Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 3
27. október 1988 - DAGUR - 3 í skugga hrafnsins: Verður frumsýnd á Akureyri 12. nóvember Samningar hafa nú tekist uin sýningu á kvikmyndinni „I skugga hrafnsins" á Akureyri. Myndin verður frumsýnd þar 12. nóvember í tengslum við kvikmyndaviku Menningar- málanefndar Akureyrarbæjar og sýnd alls 12 sinnum þá viku. „I skugga hrafnsins" verður sýnd í Borgarbíói sem upphaf- lega ætlaði að taka myndina til sýningar, en af því varð ekki. Sem kunnugt er, náðust samn- ingar ekki um sýningu myndar- innar í bíóinu þar sem samnings- aðilar komu sér ekki saman um hver hlutur bíósins af aðgöngu- miðaverði ætti að vera. Það síð- asta sem gerðist var, að Hrafn sendi formanni menningarmála- nefndar bréf þar sem hann segist ekki treysta sér til þess að sýna myndina á Akureyri, eingöngu í tvo daga í tengslum við kvik- myndavikuna. Þá geti hann ekki pantað sérstakt eintak ef óvissa ríki um framhald sýninga. „Ég verð að halda fast við þá ákvörð- un að sýningafjöldi ráðist af aðsókn... Ég er hins vegar reiðubúinn að sýna myndina á Akureyri, ef Borgarbíó vill semja af sanngirni strax og sýningum í Laugarásbíói lýkur eða panta eintak nú þegar, ef stjórn Borg- arbíós vill semja líkt og gert er annars staðar á landinu. Ég er reiðubúinn að ganga lengra en gert var í Reykjavík, hvað miða- verð snertir, ef samið verður um sýningafjölda út frá aðsókn." Borgarbíó ekki á móti íslenskum myndum Sigurður Arnfinnsson í Borgar- bíói sagði í samtali við Dag, að ekki yrði hvikað frá fyrri ákvörð- un. „Hrafn fer fram á að aðrar sýningar fari ekki fram í húsinu á meðan og það kalla ég einokun. Við viljum halda okkur við fyrri reglur sem gilda um hlut bíóhúsa af venjulegu aðgöngumiðaverði sem segja að bíóið eigi að fá 150 krónur af hverjum miða. Hrafn lét gera útboð í Reykjavík um sýningu á myndinni, sem ekki hefur tíðkast áður og tók lægsta tilboði sem var 100 krónur af hverjum miða. Við teljum okkur ekki skuldbundna til þess að hlíta þeim skilmálum líka. Þá er það út í hött að halda því fram að við séum á móti íslenskum kvik- myndum. Við höfum mikinn áhuga á að sýna myndina hans, en ekki á þessum kjörum og ég get ekki séð að myndin verði sýnd annars staðar á landsbyggð- inni á þessum kjörum. Okkur hefur aldrei áður gengið illa að semja um sýningu á íslenskri mynd. Við getum ekki farið lægra í verði og erum ekki að leika okkur að tölum." 150 krónur af miða viðgengin regla Samkvæmt upplýsingum sem Dagur fékk hjá Hlyni Óskarssyni fjármálastjóra Frostfilm sem m.a. framleiddi kvikmyndina Foxtrot sem sýnd var á Akureyri nýlega, er venjan sú að samning- ur sem gerður er við bíó á lands- byggðinni sé sá sami og gerður er við bíóin í Reykjavík. „Bíóin fá um helming af venjulegu aðgöngu- miðaverði í bíó. Verðið er 300 krónur svo bíóin fá 150 krónur. Þetta er viðgengin regla og það Gesturinn í Drangey: Furðuskepnan reyndist vera trjónufiskur - ekki óalgengur og vel ætur Furðufiskurinn sem Drangey SK-1 fékk í trollið fyrir skömmu heitir trjónufiskur, að sögn Þóris Haraldssonar, kennara í náttúrufræðum við Menntaskólann. á Akureyri. Getum var að því leitt að þetta væri rottufiskur, en Þórir sagði að það væri gælunafn á geir- nyt, sem er frábrugðin trjónu- fiski í útliti. M höfðu skipverjar á Hólma- nesinu samband við blaðið og sögðust hafa veitt sams konar fisk og Drangey fékk. Sá fiskur var sendur til Reykjavíkur og niður- stöður rannsóknar hermdu að þetta væri geirnytsnefja. Orðabók Menningarsjóðs get- ur hvorki um trjónufisk né geir- nytsnefju. Þar er minnst á trjónu- krabba, trjónusíld, trjónusíli og fleiri sjávardýr. í bókinni er einnig að finna geirnef, sem er annars vegar makrílsbróðir og hins vegar hornfiskur. Geirsíli er til og geirnyt, sem er fiskur af hámúsaætt. Trjónufisk er hins vegar að finna í bók Gunnars Jónssonar, íslenskir fiskar (Fjölvaútgáfan 1983), og af mynd að dæma virð- ist þetta fiskurinn sem um er rætt. Trjónufiskur er til á Náttúru- gripasafninu á Akureyri og hefur verið þar í nokkur ár. Hann veiddist suður af landinu í grennd við Vestmannaeyjar. í ritinu Fiskar íslands kemur fram að trjónufiskur er 140 cm að lengd eða jafnvel lengri. Hann er auðþekktur á oddmjórri og fram- teygðri trjónu sinni, hann er nokkuð digur um miðjuna, nær mestri hæð við fremri bakugga en fer mjókkandi aftur og sporður endar í eins konar halaþræði. Heimkynni trjónufisksins eru beggja vegna N.