er eflaust (fersku minni fjallaöi ég dulftið um hljöm- sveitina Europe í síöustu viku. Dálítið skiptar skoðanir eru meðal manna um hvort tónlist téðrar hljómsveitar teljist til þungarokks eður ei. Ég veit um einn sem hefur mjög ákveðnar skoðanir á þessu máli, John nokkurn Norum. John þessi stofnaði einmitt hljómsveitina Europe, árið 1980, og var í henni alveg fram yfir Final Countdown tímabilið. Þá yfirgaf hann sveitina. Vegna hvers? Við skulum athuga það mál nánar. Það var fyrir átta árum sem John Norum hófst handa við að safna saman mönnum í hljómsveit. Vel gekk að finna bumbuslagara og bassaleikara en dálitill tími leið áður en söngvari fannst. Að lokum gróf John upp söngvara/bassaleikara í klúbbi nokkrum í Stokkhólmi. Sá nýi féllst á að sleppa bassanum og ein- beita sér að söngnum. Um það leyti tók hann upp sviðsnafn. Hann kall- aði sig Joey Tempest. Piltarnir hófu æfingar af kappi og nefndu hljómsveitina Europe. Fullir sjálfstrausts innrituðu þeir sig í hæfileikakeppni áhugamanna. Og þeir unnu. Verðlaunin voru útgáfu- samningur og fljótlega kom fyrsta plata sveitarinnar út. Hún hét í höfuðið á hljómsveitinni og fékk ágætis viðtökur. Nokkrar manna- breytingar urðu áður en önnur plat- an kom út, Wings of tomorrow. Sú plata fékk sömuleiðis ágætar við- tökur. Með sömu liðsskipan gaf Europe út plötuna The Final Countdown fyrir um tveimur árum. Sú plata náði aldrei neinum vinsældum og hljóm- sveitin féll í gleymskunnar dá. Hljómsveitin leikur núna fyrir dansi á sveitaböllum í norðurhluta Bangladesh. Nei, nei. Látið mig ekki plata ykkur. Við þekkjum öll hvernig Final Countdown gekk. En það er Moiar og mylsna kannski best að koma sér að efninu, sem er það að eftir útgáfu Final Countdown yfirgaf stofnandinn John Norum Europe. Hann var búinn að fá nóg af vinsældabrölti og minnkandi tónlistarlegum metnaði. John sendi nýverið frá sér sóló- plötu, Total Control, sem fékk prýði- legar viðtökur. En heyrum dálítið í Jóni sjálfum. - Af hverju hættirðu í Europe? „Það eru margar ástæður fyrir þvi. Ég vildi spila þyngra rokk með gítar- inn í aðalhlutverki. Þeir vildu spila mýkra popp - í stíl við Mr. Mister og þannig dótarí. Ég hafði engan áhuga á því, þer vildu nota hljóm- borðið miklu meira en ég vil spila rokk. Rokk eins og t.d. Van Halen og Dokken. Rokkkkk.“ - Réðir þú engu varðandi tónlist- ina? „Ekki get ég nú sagt það, rétt að- eins varðandi gítarsándið. Joey réði nánast öllu, hann lét eins og Europe væri sín hljómsveit. En það var nú ég sem stofnaði þessa hljómsveit," segir John. - Hvenær var það sem þér fannst að Europe væri farin að breytast? „Það var í síðustu hljómleikaferð- inni sem við fórum í, til Japans. Ég hlustaði á upptökur af hljómleikun- um og fannst þær hræðilegar. Á þessum tíma voru strákarnir líka farnir að breytast svo mikið. Þeir voru ekki lengur mannlegir, þeir voru orðnir að vélum. Þeim var alveg sama um tónlistina, það að eiga smell skipti öllu máli, sama hvort tónlistin var léleg eða ekki. Og fyrir utan þessa persónubreytingu voru þeir líka farnir að hugsa svo mikið um útlitið. Hárgreiðslan og föt- in skiptu mun meira máli en sjálf tónlistin. Þegar svona var málum komið fannst mér ekkert erfitt að hætta í hljómsveitinni. Þaðvarekk- ert sárt. Það skiptir mig engu máli hvort við seljum 100.000 plötur eða fimm milljónir. Það er tónlistin sem Að þessu sinni ætla ég að geta um safnplötur nokkurra lista- manna sem allar eru nýkomnar út eða þá rétt ókomnar. í fyrsta lagi er á leiðinni safn- plata frá Dire Straits Þetta er samansafn af þeirra bestu lögum, endurhljoðblönduðum. Að auki er að finna lagið Twisting by the pool, sem aldrei hefur áður fengist á breiðskífu, og eitt nýtt lag ... Þreföld safnplata frá Santana er nýkomin út. Það dugir ekkert minna enda er hljómsveitin búin að vera í eldlínunni í tvo áratugi. Á plötunum er að finna bestu lög Santana frá þessu tímabili, auk nokkurra laga sem hafa aldrei komið út