Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 27. október 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Tilvistarvandi SjáJfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn má muna sinn fífil fegri. Hann hefur tapað fylgi jafnt og þétt á síðustu árum og klofningur og margvíslegur ágrein- ingur innan flokksins hefur leitt til þess að áhrif hans í stjórnmálaheiminum hafa snar- minnkað. Oftar en einu sinni hafa skoðana- kannanir sýnt að þessi fyrrum langstærsti stjórnmálaflokkur landsins á það á hættu að verða annar eða þriðji stærsti stjórnmála- flokkur landsins eftir næstu kosningar. Þess- ar þrengingar flokksins hafa eðlilega valdið forystumönnum hans hugarangri og orðið tilefni mikilla vangaveltna, opinberra og óopin- berra. Það er deginum Ijósara að tvö andstæð öfl takast á um völdin í Sjálfstæðisflokknum og baráttan um það hvor stefnan verði ofan á er hörð. Matthías Bjarnason, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum og fyrrum ráð- herra, gerir þrengingar flokksins að umtals- efni í viðtali við DV um síðustu helgi. Þar seg- ir Matthías m.a.: „Frá því ég kom fyrst í þingflokkinn hefur alltaf verið reynt að vinna eins og hægt er að samvinnu og samstarfi milli þéttbýlis og landsbyggðar. Það voru óskráð lög að taka til- lit til sjónarmiða beggja. Þetta er gert að mestu leyti enn, en það hafa verið uppi í flokknum menn með ákaflega öfgakenndar skoðanir. Það fer ekkert á milli mála að frjáls- hyggjuliðið í flokknum vill ganga á hlut lands- byggðarinnar. Ég held að Sjálfstæðisflokkur- inn sé núna að ganga í gegnum miklar þreng- ingar.“ Og Matthías segir ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn réttir ekki við nema hann verði trúr sinni stefnu. Fólkið hefur hlustað of mikið á kröfugerð nokkurra manna, sem ekki hefur verið farið eftir. Ef þeir láta nú af þessu öfgatali sínu og flokkurinn heldur uppi sinni gömlu, manneskjulegu stefnu, þá efast ég ekki um að flokkurinn nær sér á strik. Forysta flokksins verður að hafa forystu um að viðhalda þessari stefnu og vekja þann eld sem áður var. Helsta ráðið til að flokkurinn nái aftur sinni fyrri stöðu er að hverfa frá frjálshyggjutalinu og þagga niður í frjálshyggjumönnunum. “ Þessi orð Matthíasar Bjarnasonar eru nán- ast samhljóða þeim ummælum, sem Albert Guðmundsson lét falla um sinn gamla flokk, eftir að hafa stofnað Borgaraflokkinn. Þau undirstrika það enn og aftur að Sjálfstæðis- flokkurinn á við alvarlegan tilvistarvanda að stríða. í sjálfu sér er ekki ástæða til að harma það. BB. viðtal dagsins „Fólk upplifir það núna að kirkjan er fyrir aila“ - segir Carlos Ferrer æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju Carlos Ferrer gegnir starfi æskulýðsfulltrúa Akureyrar- kirkju og hóf hann störf þann 1. september. Þar sem staða æskulýðsfulltrúa er nýtt starf við Akureyrarkirkju lék okkur forvitni á að vita í hverju það væri fólgið og var Carlos fús til skýra það út fyrir okkur. „Starfið er aðallega fólgið í því að halda við og skipuleggja bama- starf og starf með unglingum á vegum Akureyrarkirkju. Eg hef umsjón með sunnudagaskólanum og æskulýðsfélaginu ásamt prest- unum og þar fyrir utan er mér fal- ið að reyna að útfæra þjónustu kirkjunnar til barna og unglinga á aldrinum þriggja til fjögurra ára og upp í tvítugt. Ég hef nokkuð frjálsar hendur með þá útfærslu.