Dagur - 15.10.1988, Side 18

Dagur - 15.10.1988, Side 18
18 - DAGUR - 15. október 1988 Lögreglunni ofviða sakamálasaga „Og þá rak hún upp öskur. Eitthvað lá á gólfinu og hún sá greinilega að tveir fætur stóðu út undan. Hún hljóp út og stoppaði ekki fyrr en hún var komin heim aftur.“ Mynd: tlv Að morgni 7. ágúst 1967 vaknaði í Svíþjóð einstaklingur, sem hlýt- ur að hafa fundist þungu fargi af sér létt. Þann dag létti nagandi kvíða, sem kvalið hafði viðkom- andi í 25 ár. Því þennan dag var afskrifað gróft brot, sem framið hafði verið aldarfjórðungi áður. Hefði hann viljað, gat hann nú komið í dagsljósið, án þess að eiga á hættu nokkra refsingu, og sagt fullum hálsi: „Það var ég, sem drap hann.“ Það gerði hann raunar ekki og enn þann dag í dag veit enginn með vissu, hver það var sem myrti útvarpsvirkjann David Bengtson í Karlstad þann 6. ágúst 1942. Þetta morðmál vakti geysiathygli á sínum tíma. Það var á fimmtudegi um hálf tvöleytið eftir hádegi, að David Bengtson hjólaði að heiman frá sér til verslunar sinnar, Firma Fabriksförmedlingen. Verslunin var við breiðgötu bæjarins, Drottninggatan, í sama húsi og Grand Hotel. Áður en hann fór að heiman sagði kona hans, sem var átta árum yngri: „Er ekki öruggt að þú sækir börnin í kvöld, David?" Hún var nýkomin heim af fæð- ingardeildinni með fjórða barn hjónanna. Hin þrjú voru ennþá hjá ættingjum þeirra. „Auðvitað sæki ég börnin,“ hafði David Bengtson svarað eins og úti á þekju. Um tíma hafði verslunin ekki gengið alit of vel, fjárhagsáhyggjurnar þjökuðu David Bengtson, og væntanleg hlaup síðdegis milli lánastofnana áttu hug hans allan. Góðkunningi hans, sem var sölumaður, hafði lofað að aka honum til að sækja börnin. En dagur leið að kvöldi og hvorki eiginmaður eða börn birtust heima hjá frú Bengtson. Þegar hún hringdi til ættingjanna, var henni sagt, að börnin væru þar ennþá. David Bengtson hafði ekki látið sjá sig eins og hann þó hafði lofað. Þá rak hún upp öskur Svo leið nóttin . . . Daginn eftir, og þá fyrst, hringdi eiginkonan í verslunina. Enginn svaraði. Einn nágrann- anna, unglingsstúlka, ætlaði í bæinn og frú Bengtson bað hana að koma við í búðinni. Það gerði hún, hún hafði verið þar áður. Útidyrahurðin var lokuð en ólæst og lyklakippan var í skránni að innanverðu. Stúlkan gekk inn og að afgreiðsluborðinu. Það var enginn í búðinni, en hún dró til hliðar grænt tjald, sem var fyrir dyrunum inn á lagerinn. Og þá rak hún upp öskur. Eitthvað lá á gólfinu og hún sá greinilega, að tveir fætur stóðu út undan. Hún hljóp út og stoppaði ekki fyrr en hún var komin heim aftur. Þegar hún sagði móður sinni, hvað hún hefði séð, vissi móðirin ekki almennilega, hvað hún ætti að halda. Áður en hún segði frú Bengtson frá, vildi hún fá meiri vitneskju og sendi þess vegna eldri dóttur sína í bæinn. En þegar stúlkan kom að versl- uninni, var þar fullt af lögreglu- þjónum bæði í og fyrir utan búð- ina. Það var þrftug kona, Lilly Löfgren, sem hafði hringt til lög- reglunnar. Hún þekkti David Bengtson vel og fór inn í búðina til þess að fá að hringja. Þá fann hún hann látinn inni á lagernum. Myrtur með rörtöng Á þessum árum var Karlstad lítill bær og fiskisagan flaug. „Hefurðu heyrt það? Bengtson hefur skotið sig.