Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 12

Dagur - 27.10.1988, Blaðsíða 12
Akureyri, fimmtudagur 27. október 1988 Gæöaframköllun Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. ................... Smábátaeigendur við Eyjafjörð: Oánægðir vegna dragnótaveiða - bátum fjölgar sífellt en aíli stendur í stað Berstrípaðar flugvélar eru ekki algeng sjón en vegna sölu Twin Ottersins var öll málning fjarlægð af henni. Mynd: gb Flugfélag Norðurlands: EM Twin Otterinn seldur Aðalfundur Kletts, félags smábátaeigenda við Eyjafjörð, var haldinn um síðustu helgi á Akureyri. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að láta þegar í stað endurskoða gild- andi reglur um veiðar dragnóta- báta. Ingvi Árnason, formaður Kletts, sagði að umræður um dragnótaveiðar inni á fjörðum hefðu verið miklar á aðalfundin- um. Smábátasjómenn væru mjög óánægðir með þessar veiðar og hefðu fundarmenn verið sam- mála um að dragnótabátar ættu Sláturhús KEA Akureyri: Tæplega 68% dilka lentu í verðmæt- asta flokknum Slátrun er nú víðast hvar lokið og bændur fara bráðlega að huga að seinni göngum. Slátr- að var á vegum Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri, Dalvík og Kópaskeri. Óli Valdimarsson sláturhús- stjóri sagði að á Akureyri hafi verið slátrað alls 42.840 fjár. Meðal fallþungi dilka var 14,51 kg sem er heldur lægra en í fyrra, en þá var meðalþyngd dilka 14,69 kg. Hann sagði það hafa verið einkennandi nú hve þungi dilk- anna var óvenju jafn. Flestir skrokkanna lentu í verðmætasta flokknum, DIA eða 29.000 tals- ins og var meðalþungi þeirra dilka 14,34 kíló. Aðeins 456 skrokkar lentu í feitasta flokknum. Tölur frá Kópaskeri og Dalvík liggja ekki endanlega fyrir, en bráðabirgðatölur segja að á Kópaskeri hafi 19.517 fjár verið slátrað og að meðalþyngd dilka hafi verið 14,29 kíló. Féð sem slátrað er á Dalvík hefur seinni ár verið heldur þyngra en á Akur- eyri og Kópaskeri. Fallþungi þeirra í ár var 15,07 kíló en alls var þar slátrað 7.883 fjár. VG Stefnt er að því að frumvarp til fjárlaga verði lagt fram á Alþingi næstkomandi mánu- dag. Ríkisstjórnin afgreiddi fjárlagafrumvarpið á fundi í vikunni og fjármálaráðherra ræddi við einstaka ráðherra en Ijóst er að skera verður ríkisút- gjöld niður um 1,5 milljarða króna. ekki að sjást inni á Eyjafirði eða á Skjálfanda. Yfirvöld yrðu að gera sér grein fyrir að ekki væri heil brú í þeirri stefnu að láta smábátana fara lengra út á með- an dragnótabátar lægju svo að segja í fjöruborðinu. „Það sér hver maður að þetta gengur ekki upp,“ sagði Ingvi. Á fundinum var einnig rætt um framtíð smábátasjómennsku almennt. Fundarmenn töldu augljóst að framtíðarstefna í þessum málum væri ennþá ómót- uð. Bátunum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum en þó hefði afli ekki aukist að sama skapi og hann jafnvel dregist saman. „Þetta ár er eitthvert það lakasta sem hefir komið hérna lengi. Ef til frekari samdráttar kemur veit ég ekki hvernig menn eiga að skrimta á því sem þeir mega taka úr sjónum. En ef þróunin verður sú að kvótinn er sífellt skorinn niður þá sé ég ekki framtíð í því að kaupa nýja og dýra báta því það þarf mikið til að borga bát upp á 5 til 6 milljónir króna ef menn ætla líka að lifa af útgerð- inni,“ sagði Ingvi Árnason. Versnandi atvinnuhorfur og erfíð staða Bæjarsjóðs Akur- eyrar voru meðal umræðuefna á aðalfundi Framsóknarfélags Akureyrar sem haldinn var í síðustu viku. Fundarmenn höfðu áhyggjur af þróun bæjarmála á kjörtímabilinu, ekki síst með tilliti til fjárhags- afkomu sveitarfélagsins. Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulltrúi, hafði framsögu um bæjarmálin. Hann kvað ýmis óheillavænleg teikn á lofti í bæjarmálum, einkum hvað fjár- hagsstöðu varðaði. Áhyggjuefni væri hversu hátt hlutfall af tekj- Samkvæmt heimildum blaðsins er í frumvarpinu gert ráð fyrir nýjum sköttum að fjárhæð a.m.k. 3,5 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að skattar verði lagðir á fjármagnstekjur, fjármagnsfyr- irtæki og eignir. Þá komi skattar á bifreiðar. Hækkun á tekjuskatti einstakl- inga um 2 prósentustig, þ.e. Elsta Twin Otter flugvél Flugfélags Norðurlands hefur verið seld. Vélin hefur undan- farið verið inni á verkstæði félagsins þar sem öll málning hefur verið leyst af henni. unt færi til að greiða rekstur og fjármagnskostnað bæjarins. Ekki væri bjart framundan í þessum efnum því ef svo héldi áfram sem hingað til væri ekki útlit fyrir annað en að lítið sem ekkert fé yrði aflögu til verklegra fram- kvæmda á vegum Akureyrarbæj- ar innan fárra ára. Grípa yrði til ráðstafana til að afstýra slíku. Margir fundarmenn tóku til máls um atvinnumálin í bænum og bæjarfjármálin. í máli þeirra kom fram að atvinnuhorfur hefðu hríðversnað undanfarið og væri það alvarlegt á sama tíma og fyrirsjáanlegt er að framkvæmda- þeirra sem hafa tekjur yfir skatt- leysismörkum, er talin skila ríkis- sjóði um einum milljarði í tekjur. Skattleysismörk haldast þar sem barnabætur og persónuafsláttur hækka. Hækkun vörugjalds mun einnig skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum eða 1-1,5 milljörðum króna. JÓH Twin Otterinn verður málaður erlendis í litum nýja flugfélags- ins. Kaupandinn er kanadískt flugfélag. Sala Twin Otter vélarinnar er liður í endurnýjun Twin Otter geta bæjarins er lítil vegna fjár- hagsstöðunnar. Fundarmenn vörpuðu fram spurningum um hvort bæjarstjórnarmeirihlutinn ætlaði að standa fyrir lántökum eða skuldabréfaútboðum á nýjan Sala notaöra bíla hefur dregist verulega saman frá því í sumar. Geysilegt framboð er af eldri bílum á bílasölunum á Akureyri en minna um kaup- endur. Verö á notuðum bílum hefur þó ekki fallið þegar um bílaskipti er að ræða en oft er umtalsverður afsláttur gefínn í beinum sölum. „Það er frekar erfitt að koma notuðum bílum út núna,“ sagði Hjörleifur Gíslason, bílasali hjá Höldi hf. á Akureyri. Bílasala dróst talsvert saman í byrjun september og var sá mánuður lélegur. Október hefur verið að- eins skárri en þó ekki góður og lítil hreyfing. Hjörleifur minnti á að sláturtíðin væri alltaf dauf hvað bílasölu varðaði en hann hefði trú á að veruleg uppsveifla véla Flugfélags Norðurlands en nýrri gerð þessara flugvéla er með stærri hreyflum og afkasta- meiri en þær gömlu. Ætlunin er að um áramótin verði félagið með þrjár Twin Otter vélar, þar af tvær af nýju gerðinni. EHB leik næsta vor. Þá spurðu fundar- menn um hvort eitthvað væri vit- að um fyrirætlanir meirhlutans til að bregðast við versnandi atvinnu- ástandi og fallandi atvinnustigi á Akureyri. EHB ætti eftir að koma í sölu notaðra bíla eftir áramótin. „Það eru litlir peningar í gangi og fáir viðskipta- vinir en mikið framboð af bílum,“ sagði hann. Jón Sigursteinsson hjá Bílasölu Norðurlands sagði að salan gengi hægt og rólega hjá sér og engin uppgrip væru í bílasölu í dag. „Þetta nuddast, eins og maður segir. Ég hef trú á uppsveiflu eftir áramótin því líklega hækkar verð nýrra bíla og sala þéirra minnkar en það er geysilegt framboð í dag,“ sagði hann. Jón sagði að flestir settu hátt verð á bíla, eink- um í bílaskiptum, en þegar um beinar sölur væri að ræða lækkaði verðið oft talsvert. í bílaskiptum væri það milligjöfin sem hefði raunverulega mest að segja, ekki beinlínis það verð sem sett væri á bílana. EHB Fjárlagafrumvarpið lagt írani á mánudag EHB Fallandi atvinnustíg og erfið Qárhagsstaða bæjarsjóðs - voru meðal umræðuefna á aðalfundi Framsóknarfélags Akureyrar Mikill samdráttur í sölu eldri bfla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.