“ - Hvað er framundan í þeim efnum? „Það er á döfinni að reyna að þjóna sérstaklega aldurshópnum 10-12 ára, en mjög fáir á þeim aldri sækja sunnudagaskólann, hann dregur frekar til sín yngri börnin. Þá ætla ég að reyna að ná til unglinganna. Eftir fjórtán ára aldur virðast þeir hætta afskipt- um af kirkjunni, a.m.k. form- lega. Þarna vantar kannski sex árganga inn í kirkjuna og mitt er að reyna að ná til þeirra." - Hvernig? „Ég verð auðvitað að leggja höfuðið í bleyti, en það má ná til þeirra með fundum eða þá að freista þess að gera athafnir kirkj- unnar það aðlaðandi að þessi aldurshópur hafi áhuga á þeim. Fyrir utan þessi beinu afskipti er á döfinni að nýta mitt starf sem stuðning við kristinfræðikennara í grunnskólanum. Ég er guð- fræðimenntaður og okkur í kirkj- unni fannst að með tímanum mætti nýta mína menntun til þess að vera kennurunum innan hand- ar varðandi kristinfræðikennslu, gefa þeim hugmynd um miðlun námsefnis til barnanna. Vera til taks fyrir þá sem óska eftir minni þjónustu.“ Aukin þjónusta kirkjunnar - Kirkjan er sem sagt að auka þjónustu sína með þessari nýju stöðu. „Já, markmiðið með starfi mínu er að sinna fólki sem hefur kannski ekki getað fengið nógu mikla þjónustu út úr kirkjunni. í kirkjunni eru messur, ferming- arfræðsla og fyrirbænaguðsþjón- ustur, fyrir utan allar venjulegar athafnir, en það er mjög lítið sem prestar geta gert fyrir utan for- gangsverkefnin í svona stórum söfnuði. Ég skipulegg sunnudagaskól- ann í samvinnu við prestana, en áður var hann eingöngu í hönd- um prestanna sjálfra. Sama má segja um æskulýðsfélagið, þar hefur reyndar verið sérstakur umsjónarmaður áður, en allt annað í þessu starfi er nýtt.“ - Er þetta fullt starf Carlos? „Þetta er 60% starf eins og er. Á móti kenni ég dönsku í Gagn- fræðaskóla Akureyrar í þremur deildum. Starf æskulýðsfulltrúa er enn í mótun og okkur fannst rétt að byrja ekki of geyst. Reynsla okkar fyrstu vikurnar hefur líka sýnt að það þarf nokk- urn tíma til að koma öllu í gang. Við þurfum tíma til að koma æskulýðsfélaginu af stað, fá fólk til starfa og skipuleggja starfsem- ina. Þetta er smám saman að komast í ákveðnar skorður. Ég sé fram á það að við getum fengið það fólk sem við höfum afskipti af, bæði börnin í sunnudaga- skólanum og eldri börnin, til að koma inn í aðrar athafnir og þjónustu kirkjunnar. Til dæmis má beina æskulýðsfélaginu inn á þá braut að heimsækja fólk á Carlos Ferrer gegnir starfí æsku- lýðsfulltrúa Akureyrarkirkju, en það er ný staða við kirkjuna. Mynd: TL.V sjúkrahúsi, elliheimili eða öðrum stofnunum, og vera með því, reglulega eða ekki reglulega. Þannig er hægt að sinna hluta af þeim heimsóknum sem prestarnir þurfa annars að sinna lfka og einnig að auka þjónustu kirkj- unnar.“ - Eruð þið kannski líka að reyna að ná til þeirra sem ekki eru virkir í starfi kirkjunnar? „Já. Við erum að reyna að ná sambandi við fólk sem við vitum um að hefur sterkar taugar til kirkjunnar og framhaldið verður það að ná til fólks sem við vitum ekki um að hefur sterkar taugar til kirkjunnar, en vill gjarnan taka þátt í starfi hennar á ein- hvern hátt. Ég sé fram á að hægt sé að nýta mitt starf til að ná til þeirra sem láta ekki eins mikið á sér bera, eða við þekkjum ekki eins vel.