“ Þannig barst fréttin manna á milli. Raunar var það rétt að David Bengtson væri látinn, en það var ekki sjálfsmorð, heldur hafði hann verið myrtur. Frá Stokkhólmi kom þekktur afbrotafræðingur, Erik Karlmark. Hann taldi allar líkur benda til, að morðið hefði verið framið á fimmtudagskvöldi, milli klukkan 19 og 22. Atburðarásin virtist vera þessi: David Bengt- son fær vel útilátið kjaftshögg og fellur í gólfið. Hann reynir að standa upp, en er aðeins kominn á fjóra fætur, þegar hann er bar- inn nokkrum sinnum kröftuglega með einhverju barefli. Fyrst var talið að morðvopnið væri lóð- bolti, sem var inni á lagernum, en síðar kom í ljós að það vantaði stóra rörtöng og þá var talið lík- legast, að hún hefði verið notuð. Við rannsókn á morðstaðnum kom í ljós, að engu hafði verið stolið úr búðinni og einnig, að allirpappírar voru í röð og reglu. I rauninni var ekki miklu að stela, því megnið af viðskiptum David Bengtson fór fram með víxlum eða skuldabréfum. Einu fjármunirnir sem fundust voru 6 krónur og 56 aurar í vasa hins látna. Nokkur fingraför og eitt lófafar fundust, en þau voru allt of ógreinileg til þess að hægt væri að nota þau til samanburðar við fingrafarasafn lögreglunnar. Þrjú vitni töldu sig hafa séð morðingjann. Anna Person, 22ja ára gömul aðstoðarstúlka í eld- húsinu á Savoy, hafði verið inni í búðinni um sexleytið. Þegar hún fór hamraði David Bengtson á ritvél. Þá sat gráklæddur maður hjá honum. Rétt fyrir klukkan 9 að kvöldi fóru tvíburarnir Nils Arne og Sven Harry Olson framhjá búðinni. Þeir sáu að ljós logaði á lampa, og gráklæddi maðurinn sat ennþá á stólnum. Lýsing þessara þriggja vitna á gráklædda manninum var öll á eina lund: 30-35 ára, í meðallagi hár, eðlileg líkamsbygging, kringluleitt andlit og skollitað hár, skipt til hægri. Hann var klæddur í dökkgrá, hugsanlega smáröndótt jakkaföt án yfirhafn- ar. Afbrýðisemi? Það var þegar frá byrjun ljóst, að ekki var um rán að ræða. Þess í stað þóttust menn fullvissir um, að ástæðan væri afbrýðisemi. Grunurinn beindist að miðaldra kaupmanni í bænum, en al- mannarómur fullyrti, að unnusta hans hefði verið í tygjum við David Bengtson. f ruslakörfunni fannst miði með nafni kaup- mannsins á. Rithandarsérfræð- ingur hélt því fram, að David Bengtson sjálfur hefði skrifað nafnið og það í flýti. Var þessi miði merki um, að deyjandi maður hefði reynt að tilkynna umheiminum nafn morðingja síns? Kaupmaðurinn var handsam- aður, og þeir, sem að rannsókn- inni stóðu, héldu að nú hefðu þeir fundið réttan mann, er í ljós kom, að blóð var á fötum hans. En útilokað var að fingraförin og lófafarið væru eftir kaupmann- inn. Þegar í ljós kom að blóð- blettirnir voru af öðrum blóð- flokki en blóð Bengtsons, virtist rannsóknin komin út á hálan ís. Farið var með kaupmanninn í búðina og hann látinn setjast í hægindastólinn þannig að Ánna Person og tvíburarnir gætu séð hann þar. Ekkert þeirra var visst í sinni sök, og kaupmanninum var sleppt. Þó voru menn tregir til, því að margt benti til þess, að kaupmað- urinn væri sá seki. Hann hafði enga fjarvistarsönnun morð- kvöldið, hann var þekktur fyrir skapofsa sinn og heiftarlega afbrýðisemi. Örvæntingarfull rannsókn Það verður að segjast, að rann- sókn lögreglunnar virtist mjög örvæntingarfull. Strax á fyrstu dögum rannsóknarinnar var þannig sölumaðurinn, sem áður er nefndur færður til yfirheyrslu. Forsendur þess sögðu menn vera, að hann væri í svartamarkaðs- braski, fyrst og fremst með kaffi og hveiti, og David Bengtson hafði verið hjálplegur honum við að koma þessum girnilegu vörum á markað. Sölumaðurinn hafði óvéfengjanlega fjarvistarsönnun fyrir morðkvöldið og honum var