Dagur


Dagur - 15.10.1988, Qupperneq 13

Dagur - 15.10.1988, Qupperneq 13
Lost leikur gæðarokk sem kitlar norðienskar rokktaugar, að sögn hljómsveitarmeðlima. Mynd: SS 15. október 1988 - DAGPR-J,3 Hljómsveitin Lost: Svar við Skriðjöklum o g Stuðkompaníinu? Er eitthvað til sem heitir norð- lenskt rokk? Hljómsveitin Lost leikur norðlenskt rokk, að sögn hljómsveitarmeðlima, sem eru: Rögnvaldur Rögn- valdsson bassaleikari, Jóhann Anton Ásmundsson söngvari (og klarinettuleikari?), ívar Orn Eðvarðsson trommuleikari, Sigurjón Baldvinsson gítarleik- ari og Kristján Pétur Sigurðs- son aðalsöngvari. Þeir fjórir sem fyrst voru nefndir sátu fyrir svörum á dögunum og hér á eftir fer brot af því samtali, eða það sem birting- arhæft getur talist af velsæmis- ástæðum. - Hver ykkar er aðaldriffjöðr- in í hljómsveitinni, semur allt og ræður öllu? Rögnvaldur: „Við semjum allir, þetta er svo lýðræðislegt band.“ Sigurjón: „Lögin eru öll skráð á hljómsveitina." - Spilið þið aðallega frumsam- ið efni? Rögnvaldur: „Já, eingöngu og allir textar eru á íslensku.“ - Pað var gott að heyra. En segið þið mér, hvenær var hljóm- sveitin stofnuð? (Nú hirði ég ekki um að greina hver sagði hvað og skrifa því hljómsveitina fyrir svörunum. Petta er hvort eð er svo lýðræðislegt band). „Hún var aldrei formlega stofnuð, þetta kom bara smám saman. Reyndar er þetta ívari að kenna því hann keypti sér trommusett. Lost er rúmlega eins árs í þessari mynd. Við vorum búnir að glamra eitthvað áður, en sem betur fer heyrði það enginn.“ - Er þetta kraftmikið, íslenskt rokk sem þið spilið? „Gæðarokk. Það kitlar norð- Lost á tónieikum. lenskar rokktaugar. Þetta er eig- inlega svar við Skriðjöklum og Stuðkompaníinu. Við erum samt ekkert að skjóta á þær hljóm- sveitir. Þetta eru ágætir strákar, ef þeir hafa gaman af þessu þá er þetta allt í lagi.“ - Eruð þið ekkert í sveita- ballabransanum? „Nei, Lost er eingöngu tón- leikaband." - Endar þetta ekki með plötu einhvern tíma? „Jú, við stefnum að því. Það vill bara enginn gefa okkur út. Reyndar höfum við lítið reynt fyrir okkur, bara hjá Gramminu og Smekkleysu.“ - Þið eruð kannski ekki nógu þekktir. Hafiði spilað eitthvað fyrir sunnan? „Já, já. Við höfum spilað í Duus húsi og spilum í Tunglinu 10. nóvember ásamt fleiri hljóm- sveitum. Við höfum fengið ágæta dóma hjá gagnrýnendum, þannig að fólk hlýtur að kannast við hljómsveitina.“ - Og væntanlega fá fleiri að kynnast ykkur um helgina? „Já, við verðum með tónleika í Borgarbíói í dag. Þar verða líka leyninúmer eða huldumenn, ýmsar óvæntar uppákomur. Har- aldur Davíðsson trúbador opnar þetta með söng og kassagítar- spili. Við höfum spilað áður í Borgarbíói, fínt sánd þarna og góð aðstaða fyrir áhorfendur. Gagnrýnanda Morgunblaðsins þykir til dæmis mjög gott að sofa í Borgarbíói. Við hituðum upp fyrir Sykur- molana í Möðruvallakjallara og fengum mjög góða dóma. Það var jafnvel skrifað að við hefðum stolið senunni frá þeim, en það hlýtur að hafa verið spaug. Við höfum trú á því að þeir séu að- eins betri en við. Það hefur a.m.k. borið meira á þeim. En við lofum góðum tónleikum í Borgarbíói." - Takið þið ykkur alvarlega sem tónlistarmenn? „Vissulega. Við erum búnir að æfa sleitulaust síðan 24. mars, nema Jói sem fór á Djúpavog.“ - Einhver sérstök yrkisefni? Ætlið þið kannski að breyta heiminum? „Bara það sem er að gerast í kringum okkur og það sem er ekki að gerast í kringum okkur. Heimurinn hlýtur að breytast einhvern tíma, við ætlum ekki að breyta honum. Við viljum hins vegar breyta áliti almennings á Norðurlandi á rokktónlist. Hljómsveitin ætlar að gera víð- reist um Norðurland í vetur.“ Þar með klippum við á viðtalið við Lost og látum lesendum eftir að geta í eyðurnar. SS Bflasýning í dag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-17 Suzukl Vitara 4x4 Nýr jeppi frá Suzuki Einnig: Nýr Mazda 626 station Suzuki Samurai 4x4 Mazda 323 Super Special Korando 4x4 Ford Bronco II Bflasalan hf . síml 26301, Strandgötu 53 (Bílahöllinni)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.