-Atlantshafsins og árlega veiðast nokkrir fiskar suður og vestur af íslandi. Hann er nokkuð algengur á 440-850 m dýpi. Nytsemi hans er engin en tilraunir hafa sýnt að trjónufiskur er vel ætur. SS hefur verið hefð fyrir henni undanfarin ár. Þetta þykir sjálfsagt, a.m.k. í Reykjavík og átti t.d við um tvær síðustu myndirnar okkar," sagði Hlynur. „Mér þætti ekki óeðlilegt að úti á landi væru aðrar reglur í gildi því þetta er spurning um framboð og eftirspurn. í Reykjavík fáum við e.t.v. 30.000 manns á mynd- irnar á meðan við fáum um 1500 á Akureyri. Óneitanlega þyrftu bíóhúsin þar því að fá stærri hlut af miðaverði." Aðspurður um hvort algengt sé að setja önnur skilyrði, t.d. að aðrar kvikmyndir séu ekki sýndar í húsinu á sama tíma, sagði hann að venjulega væri samið um að viðkomandi mynd væri sýnd í ákveðinn tíma í A-sal. „Það þarf nefnilega að gefa fólki meiri tíma til að fara að sjá íslenskar myndir. Fólk þurfti t.d. tvo mán- uði til að koma og sjá Foxtrot. Þetta á reyndar aðallega við Reykjavík þar sem markaðurinn er mjög stór. Öðru máii gegnir t.d. á Akureyri þar sem myndir eru sýndar í ákveðinn tíma og búið." Hrafn gaf eftir Lyktir málsins urðu þær, að samningar tókust milli Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra mynd- arinnar og Menningarmálanefnd- ar Akureyrarbæjar þess efnis, að auka eintak verður fengið til landsins og leggur nefndin fram ákveðið fjármagn til þess. Á móti fær nefndin ágóðann af fyrstu þremur sýningum frá Hrafni og að hluta frá bíóinu. Þá gaf Hrafn eftir og lætur sýningaraðila hafa 120 krónur af hverjum miða. Myndin verður sýnd í stærri sal bíósins og aðrar myndir kvik- myndavikunnar í minni salnum. Ingólfur Ármannsson sagði samninginn þess eðlis að allir ættu að geta þokkalega við unað. „I skugga hrafnsins" verður sýnd alla myndvikuna frá 12.-20. nóvember á alls 12 sýningum lág- mark óháð aðsókn, en samkvæmt venju ætti það að vera nóg til að sinna eftirspurn á Akureyri. Auk þessarar myndar verða sýndar á vikunni auk mynda Eðvarðs, Útlaginn, 79 af stöð- inni, Land og synir, Stella í orlofi, Húsið og A hjara verald- ar. Elsta myndin sem sýnd verður er Síðasti bærinn í dalnum. VG STADAR NEM! Oll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu. er komið. ^ Bílarafmagn! Tökum að okkur viðgerðir á störturum, dýnamóum og öllu bílarafmagni. Varahlutir fyrirliggjandi. Vandið valið - við vöndum verkið. þÓRSHAMAR HF. v/Tryggvabraut Sími 22700. Rafvéladeild. Ökuskólinn á Akureyri Létt bífhjól í vetur verða haldin námskeið til undirbúnings prófs á létt bifhjól. Námskeiðin verða einu sinni í mánuði. Nánari upplýsingar og skráning í síma 23675. Ökuskólinii á Akureyri. Opinn fundur Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og sam- gönguráðherra og Svavar Gestsson menntamála- ráðherra verða á opnum stjórnmálafundi í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, 4. hæð, fimmtudag- inn 27. okt. 1988 kl. 20.30. Áhugafólk er hvatt til að mæta. Allir velkomnir. Stjórn A.B.A. Konur á Norðurlandi Fundur hjá Norðurnetinu - samskiptaneti kvenna í stjórnun og atvinnurekstri - Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, fimmtudagskvöldið 27. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Yrsa Þórðardóttir, prestur í Hálsprestakalli ræðir um starf prests út frá sjónarhóli kvennaguðfræðinnar. 2. Umræður um tilgang og uppbyggingu netsins. Allar áhugasamar konur hjartanlega velkomnar! Nýtt Norðurljós Rafverktakar Óseyri 6 • Akureyri • Sími 22411 Alhliða rafverktakastarfsemi M.O.: Skiparafmagn Húsarafmagn Bílarafmagn Handverkfœri Rafmótorar Mótorvindingar Glussakerfi í bíla og skip Hundaeigendur Akureyri Lögboðin hundahreinsun mun fara fram 11. og 12. nóv. 1988 og verður hún nánar auglýst síðar. Ef einhverjir eiga óskráða hunda, ber þeim að sækja um leyfi fyrir lok október 1988. Eftirlitsmaður með dýrahaldi. Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn í Félagsheimili Húsavíkur miðvikudaginn 2. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. önnur mál. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.