“ Trúaráhuginn gengur í bylgjum - Er ekki auðveldara að ná til barnanna en fullorðna fólksins? „Það er mjög gott að ná til barnanna, en það eru margir for- eldrar líka sem hafa ekki einung- is áhuga á því að börnin séu í kirkjunni heldur hafa líka sjálfir áhuga á starfinu. Þeir taka skírn barna sinna mjög alvarlega og okkur langar að mæta því fólki sérstaklega." - Það er stundum sagt að íslendingar séu lítt trúaðir fyrr en á reynir. Finnst þér áhugi fólks á trúmálum lítill? „Nei, ég held að áhuginn sé ekki lítill. Ætli hann gangi ekki í bylgjum í lífi manna. Menn hafa mikinn áhuga þegar þeir eru mjög ungir en á unglingsárunum og fram yfir tvítugt beinist athyglin að svo mörgum öðrum hlutum, menn verða uppteknir af svo mörgu að trúin skiptir þá minna máli. Hún blundar kannski með þeim eða þeir verða henni jafnvel andsnúnir. Áhug- inn á hinum alvarlegri spurning- um lífsins virðist síðan glæðast aftur, sérstaklega kannski eftir að menn eru komnir með fjöl- skyldu. Trúarþörfin er kannski missterk, en ég held að allir hafi skoðun og áhuga og einnig ein- hverja reynslu af trú, sem þeir halda upp á. Það er kannski það sem ég hef mestan áhuga á í mínu starfi, að tala til þessa áhuga sem blundar í langflestu fólki, að sá áhugi sem það finnur er ekki á neinn hátt ómerkilegri en trúaráhugi þeirra sem láta bera á sér. Ef við lítum á þetta frá sjónarhóli Guðs, þá held ég að Guö haldi jafnmikið upp á mann hvort sem maður sýnir mikinn áhuga á trúnni eða ekki. Það eru miklu frekar gæðin sem skipta máli og einlægnin.“ Fleiri foreldrar koma í sunnudagaskólann - Mér skilst að áhugi foreldra á sunnudagaskólanum hafi aukist. „Já, við merkjum það í okkar sunnudagaskóla og það er reynsla fleiri starfsmanna kirkjunnar, að það koma sífellt fleiri og fleiri foreldrar með börnum sínum í sunnudagaskóla. Fólk virðist vera í ríkari mæli að átta sig á uppeldis- og trúaruppeldishlut- verki sunnudagskóla. Það sendir ekki bara börn sín í sunnudag- skólann, heldur kemur með þeim. Við höfum auðvitað engar opinberar tölur um þetta, en manni virðist að þarna séu á ferð- inni breytingar á tíðarandanum. Fólk upplifir það núna að kirkjan er fyrir alla og ég held að það sé góðs viti. Kirkjan er ekki bara fyrir ákveðnar athafnir, ekki bara fyrir yngstu börnin og eldra fólkið. Við höfum saknað fólks á aldrinum 25-50 ára, en það virð- ist vera að breytast. Það væri mjög gaman að sjá fullorðið fólk í kirkjunni, ekki bara sem þiggjendur heldur líka gefendur. Það væri líka mjög gaman að geta gert kirkjuna að einhvers konar miðstöð sem fólk getur leitað til í auknum mæli og fundið eitthvað sem því hentar, hvort sem það er lítið eða mikið, án þess að það sé bundið af við- vistarskyldu eða öðrum böndum. Fólk ætti að geta komið og farið þegar því hentar til að fá það sem það þarf til að geta lifað heil- brigðu lífi á hverjum tíma. Með heilbrigðu lífi á ég líka við að það geti sinnt sínum trúarlegu þörfum. Þetta er kannski eitt af langtímamarkmiðunum með mínu starfi, að búa til þarna lít- inn hornstein að þessari miðstöð,“ sagði Carlos Ferrer að lokum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.