Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 27. október 1988 Það hefur verið lífog fjör hjá krökkunum í Grunnskólanum á Grenivík síðustu tvær vikurnar. Og hámarki fjörsins var náð síðasta laugar- dag, þegar haldin var listahátíð í skólanum. Tildrög listahátíðarinnar má rekja til þess að eng- inn myndlistarkenn- ari er við skólann og vegna þess var leit- að til Arnar Inga myndlistarmanns á Akureyri og hann fenginn á staðinn til myndlistarkennslu. í stað þess að kenna myndlist í tvo tíma á viku allan veturinn var ákveðið að krakkarnir helguðu sig myndlistinni í tvær vikur. Furðufyrirbæri á ferli á Grenivík á laugardagskvöldið Á Listahátíð í Grenivíkurskóla: Vikurnar tvær fóru sum sé í myndlistina. Sú fyrri var tileinkuð málverkinu og máluðu allir eina mynd hvort heldur sem var börn eða kennarar. Seinni vikuna var hefðbundinni stundaskrá vikið til hliðar og listin ein var allsráðandi. Veggir skólans tóku stakkaskiptum, þeir voru skreyttir með veggmyndum sem sumar hverjar voru allstórar, eða um fimmtán fermetrar. Veggmyndirnar voru afhjúpaðar með viðhöfn á listahátíðinni á laugardaginn. Auk myndlistar af ýmsu tagi fengust menn einnig við leiklist og matargerðarlist. Laugardagurinn rann upp og var þá efnt til hátíðarhalda í skólanum. Boðið var upp á skemmtiatriði margs konar. Sýndur var leikþátturinn „Mamma tekur slátur,“ en hann höfðu nemendur samið sjálfir við hið dúndurgóða djammlag Skriðjökla sem ber sama nafn. Þá tóku þjónar að dansa af list og Gísli G. Oddgeirsson flutti minni kvenna og Hólmfríður Dan minni karla. Sænskur félagsráðgjafi kom í heimsókn og vakti hann mikla kátínu viðstaddra. Þá var sest að borðum og snætt þríréttað. Fyrst var boðið upp á kryddleginn Keldulágarhrygg, þá gellu- og rækjukokkteil, en nokkrir krakkar lögðu leið sína í frystihúsið einn morguninn fyrir veisluna og Fjölmenni mikið mætti til hátíðarinnar, eða á milli 250 og 300 manns. Samræmdu prófin eftir Garðar G. Hólmfríður Dan flutti minni karla. unnu hráefnið sem til þurfti í réttinn þann. Að lokum var snæddur sláturkeppur eigi lítill. Slátrið það bjuggu nemendur til sjálfir undir leiðsögn heimilisfræðikennara síns og stefnan var sett á heimsmet í sláturgerð. Keppurinn vó á milli 10 og 12 kíló, að sögn Björns Ingólfssonar skólastjóra. f óðagotinu sem fylgdi listahátíðinni gleymdist hins vegar að bregða keppnum á vigt og því verður heimsmetið líklega ekki skráð sem slíkt. Til hátíðarbrigða hefur rúsínum iðulega verið stungið í sláturkeppi, en stærðarinnar vegna var í heimsmetskeppinn stungið sveskjum og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.