áður. Meðfylgjandi er vandaður bæklingur með sögu hljómsveitarinnar auk athuga- semda Carlosar Santana um hvert lag. Platan heitir Viva Santana. .. Negotiations and Love songs ’71-’8B heitir ný tvöföld safnplata frá Paui Simon. Eins og nafnið gefur til kynna þá spannar platan allan fimmtán ára sólóferil kappans... Human League sendir bráðlega frá sér Greatest hits plötu sem inniheldur 12 af vinsælustu lög- um þessara brautryðjenda nýrómantíkurinnar. Eitt nýtt lag er aukreitis ... (slandsvinirnir í /f/sseru einnig að senda frá sér Best of plötu. Ekki er ómögulegt að hún seljist eitthvað hér á landi... Látum þetta gott heita í bili en glóðvolgar fréttir koma að sjálf- sögðu að viku liðinni. Það er margt að gerast. Dokið því við. Gene Simmons úr Kiss er greinilega ánægður með nýju plötuna. Eða er það ekki?________________________________________________________________ John Norum er bara kátur og hress eftir skiptir mig máli. Hinum var alveg sama,“ segir John Norum. „Metnaðurinn skiptir mig máli. Þeg- ar þú ert í hljómsveit, þarftu alltaf að fylgja hinum, þú ræður ekki hvernig tónlistin er. Sérstaklega ekki í Eur- ope. Ég ákvað að hefja sólóferil, þar get ég nefnilega sungið lögin, samið þau sjálfur og útsett. Allt eins og mér finnst sjálfum vera best. Það er þó í sjálfu sér ekki mikill munur á Final Countdown og plötunni minni. Mín plata er þyngri, það er betri að hann yfirgaf félaga sína í Europe. hljómur á henni, betri útsetningar og söngurinn er betri. Þetta eru atriði sem gera gæfumuninn," segir John Norum býsna hreykinn. Hann sér ekkert eftir því að hafa yfirgefið Eur- ope þegar hljómsveitin hafði náð tindinum. Tónlistin skiptir hann meira máli en peningar. Rokktónleikar í dag „Það var mikið,“ hugsaði ég þegar ég frétti að loksins yrðu nú haldnir hljómleikar í Akureyrarbæ á öðrum stað og tíma en að kvöldlagi á vínveitingahúsi. Afskaplega lítið hefur verið um þannig hljómleika í bænum undanfarin ár. Afar kærkomið. Það verða nefnilega rokktónleikar í Borgarbíói í dag kl. 16. Nokkur leynd hefur hvílt yfir því hvaða lista- menn koma fram en eftir því sem ég kemst næst mun hin stórgóða sveit Lost frá Akureyri verða aðalnúmerið. Þessir piltar eru tvímælalaust það besta sem akur- eyrskt rokklíf hefur alið af sér siðan Bara flokkurinn var og hét. Annars er viðtal við Lost á öðrum stað í blaðinu. Þið getið bara lesið það. Ekki hef ég fengið öruggar fregnir af fleiri flytjendum en orð- rómur hefur verið á kreiki um að hljómsveit sem nefnir sig, ef ég man rétt, Daman og hérinn, træði upp. Einnig kæmi mér ekkert á óvart ef einhverjar óvæntar uppákomur yrðu. En sjón og heyrn eru sögu ríkari og vil ég því ráðleggja öllum sem vettlingum og treflum geta valdið að leggja leið sína í Borgarbíó klukkan 16.00 í dag. Það verður örugglega þess virði. Sæti Vinsældalistar Rás 2 - vikuna 7/10-14/10 1988 Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (1.) (10) Foxtrott ... Bubbi Morthens 2. (3.) (5) Groovy kind of love Phil Collins 3. (2.) (5) Frozen feelings Jan Bang 4. (5.) (5) Cocomo Beach Boys 5. (9.) (3) De smukke unge mennesker Kim Larsen 6. (8.) (3) One moment in time . Whitney Houston 7. (15.) (4) When it’s love Van Halen 8. (22.) (2) Dont worry, be happy ... Bobby McFerrin 9. (10.) (10) Im nin alu Ofra Haza 10. (14.) (5) He aint heavy hes my brother Bill Medley íslenski listinn - vikuna 8/10-14/10 1988 Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi 1. (2.) 7 Foxtrott .. Bubbi Morthens 2. (3.) 5 Frozen feelings Jan Bang 3. (1.) 7 Gerum okkar besta ísl. landsliðið 4. (5.) 4 Groovy kind of love Phil Collins 5. (6.) 4 One moment in.time Whitney Houston 6. (8.) 4 Don’t worry be happy .. Bobby McFerrin 7. (7.) 14 Nothing’s gonna change my love for you .. Glenn Medeiros 8. (18.) 3 Den förste kærlighed Kim Larsen 9. (11.) 9 Hands to heaven Breathe 10. (10.) 3 Cocomo Beach Boys

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.