Dagur - 15.10.1988, Síða 10

Dagur - 15.10.1988, Síða 10
10 - DAGUR - 15. október 1988 ÞESSIHUÓMSWT SUINAR EKKEFfT ÖPP m ) — hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki í helgarviðtali Hljómsveitir í Skagafirði hafa löngum verið til staðar, mismargar í það og það skiptið, og er þá átt við danshljómsveitir. Öll könnumst við við hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, sem er án efa þeirra frægust og hefur starfað lengst í „bransanum". Stöku sinnum komafram nýjar hljómsveitir og eru lífdagar þeirra mislangirog misgóðir. Undanfarið hefur ein hljómsveit vakið athygli, en það er hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki. Tónlist hennar hljómaði í eyrum landsmanna í sumar með tveim lögum sem voru á safnplötu frá Steinum hf., Bongóblíðu. Lögin hétu „Nótt hjá þér" og „í útvarpi" og náðu bæði lögin talsverðum vinsældum, t.d. komst fyrrgreinda lagið í 2. sæti á vinsældalista Rásar 2. Herramenn eru sex ungir Sauðkrækingar, á aldrinum 19-20 ára, og hafa allir, nema einn, spilað saman í hljómsveit frá barnaskólaaldri. Það er hljómsveitin Herramenn sem er í helgarviðtali að þessu sinni. Blaðamaður Dags mælti sér mót við Herramenn fyrir nokkru í æfingaaðstöðu þeirra, upp undir súð í sútunarverksmiðjunni Loðskinni hf., þar sem þrír þeirra unnu í sumar, og tveir vinna enn. Par eru þeir búnir að leggja undir sig stórt herbergi með viðeigandi tækjum og tólum og nýlega festu þeir kaup á nýju hljóðkerfi sem skilar mun betri hljómgæðum til ballgesta og annarra sem hlýða á tónlist þeirra. Byrjuðum sem „Bad boys“ og gerðum miklar rósir Herramenn gerðu hlé á æfingu og tóku vel í smá spjall. Við komum okkur þægilega fyrir í einni skinnastæðu í verksmiðjunni og hófum viðtalið. Áður en lengra er haldið skal þess getið hverjir skipa hljómsveitina að þessu sinni. Aðalsöngvari er Kristján Gíslason, auk þess sem hann spil- ar á hljómborð, Svavar Sigurðs- son leikur á gítar, Árni Þór Þor- björnsson á bassagítar, Birkir Guðmundsson hljómborð og raddir, og Kristján Baldvinsson trommur í forföllum Karls Jóns- sonar, en hann mun fljótlega fara að berja húðir á ný, eftir langvar- andi íþróttameiðsli. Kalli var ekki viðstaddur þegar viðtalið fór fram, hann var í æfingatækjum að þjálfa upp skrokkinn eftir sjúkraleguna. - Hvað hafið þið starfað lengi saman? Herramenn frá Sauðárkróki, frá vinstri Svavar Sigurðsson, Kristján Baldvinsson, Kristján Gíslason, Árni Þór Þorbjörnsson, Birkir Guðmundsson og Karl Jónsson. Árni: „Við höfum spilað sam- an í hljómsveit frá 12 ára aldri, þ.e. ég, Kristján, Karl, Svavar og Birkir. Byrjuðum sem hljóm- sveitin „Bad boys“, sem gerði miklar rósir, komum aðallega fram á skólaböllum við góðar undirtektir. Við erum mjög ánægðir með það nafn, „Bad boys“, enda vorum við ekkert voðalega góðir strákar. Þá var Kristinn Baldvinsson með okkur á hljómborð. Undir „Bad boys“ nafninu spiluðum við í um tvö ár. Skiptum þá um nafn, yfir í Metan. Þá voru 3 hljómborðs- leikarar í hljómsveitinni, sem gekk ekki til lengdar. Það endaði með því að Kristinn hætti. Þá breyttum við aðeins áherslum í hljómsveitinni, minnkuðum hljómborðsleik og Kristján fór meira yfir í sönginn. Það var svo sl. vetur sem við breyttum nafni hljómsveitarinnar í Herramenn.“ Vorum að leita að grípandi nafni - Af hverju breyttuð þið um nafn? Árni: „Það var af því að við gerðumst svo frakkir að fara aft- ur í Músíktilraunir, en við fórum ’87 undir Metan-nafninu, og vild- um því breyta til. Þá urðum við í öðru sæti, eins og gerðist aftur í ár.“ Svavar: „Metan-nafnið var líka ekki nógu gott til að markaðs- setja, það var ekki nógu gríp- andi. Við vildum einnig velja alíslenskt nafn.“ - Hvernig kom nafnið Herra- menn til? Birkir: „Það var nú Svavar sem átti hugmyndina að því.“ Svavar: „Það var verið að leita að íslensku og grípandi nafni, nafni sem fólk þyrfti aðeins að heyra einu sinni og myndi síðan muna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.