Dagur - 15.10.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 15.10.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 15. október 1988 Hvað, hver og hvernig? Þá höldum viö áfram þar sem frá var horfið í spurningum fyrir yngstu kyn- slóðina. 1. Hvað heitir vinur Einars Áskels? 2. Hvað heitir barnaleikritið sem Leikfélag Akureyrar sýndi haustið 1986 með Skúla Gautasyni í aðal- hlutverki? 3. Hvernig varð Litla-Ljót falleg? 4. Hvaða jólasveinn kemur fyrstur? 5. Hvað nefnist He-Man á íslensku í teiknimyndaflokki Stöðvar 2? 6. Hver skrifaði bækurnar um Lóu- Lóu, Öbbu hina og systkini þeirra? 7. Ofan af hverju datt Gutti, sögu- hetjan í kvæðinu skemmtilega? 8. Hvað heitir dagurinn á undan aðfangadegi jóla? 9. Hvað eftirnöfn báru söguhetjur Indriða Úlfssonar, Kalli og Siggi? 10. Nefnið tvö fyrirbæri sem gegna nafninu Úrsus. barnasíðan ^'Umsjón: Stefán Sæmundsson. Svör uoseujy !1|b(h 6o |?ajbh?JP pujoulubs o t ■jjjBAS |66!S 6o !P|b>| !||b» '6 BSS0UJS>|9!JOcJ 8 ■660A ujn?q jb ubjo 'L j!H9Pb6|0h urugno -g •jndJBQ S - -jnB}SBf>|>j0JS p !UU!PU!| j 6!S BQBq QB JACf QSJ!\| £ nH bjjsh 'Z JOJHiA ' J Hjólið hennar Stínu Einn sólbjartan haustdag var Stína litla að hjóla á reiðhjólinu sínu í göt- unni heima þegar hún datt skyndi- lega af hjólinu. Hún meiddi sig dálít- Algjört tryllitæki sem Bjarni Víöir Rúnarsson, 5 ára, Sunnubraut 12, Dalvík, hefur teiknaö hér. Brandarar Börn eiga það til að vera of hreinskilin að mati foreldranna og því fékk mamma Lísu litlu oft að kynnast i strætó. Lísa galaði oft upp leiðinlegar athugasemdir og mamma hennar var búin að banna henni að tala um annað fólk í strætisvagninum. Lísa lof- aði því. Eitt sinn þegar þær voru í strætó kom maður með óvenju- lega stórt nef inn í vagninn. Lísa starði á manninn og gat varla setið á sér. Hún mundi þó hverju hún hafði lofað og sagði því hátt og snjallt við mömmu sína: - Við skulum ekki tala um mann- inn með stóra nefið fyrr en við komum heim! Mamma Óla var á fæðingar- deildinni, nýbúin að eignast litla stelpu. Pabbi og Óli ætluðu að fara í heimsókn. Pabbi: - Jæja Óli minn, viltu ekki sjá hana litlu systur þína sem storkurinn kom með? Óli: - Nei, ég vil ekki sjá hana, en ég vil fá að sjá storkinn. Egill: - Ekkert skil ég í því hvern- ig forfeður okkar gátu lifað án þess að hafa síma, útvarp, sjónvarp, bíla, bíó og rafmagn. Andrés: - Blessaöur góði, þeir gátu það heldur ekki, þeir eru all- ir löngu dánir úr leiðindum. Bekkurinn er í leikfimi og íþrótta- kennarinn hefur skipað öllum að leggjast á bakið og „hjóla“ með fótunum. Allir gera æfinguna nema Magga. - Magga, hvers vegna hjólar þú ekki eins og hinir? - Af því að ég er á skellinöðru, svaraði hún að bragði. ið, en sex ára stúlkur gráta ekki út af smámunum. Stína reis á fætur og dustaði rykið af buxunum, en þegar hún ætlaði að fara á hjólið aftur sá hún að framdekkið var sprungið. Það hafði lent á hvössum steini og gat kom á slönguna. Stínu fannst þetta alveg voðalegt og hljóp heim til að segja pabba frá þessum atburði. - Pabbi, hjólið mitt sprakk, hróp- aði Stína þegar hún kom inn úr dyr- unum, móð og másandi. Pabbi hennar var að ryksuga og heyrði ekki alveg hvað hún sagði. - Hvað sprakk Stína mín? spurði hann annars hugar og lagðist á fjóra fætur til að ná óhreinindum á bak við er sófann með ryksugustútnum. - Hjólið mitt, framdekkið sprungið, sagði Stína æst. - Hmm, það var ekki nógu gott, sagði pabbi og slökkti á ryksugunni. - Við verðum að líta á þetta. Eg hlýt að geta gert við sprungið dekk, ann- ars biðjum við bara mömmu þína að kippa þessu í lag þegar hún kemur heim úr vinnunni. Pabbi og Stína fóru nú út og ætl- uðu að ná í hjólið, en Stína hafði skilið það eftir á götunni. Þegar þau komu á staðinn var hjólið horfið. Ein- hver hafði tekið fallega hjólið hennar Stínu. Það borgar sig greinilega ekki að skilja hjól eftir á götunni, jafnvel þótt það sé með sprungið dekk. Þessa mynd teiknaði Daði Kristjánsson, fjögurra ára strákpjakkur á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.