Dagur - 15.10.1988, Side 9

Dagur - 15.10.1988, Side 9
886f isdöíxio .5t - HUÐAQ - 3 15. oktober 1988 - DAGUR - 9 heilsupósturinn i7 Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann í stríði við aukakílóin Megrun er eitt það vinsælasta sem menn vilja tala um þegar far- ið er að ræða mataræði eða önnur skyld mál. Hvers vegna? Jú, það er sennilega vegna þess að menn hafa gert sér grein fyrir því að maturinn er aðal orsök offitu og ólögulegs vaxtarlags. Miðað við það hversu nærri sér margir taka það að vera aðeins of feitir, þá er undarlegt hve lítið menn gera í því að kynna sér leiðir til þess að losna úr vandan- um með öðru en ofursvelti eða öðrum misgáfulegum leiðum. Pað sem virðist vera algengast er að sitja heima og gera ekkert fyrr en nefið rekst í vegginn og aug- ljóst er að eitthvað gáfulegra verður að gera í málinu. En hvað á að gera? Flestir vita, að það var mataræðið sem kom þeim í þessa klípu og því má áætla að þar þurfi breytingar á. Það er í það minnsta hluti af leið- inni sem þarf að koma til. Nokk- uð algengt er að fara í megrun án þess að auka hreyfingu eða stunda einhverja líkamsrækt. Að hreyfa sig ekkert meira en venju- lega, er bæði geysileg tímasóun og sjálfspíning þar sem það gerir megrunina mun erfiðari en hún þarf að vera. Til þess að menn skilji hvers vegna, þurfa menn að gera sér grein fyrir hvernig líf- fræði líkamans virkar a.m.k. í grófum dráttum. Fitan sem ætlunin er að losna við, er nokkurs konar afgangs eldsneyti, og það er eins með þetta eldsneyti og annað, að til þess að eyða því þarf brennsla að koma til. Segjum til dæmis að þú ætlir einhverra hluta vegna að láta bílinn þinn verða bensínlaus- an. Hvernig er best að gera það? Það er öruggt að hann þarf að vera í gangi, en hvort ætli hann sé fljótari að brenna bensíninu í hægagangi eða þenslu? Að sjálf- sögðu yrði hann fljótari að verða bensínlaus í þenslu. Þetta er svipað og það sem líkaminn gerir þegar hann er að brenna fitu. Sé ekkert gert nema að minnka matinn þ.e.a.s. orku- gjafann, er líkaminn mun lengur að brenna fitunni heldur en ef álagið á hann yrði aukið. Það er ekki nóg með að hann yrði mun lengur að brenna þeirri fitu sem óskað er eftir að brenna, heldur yrði hann sennilega mun slappari og ver á sig kominn. Þetta er nokkuð sem menn ættu að taka til athugunar sem hyggjast losna við nokkur kíló af varadekkinu. Ekki bara að það gangi mun hraðar að megrast með því að stunda einhvers konar líkams- rækt, heldur eykur það einnig vellíðan og hreysti. Gott er að gefa líkamanum tækifæri til þess að taka á annað slagið og koma blóðinu á hreyfingu og út í vöðv- ana. Með því að stunda einhverja líkamsrækt eykst efnaskiptahraði líkamans og allt fer að ganga hraðar fyrir sig í líkamanum. Það leiðir til þess að ekki verður eins auðvelt fyrir sjúkdóma að hefja innreið sína, og minni líkur eru á ýmsum kvillum. Ónæmiskerfi líkamans styrkist verulega þegar efnaskiptin hraðast og líkaminn fær þau næringarefni sem hann þarfnast. Öll þau lögmál sem megrun byggist á eru í raun og veru sára- einföld, en það er mannleg breytni og agi sem vega þyngst á metunum. Fólk sem er mjög frótt um allt sem snýr að líffræði og virkni líkamans í megrun á það jafnvel til að vilja hunsa allt sem það veit að er rétt og fara í algert svelti sem dugir ekki nema í mjög takmarkaðan tíma, eða nota aðrar ógáfulegar aðferðir. Hvers vegna? Hefur fólk ekki trú á því sem það hefur lært? Jú, það hefur trú á því, en það er erfiðara að fara eftir þvf. Sennilega kemur það til vegna þess að allir eru mannlegir og til þess að geta framkvæmt eitthvað sem krefst þess að menn leggi sig fram, þarf aga. Það er ekki hlaupið að því fyrir fólk sem hefur alla sína ævi hugsað mun betur um bílinn sinn en sjálft sig að breyta um, þar sem það krefst aðgerða sem snúa beint að því sjálfu. Sú aðferð að gera byltingu get- ur gengið fyrir suma, en ekki alla. Yfirleitt hefur það sýnt sig að rólega aðferðin gengur betur, þ.e.a.s. taka sér tak og taka smá skref í einu í átt að heilsusam- legra lífi. Með því að taka eitt og eitt atriði fyrir í einu eru meiri líkur á því að breytingin verði varanlegri. Þegar menn fara. að hugsa sér til hreyfings í þessum málum eru margar spurningar sem vakna. Þess vegna er best að leita til fólks sem þekkir til þessara mála eða lesa sér til. Bækur sem fjalla um þessi efni eru óendanlega margar. Hins vegar, þá eru gæðin misjöfn og ættu menn að vera vissir um að heimildirnar séu frá öruggum aðilum eða í það minnsta, frá mönnum með reynslu. \\#fj 'jC>:Y ö. ö / p&i \§\ s / í -s Y'l \ / \ / „Flestir vita, að það var mataræðið sem kom þeim í þessa klípu.