Dagur - 10.12.1988, Síða 7

Dagur - 10.12.1988, Síða 7
10. desember 1988 - DAGUR - 7 Hin ágæta danska mynd, IVlorð í niyrkri, vakti ekki mikla athygli þegar hún var sýnd í Borgarbíói og var gert grín að þeim sem voguðu sér á danska mynd. Bréf frá Álaborg: Hvorki ljót né leiðinleg - Hugleiðing um dönskukennslu og danska síld Við vissum nú ekki alveg hvað fyrir henni vakti, en þótti það svo sem ágætis tilbreyting, þegar dönskukennarinn okkar í fyrsta bekk í menntaskóla tók upp á því einn daginn að mæta með plötu- spilara og plötu í tíma. Shu bi dua, hvað er nú það? Dönsk hljómsveit! Oj bara! Jæja, þetta var ágætis tilbreyting frá þeirri dönskukennslu sem við höfðum vanist, sagnbeygingum, stílum og þýðingum. Platan var spiluð og þetta var bara nokkuð góð tónlist. Einhvern veginn samt dálítið hallærisleg, fyrir nú utan nafnið. Að heyra þetta tungu- mál. Hvernig getur nokkur mað- ur skilið þetta? Önnur stutt saga frá íslandi, raunar ekki eldri en frá síðasta sumri: Borgarbíó hafði viti menn tekið til sýningar dönsku mynd- ina „Morð í myrkri“ eftir sam- nefndri skáldsögu einhvers vinsælasta rithöfundar Dana, Dan Turéll. Sem verðandi náms- maður í Danmörku vildi ég auð- vitað fyrir alla muni sjá myndina og fríska lítillega upp á dönsku- kunnáttuna. Eitthvað hlaut mað- ur nú að kunna eftir margra ára nám. Með herkjum tókst mér að draga félaga minn með mér. „Að sjá danska mynd? Ertu ekki í lagi?“ fékk ég þó fyrst að heyra. Við vorum seinir fyrir og myndin að byrja þegar við kom- um í hús. Rétt innan við dyrnar mættum við tveimur flissandi unglingsstelpum, sem sagt þær voru á leið út. „Hí hí. Dönsk mynd. Oj bara,“ heyrði ég aðra þeirra segja. Þær höfðu komið í þeirri góðu trú að verið væri að sýna góða mynd og spennandi, en ekki danska mynd! Það er alltaf leiðinlegt að koma seint í bíó og þurfa að troðast framhjá stundvísum bíógestum í myrkrinu. Við trufluðum hins vegar ekki svo marga í þetta sinn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af myndinni var ég hæst ánægður með valið. Þetta lofaði góðu. Þetta var þó greinilega ekki álit allra bíógesta því í þann mund stóðu tveir upp fyrir framan okk- ur og gengu út. Þeir sneru ekki aftur. Það sem eftir var af mynd- inni vorum við félagarnir nákvæmlega helmingur bíógesta! Myndin var hörkugóð og um það vorum við sammála. Eitt skyggði þó á: Við skildum leiðinlega lítið af því sem sagt var. Astæðan fyrir því að ég rifja upp þessi tvö atvik hér í þessum pistli er að mér finnst þau skjóta stoðum undir eftirfarandi tvær fullyrðingar: íslensku skólafólki og íslendingum almennt finnst danskt talmál bæði Ijótt og leiðin- legt og að þar er um að kenna röngum áherslum í dönsku- kennslu í íslenskum skólum. „Hvað ætli þú hafir vit á því?