Dagur - 15.10.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 15.10.1988, Blaðsíða 20
u CHICOGO Snvrtivönjr í úrvali - TBiodroqa COSmetics Snyrtivörudeild Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Möl og sandur Akureyri: Meira selt af steypu nú en í fyrra - mikið að gera hjá fyrirtækinu Kristján Tryggvason notar hvíta stafinn og hér sést hann á ferðinni í Odd- eyrargötunni á Akureyri. Mynd: tlv Alþjóðlegur dagur hvíta stafsins í dag „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur á öllum sviðum,“ sagði Hólmsteinn Hólmsteins- son forstjóri Malar og sands í samtali við blaðið. Þó að síðasta ár hafi verið Ijómandi gott er búið að framleiða heldur meira fyrstu níu mánuði þessa árs. Á þessu ári er búið að selja um 8500 rúmmetra af steypu hjá Möl og sandi, sem er um 7% meira en var í fyrra. Önnur starfsemi gengur einnig vel, röraframleiðsla hefur verið mikil og hið sama gildir um jarð- vegsskipti á vegum fyrirtækisins. Enn er mikið að gera í jarðvegs- skiptunum og þessa dagana sér fyrirtækið um jarðvegsskipti í Nýlega var rætt um alvarlegar horfur í atvinnumálum á Húsa- vík á fundi atvinnumálanefnd- ar. Fram kom að rekstrarstaða fyrirtækja, einkum þeirra sem tengjast sjávarútvegi og land- búnaði er mjög alvarleg en ekki var talið á færi atvinnu- málanefndarinnar að hafa þar bein áhrif á. Dagur hafði sam- band við Bjarna Þór Einarsson bæjarstjóra og spurði um stöðuna í atvinnumálum. „Staðan er þannig að nóg framboð hefur verið á atvinnu á undanförnum mánuðum en fyrir- tækin hafa verið'að síga á ógæfu- hliðina sem bendir til að þau störf sem unnin hafa verið hafi ekki verið nægilega arðbær. Þetta er hlutur sem fyrirtækin eru að berj- ast við að leysa og í sumum til- fellum sýnist mér vera að sjást árangur af þeirri baráttu," sagði Bjarni. Og bætti við að búa þyrfti til ný, arðbær störf í stað þeirra sem lögð væru niður, svo ekki kæmi til atvinnuleysis. Aðspurður um hvort verra at- vinnuástand væri að skapast á Húsavík en öðrum stöðum á landsbyggðinni sagði Bjarni að það væri ekki sín tilfinning, vand- inn væri að miklu leyti aðsendur vegna ástandsins í þjóðfélaginu almennt og að því leyti sem hann væri aðsendur væri hann ná- kvæmlega jafn slæmur hér og annars staðar. Þetta ætti fyrst og fremst við erfiðleika í útgerð og fiskvinnslu og rekstri þeirra fyrir- tækja sem þjónuðu landbúnaðin- um mest. Eitthvað af vandanum væri heimafengið og það væri helst það sem menn réðu við að laga. Jákvæði þátturinn við svona grunni raðhúss við Litluhlíð. „Það er töluvert líf í verktökun- um hér ennþá,“ sagði Hólm- steinn. Fyrirtækið framleiðir ýmiss konar einingar og sagði Hólm- steinn að verkefni á því sviði væru fyrirliggjandi alveg fram að áramótum. „Við höfum unnið mjög mikið í þessu, það hefur t.d. verið unnið á hverjurn laug- ardegi alveg frá því í maí.“ Hólmsteinn leit björtum aug- um til framtíðarinnar og sagði að ef veðurguðirnir yrðu mönnum hliðhollir sæi hann fram á mikla steypusölu í haust, því enn væri talsverðu ólokið af byggingum. ástand væri að forsvarsmenn fyrirtækja kæmust ekki hjá því að skoða ofan í kjölinn hvað gera mætti betur, þegar almenna ástandið batnaði stæðu fyrirtækin betur að vígi sem búin væru að skoða þessa hluti vel og laga þá eins og hægt væri. „Það er engin spurning um að þetta gengur yfir. Þetta fer eftir því hvað nýrri ríkisstjórn tekst að gera og ég vona það besta,“ svar- aði Bjarni, aðspurður um hvort hann væri bjartsýnn á framtíðina. „Okkur vantar meiri afla, ver- ið er að vinna að því að finna lausn á þeim málum en það er erfitt í kvótakerfi nútímans. Hér vantar ný og arðbær atvinnutæki- færi, sem við skulum vona að komi m.a. út úr átaksverkefni sem verið er að hrinda af stað, ég held að full ástæða sé til að binda vonir við að það skili okkur Hús- víkingum einhverjum atvinnu- tækifærum," sagði Bjarni. IM Fyrir skömmu var gengiö frá stofnun nýs hlutafélags í Skagafirði, er ber nafnið Belta- vélar hf. Hlutafélagið keypti tvær jarðýtur af Ræktunar- sambandi Skagafjarðar, sem lagt hefur verið niður, en það fékk greiðslustöðvun í sumar. Söfnun hlutafjár meðal bænda 15. október ár hvert er alþjóðleg- ur dagur hvíta stafsins. Hvíti staf- urinn er aðalhjálpartæki blindra við að komast leiðar sinnar jafnt utan húss sem innan. Hann er jafnframt forgangsmerki þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo að hann komi að sem mestum not- um. