Dagur


Dagur - 15.10.1988, Qupperneq 11

Dagur - 15.10.1988, Qupperneq 11
15. október 1988 - DAGUR - 11 það. t>að var leitað mikið. Við fengum nafnið m.a. þannig að við erum nú herramenn í okkur. Svo er það líka fengið úr teikni- myndasögunum.“ Árni: „Síðasta vetur meiddist trommarinn okkar, Karl Jóns- son, það slitnuðu í honum kross- bönd í hné og liðþófi rifnaði, þannig að hann hefur síðan lítið sem ekkert getað barið trommu- húðir. Þá urðum við að útvega nýjan trommuleikara. Það var erfið fæðing, í byrjun fengum við ungan trommara sem ekki hafði mikla reynslu. Það gekk ekki upp fyrir okkur.“ Kristján G: „Við viljum taka það fram að við kunnum honum bestu þakkir fyrir það sem hann gerði á þeim stutta tíma sem hann var með okkur.“ Árni: „Þá fengum við Kidda, Kristján Baldvinsson, sem nú trommar hjá okkur í forföllum Kalla, og erum mjög ánægðir með hann.“ Byrjaði með fáum böllum og góðum - Kristján, hvernig finnst þér að spila með Herramönnum? Kristján B: „Það hefur verið ágætt. Ég hef spilað á trommur nokkuð lengi, maður byijaði í þessum bílskúrsböndum, svona þessu „fokki“ sko. Síðan komu alvöru hljómsveitir eins og Fást og Týról, að ógleymdri Tíbet. Það má segja að þetta sé toppur- inn að spila með Herramönn- um.“ - Hvenær byrjuðuð þið að spila á alvöru böllum, og þá á ég ekki við skólaböll í Gaggó? Árni: „Það byrjaði svona laus- lega fyrir um tveim árum, og fyrsta alvöru ballið var áramóta- ball í Miðgarði." Kristján G: „Þetta byrjaði með fáum böllum og góðum, aðallega sveitaböllum. Það hefur þróast þannig að þetta er orðið þokka- lega mikið, og ennþá eru böllin góð.“ - Hvernig hefur sumarið verið? Kristján G: „Seinni partur sumars hefur verið mjög góður, við höfðum frekar lítið að gera um mitt sumarið. Það var aðal- lega í kringunr trommaraskiptin sem við gátum ekki mikið spilað á böllum. Eftir að við fengum nýjan trommara í gang þá hefur verið nóg að gera.“ - Nú voruð þið með tvö lög á safnplötu í sumar, Bongóblíðu. Árni: „Já, og síðan voru tvö lög í viðbót á spóluútgáfu af Bongóblíðu. Þau lög heita „Landslagið" og „Baðferðin“, og er það síðarnefnda eftir Ægi Ásbjörnsson. Lögin á plötunni eru eftir okkur Herramenn. í tveim lögum spilaði með okkur einn saxófónleikari, Einar Bragi Bragason." Viötökur betri en við áttum von á - Hvað finnst ykkur um þær við- tökur sem lögin fengu? Kristján G: „Nokkuð góðar, a.m.k. voru viðtökurnar betri en við áttum von á.“ Árni: „Fyrir það fyrsta vorum við búnir að gera okkur vonir um að komast á plötu. Svo komumst við á plötu og þá gerðum við okk- ur vonir um að komast inn á vin- sældalista. Það tókst, „Nótt hjá þér“ komst hæst í 2. sæti og „í útvarpi“ í 13. sæti.“ Kristján G: „Ég átti von á því að „í útvarpi" kæmist ofar en hitt lagið. „Nótt hjá þér“ hafði maður gert ráð fyrir að myndi vinna hægt og örugglega á.“ - Hvernig er svo að spila á sveitaböllum? Kristján G: „Það er frábært. Svo fremi sem fólk er ekki alveg ofurölvi, þá er þetta mjög gaman. Við spilum mest af þeim lögum sem ganga hverju sinni, og síðan frumsömdu lögin okkar, þau ganga alveg jafn vel og Bruce Springsteen t.d. Svo er endað á vangalagi, og það má segja að við höfum náð að para saman nokk- uð marga.