“ segja eflaust margir og ég svara því bara til að þetta er mín skoð- un og þar að auki nu'n reynsla. Sagnbeygingar, stílagerð og þýðingar eru auðvitað nauðsyn- leg undirstaða þess að læra að tala dönsku. Þetta kennir íslenskt skólakerfi okkur svo vel að við erum jafnvel betri í stafsetningu, danskri stafsetningu, en fjöl- margir Danir. Það sem á vantar er hins vegar akkúrat það sem dönskukennarinn var að reyna þarna um árið í MA, að láta okk- ur hlusta á alvöru dönsku talaða af alvöru Dönum. Þrátt fyrir skroll og búkhljóð sem eiga upp- tök sín einhvers staðar lengst niðri í maga er þetta nefnilega 'oæði fallegt og skemmtilegt tungumál, en talsvert ólíkt „ís- lenskri skóladönsku“. Bandarískar bíómyndir og sjónvarp á ensku eru ástæðurnar fyrir því að enskukennarar þurfa ekki að hafa fyrir því að sýna James Bond og spila David Bowie í enskutímum. Ég segi hins vegar: Kim Larsen, TV-2 og Dan Turéll í dönskukennsluna. Allt er þetta framleiðsla í háum gæða- flokki og stútfullt af annáluðum dönskum húmor og síðast en ekki síst þurfum við þá ekki að bregða fyrir okkur enskunni næst þegar danskur ferðamaður spyr til vegar. Það er nefnilega hall- ærislegt! Víkjum að öðru. Ég nefndi TV-2 og gæti í rauninni meint tvennt. Annars vegar eina vinsæl- ustu rokkhljómsveitina hér um þessar ntundir en hins vegar óvinsælustu sjónvarpsstöðina hér í landi. Lýsingarorð í hástigi á að vísu ekki við þegar tvennt er bor- ið saman en þetta passaði bara svo skolli vel. Hér er ég nefnilega bara að tala um dönsku stöðvarn- ar tvær. Tveimur árurn á eftir íslendingum eru Danir nú komn- ir með tvær sjónvarpsstöðvar, báðar ríkisreknar. Og viti menn. Frá fyrsta degi þessa frjálsræðis upphefst nákvæmlega sama sag- an og þegar Stöð 2 á íslandi tók til starfa, baráttan um besta tím- ann til fréttaútsendinga. Gamla sjónvarpsstöðin, sem heitir því skemmtilega nafni Danmarks Radio, hefur frá því elstu menn muna sent fréttir út klukkan hálf- átta og að sjálfsögðu þarf sú nýja að nota sama tíma. Almenningur kann því illa að mega gjöra svo vel að borga fyrir tvær stöðvar en geta svo bara notið fréttanna á annarri. Skoð- anakannanir sýna að í þessu vali verður TV-2 gróflega undir, og horfunin, eins og það heitir víst, er skelfingar ósköp lítil. Schlei- mann framkvæmdastjóri stöðvar- innar er hins vegar ekki til við- ræðu um að láta undan. Stjórn- málamenn hóta afskiptum og auglýsingastjóri stöðvarinnar er gráti næst. í þessari nýju stöð má nefnilega auglýsa en þá er auðvit- að æskilegt að hafa áhorfendur. Schleimann er óhagganlegur og verður fróðlegt að sjá hvor lætur fyrr undan, hann eða Halldór Asgrímsson. Það var annars gott að þýska verslanakeðjan ALDI ákvað að kaupa áfram íslenska síld. ALDI í Álaborg býður að vísu bara upp á danska síld, en ef þessum við- skiptum hefði verið slitið þá hefðum við fátækir námsmenn, heiðurs okkar vegna orðið að hætta öllum viðskiptum við ALDI í mótmælaskyni. Það hefði hins vegar orðið verst fyrir okkur sjálfa. Vörurnar í ALDl eru nefnilega svo ódýrar að það ligg- ur við að verslunin borgi með þeim. Þrátt fyrir hagsýni sína þá eru víst talsvert margir Danir sem veigra sér við því að versla við fyrirtæki sem sendir gróðann beinustu leið til Þýskalands. Það getur verið dýrt að hafa hugsjónir og standa fast á sínu; það þekkj- um við íslendingar. Eggert Tryggvason í Álaborg. Fyrrum blaðamaður vor, ET, lifir nú á ALDI niðursuðuvörum í Álaborg. Verði honum að góðu. Til og með 16. desember næstkomandi getur þú lagt inn á Afmælisreikning 1 Landsbankans ! og fengið 7,25% ársvexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.