“ RÍKISSTOFNANIR OG SKQLAR 3JAOG SÍÐASTA afgreiðsla á APPLE Macintosh tölvum samkv. samningi Innkaupastofnunar ríkisins og menntamálaráðuneytisins við Radíóbúðina verður í byrjun desembermánaðar. Pantanir þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir 20. OKTÓBER NK. Uppl. veitir Kári Halldórsson í síma 26844. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS, Borgartúni 7, 105 Reykjavik. í ágústmánuði Araun Fyrir unga drengi á Eyrinni, sem uppi voru fyrir daga myndbanda og sjónvarps voru fyrstu kynni af hinum stóra heimi og erlendum tungum þegar þeir fóru að læra dönsku í Gagganum fermingar- veturinn. Skrifari man enn fyrstu dönskutímana hjá Jóhanni Frímann. Þar var á ferðinni stór- brotinn persónuleiki, sem gerði stuttbuxnagæjunum það morg- unljóst, eftir að hafa snýtt sér og tekið vel í nefið, að fleirtalan af lille væri smaa. Slík kennsla gleymist engum, hins vegar vill danskan gleymast þegar árin líða og enskan hefur tekið yfirhönd- ina og glymur í eyrum nótt sem nýtan dag, oftar en ekki gegn vilja áheyrandans. Síðustu tengslin slitnuðu svo, þegar farið var að þýða Andrés á íslensku, sem var óbætanlegt menningartjón. Nú hefur skrifari búið nokkrar vikur í Danmörku og býr að áð- urnefndri kennslu Jóhanns. Þó hefur ýmislegt vafist fyrir honum. Hann veit t.d. að „bilvask“ er bílaþvottastöð, því það eru engin þvottaplön f Danmörku, „möntvask“ ætti því að vera pen- ingaþvottastöð skv. orðabókinni, því mönt er peningar, en reyndist við athugun vera almennings- þvottahús. Mikið gladdist skrifari er hann sá „vasketeria“ letrað stórum stöfum á hús í Hróars- keldu, þetta var nú eitthvað í lík- ingu við kaffiteríuna á Hótel KEA, með hringborði og fjörug- um umræðum um menn og málefni. Þetta reyndist því miður vera eitt þvottahúsið enn. Niðri í bæ er „hælebar“, þar fæst ekki bjór, en er hins vegar gert við skó meðan beðið er og á „nöglebar“ við hliðina eru smíðaðir lyklar, sem Danir virðast týna í tíma og ótíma. Danir eru ákaflega kurteisir og þægilegir í viðmóti, síbrosandi og glaðlyndir. Nágranni skrifara, hann Ingemann, er síbrosandi, jafnt snemma á morgnana sem seint á kvöldin. Hann brosir líka alla helgina. Svona er fólkið í kjörbúðinni, í lestinni og á göt- unni. Stundum finnst skrifara kurteisin þó ganga út í öfgar. Það er þegar hann talar. Þá hlusta Danir um stund og stoppa síðan orðaflauminn og segja „undskyld“. Það rann á tólfta degi upp fyrir skrifara, að hann var farinn að ryðga í dönskunni og Danir skildu hann bara alls ekki. Eins og hann vandaði sig. Og nú situr skrifari með dætrum sínum og rifjar upp danska mál- fræði og tímana hjá Jóhanni Frímanni, forsetningar á fimmtu- dögum og lýsingarorð á laugar- dögum. Smuk, smukkere, smukkest og Danir brosa enn. bh-Kaupmannahöfn Atvinnutryggingasjóður útfiutningsgreina Auglýsir eftir: LÁNSUMSÓKNUM Um er að ræða: A. Lán vegna skuldbreytinga útflutningsfyrirtækja. B. Lán v/hagræðingar, framleiðni aukningar og endurskipulagningar útflutningsfyrirtækja. Þeim fyrirtækjum sem óska eftir lánum hjá sjóðnum er bent á að snúa sér til hans og fá sendar nauðsyn- legar upplýsingar um þessi lán. Athygli skal vakin á því að aðeins þau fyrirtæki koma til greina sem hafa framleitt vörur til útflutnings og að útflutningsverðmæti árið 1987 hafi ekki verið undir 10 milljónum króna. Þar sem málefni fiskeldis og loðdýrabænda eru nú til athugunar hjá öörum aðilum koma þeir ekki til álita með lánveitingu á þessu ári. Heimilisfang sjóðsins er: Rauðarárstígur 25,105 Reykjavík. Sími 91 25133.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.