sleppt. Síðar var hann látinn svara til saka fyrir ólöglega versl- unarhætti. Grunur beindist að einum manni í viðbót. Hann hjólaði framhjá versluninni um hálf ellefuleytið að kvöldi og sá að ljósið logaði ennþá. Hann sá einnig að hjól David Bengtson stóð fyrir utan og velti því fyrir sér að fara inn og spjalla við hann smástund. Því miður lét hann ekki verða af því. Hefði hann gert það hefði morðið uppgötvast strax og það hafði verið framið en ekki daginn eftir. Morðinginn hafði 12 tíma forskot. Hægt var að komast nákvæm- lega að öllum gerðum kaup- mannsins kvöldið sem morðið var framið. Um áttaleytið hafði hann fylgt unnustu sinni á járn- brautarstöðina. Síðan hafði hann farið í Ráðhúskjallarann. Frá kránni hafði hann hjólað að kaffistofu í einu úthverfanna og þar hafði hann setið í u.þ.b. hálf- tíma áður en hann fór heim og hafði fylgd af eiganda kaffistof- unnar. „Ég neita því alls ekki að ég hjólaði eftir Drottningargötunni á leiðinni til kaffistofunnar,“ sagði kaupmaðurinn. „En ég stoppaði ekkert við útvarpsversl- unina. Ég hef aldrei verið þar inni og ég þekkti David Bengtson ekki neitt.“ Hugmynd þeirra, sem stóðu í rannsókninni, um það hvað gerst hafði var þessi: Heift og brjálæði Kaupmaðurinn kemur eitthvað undir áhrifum í verslunina og ásakar David Bengtson fyrir að reyna að koma unnustu sinni til við sig. Bengtson neitar. Og hann hefur fulla ástæðu til þess. Eftir því sem best var vitað hafði hann aldrei sýnt stúlkunni, sem kaup- maðurinn hafði fylgt á járnbraut- arstöðina, nokkurn minnsta áhuga. En kaupmaðurinn er á annarri skoðun, hann æsir sig upp, rýkur upp úr stólnum og ræðst á David Bengtson. David Bengtson hörfar inn í birgða- geymsluna, en þar grípur kaup- maðurinn rörtöng og slær hann óður af bræði. Það virtist augljóst að morðið á Drottningargötunni í Karlstad var ekki fyrirfram skipulagt, heldur framið í skyndilegri heift og brjálæði. Þetta er í rauninni allt sem við vitum í dag. Rann- sóknarmennirnir slepptu í örvæntingu sinni mörgum mikil- vægum atriðum úr rannsókninni og ruku beint á þann, sem þeir töldu víst, að hefði framið verkið. Að kaupmaðurinn þjáð- ist af afbrýðisemi og væri skjótur til reiði, ekki síst þegar hann var undir áhrifum, varð til þess að lögregiunni þótti ástæða til að flýta sér. Þegar kom í ljós, að hann hafði oft lagt hendur á unn- ustuna og átt þátt í slagsmálum, urðu menn sífellt öruggari um, að hann væri sá rétti. Eftir að hafa hlýtt á vitnisburð manns, sem sagði frá því að kaupmaður- inn væri vanur að grobba af því að hann hefði drepið a.m.k. þrjá, voru menn alveg öruggir. Allt kapp var lagt á að fá kaupmann- inn til að viðurkenna, enda lýstu honum nánast allir sem hörku- tóli, hávaðasegg og leiðinda- náunga. En kaupmaðurinn stóðst allar yfirheyrslur. Og lögreglan gat ekki komið með neinar sannanir. Rannsóknin koðnaði niður. Það er enginn, sem veit með vissu, hvort það var kaupmaðurinn, sem þann 7. ágúst 1967 dró and- ann léttar þar eð ekki var lengur hægt að refsa honum fyrir að hafa tekið lífið af David Bengtson eða hvort það var einhver allt annar. lill FRAMSÓKNARMENN ||i| I AKUREYRI Bæjarmálafundur Mánudaginn 17. október kl. 20.30 í Hafnarstræti 90. Dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar rædd. önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. AiJar auglýsingar sem þ>arf að vinna sérstak- lega, þurfa að berast til auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.