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðnar leiðir og að þekkja kennileiti. Mikilvægt er að hlusta eftir umhverfishljóðum, t.d. eru fjölfarnar umferðargötur gott kennileiti. Þegar blindur maður þarf að komast yfir götu heldur hann stafnum skáhallt fyrir fram- an sig. hófst í ágúst sl. og hefur gengið vel. Nú er hlutaféð um 4,5 milljónir og stefnan sett á að ná því í 6 milljónir, sem var kaupverðið á jarðýtunum. Að sögn Jóns Guðmundssonar á Oslandi, sem er formaður hins nýja félags, mun það dæmi ganga upp. Ökumenn og aðrir vegfarend- ur taka í ríkara mæli tillit til blindra og sjónskertra sem nota hvíta stafinn. Eitt aðalvandamál þess sem ferðast um með hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttum. Þessir bílar geta valdið stórhættu, sérstaklega vörubílar og aðrir háir bílar. Stafurinn lendir undir bílnum og sá blindi verður ekki var við hann fyrr en hann rekst sjálfur á hann. Blindrafélagið skorar á öku- menn að virða hvíta stafinn sem stöðvunarmerki. Þá eru vegfar- endur hvattir til að sýna blindum og sjónskertum fyllstu tillitssemi í umferðinni og að bjóða fram aðstoð sína ef þurfa þykir. Jón sagði að góður vilji væri á meðal bænda fyrir þessum kaup- um, og væru hluthafar orðnir mjög margir, en Jón var ekki klár á tölum í því sambandi. „Það var fyrst og fremst gengið frá þessum kaupum og stofnun nýs félags til að bjarga Ræktunarsambandinu út úr greiðsluerfiðleikum og nú Blönduós: Aflaverðmæti Nökkvayfir 100 milljónir - verðmætamet í síðustu veiðiferð Rækjutogarinn Nökkvi frá Blönduósi landaði sl. fimmtu- dag í heimahöfn og er afla- verðmæti skipsins nú komið yfir 100 milljónir króna frá ára- mótum. Aflamagn skipsins hefur verið lítið í síðustu veiðiferðum en þar sem aflinn hefur nær eingöngu verið úrvalsrækja hefur verðmæti hans verið mjög mikið þrátt fyrir lítinn tonnafjölda. Úr þessari veiðiferð landaði skipið 18,5 tonnum en verðmætið reyndist vera 11,6 milljónir sem er mesta aflaverðmæti skipsins úr veiði- ferð. Frá áramótum hefur skipið landað 649 tonnum af rækju að verðmæti 107,3 milljónir króna. fh Rjúpnaveiði hefst í dag - Bandaríkjamenn í rjúpu í Skagafjörðinn í dag, 15. október, hefst rjúpnaveiðin og víst er að margir hugsa sér gott til glóð- arinnar. Búist er við að fjöldi veiðimanna fari strax á stúfana um helgina. Margeir Björns- son á Mælifellsá í Lýtings- staðahreppi, Skagafirði, á t.a.m. von á átta Bandaríkja- mönnum og ætla fjórir þeirra á rjúpnaveiðar. Töluvert hefur sést af rjúpu í Skagafirði og sömu sögu er að segja víðar á Norðurlandi. Bænd- ur sem veita veiðileyfi munu væntanlega eiga annríkt um helg- ina og jafnvel er talað um að menn flykkist nú út á land í „rj úpnahelgarpakkaferðir“. Á Hótel Húsavík fengust þær upplýsingar að bókanir væru mikið að glæðast núna, t.d. hefðu nokkrir helgarpakkar verið seldir, og er getum að því leitt að þar séu rjúpnaskyttur í meiri- hluta. SS eru þeir úr sögunni. Bændur munu svo nýta þessar tvær vélar til þeirra verkefna sem til falla í það og það skiptið,“ sagði Jón. Auk Jóns í nýju stjórn hluta- félagsins eru Árni Bjarnason Uppsölum, Símon Traustason Barði, Sigurður Sigfússon Vík og Jón Stefánsson Gauksstöðum. Húsavík: Alvarlegar horfur í atvmnumálum - „Engin spurning um að þetta gengur yfir,“ segir bæjarstjóri Skagaflörður: Nýtt hlutafélag tekur við af Ræktunarsambandinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.