Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 1
Meimtamálaráðherra heimsækir Norðurland - hittir starfsfólk ýmissa menntastofnana Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, kemur í heimsókn á Norðurland í dag og dvelur fram á mánudag. Ráðherrann mun hitta fólk í ýmsum stofn- unum víða á Norðurlandi er tengjast menntamálaráðuneyt- inu. Svavar mun fara víða á Akur- eyri í dag og á morgun. Meðal annars mun hann heimsækja Myndlistaskólann, Þjálfunar- skólann, Menntaskólann, Háskólann, Ríkisútvarpið og Tónlistarskólann en einnig skoð- ar hann íþróttamannvirki og lít- ur inn hjá Leikfélagi Akureyrar. Á laugardaginn er ferðinni heitið í Laugaskóla í Reykjadal og til Húsavíkur. Á sunnudaginn verður Náttúrufræðistofnun Norðurlands heimsótt. Þann dag kl. 14 mun ráðherrann, ásamt Gerði G. Óskarsdóttur ráðunaut í skóla- og uppeldismálum, hitta skólafólk á Hótel KEA. Mark- mið fundarins er að gefa fólki færi á að reifa hugmyndir sínar í uppeldis- og menntamálum. Ferð Svavars lýkur á mánudag með heimsókn í skóla og stofnan- ir í Skagafjarðar- og Húnavatns- sýslum. JÓH Akureyri: Kært vegna bíl- belta og ökuljósa Þessar frísklegu stúlkur voru að trimma í Kjarnaskógi í gær og kunnu greinilega vel að meta göngubrautina. Kjarnaskógur: Flestír telja göngu- brautina mest aðlaðandi - gróðurinn og aðstaða til líkamsræktar sömuleiðis hátt skrifað Það sem af er þessu ári hafa margir ökumenn á Akureyri verið kærðir fyrir að nota ekki bílbelti og/eða ökuljós. Kær- urnar hafa þó ávallt verið í tengslum við önnur urnferðar- brot, svo sem of hraðan akstur og slíkt. Þá hafa 573 ökumenn fengið kærur fyrir rangar bifreiðastöður og vanrækslu við að greiða í stöðumæla. Vegna aksturs gegn rauðu ljósi hafa 20 ökumenn Loðnuveiðarnar hafa gengið mjög vel undanfarna daga og hafa skipin fyllt sig á stuttum tíma. í gær voru aðeins tvö skip á miðunum, hin voru ann- aðhvort að landa eða á útstími. Súlan EA 300 landaði 790 tonnum hjá Krossanesverkmiðj- unni í gær, en skipið landaði 800 tonnum hjá verksmiðjunni á sunnudag. Þórður Jónasson EA Súlan landaði 790 tonnum í gær. Mynd: RÞB fengið kæru, 20 vegna brota á stöðvunarskyldu og 36 vegna aksturs án ökuleyfis. Talsvert var um að númer væru klippt af öku- tækjum og fengu 239 ökumenn sekt vegna þess. Oft getur verið erfitt að sanna brot vegna hávaðasams og ógæti- legs aksturs í Miðbænum og mál- in eru sérstaklega erfið þegar við- komandi ökumenn neita ásökun- um lögreglunnar. Þrátt fyrir það, hafa níu ökumenn verið kærðir fyrir slík brot. VG 350 kom í gærmorgun með 700 tonna farm til Krossaness. Björg Jónsdóttir ÞH landaði 477 tonn- um hjá bræðslunni á Þórshöfn á mánudag. Örninn KE landaði 700 tonnum hjá Krossanesverk- smiðjunni á þriðjudag. Tuttugu skip víðs vegar af landinu eru byrjuð loðnuveiðar á þessari vertíð. EHB Nú er Ijóst að kvikmyndin „í skugga hrafnsins“ verður sýnd á Akureyri, því samningar hafa tekist með Hrafni Gunn- laugssyni og Menningarmála- nefnd Akureyrarbæjar þess efnis að hún verði sýnd í tengslum við kvikmyndaviku 12.-20. nóvember nk. Myndin verður sýnd 12 sinnum þessa viku í aðalsal Borgarbíós, en í Meirihluti gesta sem heim- sækja útivistarsvæðið í Kjarna- skógi, telur göngubrautina mest aðlaðandi. Þetta kemur m.a. fram í könnun sem gerð var meðal gesta eina helgi í sumar. Hallgrímur Indriðason hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga sagði að könnunin hafi verið framkvæmd í þeim tilgangi að kanna hvernig fólki líkaði við það sem gert hefur verið fyrir úti- vistarsvæðið og hvort það hefði einhverjar athugasemdir eða til- lögur um úrbætur. Alls tóku 219 manns þátt í könnuninni, þar af voru 59% konur og flestir gesta voru á aldrinum 20-40 ára. minni salnum verður sýnt úrval annarra íslenskra kvikmynda. Eins og greint hefur verið frá, fór Hrafn Gunnlaugsson fram á það að Borgarbíó fengi 100 krón- ur af hverjum aðgöngumiða, en samkvæmt upplýsingum Dags, er það viðtekin venja að bíóhús fái 150 krónur af hverjum seldum miða. Sigurður Arnfinnsson hjá Borgarbíói sagði að þá skorti Könnunin fór þannig fram, að spurningalistar lágu frammi fyrir gesti eina helgi. „Við vorum líka að kanna hvort könnun væri framkvæmanleg á þennan hátt, því næsta sumar hyggjumst við gera umfangsmeiri könnun,“ sagði Hallgrímur. Niðurstöður könnunarinnar í megin dráttum voru þær, að 32% töldu göngubrautina laða mest að, 31% nefndu gróðurinn sem aðalatriði, 20% aðstöðu til lík- amsræktar og 18% nefndu leik- velli og leiktæki. „Það kom einnig fram, að 47% gesta þessa helgi, nota skíðagöngubrautina á vet- urna. Við eigum eftir að vinna frekar úr niðurstöðum könnunar- ekki áhuga á að sýna myndina, heldur væri um það að ræða að hvika ekki frá fyrri reglum, þar sem bíóið gæti hreinlega ekki far- ið neðar í verði. Menningarmálanefnd tókst að ná samningum um að þeir tækju myndina til sýningar gegn því að leggja til fé vegna kostnaðar við að fá auka eintak til landsins. Sjá nánar á bls. 3. VG innar og vonandi að nota niður- stöðurnar til þess að gera svæðið meira aðlaðandi." Með frekari könnun næsta sumar er fyrirhugað að komast að því hvað margir gestir sækja svæðið. Með hverju ári sem líður hefur fjöldi gesta aukist hröðum skrefum. Kemur það m.a. fram í auknu viðhaldi og hreinsun auk þess sem umferðarþunginn er orðinn mikill. VG Rafveita Akureyrar: Orkureikningar hrannast upp Rafveita Akureyrar stendur í ströngu þessa dagana vid að innheimta orkureikninga. Mikil og vaxandi brögð hafa verið að því að fólk greiði ekki orkureikningana á réttum tíma. Svanbjörn Sigurðsson, raf- veitustjóri, sagði að nú væri svo komið að Rafveita Akureyrar stæði frammi fyrir vandræðum um mánaðamótin ef peningar færu ekki að berast vegna orku- skulda. Rafveitan ætti margar milljónir króna útistandandi og væri það alvarlegt mál hversu illa gengi að fá ýmsa notendur til að greiða skuldir sínar. Hvatti hann eindregið til þess að fólk hugaði betur að þessum málum. EHB Loðnuveiðar gengið vel að undanfomu Akureyringar fá að sjá „í skugga hrafnsins“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.