“ (Það sem kom næst af vörum Herramanna er varla prenthæft, þannig að við snúum okkur að næstu spurningu. - inn- skot blm.) Tvö lög á rokksafnplötu í nóvember - Hvað er svo að gerast hjá ykk- ur í dag strákar? Kristján G: „Það voru tekin upp tvö ný lög frá okkur fyrir skömmu í Glaðheimum, hljóð- veri Bítlavinafélagsins. Upptöku- stjórar voru Jón Ólafsson og Rafn Jónsson. Þau lög verða á rokksafnplötu sem Steinar hf. ætla að gefa út í nóvember nk.“ Árni: „Svo er bara að spila meira á næstunni. Við stefnum að því að gefa út plötu næsta sumar með okkar eigin lögum, sem vonandi einhver vill gefa út.“ - Nú voruð þið að kaupa nýtt söngkerfi fyrir hljómsveitina. Segið mér aðeins frá því? Svavar: „Við segjum ekki frá því hvað það kostaði. í kjölfar vaxandi vinsælda þá krefst það þess að við séum með góðar græj- ur í þessu. Það þarf að hafa góð- an hljómburð á böllum og þar sem við komum fram. Þetta var bara það sem var nauðsynlegt að bæta við hjá okkur. Viö keyptum allt það sem fylgir söngkerfi, eins og hátalarabox, magnara o.fl.“ - Hvað finnst ykkur um þá popptónlist sem við fáum að heyra í dag, þá íslensku? Kristján G: „Mér finnst hún þokkaleg, ekkert meira en svo.“ Svavar: „Það er ekki mikið að gerast, það er ekki svo mikil gróska." Árni: „Það var mikil gróska í plötuútgáfu í sumar, en fyrir utan liana þá er fátt um fína drætti.“ Einn leikurinn var aö stofna hljómsveit - Svona að endingu, verðið þið að spila saman á böllum eftir tíu ár? Árni: „Örugglega ekki sem Herramenn, en sjálfsagt verða einhverjir okkar að spila ennþá, það er aldrei að vita.“ Kristján B: „Eftir tíu ár? Þá verður maður 18 barna faðir með drykkfellda konu á bakinu!“ (Nú var mikið hlegið, svo mikið, að skinnastæður í Loðskinni hristust og skulfu.) Svavar: „Jú, jú, það má vel vera að við verðum að spila sam- an eftir 10 ár, hver veit? Þetta er búið að endast í 7 ár, þannig að það getur varað í tíu ár enn. Það er alveg ómögulegt að segja neitt til um þetta, við eigum flestir t.d. eftir að fara í meira nám.“ Árni: „Við munum koma sam- an á sumrin, þótt ekki væri nema bara til að leika okkur." Kristján G: „Það er öruggt að við munum spila saman út næsta sumar, og einhver næstu sumur. Það eru veturnir sem eru ótryggir hvað þetta varðar, við munum koma til með að tvístrast í hina og þessa skóla. Það má geta þess að þessi hljómsveit er ekki samansafn úr ýmsum áttum, það byrjaði ekki einhver einn sem safnaði að sér mönnum. Við lék- um okkur saman sem smápollar og vorum í sama bekk. Einn leikurinn var að stofna hljóm- sveit, ef má orða það svo, eins og sumir sem byggðu kassabíl saman. Þetta er byggt á miklum félagsskap, við erum allir miklir vinir og þessi hljómsveit slitnar ekkert upp, svona einn, tveir og þrír. “ Þá vitum við það, það er góður andi í herbúðum Herramanna, enda ekki nema von. Þeim hefur vegnað vel að undanförnu og er engan bilbug á þeim að finna. Tvö lög að koma út á safnplötu í næsta mánuði og stefnan sett á eigin plötu næsta sumar. Þegar viðtalinu lauk var reynt að finna tíma, þar sem allir hljómsveitarmeðlimir gætu mætt í myndatöku. Það tókst eftir nokkurn bræðing og var kátt á hjalla hjá drengjunum þegar þeir voru ljósmyndaðir í bak og fyrir eitt kuldalegt septemberkvöld. Eitt er öruggt, við munum heyra nýtt efni frá Herramönnum á öldum ljósvakans innan tíðar og hefur undirritaður vissu fyrir að þau lög munu vekja eftirtekt, ekki síður en þau sem heyrðust í sumar, og heyrast enn. -bjb

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.